Heimskringla - 09.06.1948, Side 1

Heimskringla - 09.06.1948, Side 1
Always ask for the HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr ú Always ask for the HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144' Frank Hannibal, Mgr. ! #################################^ LXII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. JÚNÍ 1948 NÚMER37. ■ FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Fellibylur í Portage La Prairie Síðastliðinn sunnudag geysaði fellibylur mikill af norðvestri yfir bæinn Portage la Prairie og nærliggjandi staði. Laust honum niður um kl. 4. síðdegis, með 75 mílna hraða á kl.stundinni. Gerði stormurinn usla mikinn, svifti þökum af stórbyggingum nokkr- um og íbúðarhúsum, reif upp tré með rótum og olli ýmsum skemd- um. Bylnum fylgdi stórregn. — Talið er líklegt að eitthvað af sáðlandi eyðileggist af vatns- flóðinu. é 9 Benes segir af sér Fréttir frá Prague, Tékkóslóv akíu herma, að Klement Gott- wald, forsætisráðhera, hafi til- kynt beiðni Edvard Benes, for- seta, um lausn frá embætti sök- um þverrandi heilsu á líkama og sál. Er það vitað, að Benes hefir verið forseti aðeins í orði kveðnu s í ð a n kommúnista - stjórnin komst til valda, og með því að ryðja honum úr vegi, hafa nú kommúnistar náð síðasta valda- sætinu í sínar hendur. ' Eftirmaður forsetans verður kosinn af hinu nýja þingi, og eft- ir þingsins eigin reglum. Gottwald forsætisráðherra er búist við að taki við embættinu, ef hann bara vill það. Benes sagði af sér einu sinni áður, en það var árið 1938, að af- stöðnum Munich fundinum, sem kom árás þjóðverja af stað, en hann tókst aftur á hendur for sætisembættið í London, 21. júlí 1940. Fyrst var Benes lýðveldis- forseti í desember, 1935, eftir að Thomas G. Masaryk sagði af sér sökum elli og vanheilsu; hafði hann verið utanríkismálaráð herra Masaryks í 17 ár, og aðstoð- að hann á allan hátt við að leggja grundvöll að, og stofna lýðveldi í Tekkóslóvakíu. Á móti afnámi dauðadóms Lávarðadeild þingsins á Eng landi feldi nýlega frumvarp um afnám dauðahegningar á Bret- landseyjum. Samþykti neðri- deild frumvarp þetta fyrir nokkru síðan, og áttu þessar laga breytingar að haldast um 5 ára reynzlutímabil, og sjá hvernig það gæfist að afnema dauðahegn- ingu fyrir morð, en til þess kom ekki. Frumvarpið var, eins og áður er sagt, felt í lávarðadeild- inni með 181 atkv. gegn 28. Lávarðarnir strikuðu liðinn um “enga hengingu” út úr frum- varpi því, sem samþykt var í neðrideild þingsins í síðastl. apríl-mánuði, sem hefði umbætt svona stórkostlega hegningar- lagakerfi Breta. Frumvarpið fer nú aftur til neðrideildar til frekari athugun- ar. Afnámsliðnum hafði verið Guðni Þorsteinsson póstmeistari 1854 — 1948 TILEINKAÐ FRÚ KRISTÍNU ÞORSTEINSSON Hæst er röðull loftin ljómar, lífi júní gefur byr, lofsöngur frá öspum ómar inn um glugga og bæjardyr, þá er öldnum, þreyttum landa þörf frá beði að lyfta sér upp í fögnuð Furðustranda fegurri en gáfust hér. Takið Guðna opnum örmum undravöld, er sig hann fól. Hans í gleði og grimmum hörmum glatt skein ódauðleikans sól. Ný-trú hans var ljóssins leit að luktum dyrum sannleikans, þar, sem enginn — enginn veit hvað opinberast sálu manns. Hann var Gimli mætur maður, merkisberi í heimareit, einn af þeim, sem alt af glaður Islands nýju bygði sveit. Þökkum geld eg þína kynning, — þögnin grípur fyrir mál. Lifðu sæll í manna minning mikla, breyska, góða sál. Þ. Þ. Þ. GEORGE DREW Stjórnin í Ontario endurkosin en án Drevvs í kosningunum s. 1. mánudag, var Ontario-stjórnin endurkosin ^beð fullum meirihluta, en minni Þó, en hún áður hafði; hún hlaut 53 þingsæti af 90 alls, en hafði tyrir kosningarnar 66. George Þpew stjórnarformaður féll í Slnu kjördæmi, High Park, fyrir William H. Temple, C.C.F.- Slnna, 52 ára, áður í flugher Can- aúa. Drew hefir verið boðið sæti af einum flokksmanna hans. Það sem auk taps Drews má sógulegast telja við kosningarn- ar er sigur C.C.F.