Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1948 Hfeintskringlci (StofnnO 1886J Kemui út á hverjum núðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Ver6 blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖIl viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1948 Smuts stjórnin fallin í Suður-Afríku fóru kosningar fram 25. maí. Beið Smuts- stjórnin, sem þar hafði verið við völd síðan 1939, ósigur. Þóttu það óvæntar fréttir, því út í frá var Jan Christian Smuts hershöfðingi þektastur stjórnmálamaður þar syðra og elztur; hafði verið for- sætisráðherra eitt kjörtímabil áður (1919—1924). Fall stjórnarinnar kom harðast niður á Smuts sjálfum. Hann tapaði í kjördæmi sínu, er hann hafði verið þingmaður í — 25 ár. Flokkur hans — The Unity Party — náði aftur á móti í 65 þing- sæti, en andstæðingarnir aðeins í 69. Þar munaði því minstu. Og flokkur Smuts hlaut fleiri atkvæði en nokkur hinna flokkanna. Smuts lagði niður völd s. 1. föstudag, en dr. Daniel Francois Malan tók við, er leitt hafði til sigurs þjóðernissinna og Afrikana (Afrik- aner), er sameinast höfðu á móti stjórninni. Malan er prestur hol- lensku reformeruðu kirkjunnar, 74 ára gamall, maður einarður, og fer ekki dult með að hann sé einangrunar sinni. Brezk blöð una illa kosningaúrslitunum. Þau virðast álíta sam- bandi Suður-Afríku við Bretland nú hættara, en áður. Sterkir þjóð- ernissinnar kunna og að vera slæni fordæmi nýlendustjórna. En lengra virðist ekki hættan ná, því dr. Malan fylgdi um langt skeið Hertzog að málum, er um hríð var forsætisráðherra, en yfir- gaf hann, er hann lagðist á sveifina 1933, um að mynda samvinnu- flokk með Smuts. Þessir “Afrikaner”, er nefna sig svo, eru afkomendur Hollend- inga, sem festu sér bygð í Suður-Afríku og Þjóðverja, er á vestur- ströndinni sunnarlega bjuggu. Englendingar náðu sér snemma í Natal-nýlenduna og reyndu eins og aðrar Evrópuþjóðir, að færa sig þarna upp á skaftið í þessu Hottentottalandi, er lauk með sigri þeirra í Búastríðinu 1902 og síðan (1910) sameiningu fjögra aðal- ríkjanna: Kap, eða Góðravonarhöfða-nýlendu, Natal-, Transval, og Úraníu, er til samans eru 471,917 fermílur að stærð og með um sjö miljónir íbúa (1932), sem helmingurinn er hvítir menn en hinir blökkumenn og Indverjar. Þrjú þessara ríkja mynduðu Hollend- ingar, er þeir hörfuðu undan Bretum frá suður ströndinni, en sem seinna voru einnig tekin. En það eru málin um hvað gera skuli við eða fyrir blökkuflokkana, sem ávalt hafa verið vandræðamál í Suð- ur-Afríku milli hvítu flokkanna, sem þar hafa farið með völd. Hol- lendingarnir voru að minsta kosti ekki með því, að veita blökku- lýðnum og Indverjum þar eins mikið frelsi og Bretar og báru það sem sök á Breta, að Iitdverjar væru af þeim fluttir inn í landið og vandræði þess með því aukin. Enska og hollenska eru jöfnum höndum töluð í Suður-Afríku, eins og enska og franska í Canada. Á þingi Sameinuðu þjóðanna urðu snarpar umræður um með- ferð blökku kynflokkanna í Suður-Afríku. Er ekki ólíklegt, að þær ákærur hafi haft einhver áhrif á kosningarnar. En eins og þær fóru, er eftir að vita, hvort að Hollendingar reynast þeim blökku hollari nýlendustjórar en fráfarandi stjórn hefir verið. VÍSITALAN 151 Það kom í ljós við yfirheyrsl- una í verðhækkunarmálinu, sem verið er að rannsaka, að vísitalan er nú 151. Kaupmáttur dollarsins er samkvæmt þessu 65 cents, bor- ið saman við virði hans fyrir síð- asta stríð. Það var Graham Tow- ers, forseti Canada banka, sem rannsóknarnefnd þingsins, gaf þessar upplýsingar. Þó tölur þessar verði ekki rengdar, ber þó að gæta eins, er mikil áhrif hefir á kaupmátt dollarsins í