Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNf 1948 ROOSEVELT HÉLT UPPI MERKI ÖRYGGISINS OG FRELSISINS Eltii Muriel Penn “Það var Roosevelt að þakka, fyrst og fremst, að Bandaríkin, voldug og einhuga fóru að taka þátt í alþjóðasamvinnu. Roose- velt barðist fyrir öryggi, frelsi og afnámi hverskonar harð- stjórnar.” Þetta segir skólameistarinn frá Burmingham, R. H. Kiernan, um einn af gagnmerkustu for- ingjum, sem Bandaríkin hafa átt á síðari tímum, í stuttri ævisögu sem hann kallar “Roosevelt for- seti”. Ævisaga þessi var gefin út nær samtímis því, að styttan af forsetanum var afhjúpuð á Gros- venor Square í London. Kiernan er þegar velþekktur fyrir hinar vinsælu ævisögur sín- ar, “Churchill”, “Smuts hers- höfðingi”, “Wavell” og “Lárents frá Arabíu”. . Sneri irá einangrunarstefnunni Kiernan segir frá ævi forset- ans á skýran og greinargóðan hátt. Hann segir frá afrekum þeim, er Roosevelt vann, þegar honum tókst að gera bandaríska almenningsálitið andstætt ein- angrunarstefnunni og fá fólk til þess að taka einlægan þátt í bar- áttunni gegn fasismanum. ekki einasta í Austrinu, þar sem ráð- ist hafði verið á Bandaríkin, — heldur og í Evrópu. Kiernan segir, að á unga aldri hafi Franklin Delano Roosevelt verið “fallegur, fjörugur og vin- sæll”, og hafi ætíð haft lag á því að velja rétta samstarfsmenn — “og var eitt fyrsta dæmið um það val hans á lífsförunaut”. Enn- fremur segir Kiernan, að Roose- velt hafi frá öndverðu haft megna andúð á óheiðarleika og hverskonar spillingu. “f valdamiklar stjórnmálastöð- ur kaus hann heldur að velja menn, er höfðu öruggar tekjur og þurftu ekki að hafa stjórnmál- inn að féþúfu. Taldi hann, að minni hætta væri á að slíkir menn þæðu mútur,” bætir Kiern- an við. f heimsstyrjöldinni fyrri var Roosevelt aðstoðarflotamálaráð- •nHiHnniinimimiiiitmiiimiMinimiimmniiiiHimnnmmiiifv | INSURANCE AT . . . REDUCED RATES Fire and Automobile 1 STRONG INDEPENDENT | COMPANIES i I * E E | McFadyen j Company Limited | I 362 Main St. Winnipeg | Dial 93 444 herra. Ferðaðist hann til Evrópu til þess að athuga hervarnir þar. “í London”, skrifar Kiernan, “hitti hann George V. Bretakon- ung og flesta af stjórnmálaleið- togum Bretlands. Það er aug- ljóst af móttökum þeim, sem hann fékk, að menn þessir höfðu þá þegar hið mesta álit á honum og töldu hann eiga í vændum mikla framtíð.” Bauð lömunarveikinni byrgi Roosevelt veiktist af lömunar- veikinni árið 1921, “en hann neit- aði að láta líta á sig sem farlama vesaling”, segir Kiernan, og bæt- ir við: “Hann var staðráðinn í því, að fá heilsuna á ný og í þessum veikindum sínum öðlaðist hann geysimikla þolinmæði og átti hún eftir að verða honum dýr- mætur eiginleiki í framtíðinni. Hann lærði þá list að bíða.” Mikill friðarvinur Roosevelt var mikill friðarvin- ur. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að reyna að koma í veg fyrir að heimsstyrj- öldin seinni brytist út. “Það var ekki heiglum hent að leika á Roosevelt og honum voru fylli- lega ljósar margar af bollalegg ingum þeirra Hitlers og Musso- linis. En hann gat aðeins skír skotað til þess góðvilja og þeirr ar skynsemi, sem hann hélt að enn kynni að leynast í Berlín og Róm,” skrifar Kiernan. “Það hefur alltaf verið erfitt fyrir Bandaríkjastjórn að láta til skarar skríða nákvæmlega þegar hún hefur óskað þess, vegna þess að valdinu er skift milli forset- ans, þingsins og hæstaréttar. Og auk þess var Roosevelt önnum kafinn við innanríkismál. Um síðir fór því svo, að óvinir Banda ríkjanna réðust á þau þegar þeim henti best, en ekki þegar Banda- ríkin voru reiðubúin.” Þegar Þjóðverjar höfðu sigrað Pólland og styrjöldin í Evrópu breiddist út, “sá Roosevelt, að um síðir myndu Bandaríkin ekki komast hjá því, að taka þátt íj styrjöldinni”. En hann gat ekkij þröngvað almenningi til þess að| samþykkja stríð og varð að láta | sér nægja að hjálpa bandamönn- um eins og best hann gat. “En síðar var það eitt af mestu afreksverkum Roosevelts, ?.