Heimskringla - 16.06.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.06.1948, Blaðsíða 1
Always ask for the— HOME-MADE "'POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37144 ; Frank Hannibal, Mgr. ittila. i Always ask for the— HOME-MADE !ti POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. \ Winnipeg Phone 37 144 5 Frank Hannibal, Mgr. í ¦f^^^^^^f^^tff^^^f^rr^r^^^i^^jij LXII. ÁRGANGUR WINNEPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. JÚNf 1948 NÚMER38. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Húsaskjól Sameinuðu þjóðanna Mikið veltur á því að þingið í Bandaríkjunum samþykki $65,- 000,000 lán til þess að koma upp fyrirhugaðri byggingu í Man- hattan, þar sem Sameinuðu þjóð- irnar hefðu heimili sitt og höf- uðstöðvar í framtíðinni. Ef þetta lán nær ekki fram að ganga, er lítill vafi á því, að þess verður krafist að þessi alþjóða dómstóll verði fluttur til Evrópu með öllu sér tilheyrandi. Er haf t fyrir satt, að fulltrúanefndir S., þjóð. hér, séu allkvíðandi um málið, og hvernig því muni reiða af. Sama máli gegnir um forstjór- ann, Trygve Lie. Þeir (Fulltrú- arnir) óska þess af alhug, að for- ustumönnum þingsins skiljist það með einhverju móti til full- nustu; hvaða áfalli það myndi valda, og hve örlagaríkt það yrði, ef ekkert yrði úr tryggingu, láns- ins á þessu þingi. Fulltrúarnir hér vita ofurvei að Rússland, og jábræður Sovét- Sambandsins eru á verði, og hafa þegar gert tilraunir til þess að flytja aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna til Geneva, eða ein- hverra annara staða í Evrópu. Og þeir vita einnig, að allstór hluti fulltrúa ýmsra annara þjóða sem í raun og veru er vinveittur hinum vestrænu stórveldum, ef á báðum áttum um það, hvort framtíðar aðalstöðvar Samein- uðu þjóðanna, þegar tillit er tek- ið til alls, yrðu ekki betur settar í Evrópu. Engin endanleg úrslit Úrskurður öryggisráðsins í Lake Success, um þá tillögu kjarnorkunefndarinnar að stjórn- ar-eftirlitskerfi, (atomic control system) yrði sett á stofn, náði aldrei fram að ganga á síðasta fundi, er haldinn var nýlega. Þrátt fyrir langdregnar hrósræð- ur um tillögu Bandaríkjanna frá fulltrúum Canada og Bretlands, héldu Rússar því ótvírætt fram, að þeir myndu hafa talsvert til málanna að leggja á næsta fundi. Arfurinn John Bracken, leiðtogi Pro gressive-Conservative flokksins, sagði hátt vöruverð og viðskifta hömlur, halda öllu til baka í þessu landi. Það væri arfurinn, sem King skyldi þjóðinn ieftir, við fráförina* frá stjórnar-for- menskunni. Bracken kom frá Ottawa s. 1. fimmtudag til Winipeg, til þess að sitja fund Prog. Con. flokks- ins í þessu fylki. Hér skulu til- færðar nokkrar setningar frá honum: Sú stjórn, sem lætur verð rísa fjöllunum hærra.á sama tíma og hún tekur í skatt 25% af því, sem þegnarnir vinna fyrir, getur ekki búist við að halda hylli al- mennings. Ef blöðin herma rétt frá um mælum Kings um kosningarnar undanfarið, verður ekki annað séð en að hann sé því fyllilega sammála, að háverið á vörum, væri orsök úrslitanna. Um gagnrýni andstæðinga flokkanna á stjórnina farast King orð á þá leið að þeir séu að sameinast. Að halda fram annari eins fjarstæðu, myndi sú stjórn ein gera, sem álítur sig í hættu stadda. King líður ekki vel út af auka- kosningum, er fram hafa farið síðustu þrjú árin. Hann hefir tapað fjórum þingsætum í þeim, Progressive Conservatives einu, og unnið eitt. Almennings álitið fer auðsjáanlega þverrandi hjá Kingstjórninni. Við Ontario kosningarnar sagði Bracken það eftir tektar- vert, að svo liti út sem Liberal flokkurinn væri að hverfa úr sög- unni. Jafnvel þó Drew tapaði nokkrum sætum í bæjunum, var sigur stjórnar hans eigi að síður mikill. Bracken gagnrýndi kornsölu- stefnu stjórnarinnar og kvað hana orsök þess, að bændur fengju ekki markaðs verð fyrir korn sitt. Að því er