Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA V HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MAÍ 1948 Len keyrði hestinn sporum, og augnabliki síðar lá kálfurinn á jörðinni. Honum var kastað svo harkarlega, að annað hornið hraut af honum, og lá þar laust í grasinu. Jim Nabours steig af baki og lyfti upp hinu horninu með miklum al- vörusvip. Sáust þá hin raunverulegu horn kálfs- ins. Hann leit eins og á báðum áttum á Pattison: hann var alls ekki viss um, að hann tæki þessu gamni góðlátlega. En maðurinn að norðan var glaðlyndur. — Hann hló sig máttlausan, og gerði það í hvert skifti og hann hugsaði um þennan hrekk. “Nabours, fáðu honum peningana,” sagði hann. “Hann vann þá með heiðri og sóma, og eg hefi lært lexíu. Og þegar piltarnir þínir koma til bæjarins ætla eg að gefa þeim í staupihu. Geymdu fyrir mig þessi horn,” bætti hann við. “Eg mun heldur en ekki geta gert að gamni mínu þegar eg segi þeim Mitch gamla og Phil Armour frá þessu. Ef eg get það ekki, skal eg éta bæði hornin!” Og aftur skellihló hann. “Líttu bara á!” sagði Len Hersey. “Hann hefir víst brotið þau af sér í skóginum. Eg hefi heyrt að það geti komið fyrir.” “Nei,” sagði Nabours í skipandi rómi, “nú vil eg ekki heyra neitt meira af þessari vitleysu. Hérna eru tíu dalir; það er nóg til a$ kaupa fyrir skyrtu, og eg vil að þú gerir það. Hann spilar bara hinu öllu út á einhvern hátt,” sagði hann við Pattison. “Nei, fáðu honum það alt saman,” svaraði hinn. “Hann á féð. Lofum honum að spila því út. Eg mundi hafa gert það sama á hans aldri. Og monte er bara leikur samanborið við gripa- kaupmensku.” Þeir sneru svo til bæjarins. 43. KAPÍTULI. “Komdu inn, blessað barn.” Þegar Taisía Lockhart steig út úr kerrunni og gekk að dyr- um gistihússins, gekk hún beint í fangið á hinni ágætu Lou Gore, sem varð einskonar Florence Nightingale í þessu óbygða landi. Þessi kær- leiksríka sál tók Taisíu að sér, faðmaði hana og strauk. “Og mér sýndist fyrst þú vera drengur!” hrópaði hún. Er þær gengu gegn um dyrnar, sá hún gest sinn blikna og hrökkva við. Hávaxinn, ungur maður stóð í forstofunni nálægt dyrunum. Fanst Lou Gore að þau hlytu að þekkjast, þótt hún heyrði varla raddir þeirra er þau heilsuðust. “Svo þú þekkir þennan mann?” sagði hún síðar. “Já,” svaraði Taisía; “hann var einu sinni nágranni okkar suður í Texas. Hann varð okkur samferða um hríð hingað norður.” “Svo er það? Hann virðist ekki vera mjög mannblendinn hér í bæ. Hann talar ekki við neinn nema Bill Hickok. Þeir voru báðir að skjóta til marks hérna úti á götunni. Maðurinn minn segir að hvorugur þeirra hafi mist marks- ins, ekki einu sinni. Góða mín, hlýddu ráði mínu. Hafðu aldrei neitt saman að sælda við vígamenn. Allir karlmenn eru slæmir, en víga- menn kóróna þá alla í ilskunni. En komdu nú með mér barnið gott! Eg verð að gæta þín. En heyrðu, góða mín, eru þetta einu fötin, sem þú hefir meðferðis ? Og nú er f jórði júlí!” “Já”, svaraði Taisía og leit á hana áhyggju- full, “þetta er alt, sem eg á. Eg er fátæk — nema við getum selt hjörðinq. í Texas hefir enginn neitt nema nautgripi.” “Þú ert ekki fátæk, ef þú átt þessa hjörð. Þú selur hana áreiðanlega. Allir vilja kaupa nautgripi.” “En komdu nú inn í eldhúsið mitt, góða mín, svo að eg geti hjálpað þér. Hver er nú að æpa þarna fyrir utan gistihúsið?” “Ó, það er hún Milly, svarta þjónustukonan mín,” sagði Taisía. “Hún er úti í kerrunni. — Bíddu svolítið á meðan eg næ í hana.” Og að vörm uspori kom hún aftur með Milly, sem hafði sína löngu byssu í hendinni. “Miss Taisía,” sagði hún. “Eg er alveg hár- viss um, að eg sá hinn óguðlega