höndum almennings. Það er tekjuskatturinn. Hann er af vinnulaunum tekinn og er ekki endurgreiddur. Skattgreið- andi má vinna fyrir honum, en fær ekki að njóta hans. Þar er dollar hans því ekki 65 centa virði, heldur að líkindum aðeins virði 50 cents. Skatta alla væri því ekki fjarri að telja í vísitöl- unni. Hún yrði nær því rétta með því. Það var einhver, sem var að gagnrýna síðustu ársreikninga sambandsstjórnarinnar sem hreyfði þessu í sambandi við skatta stjómarinnar á reikningn- um. Og hann hélt fram, að vísi- talan væri ekki rétt, án þess að taka skattana með, því þeir væru fé, sem einstaklingurinn gæti ekki notað eða eytt til kaupa, sem öðru fé sínu. Það talar mörg húsfreyjan nú um það, hvað kaupfé hennar hverfi skjótt, það sé farið hvað vel sem á er haldið áður en nokk- ur viti af. Það er einmitt í þessu, sem á hefir verið minst, sem kaupgetu- leysið liggur, eða hvað pening- arnir hverfa skjótt úr höndum kaupandans. Það er að vísu ofurlítið betri aðstaða þeirra, sem hærri vinnu- laun hafa en 1939, en það breytir engu að minsta kosti til hér um bil 50% starfandi manna í Can- ada, er sömu vinnulaun hafa eða tekjur og 1939. Þennan ójöfnuð sem þessir menn verða fyrir, er aðeins hægt1 að laga með kauplöggjöf af stjórnarinnar hálfu og lækkandi vöruverði og tollum, eða með því að fleiri eða allar vinnandi stétt- ir bindist samtökum og krefjist þess kaups, er í samræmi er við tapið, sem á kaupgetu pening- anna er orðið. Þetta er miklu óflóknara mál en ætlað er. Það er engri stjórn ofvaxið, að gera löggjöf sína svo úr garði, að dollarinn haldi sínu gildi í kaupum og sölum í fullu samræmi við verðlag. Það væri auðveldara að koma reglu á þetta, en að halda nokkurri reglu á hlut- unum, ef allar stéttir fara í enda- laust kapphlaup um kauphækkun og verðhækkun. Það er hver stjórn annað hvort kosin til þess að halda á jöfnuði í þessum sök- um, eða hún er ekki til nokkurs hlutar og verri en engin stjórn. Framtíð Á sameiginlegum klúbb-fundi landkynninga manna í Canada og Bandaríkjunum nýlega í Gleve- land, hélt Donald H. Gordon, að- stoðar bankastjóri við Canada banka ræðu og komst meðal ann- ars þannig að orði um framtíðar- möguleika Canada: Hvernig er útlitið í Canada frá hagfræðilegu sjónarmiði skoðað? Eins og yður mun kunnugt, er raforkuframleiðsla þar meiri, miðuð við fólksfjölda, en nokk- urs staðar í heimi; hún er fimm sinnum meiri á hvern þegn en í Bandaríkjunum. Orkulindirnar eru óþrjótandi. Virki sem sett var upp inni í miðju Quebec-fylki, við Shipsaw, á stríðsárunum, framleiðir 1,400,000 hestöfl og er eitt stærsta orkuver í heimi, að meðtöldu yðar mikla veri við Grand Couilee. Önnur orkufram- leiðsla, sem á prjónum má nú heita, ætti að auka framleiðsluna um 20% og er þó þar ekki tekið með í reikningnin, hvað gera má og gerast muni þegar St. Law- rence-fljótið verður fært haf- skipum vestur í miðríki álfunn- ar. Þegar í það mannvirki verð- ur ráðist, mun brátt koma í ljós hvað það mun efla orkufram- leiðslu beggja vegna landamær- anna. Eg væri ekkert hissa að sjá þar rísa upp stærri iðnaðar- héruð, en nokkru sinni hafa áður sézt. Þetta getur trauðla lengi dregist úr þessu, þar sem bæði Quebec-fylki og borgin New York, eru farnar að krefjast okru úr þessari átt. Orka Canada ætti við þetta að aukast um 1,000,000 hestafla. Hvað eldsneyti áhrærir í Can- ada, er líklegt að það verði olía í framtíð fremur en kol. Síðan olíulindin fanst fyrir einu ári við Leduc í Alberta, hefir á dag- inn komið, að þar er um nýjan fund geysistórs svæðis að ræða til olíuvinslu. Eitt félag, af mörg- um, er nú að verja 80 miljón döl- um til að rannsaka olíubirgðir