Heimskringla - 09.06.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.06.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1948 NYJAR LEIÐIR “Lánstraust einskis manns dugar hér þegar fé hans er þrotið,” svaraði þjónninn illúðlega. “Taktu þennan hana af borðinu. Farið og spyrj- ið húsmóður ykkar, sem klæðir sig í buxur, því hún hafi ekki borgað fyr mönnum sínum.” Skerandi öskur heyrðist gegn um hávaðann. Drengurinn Cinquo hafði snúið sér við með eldingar hraða með hina þungu skambyssu sína í hendinni. Hann rak hana af alefli ofan í koll þjónsins svo að hann féll endilangur og lá hreyf- ingarlaus. "Þér leyfist ekki að nefna nafn hennar í krá!” öskraði drengurinn. Svona á ekki að fara með menn frá Texas. Ef einhverjir ykkar vilja berjast þá komið þið bara!” “Já, reynið þið það,” sagði Len Hersey við hlið hans. Mennirnir frá Sólbakka stóðu nú fast saman. “Drektu nú Sinker. Hafir þú enga pen- inga, þá lána eg þér fyrir þetta.” An þess að titra rétti drengurinn út granna hendina í áttina til flöskunnar. Hún stóð fast hjá. Þetta var fyrsta glasið hans í drykkjukrá. Einhverntíma varð hann að byrja. “Heyrið nú!” kallaði Len Hersey aftur. — “Þessi drengur skal fá glasið sitt fyrir ekkert. Við líðum ekkert tal um hana húsmóður okkar!” En hávaxinn maður ruddist gegn um þvög- una og til Hersey. “Líttu á vinur minn,” sagði Bill Hickok, “eg veit hver þú ert, en þú ert að hafa of mikinn hávaða. Vertu hæglátari, sonur sæll, þú færð ekki þetta glas — það er ekki gott fyrir þig.” - Hann rétti út hendina og tók glasið af drengnum. Auðvitað gat Bill Hickok þetta án mikillar fyrirhafnar. McMasters og Nabours stóðu nú við hlið hans. “Haltu þér saman Len,” sagði Nabours. “Einhver drepur þig áður en þú veist af. Þú veist vel að við verðum að reka gripi til Reyk- hóls og Junction City á morgun. Drektu eitt eða tvö glös og láttu svo brennivínið eiga sig þangað til þú hefir lokið vinnunni.” Enginn virtist hiiða um hinn fallna þjón, er lá þar endilangur á gólfinu. Kúgandi þögn ríkti nú í salnum á meðal hins samanþrengda mannfjölda, er þeir sáu Bill Hickok, sem allir þektu af frægð hans þar um slóðir. Á meðan á þessari þögn stóð sást blossi og hvellur heyrðist frá bakdyrum salsins. Er Dan McMasters sneri sér við til að líta á hinn fallna mann, fann hann eitthvað snerta við kraganum á frakkanum sínum. Flaska á hillunni bak við borðið fór í mola. Af titringnum af skotinu sloknaði á einum lampanum aftast í salnum. Mc- Masters sneri sér skjótt við með byssur í báðum höndunum, og leit yfir hinn truflaða hóp manna og kvenna. Hann varð bara augnabliki seinni en lögreglustjóri bæjarins, sem ekki hafði snúið sér að borðinu. Hinn hávaxni maður rétti-sig upp í fullri hæð. Handleggur hans lyftist upp og rauð eldrák sást koma frá byssu hans. Aftast í salnum féll maður. Kúlan fór gegnum ennið á honum, eftir að hafa farið rétt yfir höfuðin á fólkinu. Enginn gat gert sér grein fyrir því, sem á eftir fór. í uppþotinu, sem nú varð, þustu allir að dyrunum. Kvenfólkið æpti og