Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.06.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA S. K. Padover Getur V.-Þýzkaland orðið sjálfbjarga? Höfundurina er þektur rithöfundur. Var stjórn- mála fréttaritari í London á stríðsárunupi. Fór til Þýzka- lands þegar innrásin hófst. Hér setur hann fram ástæð- ur með og móti stofnun sér- staks ríkis í Vestur-Þýzka- landi. Eftir að utanríkisráðherra fundurinn, sem haldin var í London síðastliðinn desember, leystist upp, án þess nokkurt samkomulag næðist, komu fram margar getgátur og ágizkanir um það, að vestur veldin mundu gera sérstakt ríki úr sínum hernáms- svæðum. Nýskeðir atburðir hafa orðið til þess að koma því máli aftur á dagskrá, og sumir sem voru því mótfallnir áður virðast nú hafa skift um skoðun. Sjálf- sagt er sumt af því tali ekkert nema áróður. En staðreyndum verður þó ekki gengið framhjá. Ástæðurnar fyrir því, að hvorki Washington eða London hafa verið í neinum flýti með að stofnsetja sjálfstætt ríki í V.- Þýzkalandi eru bæði stjórnmála- legar, en þó einkum hagfræði- Jegar. Rússar urðu fyrstir til að lýsa því yfir að þeir vildu að Þýzka- land yrði ein heild; eitt ríki. — Leir litu eflaust svo á, að sú stefna gæti borið góða ávexti í framtíðinni. Þeir gátu þá sýnt það svart á hvítu, að þeir hefðu jafnan verið vinir Þýzku þjóðar- innar. Eins og kunnugt er, varð þessi yfirlýsing Rússanna til til þess, að þáverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna Mr. Byrnes, gaf út yfirlýsingu fyr- ir sína hönd og sinnar þjóðar, sem mjög fór í sömu átt. Og þar sem báðar hliðar hafa tekið sömu stefnu í þessu máli, hefur hvor- ug viljað verða fyrri til að ganga á bak orða sinna. Reyndir stjórnmálaleiðtogar vita líka vel, að þjóðarmetnaður og þjóðarhatur, getur orðið hættulegt, sprengiefni. Dæmið um Hitler er þar deginum ljósara. Hann blés einmitt að þeim kolum og setti með því móti allan heim- inn í bál og brand; þjóðliðarnir Þýzku mundu aldrei fyrirgefa orlendu ríki, sem yrði til þess að búta sundur land þeirra, sérstak- lega vegna þess, að altaf má gera táð fyrir að einhverjir yrðu til að æsa þá upp í því máli. Þess- konar æsingar hafa þegar hafist. í janúar síðastl. komu nokkrir Vestur-þýzkir embættismenn saman í Frankfurt til að ræða niöguleikana á því að setja upp einhverskonar sjálfstæðu á her- námssvæðum Vesturveldanna. — En jafnskjótt hófu blöðin í rúss- neska hlutanum ákærur á hendur þeim, kölluðu þá Þýzka Quis- iinga, og gáfu í skyn, að þeir ntundu sæta sömu örlögum og aðrir föðurlandssvikarar. Blaðið “Neues Deutschland” komst svo að orði: “Sjötíu millj- ónir Þjójðverja munu ekki gera sig ánægða með það sem þessi tylft doktora kann að samþykkja í Frangfurt í dag. Og ef Þýzka- iand bíður tjón af gjörðum þeirra verða þessir herrar að gera sér ijóst, að þeir verða skaðaðir á- hyrgarfullir, og engar afsakanir Verða teknar til greina”. Öllum stórveldunum, er það auðvitað vel ljóst, að skifting Þýzkalands gæti orðið til að kveikja eld, sem erfitt yrði að slökkva. Sagan sýnir að þjóðar- metnaður og föðurlandsást Þjóð- verja hefur löngum verið ærið herská, og þeir hafa að undan- förnu trúað á sverðið og byssuna fremur öðrum