þarna. Halda jarðfræðingar að þar sé um stærra olíutekjusvæði að ræða en nokkurs staðar í allri vesturálfu. Og með þessu er ekki alt talið. Það er sannfæring margra, sem rannsakað hafa tjörusands svæð- in norður við Athabaska í Norð- ur-Alberta, að þar sé um að ræða ótæmandi olíulindir. Maður frá námadeild Bandaríkjastjórnar, sem þarna var á stríðsárunum, heldur að þar sé eins mikil olía í jörðu og fundin er enn í öll- um heimi, eða á að gizka nær 250 biljón tunnur. Hvernig hægt sé að færa sér þetta í nyt, er nú verið að kanna af krafti bæði af stjórn og einstaklingum. Af málmum er óhætt að segja að mikið sé til í Canada. Af nik- kel er hvergi meira framleitt en þar. Þá er platína, abestos, gull. kopar, sínk, silfur og blý, alt framleitt í stórum stíl. Á1 fram- leiðsla hefir tífaldast síðan 1937 og nemur nú 500,000 tonnum á ári. í Canada er úraníum fram- leiðsla svo mikil, að hún er að- eins á einum stað öðrum eins mikil í heimi og hér. Mest af þessu efni er við Great Bear Lake í norðvestur Canada, en ný- lega hefir það einnig fundist inni í miðju Manitoba-fylki. Þrátt fyrir þó Canada hafi til þessa flutt mikið inn af járn- og stálvöru, eru nú námurnar í Steep Rock óðum að koma til skjalanna við málmframleiðslu. Þar kvað vera um 69% hreinleik málmefnis að ræða. — En það sem meira þykir koma til, er þó fundur járnmálms í mjög stórum stíl á landamærum Quebecs og Labrador og sem byrjað er að leggja járnbraut til sunnan frá St. Lawrence fljóti. Þarna er ætlað að ekki sé um minni málm- fundi að ræða en var við Mesabi. Þó engin þurð virðist þar enn á framleiðslu, er gott að fá þessa málmlind hinni til viðbótar. Heimurinn hefir sýnt skógum sínum litla vægð og miskunsemi. Canada Að viður þverri, er því auðsætt. Canda er svo lánsamt að eiga um 800,000 fermílur af skóglandi, sem er 20 sinnum eins stórt og Ohio-ríki'er. í þessari álfu eru hvergi frumskógar enn ósnertir, nema í British Columbíu í Can- ada. Viður til pappírsgerðar er f jór- um sinnum meiri unninn nú í Canada heldur en í mesta papp- írsgerðarlandi í heimi, Banda- ríkjunum. Og framleiðsla þessi er nú meiri en nokkru sinni fyr eða alt að 20%, því eftirspurnin síðan stríðinu lauk, er ávalt að aukast. Það er mikilsvert, að eiga þess ar auðslindir heima fyrir. Þegar þær eru notaðar eins og vera ber, fylgir því iðnaðarrekstur, sem ekki er hægt að reikna út hvað mikill getur orðið. Féð sem í Canada er árlega lagt út til framleiðslu, nemur 2.4 bilj. dölum. Og ef eg ætti að telja upp alt sem framleitt er, yrði það lengri skrá, en hér er tími til að lesa. Framleiðslan er f jarskalega margbreytileg. Til reksturs þessu fjölbreytta starfi, leggur Canada fram einum þriðja meira á hvern íbúa, en Bandaríkin gera, með öllu sínu óhemju fjárframlagi nú til eins og annars. Þetta er ekk- ert undarlegt, því í Canada er nú sá tími upprunninn sem Banda- ríkin bygðu sig bezt upp á, fyrsta fjórðung þessarar aldar — þeg- ar auðslindirnar, f járausturinn í að vinna þær, iðnaðurinn sem það hafði í för með sér og fólks- innflutningur lögðust á eitt með að vinna að efnalegum vexti og viðgangi þjóðarinnar. Á VIÐ OG DREIF PÓSTHÚSREKSTUR er alls staðar rekinn á þjóðeignagrund- velli. Því fylgir að hann á ekki að vera gróðastofnun, sem svo miklar fúlgur leggur stjórninni til fram yfir reksturkostnað á hverju ári. Samt gerir pósthús- rekstur Canada þetta með því að viðhalda svo háu burðargjaldi á bréfum, að fátítt mun vera i nokkru landi. N. J. Lockhart P.C. þingmaður í Lincoln, Ont., lagði þá spurn- ingu fyrir stjórn Canada nýlega, hvað gróði pósthúss-deildar hefði verið mikill síðustu þrjú árin. Hann fékk eftirfylgjandi