svertingja minn þarna úti á götunni. Komi hann nokkurntíma nærri mér, skal eg skjóta hann. Það er áreiðan- legt.” “Ja, hérna!” sagði Lou Gore. “Er það nú tal. Legðu undir eins frá þér byssuna og komdu og hjálpaðu mér til að búa stúlkuna. Ef eg hefði bara 'einhver föt handa henni,” sagði hún á- hyggjufull og lagði fingurinn á varirnar. “En _fötin mín eru henni ekki hæfileg.” “Föt!” hrópaði Milly. “Hún hefir heilmikið af fötum úti í kerrunni!” “Brúðkaupsfötin hennar mömmu minnar!” sagði Taisía og brosti raunalega. “Eg tók þau með mér vegna þess, að eg gat hvergi geymt þau. Mín föt eru öll útslitin.” “Gott er það, góða mín. Við verðum að laga þau dálítið til. Þú ert svo rykug. Eg hugsa að stóra vaskafatið mitt dugi. Maður mætti ætla, að þeir hefðu þvottabala þarna yfri í búðinni, en svo er nú ekki, ekki einn einasta. Það er ekki eitt einasta baðker í öllu Kansas ríkinu, og hefir aldrei verið. Þeir skjóta nóg hérna, en alt minna er um, að þeir þvoi sér.” Hún let Taisíu sitjast á stól í eldhúsinu og tók gætilega af henni hinn barðbreiða hatt. Þá sá hún hina þungu hárfléttu, sem lá á herðum stúlkunnar. “Hafið þér séð annað eins!” hrópaði Lou Gore. “Láttu mig klippa af bandið.” Skærin héngu á belti hennar. Hún klipti bandið og greiddi úr fléttunni og féll þá hið fagra hár um alla stúlkuna, er sat þar eins og Godiva í baðm- ullarskyrtu. “Eg ætla að klæða þig úr þessari skyrtu,” sagði Lou Gore og hallaði höfði Taisíu upp að brjósti sér, tók í hálsmálið og dró af henni skyrt- una. “Æ, góða mín!” hrópaði Lou Gore. “Þú ert hrífandi fögur! Þú átt ekki hár heima. Og gift- ingarkjól? Þú segist hafa giftingarkjól úti í kerrunni? Þú þarft hans með. Sjáðu bara þetta hár! En góða mín hvernig færðu það til að hrökkva svona að neðan?” Milly útskýrði það. “Það hrekkur bara svona neðst. Hún hefir meira hár en nokkur önnur stúlka í Texas.” “Þú ert skínandi falleg, góða mín, og það sem meira er vert, þú ert líka góð stúlka. Nú ætla eg að verja tveimur eða þremur tímum til að búa þig og klæða þig í kvenmannsföt, og þá getur þú gifst hvaða manni sem þú bendir mér. á.” Milly tók nú til máls. “Eg sagði þér að hún hefði allskonar föt úti í kerrunni í kistunni sinni; alt saman úr silki — ljósrauð og blá og allavega lit. Hún mamma hennar átti fallegustu fötin í Texas. Hún kom með fötin sín með sér Little convalescents, crowded onto one bed because there is no other place in the children’s hospital to play. If there was a proper convalescent ward, where children could exercise and relax happily under supervision while awaiting discharge, return to health would be greatly ac- ' celerated, doctors say. One more reason why Winnipeg needs a new Children’s hospital now. The case of the... * THREE SICK CHILDREN * Tho routine work performed in any hospital is largely a matter of mystery to the layman. Here in synopsis form are the case histories of three typical patients at the Chil- dren's Hospital. They have been selected not because of any dramatic content, but merely to illustrate a cross- section of the 3,468 sick children admitted for treatment last year. BERNICE NANCY DOWIE Ten years old . . . suffering from rheumatic fever . . . health deteriorated over a four year períod following exposure after home burned near Teulon. Complex investigation and diagnosis involving consultation with five specialists all donating their services . . . extended laboratory tests, including cardiograms . . . blood counts . . . blood cultures and X-ray examinations. Series of strokes due to dis- lodgement of blood clots from heart valve. Series of special