ð honum skyldi takast að sann- færa þjóð, sem býr svo fjarri Evrópu um það, að hana varðaði mikið hvernig skipaðist um fram tíð Evrópu”, bætir Kiernan við. Meginhættan Loks, þegar Bandaríkin fóru í stríðið eftir árásina á Pearl Har- bour, þá lagði Roosevelt alla á- herslu á það að bandarískaþjóð- in missti ekki sjónir á megin- hættunni og krefðist þess að öll- um kröftunum yrði einbeitt að Japan en aðstoð til Bretlands og Rússlands hætti. “Innrásin var árangurinn af margra ára þolinmæði Church- ills og Roosevelts, föskvalausrj sanjvinnu þeirra og þrotlausri Utanáskrift mín er: H. FRIÐLEIFSSON, 1025 E. lOth Ave., Vancouver, B. C. Nýjar bækur til sölu: Fyrsta bygging í alheimi..........$2.50 Friðarboginn er fagur............. 2.50 Eilífðarblómin Ást og Kærleiki.... 2.00 HOW YOU WILL BENEFIT BY READING Hit world'* doily newspoper— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. !T Yoo wíll find yourself ono of the best-informed persons in your community on world offoirs when you reod this world-wide doiiy newspoper regulorly. You will goin fresh, new viewpoinfs, o fuller, richer understonding of todoy's vitol news—PLUS help from its exclusive features on homemoking, educo* tion, business, theoter, music, rodio, sports. Subserlbe now to this speciol "get- ocquointed" offer —1 month forfl (V. 8. funds) * listen tn ’The Ctiristian \vl Science Momtor Views the vM Hews titVf Thursday \1 night over the Imerican | 8'Oddcdsfinjj Comp^njf The Christion Science Publishing Society PB-S . One, Norway Street, Boston 15, Mass., U. S. A. Enclosed is Jl, for which pleose send me The Christlon I Science Monitor for one month. Nome.____________-__................. Street.............................. \City. Zone.... Stote.... Loftsteinaleit Eftir Niel M. Clark Úr Saturday Evening Post Lausleg þýðing eftir Árna S. Mýrdal Dr. Harvey Harlow Nininger er viss um, að loftsteinar hafi fallið í Alabama, en segist finna fleiri- í Kansas. Hvar sem Nin- inger leggur leið sína um, koma vinnu. Og sex dögum eftir inn- rásina var Churchill á þeim stað þar sem Roosevelt myndi hafa gefið mikið til þess að vera — með hersveitunum í Normandi’, skrifar Kiernan. Trúiði á friðinn Jafnvel áður en Bandaríkin fóru í stríðið var Roosevelt far- inn að leggja á ráðin um friðinn með rólegu trúnaðartrausti og mikilli framsýni. í því sambandi bendir Kiernan á ræðu sem for- setinn flutti er hann bauð sig fram til forsetakjörs í þriðja sinn. Þar sagði Roosevelt m. a. “Eg hefi ótakmarkaða trú á því, að hægt verði að koma á friði. Þá trú byggi eg á þekkingu, sem eg hef öðlast af reynslu liðinna ára. “Þessi kynslóð má ekki ein- göngu hugsa um sjálfa sig og breyta samkvæmt því — hún verður að hugsa um kynslóð þá, sem féll í síðustu heimsstyrjöld — um að skapa komandi kynslóð- um frið og öryggi.”. Hættan á þriðju heimsstyrjöld Kiernan bendir á, að Roose- velt hafi verið fyllilega ljóst, hvaða hættur voru framundan, er hann hafði verið kjörinn for- seti í þriðja sinn.. Flutti hann þá ræðu í þinginu í janúar 1945. Þar ræddi hann af fullri hrein- skilni um hættu þriðju heims- styrjaldarinnar, ef þjóðirnar ekki ynnu saman að friðinum. “Það er aðeins hægt að skapa frið og varðveita hann’ sagði forsetinn, “ef allar frjálsar og friðunnandi þjóðir heimsins taka höndum saman — eru fúsar til þess að vinna saman, hjálpa hver annarri og reyna að skilja og virða sjónarmið hver annarrar. Friðurinn verður að byggjast á alþjóðasamstarfi”. “f vonbrigðum okkar eftir síð- ustu styrjöldina vildum við held- ur alþjóðastjórnleysi en alþjóða- samvinnu. Við vildum enga sam- vinnu við þjóðir, sem ekki höfðu nákvæmlega sömu stefnu og við. Við megum ekki láta slíkt koma fyrir oftar — því að þá er aðeins eitt framundan: þriðja