Heimskringla - 09.06.1948, Page 4

Heimskringla - 09.06.1948, Page 4
4. SIÐA HEIMSERINGLA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1948 itjeimsknnjíla (BtofwtO 1899) Cemur út ó hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Helmskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—*Po;t Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1948 Einn kastur Blaðið Christian Science Monitor fer 2. júní þessum orðum um kosningarnar, sem nýlega fóru fram í Tékkóslóvakíu: Að eyða mörgum orðum að kosningunum í Tékkóslóvakíu, er í sjálfu sér óþarft. Óttinn sem í ljós kom í undandrætti Benes forseta, að verða við kröfum kommúnista í síðast liðniím febrúar, og afdrif Jan Masaryk litlu seinna, var hvortveggja óskeikull forboði um hvaða aðferðum yrði beitt í kosningunum síðast liðinn sunnudag. Að kjósendur mundu fárra kosta völ eiga í þeim, undir “nýja lýð- ræðniu”, sem kommúnistar hafa sett upp í þessu ógæfusama landi, var þjóðinni fyrirfram engin ráðgáta. Stjórnin hlaut að sjálfsögðu svipaðan meirihluta atkvæða og einræðisríki eiga vanalega að fagna. Við það er ekkert fréttnæmt. Hitt er athyglis-verðara, að um 800,000 kjósendur sátu heima, neit- uðu að greiða atkvæði og önnur 800,000 létu atkvæða seðlana ó- merkta í kassana, í mótmælaskyni við stjórnskipulagið sem upp hafði verið tekið. Þetta var ekki hættulaust fyrir kjósendur. En þeir færðust það samt í fang og þorðu að horfast í augu við kom- múnista-foringjana, þetta mesta illþýði veraldar, sem nú hefir sölsað ættjörð þeirra undir sig. Þeir búast fyllilega við hegningu. En hvað er það að vera stmiplaður óalandi eða landaráðamaður í sínu eigin landi af útlendingum, hjá því að kasta skoðunum sínum á glæ í þeim málum, sem hverjum manni eru helgust? Þessi djarfi hópur manna, er að vísu ekki nema 15% af þjóð- inni. En hitt er eins víst, að fjöldi hinna, sem ekki sá sér annað fært, en að greiða atkvæði með þessum eina flokki sem í vali var, gerði það nauðugur. Og það getur svo farið, að ef færi gefst á að hnekkja einræðinu, að þeir verði elcki hinir síðustu til að slíta af sér hlekkina. Af öllum slafnesku þjóðunum, veit engin betur, en Tékkósló- vakar hverju þeir hafa tapað með því að vera sviftir frelsi sínu. Frelsisvinir, hvar sem eru, finna til þessa með þeim og muna, að þeim er ekki sjálfum um að kenna hvernig komið er heldur óvið- ráðanlegum atvikum sprottnum af átsandinu í heiminum, en sem kommúnistar hafa og munu færa sér í nyt meðan engu verður þar snúið til betri vegar, sem þó er hugmyndin með Marshall áætlun- inni, en sem kommúnistar hamast á móti. Stærsta sjónaukatæki heimsins Mt. Palomar, Cal. — Það var dimmviðri og skýjað loft í vik unni sem leið, einmitt þann dag- inn sem nota átti formlega í fyrsta sinni, einhvert hið full- komnasta sjóntækí, sem nú er til í heiminum, sjónpípu, 200 þum- lunga stóra að innanmáli, tæki, sem allar vonir standa til að hægt verði að rannsaka og sjá með milljónir mílna út í geiminn Þrátt fyrir fremur slæmt skygni þennan mikla dag, lögðu margir helztu stjörnufræðingar og vís indamenn Bandaríkjanna og víð- ar að, upp í 130 mílna göngutúr frá Los Angeles upp á tind f jalls- ins, til þess að minnast á hátíð- legan hátt þessara fyrstu rann- sóknartilrauna með þessu risa- vaxna sjónaukatæki. Þótt þessi hátíðlega og eftirminnanlega til- ráunastund komi ef til vill ekki að tilætluðum notum vegna dimmviðris, hafa stjörnuvísinda- mennirnir beztu vonir um að þeim muni takast að fá fulla inn- sýn inn í hið eilífa alheimsdjúp einhverja aðra nótt; en talið er, að ekki séu nema 20 eða 30 nætur á árinu svo bjartar, að hægt sé