reyndi að kom- ast út um gluggana. Einar tuttugu skambyssur voru á lofti en enginn vissi hvern hann ætti að skjóta. í öllu þessu uppnámi komu þrír menn skríð- andi gegnum mannþyrpinguna, allir með byssur í höndunum. Þeir reyndu að halda hópinn; af því vissu áhorfendurnir, að þessir menn voru hættulegir og tróðu sér frá svo að þeir væru ekki í vegi- fyirr þeim, varð því þrenning þessi eftir- tektaverðari og meira áberandi. “Sleppið þeim út!” Þessi skipun heyrðist greinilega. McMasters lagði hendina á hand- legg Hickoks. “Láttu þá komast út á götuna!” Hann þekti einn þessara manna. Það var hann, sem hann hafði farið svona langt til að finna, erkióvin sinn, Rudabough. En hann skaut ekki. Hickok stöðvaði sig. Hann leit ekki til baka í salnum, því að hann vissi að verk hans þar hafði hepnast. Allir vissu að hann leit aldrei eftir hvort skot sín hittu; hann vissi það altaf. Nú stóð hann þarna og við hlið hans, maður, sem var alveg eins háskalegur og hann sjálfur. Þeir voru beztu skytturnar í þessu ótamda landi; en þeir þorðu samt ekki að skjóta, vegna þess, að fólkið var alt í kring. “Rudabough er á undan!” hrópaði McMast- ers. “Skjóttu ekki! Láttu hann vera! Láttu- hann sleppa út!” Sjálfur fór hann að hnoð^ sér gegnum þyrp- inguna út að dyrunum. Við hlið hans kom Hick- ok, en Sólbakka mennirnir urðu á eftir. “Þetta var Rudabuogh, sem hafði reynt að myrða þannig McMasters, hinn versta óvin sinn. Hann skaut á hann þvert yfir salinn, en hitti ekki, en nú ætlaði hann að komast nær honum til að drepa hann hvað sem það kostaði. En altaf varð einhver á milli þeirra eða kom við handlegg hans. Loks reyndi hann sitt síðasta ráð, sem oft hafði reynst banvænt. Hann fór út um dyrnar og bjóst við að fjandmaður sinn mundi elta sig. Var þetta gamalt bragð. Hann mundi þá sjálfur vera í skugganum en óvinur hans í ljósinu í dyrunum. En hinn slægi ræningi hafði ekki metið and- stæðinga sína eins og vera átti. Þegar hann steig yfir þröskuldinn, skaut Hickok skyndilega yfir öxl McMasters. Kúlan hitti hlaupið á skam- byssu Rudaboughs svo að hún hraut úr hendi hans. Augnabliki síðar voru báðir lögreglu- mennirnir komnir út. Rudabough neri hendina og laut niður til að grípa byssuna, en félagar hans hlupu af stað í tunglsljósinu. Þeir féllu báðir strax, skotnir í gegn um bakið. Hvorugur þeirra, sem skaut þó hafði neinn tíma til að líta eftir þeim'framar, báðir miðuðu byssum sínum á Rudabough, er hann stóð upp. “Skjóttu ekki!” sagði McMasters. “Láttu mig eiga við hann!” Augnabliki síðar barðist hann við óvin sinn, er hann hafði elt svona lengi og vonast eftir að hitta á þennan hátt. Hickok stóð í dyrum kráar- innar og studdi olboganum á sinn hvorn dyra- staf. “Hafið ykkur hæga, drengir!” sagði hann. “Bíðið svolítið! Komið ekki út! Verið þar sem þið eruð!” Bardaginn úti fyrir varð skamvinnur. Mc- Masters hafði slegið andstæðing sinn niður í fyrsta höggi. Hægri hendi Rudaboughs var til finningalaus eftir kúluhöggið á skambyssuna. Auk þess var hann útlifaður af ofdrykkju