svar: Á árinu sem lauk 31. marz 1945 11% miljón dalir. Á árinu 1946 — nærri 11 milj. Á árinu 1947 — um 9 miljón. Þurfti Sambandsstjórnin á þessum gróða að halda? Síðasti ársreikningur hennar, sýndi $800,000,000 tekjuafgang. Lockhart spurði hvort nokkr- ar líkur væru til að burðargjald á bréfum eða öðrum pósti yrði lækkaður eins og gert hefir verið í Bandaríkjunum. Svarið við því var “nei”! ★ ALLA síðast liðna viku mátti heyra á ótal tungumálum útvarp- að um allan heim frá Moskva, því sem hér fer á eftir: “Alþýða Rússlands er í fylsta máta samþykk þeirri skoðun Henry A. Wallace, að sakirnar milli Bandaríkjanna og Rússa sé hægt að jafna, ef vilja til sam- vinnu brestur ekki.” Þessar birtu línur eru sagðar partur af svari Stalins við bréfi er Wallace skrifaði honum og las upp á fundi í New York. Bréf Wallace var hógvært og blátt á- fram og gagnrýndi Rússa jöfn- um höndum og Banadríkin fyrir þvergirðing við friðarsamnings tilraunirnar. Stalin er sjáanlega skoðun Wallace sammála í þessu og telur eflaust að Wallace eigi með umkvörtuninni við Banda- ríkin. En stjórn Bandaríkjanna þykir hér undarlega að verið, að eiga um þetta mál við Wallace, sem enga fulltrúastöðu skipi hjá þjóð Bandaríkjanna, en sendi stjórninni í Washington, þjóð- inni og öllum þjóðum heimsins óbeinlínis vitnsekju um það. Ef þetta á að vera stutt bending til alþýðu Bandaríkjanna um hvern- ig hún eigi að snúa sér í næstu kosningum og láta hana vita vilja sinn (Stalins) í því efni, væri það alt annað mál. En hvort sem tilgangurinn var þessi eða ekki, hefði viðkunnan- legra verið, að fregninni hefði fylgt svör Stalins um hversvegna hann hafi í nafni friðarins áður svift mörg nábúa-ríki sín sjálf- stæði . . . hafi hindrað starf Sam- einuðu þjóðanna . . . hafi hátíð- lega lofast til að eyðileggja við- reisnarstarf Evrópu. Bandaríkja- þ'jóðin hefði orðið þakklátari fyr- ir þetta, en að ítreka eins oft og gert var í útvarpinu vilja hans í kosningunum. Sameinuðu þjóð- irnar hefðu einnig og ekki síður en Bandaríkjastjórn, verið hon- um þakklát fyrir þetta. Það er ennfremur nokkurt vafamál, hvort Wallace hafi mikla ástæðu til að fagna þessu. ★ ÞEGAR RÆTT var um í Ot- tawa-þinginu nýlega að hækka styrkinn til mæðra, er mist höfðu eiginmenn eða syni í hernum, benti C. E. Stephenson P.C. þ.m. frá Durham á þetta, sem dæmi af þörfinni á hækkun styrksins: “í kjördæmi mínu er kona sem átti 3 sonu. Þeir innrituðust all- ir í flugherinn. Það var í byrjun stríðsins. Fyrsti sonur hennar beið bana af skoti skömmu eftir að hann kom til Evrópu. Faðir drengsins, sem var heima og með bilað hjarta, dó þegar honum barst fregnin. Skömmu seinna barst konunni frétt um að annar sonur hennar hefði orðið fyrir skoti í flugfari sínu og farist. Af þriðja syninum fékk hún litlu síðar sömu fréttir. — Þetta gerðist alt á rúmu ári. — Fjórir í fjölskyldunni höfðu týnt lífi. Og fyrir fórnfærslu þessa og raunir konunnar eru henni nú greiddir $60 á mánuði frá stjórn- inni í Ottawa! Núverandi lögum sem koma í veg fyrir að meira sé gert fyrir þessa konu, er vissulega þörf að breyta. HJÁLMAR A. BERGMAN dómari í yíirrétti Manitoba-fylkis Dáinn 20. janúar 1948 Stórt er fyrir skildi skarð skapadóms af völdum. Lýðfrömuður lúta varð legstað Bana köldum. Hjálmar Bergman látinn liggur lágt við þögult grafar skaut. Lands og þjóðar lögum tryggur lof og verðugt fylgi hlaut. Framsýnn mörgum vinum veitti valið ráð er sigur fann. Enginn lögum betur beitti bæði í sókn og vörn en hann. Ættarblóð í æðum streymdi andans glæddi sjónar mið, okkar málum aldrei gleymdi öruggur að veita lið. Margur liðna samfylgd syrgir Sæmd og mentun dagsins