að gera neinar fullnægjandi rann- sóknir með þessum sjónauka. Þennan tröllaukna stjörnukíki, ætla Carnegie stofnunin í Wash- ington og “The Institute of Technology” í Califórnia, að nota sameiginlega til rannsókna. Hann er aðallega með endurkasts gerð, (of the reflecting type) út- búinn að eins með speglum, eng in sjónargler, (lenses). f raun og veru er þessi sjónauki aðeins risavaxin myndavél, sem stjörnu- fræðingar taka með myndir af stjörnum og öðrum heildum í al- heims-loftgeimnum. f raun rétti er eigi hægt að horfa í gegnum þetta tæki, held- ur verða sýnirnar aðeins rannsak- aðar með því, að sjá þær endur- speglast í skuggsjánum. Gest- komandi vísindamönnum verður leyft að rannsaka stjörnugeim- inn, og ef til vill einhverjar reiki- stjörnur, svo sem Satúrnus og Venus. Sjónauki þessi, sem veg- ur 1,000,000 pund eða 500 tonn, hefir sjónarsvið, (optical range) er samsvarar 1,000,000 ljósárum, (light years). En það er fjarlægð 'sem ljósið ferðast með 186,000 mílna hraða á sekúndunni á einu ári. Með öðrum orðum, sumir af þeim ljósgeislum, er speglar vél- arinnar sýna geta hafa átt sinn uppruna fyrir billjón árum síð- an. Jafnvel stjarnan, sem ljósið myndaðist af, getur hafa horfið af sjónarsviði alheimsgeimsins, áður en ljós hennar náði til jarð- arinnar. Þessi tröllaukna sjónpípa er hin eina í heiminum, þar sem sá, sem athuganirnar gerir, getur í raun og veru ekið meðan hann er við verk sitt. Innan í efri enda píp- unnar, eða þeim tækjum og til- færum, sem henni er komið fyrir á, er svo kölluð “prime focus” athuganastöð, sem stjörnufræð- ingurinn vinnur í, og getur færst með vélinni. Er það á þessum brennidepli, (focus) sem að aðal myndatökunni er unnið. Vísindamenn nútímans telja vél þessa ákaflega stórt framfara- spor á sviði stjörnuathugana og rannsókna. Vígsla þessa undra- áhalds fór fram fullum 20 árum frá því fyrst var stofnað til sjóð- söfnunar til fyrirtækisins. Var það Rockefeller-stofnunin sem veitti hina fyrstu upphæð, $6,000,000 og $550,000 í viðbót, hefir síðan verið safnað. Hinn mikli spegill vélarinnarj var gerður hjá Corning glerverk- smiðjunni í Corning, N.V., árið 1935. Myndun og slípun þessa undra-spegils byrjaði árið 1936 og var lokið 1947. EKKI ÖLLU LOKIÐ Það virðist langt frá því að málinu um afnám dauðahegning- ar sé lokið á Englandi. Þegar lögin frá Neðri deild þingsins um það komu fyrir öld- ungadeildina, voru 181 atkvæði greidd á móti, en aðeins 28 með þeim. Frá frumvarpinu þótti í alla staði sæmilega gengið. En það var mergur málsins sjálfs^ þessi mikla breyting hegningarlag- anna sem lávarðarnir voru á móti. Af því að dæma hvernig bæði blöð taka í málið og mikill f jöldi almennings, sem álits hefir verið leitað hjá, virðast lög þessi óvin- sæl, einkum á þessum tímum, er Skotland Yard lögreglan er eins önnum kafin við að leita uppi morðingja og hún hefir nokkru sinni verið. Auk þess er haldið fram, að verkamannastjórnin sjálf, hafi ekki nærri verið einróma um samþykt laganna. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðsluna á þinginu, en þar var þeim reglum fylgt, að hver og einn gæti greitt atkvæði án tillits til flokksaf- stöðu sinnar. Eftir útreið málsins í lávarða- deildinni, verður það sent neðri deild þingsins aftur til yfirveg- unar. Hvað neðri deildin aðhefst, hvort að hún leitar breytinga á frumvarpinu, eða samþykkir að reyna í annað sinn að senda það efni málstofunni, er með öllu ó- víst. Sumir þingmanna hafa á orði haft, að stjórnin hefði fyrir löngu átt að vera búin, að tak marka vald efrimálstofunnar, svo að hún gæti ekki eins oft og raun er á, felt mál neðri