og ólifnaði og eldri en andstæðingur hans, sem var ungur, liðugur og sterkur og barðist eins og ljón. Annar þeirra háði bardaga, sem fyrirfram var ákveðinn hvað úrslitin snerti, hinn reyndi að tefja fyrir úrslitunum. McMasters sýndi enga vægð, er hann sneri handlegg Rudabough aftur fyrir bak hans og varpaði honum til jarðar. Handjárn voru óþekt á þessum stað. Mc- Masters þrýsti hnjánum upp undir olnboga ræn- ingjans og batt hendur hans með silki vasaklút. “Stattu upp!” Hann setti fótinn í Rudabough svo að hann hlýddi því strax, og svo tók hann í hálsmál hans er hann var risinn upp; hataði hann svo brenn- andi hatri, að hann langaði til að skjóta hann. En brátt varð hann rólegur, er Hickok kom til hans ásamt McCoyne. “Hvar get eg varðveitt þennan mann?” spurði McMasters. McCoyne svaraði; “Herrar mínir!” sagði hann, “eg verð sjálf- sagt að biðjast afsökunar. Eg hefði átt að vita, að við þyrftum fangelsi hérna, en eg hefi haft svo mörgu að sinna, að ótal margt er ógert af því, sem gera þurfti. Bíðið nú einn eða tvo daga, og eg skal sýna ykkur, að Abilene hefir bezta fangelsið í Kansas. Eg hefi átt svo annríkt—” Bill Hickok sneri sér nú til Len Hersey, sem var þarna kominn. “Sæktu reipi,” sagði hann og sneri sér til mannfjöldans. “Farið nú heim allir saman. Þið hafði fengið nóg brennivín, og hafið haldið há- tíðlegan þennan f jórða júlí.” Hann brosti er hann leit á McMasters. “Detti þér í hug að fara með fanga þinn út úr bænum,” sagði hann, “fæ eg ekki séð, að eg geti hindrað þig frá því. Hér virðist ekki vera neinn réttur, né fangelsi til að geyma fanga í.” Rudbaough helti úr sér ósköpum af for- mælingum. “Þið bölvaðir skálkar! Níðingar!” tók hann til máls. “Þið getið ekki handtekið mig án leyfis réttarins. Eg krefst að fá málafærslumann. Eg vil fá löglega yfirheyrslu. Er þetta Ameríka, mér er spurn?” “Já, þú sagðir það,” svaraði Bill Hickok. “Það er einmitt það, sem það er!” Hermennirnir komu nú hlaupandi. Mc- Maöters sagði við liðþjálfann: “Hjálpaðu mér að koma þessum manni yfir í hesthúsið!” Þeir fóru með Rudabough. Hann bölvaði, braust um og grét. Bill leit á eftir honum og virtist ósnortinn. Hann lét ekki í ljósi neinn áhuga fyrir þeim, sem fallið höfðu í þessum skærum. Hann hafði séð mörg hermdarverk framin á æfinni, verið í mörgum bardögum og margri hættu, miklu verri en þessari; þetta voru daglegir viðburðir í reynslu hans. Eina fyrir- brigði, sem forlagatrú hans dáðist að var það, að hann skyldi sjálfur vera ennþá lifandi. “Jæja, Joe,” sagði hann. “Það lítur helst út fyrir að “habeas corpus” lögin nái ekki alla leið út að hesthúsinu. Ef þau gera það, þá ætla eg að lýsa því yfir, að þau gilda í þessum bæ, þangað til McMasters kemur fanga sínum út úr bænum og suður á leið.” 46. Kapítuli. Taisía Lockhart hafði verið ein allan dag- inn og næstum því eins og fangi í litla herberg- inu hennar Lou Gore. Leið henni illa, og var það nú í fyrsta skiftið á æfinni, að hún fann til taugaslappleika. Örðugleikar hins langa og erf- iða