þjóðum. Það er því ekki mjög erfitt að gera sér í hugarlund, hver áhrif það mundi hafa á hugarfar þeirra ef herj- ans útlendingarnir yrðu til þess að eyðileggja æfistarf Bismarks, er Þjóðverjar telja eitt mesta af- reksverk sögunnar. Að síðustu er vert að athuga alþjóða-áhrifin, sem slfkt skrif hlyti að hafa, stofnun sérstaks ríkis í Vestur-Þýzkalandi mundi að líkindum verða til þess að víkka enn meir djúpið, sem nú er milli austur og vestur-veld- anna, og skifta Evrópu, ef til vill að fullu og öllu í tvær andvígar herbúðir. Sem stendur er að vissu margt sem á milli ber. Rússa ann- ars-vegar og Ensk-Ameríkanar hínsvegar, en þó eru enn sam- göngur og samkomulag á viss- um sviðum. Og meðan svo er, er ekki með öllu vonlaust, að takast megi að byggja fleiri brýr yfir gjána. En stofnun sérstaks rík- is í vestrinu, yrði líklega til þess að fella járntjaldið að fullu og öllu. Þannig er þá stjórnmála hlið- in, en fjármálahliðin sýnist þó enn erfiðari viðfangs. í stuttu máli, framleiðslan er sem stend- ur, ekki nægileg til þess að veita íbúunum þau lífsþægindi, sem talin eru sjálfsögð með siðuðum þjóðum nú á dögum. Og yrðu því að treysta á erlenda eða Banda- ríkja hjálp fyrst um sinn. Marsh- all áætlunin gerir ráð fyrir að “Bizonía” fái fjögra biljóna lán nætsu fimm árin, og vafasamt hvort það reynist nægilegt. Og hitt er heldur ekki víst að þjóð- þing Bandaríkjanna verði í skapi til að veita stöðugum straum af biljónum dollara í ölmusugjafir til Þjóðverja. Sannleikurinn er að Þýzkaland eins og það var fyrir stríðið, var ef til vill nær því að vera sjálfu sér nægilegt, en nokkurt annað land í Evrópu. Jafnan síðan Þýzkaland sameinaðist 1871 hafa ieiðtogar þýzku þjóðarinnar unn- ið að því, að stóriðjuatvinna í vestrinu hvíldi á traustum grund- velli, sem var landbúnaðurinn í Austrinu; með því móti skapaðist markaður á báða bóga, og af- gangur iðnframleiðslunnar var síðan fluttur út til að borga fyr- ir nauðsynlegan innflutning. Með þessu móti tókst þeim að tvöfalda fólksfjölda Þýzkalands, með lífskjörum, sem voru talsvert betri en í meðallagi, allt á síð- ustu tveimur eða þremur manns- öldrum. Tókum t. d. árið 1938, þá var framleiðslan í hernámssvæðum Vesturveldanna á þessa leið; þau framleiddu 86 prósent af stáli; 80 prócent af kolum en ekki nema 45 prócent af matvælum. Afgang- urinn 14 prócent af stálfram- leiðslunni, 20 prócent af kolum og 55 prócent af matvælum var framleitt í Austurhluta landsins sem nú er í höndum Rússa og Pólverja. Tilkynning Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmunds- son, Mávahlíð 37, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Kaupendur blaðanna eru vinsamlega beðnir að til- kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og einnig ef breytt er um verustað. Heimskringla og Lögberg En þessar tölur segja í sjálfu sér ekki mikið, nema því aðeins að athugaður sé fólksfjöldinn í umræddum héruðum. Sem stend- ur mun fólksfjöldinn í Austur héruðunum, sem framleiddu meir en helming af matvörum þjóðar- innar, vera um sextán miljónir, en fer stöðugt fækkandi, bæði vegna þess að fólkið flytur þaðan af frjálsum vilja, eða er rekiðj úr landi, á það einkum við héruð- in sem nú eru