Rh negative blood transfusions necessary. Discharged three months later after receiving over 70,000,000 units of penicillin with no fever or further symptoms and with no germs in blood stream.i Has been in excellent health since dis- charge. Investigation and treatment cost between $750 and $1,000—total of $225 received from government sources. Balance of cost borne by the* hospital. EDWARD EVERETT HOLIDAY Born 2 months prematurely and brought to the hospital at 3 days of age, weighing 311 lbs. Hospital has facilities for only four prematures, requiring humidity and temperature controlled room. After 52 days' care, Edward was discharged as healthy, weighing almost 6 lbs.; 2 months later weighed 10 lbs. Success due partly to specialized equipment, partly to specialists' supervision; most of all to intensive, painstaking and enthusiastic nursing care. Less than half the cost of this public ward case received from family and government sources. D0R0THY EVELYN HOCH Nine month old girl admitted suffering from m#hingitis—high fever, vomiting and listlessness. Microscopic examination of spinal fluid revealed vast numbers of influenza bacilli. Placed under rigid meningitis routine, with special rabbit serum, streptomycin and sulfa drugs. Two reíapses, but returned home cured after one month. Cost of treatment $10 per day— responsibility for less than half expense assumed by M.H.S.A. Five years ago, 95% of such cases did not recover. Due en- tirely to research such as that being carried on at the Children's Hospital, over 80% now are cured. All true medical cases, but names have been changed and do not represent any individual persont. yesterday and today... but what of tomorrow? Today, the Children's Hospital, nearly 40 years in the same building, is crowded and old; doctors and nurses alike work with out-of-date equipment, per- forming miracles in curing chil- dren. The needs of the hospital grow each year — something MUST be done — and soon! $1,500,000 NEEDED and must be raised by popular subscription. That is a lot of money. It will be solicited in the area served by the Hospital — in Winnipeg, and throughout Manitoba and Western Canada. The wonderful work of the Children's Hospital must not be hindered or slowed. Your contribution is urgently required. John Driemen Photographs SEND CONTRIBUTIONS TO; Children's Hospital Building Fund, Bank of Nova Scotia Building, Winnipeg. Contributions subject to deduction for Income Tax purposes. we noM’S HOSPITAÍ New hospital building requires 200 beds, 4 oper* ating rooms, facilities for convalescence, labora- tory facilities and equipment. frá N’Awlins. Þú getur séð að hún er af heldra fólki komin.” \ Taisía Lockhart greip Iiendi Lou Gore, varpaði sér upp í rúmið, lét hárið falla yfir and- lit sitt og grét eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Lou Gore skildi að þetta var þreytan eftir þúsund mílna ferðalag. Hún hlaut að hafa sofnað. Henni fanst að margir tímar hlytu að hafa liðið er hún vaknaði við að hurð var opnuð. Seinna heyrði hún að hestur hljóp í burtu. Þetta var Del Williams, sem reið út úr bænum. Lou Gore heyrði járnbrautarlestina koma og sá menn koma til gistihússins. Er hún mætti þeim McMasters og Hickok við stigann, sögðu þeir henni hvað hún mundi sjá, færi hún upp á loftið. En Lou Gore var ekki taugaveikluð. Hún gekk upp á loftið, sá hvað gerst hafði, veitti lík- inu nábjargir og lagði það til. Þetta var fyrsti maðurinn, sem dáið hafði í Abilene í stígvélun- um sínum. Því næst lét hún vera-að segja Taisíu hvað gerst hafði. Var það annaðhvort