deildar eftir vild. En þær tilraunir, sem til þessa hafa áður verið gerðar í Englandi, hafa eins og í Canada, orðið svipaðastar tilraun mús anna að hengja bjölluna á kött- inn. Eden, innanrxkismálaritari, hafði forsögu málsins á þinginu og ákvæðið um, að engar heng- ingar skyldu fara fram eftir að lögin væru samþykt í neðri deild, var einnig frá honum. Dóms- málaráðherra benti á að síðara atriðið væri lögum gagnstætt, að því leyti til, að þá væru engar á- kvarðanir sem teknar væru af dómstólunum í þessum málum f ramkvæmanle gar. Hvernig sem um málið fer, er það víst, að stjórnin hefir fjöl- mennan flokk á móti sér og það verður varla afgreitt, án mikils andróðurs, hvora leiðina, sem hún kýs að fara. TRUMAN Á FERÐALAGI ------ \ Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, er nýlagður af stað í ferð um þvert og endilangt landið, bæði til ræðuhalda og að kynnast mönnum. Hann hefir verið bundinn við þingstörfin síðustu tvö árin og ekkert ferð- ast. Hann ferðast í sérstök”- járnbrautavagni, sem járnbrauta- fé^ög slóu sér saman um að smíða fyrir Roosevelt forseta til slíkra ferðalaga, hið bezta útbú- inn, svo að fínustu íbúðum líkist og með sérstökum palli, fyrir forsetann, til að ávarpa mann- fjöldann, sem gera má ráð fyrir að víða bíði á leiðinni. í fyrsta áfanganum, í Chicago, flutti forsetinn ræðu, og sagði meðal annars: “Eg hefi lagt til, að þingið slétti misfellurnar á samkomu- laginu við rauðliða með því að “endurbæta og fullkomna lýð- ræðið”, alt sem hægt er, í stað þess, að svifta kommúnista flokkinn tilverurétti. Bezti veg- urinn til að draga úr hættuleg- um áhrifum hans, er að semja þau Iög, sem bæta þjóðlífið, afla þjóðinni betri húsakynna, full- komnara heilbrigðiseftirlit, betri skóla, meira öryggi, jafnari tæki- færi til atvinnu og sanngjarnari vinnulauna.” Fregnriti blaðsins Winnipeg Tribune í Washington heldur fram að þessa stundina horfi sig- urvænlegar fyrir republikum í kosningunum, sem í hönd fara, heldur en fyrir Truman. Eigi að síður geti þessi ferð hans bætt úr skák og það megi eigi síður ger- ast með viðkynningu manna af forsetanum en með ræðum hans, því hann sé óviðjafnanlega blátt áfram, en fjörugur og viðkynn- inga góður. Á VIÐ OG DREIF í SAMBANDSÞINGINU 26. apríl, er rætt var um breytingar á kosningalögum Canada, lav^" Garfield Case, þingmaður frá Grey North, Ont., til, að Indíán- um væri veitt atkvæði, eins þeim sem styrk þiggja sem hinum. Hann sagði þá leggja mikið fé af mörkum í fjárhirzlu sam- bandsstjórnar með sköttum á vör- um, sem þeir keyptu, sem aðrir þegnar landsins; hann kvað þá einnig greiða fylkisstjórnum skatt. Auk þessa hefði þátttaka Indí- ána í tveimur stríðum verið hlut- fallslega mjög mikil. Hann lagði til að Indíánar væru studdir á braut menningar og þroska, með því, að viður- kenna þá sem hverja aðra borg- ara landsins og veita þeim at- kvæðisrétt, án þess að taka nokk- uð frá þeim af fornum réttindum þeirra. (Eftir þingtíðindunum) ★ HVÍ ÆTTI Canada að viður- kenna mann í konsúlsstöðu frá Tékkóslóvakíu, sem gert hefir sig ómögulegan í Bandaríkjun- um og verið vísað þar úr landi, fyrir niðurrifsstarfsemi? Veit Ottawa stjórnin ekki hver hinn nýi konsúll er? Spurningar sem þessar voru á margra vörum í Ottawa nýlega, og spruttu af því, að þær voru lagðar fyrir utanríkismálaráð- herra sambandsstjórnar á þing- inu af John G. Diefenbaker þing- manni frá Lake Centre í Ontario, er frá var skýrt á þingi, að Ev- zon Syrovotka hefði verið við- urkendur konsúll frá Tékkósló- vakíu í Montreal. Syrovotka var einn hinna fáu á konsúlsskrifstofu Tékkóslóvakíu í Bandaríkjunum, er