undir stjórn Pól- verja. Á hernáms svæðum vestur- veldanna, mun venjulegur fólks- fjöldi vera herumbil 45 miljónir, en auk þess eru nú um þrjár milj- ónir flóttamanna í Ruhrdalnum, og einar 5 miljónir í Bavaríu og' annars staðar, eða alls 8 miljónirJ íbúatalan verður þá um 53 milj.,! á landsvæði sem er ekki nema| 95,000 fermílur, eða meir en ■ helmingi minna en Frakkland.. Vestur-Þýzkaland er því, þeg- ar Niðurlönd, Holland og Belgia, eru undirskilin, þéttbyggðasta landið í Evrópu. fbúatalan á hverri fermílu í V.-hlutanum 557, en í Austur-Þýzkalandi 370. Til samanburðar er þetta þétt- býlið í nokkrum öðrum Vestur- Evrópu löndum: Noregur með 23 íbúa á hverja fermílu; Svíþjóð með 36; Frakkland 197; ítalía 372; og Stór Bretland með 495. Það er því engin furða, þó sú spurning verði efst á baug í hug- um þeirra, sem eiga að ráða þess- um málum til lykta. Getur þetta litla land, sem í sjálfu sér er fremur ófrjótt og fjalllent, þó auðugt sé af hráefnum, getur það í raun og veru framleitt sóma- samlega öllum þeim mannfjölda, sem þar er búsettur? Fyrir stríðið meðan Þýzkaland var einheild, var fólksfjöldinn ekki nema 265 manns á hverja fermílu, og jafnvel þá urðu þeir að flytja út vörur eða svelta. Þeir seldu þá erlendis um 25 prócent f járn og stálframleiðslunni. — ^uk þess seldu þeir margskonar rélar lyf og liti gleraugu, sjón- uka og m. fl. Með öðrum orðum ilutir þeirra í Alþjóðarverzlun rið 1938 var það stór að Banda- íkin ein báru þar stærri hlut frá >orði. Til samanburðar mætti benda á >að að Bretum hefur reynst örð- igt, að koma atvinnuvegum sín- im á réttan kjöl eftir stríðið, >rátt fyrir það, að meiri hlutinn f þeirra verksmiðjum var ó- ikemdur, og erlendur markaður lami og áður. í Þýzkalandi erj >essu alt á annan veg háttað. Þar ru borgirnar meira og minna í ústum, verksmiðjur eyðilagðar ða fluttar úr landi, samgöngur lamasessi og erlendur markað- ir tapaður, minnsta kosti sem tendur. Það er því augljóst að iðnaður- nn í Vestur Þýzkalandi yrði að :omast á sama, eða jafnvel hærra tig, en nú gerist í Englandi og ielgíu, en þau lönd eiga bæði lýlendur til að selja iðnaðarvör- ir sínar. Við skulum gera ráð yrir að samkv. Marshall aætl- ininni yrði 4 biljónum dollara rarið til að endurreisa friðsam- egan iðnað í V.-Þýzkalandi, ef >vo yrði mundu þeir verða að selja alt að 80 prócent af fram- eiðslu erlendis til að borga fyrir natvörur og hráefni. En hvar mundu Þjójðverjar Einna markað fyrir allann þann itflutning? Besti og vissasti narkaður Þjóðverja hefur frá tpphafi verið í Austur-Evrópu, únkurn í Balkanríkjunum, en nú ;ru þau lönd öll á bak við “járn- jaldið” svonefnda, og auk þess tafa þau flest á prjónunum fyrir- etlanir um stóraukinn iðnaðj íeimafyrir, svo vafasamt er hvort ^ :reyst verður á markað þeirra Framvegis. Annarstaðar í Evrópu >g í öðrum heimsálfum, yrðu Þjóðverjar að keppa við vörur :rá Tékkum, Bretum, Pólverjum >g Bandaríkjamönnum. Af öllum >essum ástæðum, er það auðsætt, ið ríkisheild í V.,-Þýzkalandi nundi hafa afarmikla örðugleika NEMENDA MÓT í tilefni af því að séra Rúnólf- ur Marteinson verður sæmdur Doktors nafnbót við Gustafus Adolphus háskóla um þessi mán- aða mót hafa fyrverandi