af því, að hún vildi ekki skerða orðstír bæjarins, eða af hlífðarsemi við stúlkuna. Maður hafði dáið, þeir yrðu víst fleiri. Lou Gore stundi við og stakk stóru höndunum sínum undir svuntuna sína. “Milly,” sagði hún loks við svörtu konuna, sem var í eldhúsinu. “Komdu og hjálpaðu mér til að búa til kvöldmatinn. Það þarf einhvern mat. Og þessir menn koma hingað þótt eg eigin- lega hafi nú ekki opnað gistihúsið ennþá.” Er hjarðmennirnir komu utan frá hjörðinni hittu þeir McCoyne, sem hafði fréttir að flytja. “Bill sagði mér frá þessu atviki, sem gerst hafði í gistihúsinu. “Maður einn virtist hafa farið burtu úr bænum. Mél félli illa, ef menn fengju þá hugmynd, að þeim væri ekki óhætt hér. En sannleikurinn er sá, að við höfum ekki haft neitt ráðhús, né neinn mann til að halda rétt- arhald yfir vegnum mönnum. Við verðum að halda fund til að koma öllu þessu í lag og það bráðlega. Eg fékk tvo menn til að jarða mann- inn, sem féll. Þeir héngu þar hjá gistihúsinu. Þeir grófu hann þarna upp á hólnum, sem þið getið séð héðan hérna. Fyrsta gröfin í Abilene, 4. júlí 1867. Jæja, Mr. Nabuors, þeir jörðuðu mann yðar mjög fallega; bjuggu um hann í ein- hverskonar kassa. Eg sá þá 'bera hann út á hól- inn. Eg verð að játa, að eg held ekki að til sé ein einasta líkkista í öllum bænum — kaupmenn- irnir okkar eru svo hirðulausir, virðast ekki vita hvað með þarf. Ykkur er óhætt að trúa mér til þess, að eg hefi verið önnum kafinn fyrst eg gleymdi að láta þá panta fáeinar líkkistur! Eg vil ekki að Abilene standi að baki nokkrum bæ í i Kansas. Ykkur getur skilist, herrar mínir, að manni getur í flýtinum gleymst ýmisleg atriði> þegar hann þarf að gera alt. Þeir sögðu honum frá sölu hjarðarinnar. Hann varð svo hrifinn, að hann rétti hverjum þeirra um sig hendina. “Sagði eg þér ekki þetta, Nabours, að þú mundir finna kaupendur hérna norður frá í Abilene? Seld fyrsta daginn! Seld fyrir tuttugu dali hvert naut. Meiri peningar, en þú nokkurn tíma hefir séð!” “Þetta er enginn draumur,” sagði Nabours og fékk sér tóbakstölu. “Mr. Pattison, gætir þú náð í eitthvað af silfurpeningum? Þessir bréf' peningar eru auðvitað nógu góðir, og ef Dan McMasters segir það, þá er víxill á bankann góð- ur líka. En silfurpeningar eru það eina, sem gildir í Texas. Eg hugsa varla að menn mínir taki við öðru en silfri, og eg veit að Sanchez gamli lítur ekki við öðru. Þú getur ekki borgað Mexicana í neinu öðru.” RECIPE FOR WHITE BREAD Sponge Method 4 cups Lukewarm Water 1 envelope Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast 1 teaspoon Sugar 4 tablespoons Sugar 18 (about) cups Sifted Flour 2 cups Milk 3 tablespoons Shortening 1 tablespoon Salt Put 1 cup lukewarm water in bread bowl. add yeast and 1 teaspoon sugar, stir and leí stand 10 minutes. Dissolve 4 tablespoons sugar in remaining 3 cups water and add to yeast. Add 6 cups flouf to make a sponge. Beat well. Cover and let rise in warm place free from draft about 2% hours- When well risen, add lukewarm milk. Add shortening, salt and remaining flour, or enough to make an easily handled dough. Knead dough lightly until smooth and elastic. Place dough ii1 greased bowl, cóver and set in warm place free from draft. Let rise until doubled in bulk,' from lYi to 2 hours, divide dought in 5 equal portions and shape into balls. Cover with cloth and let rise 10 to 15 minutes. Shape into loaves and place in greased bread pans. Cover and let rise until doubled in bulk, about 1 hour. Bake in hot oven at about 400°F. for about 45 minutes. — Makes 5 loaves.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.