skráð. Aldrei mold né myrkur byrgir mannsins göfgi, ráð og dáð. Oss er skylt þá menn að muna með oss hér sem ruddu braut. Krýndu sigri samveruna sókndjarfir í hverri þraut. Andinn lifir, árin þverra. Alt er skráð í lífsins bók. Engu gleymir himins herra bér sem bæði gaf og tók. Hljótt er nú y heima ranni hrygt er fljóð og börnin klökk, helga daginn mætum manni. Munarblíð í ást og þökk. Þótt að bitur trega tárin tímans auki hún og sorg Göfug minning græði sárin Guð er syrgjendanna borg. - M. Markússon HITT OG ÞETTA ♦ Yfirvöldin í Bremen tilkyntu rétt fyrir síðustu helgi, að 600 manns, vegalaust fólk, hefði far- ið þar úr höfn áleiðis til Canada. Væri alt þetta fólk ráðið til ýmsra mismunandi starfa svo sem bændavinnu, byggingar- vinnu, vinnu í iðnaðarstofnun- um, o. s. frv. ★ Ríkishagstofan í Ottawa hefir nýlega tilkynt, að vísitala heild- söluverðs á nauðsynja vörum, er grundvölluð var á meðaltalinu 100, 1926, hafi hækkað 1.6 pt. í aprílmánuði í 148.5 úr 146.9 sem hún hafði verið í marga mánuði. Fyrir ári síðan var vísitalan 123.3. Mest bar á hækkuninni á járnframleiðslu allri, og ýmsum málmtegundum. ★ Frá Berlin, — Fjögurra velda “kommandatura” um að stjórna Berlin, endaði síðastliðinn laug- ardag, eftir að rifist hafði verið á fundi er stóð yfir 15 kl.stundir. Ríkti þar svo mikil sundur- þykkja og hatur milli fulltrúa austura^nu og vestrænu stórveld- anna, að einsætt þykir að enginn samvinna geti átt sér þar lengur stað. Er haft eftir einum vesturríkja fulltrúanum að ekkert gangi saman á neinn hátt, og muni koma að því fyr en síðar, að við öll fundarhöld verði hætt, og allar samningstilraunir. ★ Að lokum virðist nú svo kom- ið eftir fréttum frá Kaupmanna- höfn, að líklegt er að Anna prins- essa af Bourbon Parma muni giftast Micheal, fyrverandi Róm- aníukóngi í Aþenu 5. júní næst- komandi. Er búist við, að þar sem Mich- eal tilheyrir grísku rétttrúnaðar- kirkjunni, muni giftingin fara þar fram, og muni hinn aldraði erkibiskop Damanskinos fram- kvæma athöfnina. Anna prinsessa er rómversk- kaþólsk. í niarz-mánuði síðastl., neitaði Píus páfi að veita aflausn er gerði þessa giftingu mögulega, en úr því hefir nú víst greiðst. ★ Long Beach, Californiu, — það virðist svo sem alheimsfriður í framtíðinni, hafi verið $70,000 virði persónulega fyrir Egbert L. Durham. Mr. Durham var bóndi í Tennessee, og ánafnaði ríkisf járhirzlu Bandaríkjanna þessa upphæð í stjórnar-verð- bréfi, við dauða sinn. Skyldi fé þetta notað til einhvers, er mið- aði í áttina að koma á alheims- friði. Mr. Durham var ógiftur maður og flutti til Calif. fyrir 10 árum frá Sharon, Tenn. Afgangurinn af eignum hans, sem metinn vai^ $27,500 var ánafnaður ættingj- um hans. ★ Alþjóða rétturinn í Hague, dæmdi nýlega að Rússland hefði ekki haft neinn löglegan rétt til að greiða skilyrðisbundið at- kvæði sitt með því síðastliðið ár, að ítalía og Finnland fengju inn- göngu inn í félag S. þjóðanna. Sovét-Sambandið greiddi at- kvæði með því, að leyfa þessum þjóðum inngöngu, ef Ungverja- land, Romaníu og Búlgaríu væri leyfð innganga um leið. Dæmdi alþjóðarétturinn, með 9 atkvæð- um gegn 6. að engin slík skil- yrðisbundin atkvæðagreiðsla gæti átt sér stað. Jón Sigurdsson Chapter, I.O- D.E., will hold its regular meet- ing, Thursday, June 3, at 8 p.m.. at the home of Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning St. * * w Afráðið hefir verið að halda næsta þing Hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga, a Gimli, dagana 25. — 27. júní, næstkomandi. * BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin sknld

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.