nemend- ^ ur hans við Jóns Bjarnasonar skóla, ákveðið að halda honum samsæti í fyrstu Lutersku kirkju þann 12. júní, á laugardag kl. 8. að kvöldi. Fáir Vestur-fslending- ar eiga þenna heiður skilið fram-j ar séra Rúnólfi, eftir langt og ó- sérplægið starf í þágu mentunarj og íslenzkra mála hér vestra. Um leið og fyrverandi nemendur hans langar til að sýna honum virðingarvott þá eru þeir um leið að endurnýja fornan vinskap og endurminningar frá skóla-árum. Óskað er eftir að f jöldi nemenda verði til staðar þetta kvöld, og til að undirbúningur geti verið sem fullkomnastur er óskað að þeir sem ætla að koma gefi sig fram við einhvern af eftirfylgjandi: Miss Salome Halldorson, Trans-, cona. Mrs. Paul Goodman 652! Goulding St. Mr. A. S. Eggert- son, 209 Bank of Nova Scotia. Mr. B. E. Johnson, 1059 Domin- ion St., Mr. Axel Vopnfjörd, 1267 Dominion St. B. E. J. SkipuleggiS Raffræðilega Skipuleggið hús yðar þannig að rafurmagns vírarnir geti flutt nægilegt afl til þeirra ljósa og véla sem þér nú hafið í húsinu, og einnig þeirra, sem nauðsynlegt verður að bæta við eftir því sem þarfirnar krefjast. Fyrir ábyggilega og ódýra rafroku skuluð þið síma yðar eigin raforku-kerfi, CITY HYDRO. Sími 848 161. CITY HYDRO er yðar — notið það við að etja, svo mikla, að nálega virðast óyfirstiganlegir. En spurningin,' sem krefstj svars, og það sem fyrst er: Hvað á að gera við Þýzkaland? Bretar eyða nú árlega um 400 milj., doll- ara, á sínu hernámssvæði, og — Bandaríkin alt að biljón bara til að halda lífinu í fólkinu, því end- urreisnarstarf eftir eyðileggingu stríðsins er tæpplega byrjuð. Borgirnar eru enn í rústum, fólk- ið skelfur af kulda á veturna, og er hálf hungrað alt árið. Þetta getur vitanlega ekki svo til gengið. Nágranna þjóðir Þýzka- lands geta ekki sjálfra síns vegna staðið sig við að skapa pestabæli í hjartastað Evrópu. Sannleikurinn er, að eins lengi og Bandaríkin og Rússland geta ekki jafnað sín ágreiningsefni, og komið sér saman um að gera Þýzkaland að einni f járhagslegri heild, mun málefnum Þýzkalands þoka skamt áleiðis, og alt við- reisnarstarfið fara í handaskol- um. Hvað er það þá sem Rússum og vesturveldunum ber mest á milli? Misklíðarefnin eru vitaskuld mörg, en eitt er þó mest áberandi, og það var skerið sem utanríkis- ráðherrafundurinn í London strandaði á. í stuttu máli, Rússar heimta 10 biljónir dollara í stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum. Og þeir kref jats jafnfarmt, að af- borganir hefjist þegar í stað, af núverandi framleiðslu landsins. Þetta síðasta vilja Bandaríkin ekki samþykkja. Þeir segja að með því móti yrðu það þeir en ekki Þjóðverjar sem borguðu brúsann. Segja sem satt er, að framleiðsla landsins nægi ekki til að fæða og klæða íbúana, og ef partur af þeirri framleiðslu færi í skaðabætur mundu þeir verða að bæta hallann. Rússar á hinn bóginn látast ekki skilja þetta síðasta atriði og segja að á meðan Bandaríkin neiti sér um skaðabætur frá Þjóðverjum muni þeir alls ekki samþykkja að setja á stofn sameiginlega stjórn fyrir alt Þýzkaland. Hver hefir hér á réttu að standa? Þeirri spurningu er erfitt að svara. — En heilbrigð skynsemi bendir til þess, að væru minni æsingar og