ferðalags, þreytan, sem af því stafaði, á- hyggjurnar um það hvérnig það mundi takast, áhættan, sem hún lagði út í til að ná auð sínum á ný, alt þetta bættist á hugann er hún nú frétti hve vel hafði tekist með söluna. Og svo komu þessi ofbeldisverk, hávaði og ólæti. Alt þetta hafði þau áhrif að hún var ekki Sjálfri sér lík. Lou Gore reyndi árangurslaust að sefa hana, og þótti vænt um þegar Nabours og Cinquo, komu seinna um kvöldið til að segja fréttirnar af því, sem gerst hafði í Silfurmánanum. Þeir stóðu í forstofunni og þorðu ekki að biðjast viðtals við húsmóður sína. “Segðu henni,” sagði Jim, “segðu henni að við höfum handtekið Rudabough og geymum hann vel, og að óaldarflokkur hans sé nú farinn veg allrar veraldar — þrír þeirra voru drepnir. Dan McMasters handtók sjálfur Rudabough.” “Já, já,” svaraði Lou Groe; “eg skal segja henni þetta alt saman. Enginn í þessum bæ hefir étið kvöldverð ennþá, við getum ekki haft neinn dans í kvöld. Þetta er sá vitlausasti fjórði júlí, sem eg hefi séð. Eg verð að segja, að þið hjarð- mennirnir valdið mér meiri fyrirhafnar en spila- fuglarnir gera.” “Ekki vil eg vera ógestrisin við ykkur, en þið verðið að hafa ykkur út úr eldhúsinu mínu. Hérna, takið þessa tvo lykla, farið upp á loft og komist í rúmið. Eg verð að játa, að eg er hálf- lúin sjálf.” Þrátt fyrír það, að hann hefði gjarnan viljað sjá húsmóður sína, áður en hann fór að sofa, fór Nabours samt að ráðum Mrs. Gore, tók við lykl- unum og gekk upp á loft til að fara að sofa á- samt drengnum. “Hvað gengur að þér, Mr. Jim?” spurði pilt- urinn áhyggjufullur. “Höfum við ekki selt hjörðina.” “Jú,” svaraði Nabours, stuttur í spuna. “Við höfum grætt á nautunum, en tapað á landinu. Þú manst eftir kistunni?” / “Já, það held eg nú. Hún var altaf að flækj- ast fyrir, alla leiðina.” “Hún gerir það ekki lengur! Hún er farin — horfin — stolin. Hún var tíu sinnum meira virði en nautin. Rudabough gamli veit vel hvar hún er, en hann vill ekki segja frá því.” Er hann mælti þannig opnaði hann eina hurðina, þær voru allar eins, en staðnæmdist brátt í dyrunum. “Hallo!” sagði hann. “Hér er maður fyrir og kominn í rúmið.” Satt var það, maður var þarna í rúminu — langur, hreyfingarlaus maður, með koddaver yfir andlitinu og hendurnar krosslagðar á brjóst- inu. “Hver þremillinn!” sagði Jim og stansaði. Hann veitti einhverju sérstöku eftirtekt við- víkjandi manninlim þarna í rúminu. Hann dró koddaverið frá andliti hans. “Þetta er Cal Dalhart!” sagði hann. “Hann er áreiðanlega dauður — en þeir sögðu mér, að hann væri jarðaður. McCoyne sagðist sjálfur hafa séð það!” Drengurinn horfði með skelfingu á líkið ná- fölt og stirðnað. ' En Nabours tók í handlegg hans, leiddi hann niður stigann og inn í skrifstofuna. “Herra,” sagði hann við hinn alvörugefna gestgjafa og rétti honum lykilinn. Það væri réttast að þú létir mig hafa annað herbergi.” “Hvað er að herberginu, sem þú fékst?” spurði gestgjafinn. “Það er einhver í því núna,” svaraði Na- bours, “og hann er dauður. Þeir sögðu mér, að