lagði ekki niður embætti sitt, þegar kom- múnistar hrifsuðu stjórn í land- inu sem hann var fulltrúi fyrir í sínar hendur. Diefenbaker spurði hvort Tékkóslóvakía hefði ekkert ráð- fært sig við stjórn Canada, áður en þessi útlagi frá Bandaríkjun- um, hefði verið sendur hingað? Hann kvaðst meðal annara æskja, að stjórnin fræddi þingið um starfsfreil og framkomu þessa manns. Að nokkrum dögum liðnum, svaraði Rt. Hon. L. S. St. Laur- ent spurningu Diefenbakers á þessa leið: Það er satt að stjórn Banda- ríkjanna segir að dr. Syrovotka hafi verið útlægur ger (personna non grata) í Bandaríkjunum, en nefnir ekkert að hann hafi haldið uppi “niðurrifsstarfi”. Við höf- um spurst mjög ítarlega fyrir um þetta, en höfum ekki fengið nein- ar þær upplýsingar er í skyn gefa, að dr. Syrovotka sé óá- kjósanlegur eða óáreiðanlegur sem konsúll Tékkóslóvakíu. — Þessvegna hefir hann verið við- urkendur af stjórn vorri. Diefenbaker þótti svarið loðið og vildi ennþá vita hversvegna Bandaríkjastjórn rak hann úr landi ef maðurinn var bæði “á- kjósanlegur og áreiðanlegur”. — Hann kvað hana ekki gera slíka hluti í alvöruleysi eða að gamni sínu. Við því var ekkert sagt. —Úr blaðinu Public Opinion. ★ RfKIÐ á að vera þjónn þjóð- arinnar, en ekki herra. John Bracken JAMES F. BYRNES, fyrrum ríkisritari, lagði það til rúss- nseku málanna s. 1. viku, að Bandaríkjamenn hefðu í viðskift- um sínum við Rússa orðtak Indí- ána í huga: Að gabba mig einu sinni, er þér skömm, en að gabba mig tvisvar, er mér skömm! SAMSÆTIS ÁVARP forseta þjóðræknisdeildarinnar "Vestri” 5. maí 1948 Seattle, Wash. Skáldkonan frú Jakobína John- son (á törum til íslands) Birtir yfir breiðum, bröttum austur heiðum, lýsir ljómandi dagur, leiftrar árróði fagur, sjá úr hafi röðull rís, blánar klaka breiða, bjart er loftið heiða, speglast fannhvít fjöll,— í fáguðum ís. o. s. frv. Þúnnig mun móðurjörð vor fs- land, birtast augliti þínu, kæra frú, þegar hún rís úr hafi við fyrstu landsýn. Það er heillandi fögur sýn. Fyrst rís Snæfells- jökull úr löðrandi öldukafi — og fannaskautar faldi háum fjallið allra hæða val, — og þegar nær dregur birtast myndirnar fegurri og fjölbreyttari og þegar skipið legst í höfin, þá heyrast fossar duna og hrauna veitir bárum blá- um, breiðan fram um heiðar dal. ástmögur þjóðarinnar skáldið Jónas Hallgrímsson, hefir í ljóð- um málað fegurstu myndir af náttúrfegurð íslands, rðyndir, sem ávalt eru jafn skírar og hríf- andi þótt aldir líði. Það veitir mér sérstaka ánægju að ávarpa heiðursgest okkar hér í kvöld, frú Jakobínu Johnson, fyrir hönd þessa félags, það tek- ur meira en meðal “character” að vera tvisvar með stuttu milli- bili boðin að kostnaðarlausu í heimboð til ættjarðarinnar ís- lands, slíkt kemur ekki eða ger- ist af sjálfu sér, við, sem hér erum saman kominl kvöld, vitum hvað þessu veldur, okkur er kunnugt um þau verk, sem frú Jakobína hefir unnið á andlegu sviði, í þágu lands og þjóðar, hún hefir verið stórvirk og stöðug- virk í því að auka þekkingu hér- lends fólks á íslenzkum bókment- um að fornu og nýju, og má það undrum sæta, hverju hún hefir í verk komið á því sviði, þegar til- lit er tekið til þess, að hún hefir alla æfi haft umfangsmiklum húsmóðurstörfum að gegna; hún er sannur íslendingur með af- brigðum og hefir oft gert garð vorn frægan á sviði menningar og menta, það er því ánægjulegt að vinir hennar heima, sýna henni virðingu og þakklæti, með því að bjóða henni heim. Með tilliti til þjóðræknisdeild- arinnar “Vestri”, sem þú hefir verið heiðursfélagi í um langt skeið, flyt eg þér hjartans þakkir fyrir allan þann styrk, sem þú hefir