meiri löngun til samvinnu, yrði ekki erfitt að ráða þessum málum til lykta. — Auðveldasti vegurinn virðist það, að Bandaríkin veittu Rússum stórt lán gegn því að þeir féllust á sameiginlega stjórn í Þýzka- landi. Skiljanlegt er, að skatt- greiðendum í Bandaríkjunum sé illa við að senda kommúnista rík- inu stórfé, en þeir mættu kanske eins vel gera það beint eins og óbeint, því Rússar þurfa eflaust f járshagslega aðstoð til að koma atvinnuvegum sínum í viðunan- legt horf, og geti þeir ekki feng- ið hana með léttu móti munu þeir ekki hika við að taka örðugri leiðina, og rýja sitt hernáms- svæði af vélum og verksmiðjum. Eins og sakir standa nú, hafa Bandaríkin lofað, að veita vissum hluta af Þýzkalandi, sem ekki sýnist eiga neina fjárhagslega framtíð, stórlán, og með því er þó engin endanleg ákvörðun tekin um framtíð Þýzkalands, og Rúss- ar og Bandaríkjamenn á öndverð- um meiði eftir sem áður. Þeir menn, sem ráða lögum og lofum í Kremlin og á Pennsyl- vania Ave., verða að muna það, að sú kemur tíð, að þeir verða að standa reikningsskap á því fyrir dómi sögunnar hvort ákvarðanir þeirra nú leiða til friðar og far- sældar, eða til sundurlyndis og ófriðar. E. S. FJÆR OG NÆR Byrjað verður að starfrækja sumarheimilið á Hnausum snemma í júlí mánuði í sumar. Þá verður tekið á móti börnum eins og áður, og þeim veitt tæki- færi að njóta ferska loftsins og sólskinsins í fögru umhverfi sem greni skógur umlykur á bökk- um Winnipeg-vatns. Umsóknar- bréf sendist til: Mrs. Emma Renesse, Arborg. Mrs. H. E. Johnson, Lundar Mrs. J. F. Kristjansson 788 Ingersoll St. Wpg. Séra Philip M. Pétursson 681 Banning St. Wpg. Mrs. Sveinn Thorvaldson, Riverton, Man. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld Þeir sem villja fá myndir prentaðar í bók þeirri er búist er við að út komi á komandi hausti um Álftavatns- og Grunnavatns- bygðir verða að senda þær til Jóns Guttormssonar, Lundar, fé- hirðis útgáfunefndarinnar, fyrir ágúst mánaðar lok. Fjórir doll- arar verða að fylgja hverri mynd fyrir kostnaði nema fyrir þá sem eiga myndamót, þá verður aðeins tekið gjald fyrir plássið í bók- inni. Þetta verður að gerast svo bókin verði ekki of dýr og svo engin mynd verði eftir skilin sem fólk vill fá prentaða í bókinni. Hér er átt við smærri andlits- myndir en stærri myndir verða eðlilega dýrari. Mrs. L. Sveinson, ritari nefndarinnar H. E. Johnson, forseti nefndarinnar * * * Icelandic Canadian Club We have room in our Winter issue of The Icelandic Canadian Magazine for a number of photo- graphs for Our War Effort Dept. We are anxious to have a com- plete record of those, of Iceland- ic descent, who served in the armed foroes of Canada and the United States. Kindly send photographs if at all possible as snapshots do not make a clear newspaper cut. Information required: Full name and rank, full names of parents or guardians, date and place of birth, date of enlistment and discharge, place or places of service, medals and citations. There is no charge. Kindly send the photographs and information to: Miss Mattie Halldorson 213 Ruby St. Winnipeg, Man. Winnipeg, Man. VERZLUN ARSKOL AN AM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.