þeir hefðu fengið tvo menn til að jarða mann- inn, sem var skotinn hérna. Er það satt? Mc- Coyne sagði mér það. Hvar er hann?” Nú heyrðist mannamál gegn um opnar dyr- nar Hópur æstra manna talaði saman úti á göt- unni. Gestgjafinn kallaði á einn þeirra — hinn alstaðar nálæga McCoyne. Nabours endurtók spurningu sína. “Auðvitað,” svaraði McCoyne. “Eg sá tvo menn bera kistuna á milli sín. Eg sá þá jarða hann, sá það eins greinilega og eg hefi séð nokkuð á æfi minni. Eg var auðvitað ekki fast hjá þeim þar úti. Eg hefi átt mjög annríkt---” “Jæja, hann er ekki jarðaður núna,” svaraði Nabours. “Cal er þarna uppi á loftinu.” “Er það ekki alveg dæmalaust!” hrópaði McCoyne. “Það virðist að alt gangi á tréfótum sé maður ekki sjálfur viðstaddur hvað sem gert er.” * “Komið nú með mér,” sagði Nabours, sem nú datt nokkuð í hug. “Náið í tvo menn — aðra menn en þá í dag. Eg hugsa að báðir þessir menn, sem jörðuðu Cal Dalhart í dag, séu nú dauðir. Komið með tvær rekur. Flýtið ykkar!” ★ Lítill hópur manna gekk í tunglsljósinu til að ljúka þessu raunalega verki. Jim Nabours byrjaði sjálfur að grafa hina lausu mold á hóln- um, þar sem minnisvarði hafði verið reistur. Á honum stóð: “C. Dalhart frá Teaxs. Dáinn 4. júlí 1867. Hvíl í friði.” “Hann gæti aldrei hvílst í friði með þessu móti,” sagði Jim Nabours hálfum tíma síðar. Rekan hans kom við eitthvað hart. “Hérna, hjálpið mér við þetta,” sagði hann. Sinker, hjálpaði honum og tók í annað handar- haldið á leðurkistunni. Hún var þung. í henni voru landseðlar, virði hálfrar miljóna ekra af Texas landi. “Og nú höfum við Sim Rudabough í hest- húsinu,’ sagði hann eins og í þönkum og þerraði svitann af andlitinu. “Þetta er alls ekki smá- ræðis dagsverk. Farið nú og sækið Cal og við jörðum hann á réttan hátt. Hrein skifti eru ekki þjófnaður.” 47. Kapítuli. Fjórum dögum síðar tók fólkið, sem safnast hafði saman í Abilene að hafa sig í burtu. Eng- inn vissi hvenær næsta hjörðin kæmi, ef hún kæmi þá nokkurntíma. Hinni miklu hjörð hafði nú verið skift; nokkur hluti hennar var í kví- unum og átti að flytjast austur, stór hópur var rekinn til niðursuðuverksmiðjunnar í Junction City, afgangurinn var sendur með Len Hersey og öðrum beztu hjarðmönnunum til Reykhóls> til hins nýja bústaðar. Alt sem snerti þessa fyrstu gripasölu í Abilene var um garð gengið- Öll skjöl, sem snertu söluna voru útfylt og hjörðin var talin, og alt goldið — atriði, sena brátt urðu daglegir viðburðir þar. norður frá. Hestarnir frá Sólbakka voru seldir. Alt sem eft- ir var voru hinar tvær kerrur, átta uxar og tveir hestar handa hverjum manni, sem fór heim, en þeir voru átta. Hinir tveir sjúkravagnar, sem herinn hafði, veitti lýnum far. Blancocito hljóp laus með öðrum vagninum. Þegar Lou Gore kysti Taisíu og kvaddi hana að skilnaði grétu þær báðar. Að svo búnti þerraði hún sér um augun á svuntunni sinni og sneri inn í gistihúsið. Þar átti hún að geta sér orðstýr, fyrir hjartagæðsku sína og miskunsemi- er var meiri en dæmi voru til þar á sléttunum- Á