ávalt með ljúfu geði veitt, til þess að þjóðræknisstarfið meðal vor gæti þrifist, þú hefir þrásinnis flutt fræðandi erindi og ort og flutt kvæði á samkom- um og mannamótum okkar ís- lendinga, svo árum skiftir, og verið félagsins eitt aðal aðdrátt- arafl. Við bíðum öll félagssystkini þín og vinir, löngunarfull eftir því, að þú komir til baka, heil á húfi, eftir yndislega ferð, og seg- ir okkur fréttir að heiman. Megi hamingju dísirnar halda þér vörð á ferðinni. H. E. Magnússon Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. RORGTÐ HETMSKRTNnLTT—. því gleymd er goldin skuld HELZTU FRÉTTIR ‘Kemur vel á vondan” Hon. D. C. Abbott, fjármála- ráðherra, maðurinn sem varla á miklum vinsældum að fagna hjá almenningi í Canada, þar sem hann þrengir inntektaskattinum, meðal annara skatta, upp á fólk játaði í neðrideild þingsins ný- lega, að hann sjálfur ætti stund- um fullerfitt með að standa í skilum með skattinn, og þyrfti oft að fara í bankann til þess að fá lán til að borga skattinn með! Játaði hann þetta, er umræður fóru fram um það, hvort auka ætti vexti á ógreiddum sköttum. Varð ráðherranum á að kannast við það, að ef til vill væri það nú svo, að sumir ættu full örðugt með að greiða skattana stund- um! Lew is slakar til Það væri synd að segja að John L. Lewis, sá þrályndi bardaga- jálkur, hafi verið yfirvaldastétt og dómstólum Bandaríkjanna þægur ljár í þúfu á undanfarinni tíð. Hafa fáir Sambandsleiðtogar gengið jafn ótrauðlega fram, — enda á hann sterka og harðsnúna sveit þeirrar tegundar iðnaðar- framleiðslu-manna að baki sér, sem land og þjóð getur ekki án verið. Nýlega hefir þó Lewis beygt sig fyrir réttarskipun, að gera samninga við Suðurríkja kolaframleiðslu-félag. Ríkjasamband í Miðhluta Indlands Pandit Jawaharlal Nehru, for- sætisráðherra Indlands, hefir stofnað samband 22 ríkja í mið- parti landsins; er Gwalior og Indore þar inninfalin. Þetta sam- band, sem nefnt er Madhía Bhar- at-Sambandið, er hin stærsta ríkjasamsteypa á Indlandi, síðan það öðlaðist sjálfsforæði, og nær yfir meira en 46,000 fermílur og íbúatölu yfir 7,000,000. Mið-Indlandsríkið Bhopal, er Múhamedstrúarmenn ráða yfir, hefir þó ekki gengið inn í sam- bandið. HITT OG ÞETTA Nellie Wolan, þrifleg og björt yfirlitum, í Middletown, Conn., sem langar mjög mikið til að víxla sex herbergja húsi sem hún á, fyrir ástúðlegan eiginmann fékk svo mörg tilboð frá væntan- legum viðskiftavinum síðastl. föstudag, að hún hafði ekki tíma til að éta. Kvaðst hún ekki hafa einka- síma, og gætu því nágrannarnir hlustað á alt samtalið, og kæmi slíkt sér í svo mikil vandræði og kröggur, að hún vissi ekki hvað hún ætti að segja eða gera. Sjö karlmenn komu til þess að yfir- líta þetta $14,000 hús, og biðja þessarar 34 ára gömlu piparmeyj- ar, en hún sagðist hafa neitað þeim öllum, og ekki hefði orðið af neinum “hrossakaupum”. Eftirfarandi hnittýrði, eiga að hafa farið fram í Lake Success, milli Jakob A. Malik fulltrúa Sovét-sambandsins og Peter Kihss fréttaritara N. Y. Herald Tribune: Mr. Malik: Þér ættuð helzt endilega að læra rússnesku. Mr. Kihss: Eg kann tvö orð — da (yes) og nyet (no). Mr. Malik: Já, en öll frétta- blöðin hér segja að við segjum aðeins nyet. Mr. Kihss: í Bandaríkjunum er fyrsta orðið sem við kennum börnunum okkar að segja, da. Ef til vill er ýmislegt öðruvísi hjá ykkur. Mr. Malik (brosandi): Fyrsta orðið sem við kennum börnunum er nyet. Frá Colombo, Ceylon — Frétt- ir hafa borist um það, að Ceylon hafi sent beiðni til Sameinuðu þjóðanna um að gerast meðlimir í sambandinu, og undirgengist

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.