-flokksins. — Hann hefir nú 22 þingsæti, en Lafði 8 eftir næst síðustu kosn- •ngar, en meira þar áður. Er Þessi sigur nú þakkaður sam- bandi flokksins við verkamanna- Samtökin (Canadian Congress of Labor) og gætir mest í bæjunum. * Toronto t. d. hlutu þeir 11 þing- s*ti af 17 alls. Verða C.C.F. nú pÓal-andstæðingaflokkur stjórn- arinnar, sem liberalar áður voru með 11 þingmenn og gera vel, ef þeirri tölu halda. Tveir kommúnista þingmenn, sem áður áttu sæti á þingi í On- tario voru endurkosnir. * • Við skjóta talningu atkvæða, hafa Progressive Conservatives hlotið í öllu fylkinu 689,004 at- kvæði (höfðu áður 781,673), lib- eralar 489,137 (höfðu áður 480,- 569), C.C.F. 433,900 (höfðu áður 395,708). — Allir aðrir flokkar 41,686 (höfðu áður 107,843). Spáir þessi sigur C.C.F.-flokks- ins og verkamanna-samtaka nokkru um að pólitísk átök verði framvegis í þessu landi milli bæja og sveita? Um það verður ekki ennþá sagt, því í bæjum eru ekki allir verkamenn samtökum háðir og ekkert líkt því; í sveitum eru heldur ekki allir bændur and- stæðir C.C.F. og verkamönnum. Ef til vill eiga þó stefnur þessar eftir að skírast í hreinsunareldi pólitískra átaka. bætt inn í hegningarlaga-umbóta frumvarpið með frjálsum atkvæð- um, ekki flokka-atkvæðagreiðslu (non-party vote). Stjórnin á Englandi, þrátt fyr- ir það, þótt hún væri á móti af- námi dauðadóms, sökum vaxandi glæpa að afstöðnu síðasta stríði, hafði gefið fylgjendum verka- málaflokksins frjálsar hendur, hvað þetta mál snertir, því hún, (stjórnin) leit svo á að þetta væri ekki neitt sérstakt flokkamál, heldur miklu fremur alment sam- vizkuspursmál. Atkvæðagreiðslan í lávarða- deildinni var einnig frjáls, og laus við alt flokkaofstæki. Hvernig svo sem fer um þetta mikla umbótamál í framtíðinni, hefir stjórnin tilkynt, að hún sjái sér ekki annað fært en að styðja uppástungu og atkvæði neðri- deildar. Dýrtíðar hámark Samkvggmt tilkynningu ríkis- hagstofunnar í Ottawa, hefir dýrtíðin aukist svo á þessum síð- ustu og verstu tímum, að vísital- an hækkaði 1.7. pkt. frá 1. apríl til 1. maí, og hefir nú náð 153.3. Gerist tæplega þörf að hampa tölum ríkishagstofunnar framan í almenning, munu allmargir þeirra, er harðast verða úti, vera orðnir ærið reiðingssárir af mat- arstritinu fyrir tilveru sín og sinna. Tilkynning UNRRA Frá Washington heyrist það, að meira en helmingur af vista- birgðum og nauðstaddrahjálp þeirri er U.N.R.R.A. lét Evrópu í té, hafi farið til landa, sem kom- in eru nú í þá afstöðu, að teljast bak við hið svokallaða “járn- tjald”. Var þetta sýnt og sannað með tölum nýlega, í ársfjórð- ungsskýrslu þeirri, er Truman forseti gaf þinginu, yfir eyðslu kostnað Bandaríkjanna í sam- bandi við stjórn þessa félags, meðan.það var við líði. ÍSLAND FAGNAR AGNES SIGURDSON Ungfrú Agnes Sigurdson hélt sína fyrstu hljómleika samkomu (piano) í Reykjavík 4. júní, og gagntók alla með tækni sinni og snild. Öll sæti í samkomuhúsinu höfðu verið uppseld áður en sala sæta var opnuð til almennings. Og eins eru öll sætin uppseld að seinni samkomunni sem hún gér- ir ráð fyrir að halda í Reykjavík á næstunni. Það getur því orðið af því að hún haldi þriðju sam- komuna í Reykjavík, þó að ætlun Þjóðhátíð á Mountain Fimtudaginn 17. júní Daktoa-fslendingar efna til mikilla hátíðahalda á þjóðhátíð- ardegi fslands, fimtudaginn 17. júní á Mountain. Hátíðin byrjar kl. 2 e. h. Með ræðum skemta sr. Eiríkur Brynjólfsson, Snorri Thorfinnsson; með kvæði Einar P. Jónsson. Og blandaður kór syngur undir stjórn Ragnar H. Ragnaiæ, svo fátt eitt sé nefnt af langri og fjölbreyttri skemti- skrá. Fyrir hátíðahaldinu stend- ur þjóðræknisdeildin “Báran” og vonar að Ijátíðin verði vel sótt. Inngangur er $1.00 og werður ágóðanum varið til Elliheimilis- ins, sem verið er að reisa. Vegna bæði þessa góða tilgangs og að þarna er verið að efna til eins hins bezta