komandi árum kyntist fjöldi særðra manna> sjúkra og meiddra og hjálparvana þessum góða bjargvætti allra nauðstaddra manna frá refil' stigum nautaslóðanna á auðnunum. Hún var góð sál með kærleiksríkt hjarta. Minning hennar var öfundsverð, því allir elskuðu hana. Sjúkravagnarnir héldu suður. Fyrir hvorum þeirra voru fjórir múlasnar. Þeir biðu ferðbúnir á götunni í Abilene, og hraustir hermenn sátu a reiðskjótum sínum sitt hvoru megin við þá. í fremri vagninum sat Rudabough á sæti í miðjum vagninum, hulinn fyrir forvitnum augum fjöld- ans, sem þarna hafði safnast saman. Hlekkir voru um úlnliði hans. Ólar um ökla og voru þ*r t , , / tengdar við stöng í gólfi vagnsins. A sætinu a bak við hann sátu þeir McMasters og Cinquo Centavos, báðir vopnaðir. Rudabough gat aldrei sloppið. Hinn miskunarlausi stigamaður, sen1 aldrei tók neinn fanga, var nú fangi sjálfur- Enginn virti hann viðlits, né svaraði spurninguru hans, umkvörtunum né formælingum. Átti ekki einn einasta vin í öllum heiminum. Hann var við síðasta áfanga glæpaferils síns. Þessi vagn fór miklu harðar en hinn, seru varð að bíða eftir kerrunum, er gátu ekki farið eins hart. í þeim vagni, er hermenn fylgdu, sat Taisía, Nabours og leðurkistan góða. Er þessi ferðagögn stóðu á miðju strætinu i Abilene, var himininn heiður og blár, og söfn- uðust þá margir saman, til að kveðja stúlkuna fra Texas. Taisía laut áfram og kvaddi þá alla. Þrátt fyrir raunasvipinn, var hún eins fögur og aftur- eldingin. McMasters hafði kvatt hana kuldalega — kaldgeðjaðasti maðurinn í öllum heimi — hugs- aði hún með sér. Hann hafði ekki séð hana eina eitt augnablik. Nú var ekkert merki um hina heitu ást, sem tvisvar hafði blossað upp á sam- fundum þeirra. McCoyne flögraði frá einum vagninum til hins og kvaddi ferðafólkið. “Komið brátt aftur!” sagði hann. “Við bíð- um eftir ykkur næsta ár. Biðjið hvern gripa- bónda í Texas, að senda okkur nuatin sín. Þið skuluð sjá að Abilene hefir þá fangelsi, kirkjn og skóla, og grafreit, þegar þið komið næst. Eg hefi átt svo annríkt—” Á meðal hinna *síðustu kom stúlka frá Silf' urmánanum. Ung að árum en gömul að reynslu> og þreytt að morgninum. Hræðslulega rétti hún Taisíu hendina, og kvaddi hana. “Vertu sæl,” sagði stúlkan; “vertu sæl góða mín. Þú ert fyrsta raunverulega stúlkan, sem komst til Abilene. Komdu aldrei aftur----” Að svo mæltu hvarf hún aftur til Silfurmánans- Einu sinni hafði hún sjálf verið heiðarleg stúlka, og nú sá hún að augu Taisíu fylgdu hávaxna, unga manninum. Pattison gripakaupmaður, ræddi um stund við félaga sinn, McMasters. “Trúðu mér, sonUr sæll,” sagði hann að lokum. “Þegar þú giftist og sezt að hjá mér norður frá, skal eg gera þig auðugri en þig hefir nokkurntíma dreymt um að verða. Farðu nú heim og safnaðu saman nógum gripum til að búa á landinu og komdu með þá næsta vor. Biddu hjarðmennina fra Texas að koma með. Framvegis verður hagur i því að eiga nautgripi.” McMasters kvaddi hann með handabandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.