heimsstyrjöldinn”. —Mbl. 16. apríl loftsteinar í ljós. Enhverju sinni, þegar hann sat fyrir borðum í matsölubúð í Colorado og beið eftir reyktu svínakjöti og eggj- um, kemur þreytulegur bóndi og tekur sér sæti við hlið hans. Nin- inger dregur eitthvað letilega upp úr vasa sínum og leggur á borðið. Bóndinn lítur snöggvast á hlutinn, tekur hann upp, geisp- ar og leggur hann svo aftur á borðið. “Veistu hvað þetta er?” spyr Nininger. “Er það ekki steinn?” “Það er steinn, sem féll úr lofti — loftsteinn”. “Ha?” Bóndinn tekur nú steininn aftur af borðinu og skoðar hann í krók og kring, spyr nokkra spurninga og segir “Eg gæti bezt trúað að steinn- inn í garðinum fyrir framan húsið hjá tengdabróður mínum sé samkynja þessum.” Nokkrum vikum síðar, býr mágur bóndans um undarlegan stein, er hafði verið notaður til að skástoða. annan girðingar- hornstaurinn fyrir framan húsið ; honum hlotnaðist þrjátíu og átta dollara bankaávísun fyrir viðvik- ið. Þannig elta loftsteinarnir Nininger á röndum, hvar sem hann fer. Hann er sí og æ að skygnast um að þeim og koma auga á þá í einum eða öðrum staðnum. Það var stjörnuhrap (víga- hnöttur), sem sneri huga hans til lífsstöðu sinnar. Níunda nóv., 1923, klukkan fimtíu og sjö mín- útur gengin í níu síðdegis, stóð hann á gangstétt í McPherson, Kansas, og sá leiftrandi skæran vígahnött falla til jarðar í einn- ar mílu fjarlægð, að því er virt- ist, frá borginni. Vígahnötturinn sýndist að vera svo nærri, að honum lá við að stökkva til hlið- ar. Til þess augnabliks, hafði hann verið gætinn og ráðsettur líffræðiskennari. Á þeim fáu sekúndum, sem vígahnötturinn hafði vakið aðdáun hans og sundrast í jörðu, skildist Nining- er, að nýtt æfistarf, að safna loftsteinum, lægi fyrir höndum. Sem stendur, á hann engan keppinaut, sem kemst í hálfkvisti við hann á þessu kynlega verk- sviði. í einni hinni einkar áreið- anlegu Harvard bóka um stjörnu- fræði, eftir Dr. F. G. Watson, er heitir “Between the Planets”, segir höfundur bókarinnar, að hinn fyrverandi prófessor í líf- fræði, hafi gert grein fyrir rúm- Afmæliskveðja til yfirráðskonunnar á íslenzka elliheimilinu í Vancouver, B. C., fædd 30 apríl 1888 á ísafirði á íslandi Við sextíu ára sóma feril þinn Eg sæmd mér tel, að heilsa þér með ljóði. Að kynnast þér, hefur heillað huga minn, Þitt hjúkrunarstarf, varð mér sem fleirum gróði. I launaskyni löngun hjá mér finn, Til lukku að óska þér: því gull á eg ekki í sjóði. Þinn orðstír víða, af fegurð þinni fór Á ferðum þínum bæði á sjó og landi; Við hússtjórn bæði og hjúkrun fræg og stór. Þann heiðurssess að skipa, er mikill vandi. Því bið eg góðan guð, og jafnvel Þór Að gæta þín, og forða þér frá strandi. Þér blessist alt, til æfi þinnar nóns, Sem okkar land á bezt í fórum sínum. Og föður og móðir — Markúsínu og Jóns, Og mentuðum ungum, tveimur dætrum þínum. Þú ert canadisk, en borin feðra fróns Þess fánamerki, úr hugsun, aldrei týnum. Eftir þrjátíu og fimm ár, stöðugt við þín störf f stjórn og hjúkrun ótal manna og kvenna, Þú getur heilsað framtíð, frjáls og djörf, Á furðuströnd, þar lífsins eldar brenna. Því alstaðar er þinna líka þörf Við þjóðarmeinin, heilsufræði að kenna. Þórður Kr. Kristjánsson —30. apríl 1948. Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast, heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar- forða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn þakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum tíma. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast um helmingi allra loftsteina, sem nú eru að koma í ljós. Safn hans er til sýnis (inngangseyrir einn fjórði úr dollar) í American, Meteorite Museum, er stendur við þjóðveginn 66, langt út í eyði- mörkinni fyrir vestan Winslow í Arizona. Safn þetta er eitt af fimm heimsins stærstu söfnum. Hin söfnin, er til jafns komast, eru British Museum, Smithonian Institution, American Museum of Natural History og Chicago Natural History Museum. Nininger er vísindamaður, þó hann sé ekki rígbundinn við for- skriftabókina. Ýmsir hinna rétt- trúaðri framdkvæmdamanna líta smám augum á hann, og furða sig á, hvernig í f járanum að hon-1 um hefir tekist að krækja í svona marga loftsteina. Sannleikurinn er, fyrir utan að vera bókvís, er hann ríkulega gæddur eiginleik- um Sherlock Holmes. Hann1 kemst á snoðir um og rekur slóða eins eður annars loftsteins með alveg ótrúlegri kænsku og leikni. Til dæmis, þrítugasta október, árið sem leið, sást logandi hnött-| ur þeytast þvert yfir himininn1 í Arizona. Þúsundir manna sáu þessa sjón. Hér var greinilega um vígahnött að ræða, sem á- reiðanlega féll til jarðar. En hvar? Þegar Nininger leitar að loft-, steinum, er sézt hafa falla,, grundvallast aðferð hans á þeirri sálfræðilegu sannreynd, að marg-, ir horfa, en fáir sjá. Hann hittir hvern og einn að máli, sleppir ónákvæmum frásögnum en hag- nýtur góðar. Þegar hann frétti um Arizona- loftsteininn, festi hann upp aug- lysingu í loftsteinasafni sínu og fekk mikilsverðar vísbendingar hjá þeim, sem á safnið komu og. vígahnöttinn höfðu séð, litlu síð- ar leggur hann af stað. Ferðin gekk seinlega. I Gallup, um tuttugu rnílur frá Arizona, virt- ist hann vera, samkvæmt sögn manna, fyrir sunnan og austan staðinn sem loftsteinsins var að leita. Þegar komið var til Ship- rock, níutíu og þrjár mílur fyr- ir norðan Gallup, virtist hann vera kominn of langt til norð- austurs. í Cortez, Colorado, var bæði stefnan, sem för hans lá í og stefnan á staðinn, sem líklegt var að steininn findist, í hásuð- ur. Þannig leitaðist hann við að aka umhverfis svæðið, sem braut loftsteinsins lá yfir síðusta augnablikið sem hann var á lofti. En það var ekki auðgert, því landið er ilt yfirferðar,, fáar brautir, og San Juan áin fyrir vestan Shiprock rennur í óbrúuð- um giljum á hundrað tuttugu og fimm mílna löngu svæði; þar er og mjög strjálbygt, og margir í- búanna eru Indíánar. En þrátt fyrir öll þessi vandkvæði, tókst Nininger að fá nóg sönnunar- gögn til að gefa til kynna, að loftsteininn hefði hlotið að falla í námunda við Four Corners, ofurlítið fyrir vestan hásuður frá afskekta staðnum, þar sem Ernie Pyle sat með sitjandan í Utah, en aðra hluta líkamans í Arizona, Colorado og New Mex- ico. Að loftsteini þessum hafa bæði hvítir menn og Indíánar leitað fótgangandi, ríðandi og í flug- vélum. En til þessa hefir ekkert fundist. Nininger álítur að í þessu tilfelli sé ekki um nein stór stykki að ræða, heldur að- eins um þúsundir smábrota. » Sumir vígahnettir saman- standa næstum einvörðungu af málmum. Nininger segir, að þessi tegund sundrist sjaldan við á- rekstqrinn. En þær tegundir, sem samanstanda mestmegnis af steinefnum, molast í sundur, — stundum mélinu smærra. Þeir stærstu, sem vér eigum, eru því málmtegundar, en sumir hinna allramerkilegustu líkjasf venju- legu gróti. Stærsti steinkendi vígahnötturinn, sem sést hefir falla og síðar fundist, kom í leit- irnar með aðstoð tækni þeirrar, er Nininger hefir framleitt. Þessi sérstaki vígahnöttur klauf loftið yfir akuryrkjuhéraði nokkru í norðurhluta Arkansas- ríkis, skamt frá Paragould. Nin- inger bjó þá í McPherson, Kans- as. Þótt hann kæmist án tafar til Arkansas urðu aðrir á undan honum. Einn hluti vígahnattar- ins, áttatíu og fimm pund að þyngd féll í kornakur, og fanst því næstum að vörmu spori. Þar sem Nininger var ljóst að það er sjaldan rétt um einn stein að gera þegar vígahnöttur fellur, réð hann Paragould bændum að ieita grandgæfilega að öðrum stykkjum. Hann dró strik á land- kort og sagði, að kæmu brot í leitirnar, findust þau að líkind- um einhverstaðar í þessari stefnu. Fer hann svo heim, en þýtur svo í skyndi aftur á staðinn. — Hinn afarstóri Paragold-loft-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.