þjóðhátíðardags, sem haldinn hefir verið í Dakota, eru menn hvattir til að fjölmenna og njóta sameiginlega óviðjafnan- legrar dagstundar með þjóð- bræðrum sínum. DR. R. MARTEINSSON OG FRÚ Mynd þessi var tekin af Mar- teinssons-hjónunum suður í St. Peter, Minn., er Gustavus Adolphus College sæmdi séra Rúnólfi Marteinsson titlinum Doctor of Divinity, sem áður hef- ir verið getið í þessu blaði. Hann útskrifaðist frá þessum skóla 1895. Titillinn er veittur fyrir störf sr. Rúnólfs í þágu guðfræð- is- og mentamála hér vestra. — Skjalið sem þau halda á, er skír- teinið, er þeim var afhent. fs- lendingar vestra fagna heiðrin- um, er sr. Rúnólfi hefir verið sýndur og þakka honum um leið ágætt starf í þágu þjóðræknis- mála sinna og alls sem íslenzkt er. hennar hafi upphaflega verið að halda aðeins tvær. Skeyti hafa borist til Winni- peg til foreldra Agnesar og til forseta Þjóðræknisfélagsins, sr. Philip M. Péturssonar, og eru á þessa leið: 4. júní 1948 Mr. og Mrs. S. Sigurdson, 100 Lenore St., Winnipeg. Agnes object western pride and Icelandic admiration tonights capacity concert. Greetings. Bishop Sigurdson Lilja and Valdimar (Eylands) 4. júní 1948 Rev. Philip M. Pétursson, 681 Banning St., Winnipeg Agnes spilaði fyrsta sinni í kvöld við stórkostlega hrifningu. Frábær fulltrúi íslendinga vestra. Þjóðræknisfélag Auk samkomanna í Reykjavík, gerir Miss Sigurðsson ráð fyrir að halda samkomu á Akureyri og Hafnarfirði. fslendingar í Winnipeg hlakka til að heyra Miss Sigurðson 7. október, þegar hún heldur sam- komu á Winnipeg Auditorium. FER VESTUR AÐ HAFI Próf. Skúli Johnson og frú leggja af stað í dag vestur að hafi. Fara £au í boði frá The Classical Association of Canada, sem heldur þar ársfund sinn í vikulokin. Fer fundurinn fram i British Columbia háskóla, í Van- couver, B. C. Hefir próf. Skúli verið beðinn að halda aðal-fyrir- lesturinn; hefir hann valið sér að efni: “The Classicism of the Poetry of A. E. Housman”. Hjónin verða vestra um tveggja vikna skeið. Frá Norður Nýja-íslandi Enn einusinni hefur verið haf- ist handa með undirbúning lýð- veldishátíðar að Iðavelli við Hnausa, Man., að þessu sinni verður hátíðin höfð laugardaginn þann 19. júní. Eins og á umliðn- um árum hefur verið reynt eftir föngum, að gera þessa hátíð skemtilega og aðlaðandi fyrir unga og gamla. Nefndinni hefur hepnast að ná í úrvals fólk að mæla fyrir hinum ýmsu minnum. Frú Elinborg Lárusdóttir, hin vinsæla skáldkona frá íslandi, sem er hér á ferðalagi, mælir fyr- ir minni fslands. Verður það mörgum óblandin ánægja að fá að sjá og kynnast skáldkonunni. Fyrir minni landnemanna mæl- ir Mrs. Ingibjörg Ólafsson. Nú eru liðin 75 ár síðan fyrsti stóri hópurinn kom hingað til þessa lands, verður sá atburður að einhverjju leyti umræðuefni Mrs. Ólafsson; óhætt er að reiða sig á að ræða hennar verður bæði vel hugsuð og hjartahlý. Heimir Þorgrímsson mælir fyrir minni Canada. Ræðu menska hans er alkunn og prúð- mannleg framkoma; þó hann heyri til yngri kynslóðinni og sé að mestu leyti mentaður og upp- alin í þesu landi, er hann samt ágætur íslenzkur maður. Er á- nægulegt að vita að enn eru nokkrir ungir menn á meðal okk- ar, sem hafa lagt rækt við málið, tala það og skrifa svo boðlegt er. hvar sem vera skal. Kvæði flytur Lárus Nordal, von er um kvæði frá G. J. Gútt- ormsson, þó hann hafi ekki gef- ið algilt loforð þar um. f ár var ekki hægt að koma því við að æfa blandaðan kórsöng. Verður því söngurinn með nokkuð öðr- um hætti, en að undanförnu. — Nokkrar ungar stúlkur syngja nokkur íslenzk lög undir stjórn Mrs. Florence Broadley, þessi stúlkna flokkur hefir oft sungið hér á samkomum við ágæta á- heyrn og svo mun enn verða. í- þróttir af ýmsu tagi fara þarna fram. íþróttanefndin er skipuð ungum áhuga mönnum, má því búast við að þær verði með besta móti í ár. T. Böðvarsson ritari nefndarinnar. I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.