Hveitisöluráðið á- hærði, sem íhaldsflokkurinn hefði stofnað, til að útvega bænd- um hærra verð fyrir hveiti, hefði Hugsað heim 17. júní Hugur f lýgur heim í dag, heim til blárra f jalla. Vorblítt syngja lækir lag, land og sær með æskubrag. Móðurraddir mildar soninn kalla. Sumarblær um lauf gan lund leikur, hlýr og fagur; blika roðin sólu sund, sveipast blómaskrúði grund. Breiðir vængi bjartur frelsisdagur. Vermi hann og veki þjóð vorsins eld í barmi, hærri sjónar hjartaglóð, himinborinn siguróð; þrótt til starfa efli hverjum armi. Fögur brdsi framtíð þér, föðurlandið kæra! Hvert sem fley mitt báran ber, brotni það við yztu sker, þér skal vígja þökk og strengi hræra. Richard Beck Píanótónleikar Agnesar Sigurðsson í Austurbæjarbíó Þau hin fögru ummæli, sem hér fara á eftir um hljómleika Miss Agnesar Sigurdson í Reykjavík, eru samin aí Dr. Páli fsólfssyni, ein- um allra merkasta hljómfræðingi íslenzku þjóðarinnar, og jafnframt hinum strangasta listdómara hennar. Ritstj. Morgunblaðið, 5. júní 1948 Ungfrú Agnes Sigurðsson hélt fyrstu píanótónleika sína fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíó í fyrrakvöld. Var leikur hennar allur mjög athyglisverður og er síst ofsögum sagt af hinum miklu tónlistargáfum og kunnáttu þessarar listakonu. — Tæknin er geysimikil og fáguð, og er auðheyrt, að ungfrúin hefir notið hinnar ströngustu kenslu, og sjálf hefir hún ekki legið á liði sínu. En hitt er þó ekki síður umtalsvert, að allur er leikur hennar borihn uppi af sterkri músiktilfinningu og nákvæmri hljóðfallskend. Veigamesta verkið á efnisskránni var sónata í A-dúr op. 101, eftir Beethoven, sem ungfrúin lék á sinn hátt vel og af næmleik fyfir hinum sterku andstæðum og svipbrigðum, sem í þessu merkilega verki felast. Hafa eflaust margir óskað að heyra meira af slíkum stórverkum, en máske hefir það verið af ótta við að reyna um of á þolrif hlustendanna, að öll hin verkin, sem eftir voru, í smærri stíl, að vísu mörg yndisleg og hreinar perl- ur, en varla nokkurt kjarnfóður, ef svo mætti að orði kveða. En hvað um það. — Leikur ungfrú Agnesar var samur og jafn, hver sem verkefnin voru, og yfir öllum leik hennar var kvenlegur yndisþokki, og vil eg þó sérstaklega nefna Fís-dúr Romance Schumanns og lögin eftir Ravel og Debussy, og þá einnig cis-moll Nocturne Chopins, sem ungfrúin lék sem auka- lag af mikilli snild. Húsið var þéttskipað og fögnuður áheyrenda mikill og hjartanlgeur, og var það að vonum, því hér ber góðan gest að garði, þar sem er ungfrú Agnes Sigurðsson. P. í. það í höndum liberala verið not- að til að halda niður verði á hveiti. Flóðin í vesturlandinu kvað Bracken hafa verið svo alvarleg, að sú stjórn sem með valdið færi, ætti að koma þar til aðstoðar og að gera það sem hægt væri, að koma í veg fyrir þau í framtíð með skipulagðri vörn. Hjá fjármálavandræðum eins og fyrir hefði komið á þessu ári, sagði Bracken að í framtíð yrði að stýra. En það væri vonlaust um, að núverandi sambands- stjórn gerði það. (Eftir Wpg. Tribune) Flýja menninguna Mennónítar eru að flytja í stór- hópum frá Canada. Um 1500 af þeim, eru frá Manitoba. Þeir eru afkomendur fyrstu innflytjend- anna. Þeim hefir farnast vel, enda búnubbur góðir. En ástæð- an fyrir brottflutningi þeirra, er sú, að þeim þykir þeir orðnir of innilokaðir hér af menningunni. Þeir eru að tapa æskunni út í heiminn umhverfis sig, er týnir þar sjálfri sér brátt, sem Menn- onítar. Úr einu bezta héraði í þessu fylki, eru þeir því að flýja og ætla að reyna að ryðja sér braut í skógum Paraguay í Suður Ameríku. Þeir munu búa fyrst um sinn í tjöldum, höggva við og hreinsa af landinu, eins og hér varð að gera og semja sig yfir- leitt að frumbyggja lífi. f staðinn fyrir að stunda hér kornrækt, ætla þeir að leggja fyrir sig bóm- ullar og sykurrækt, þegar þeir hafa rutt skóginum burtu af .sínu nýja búlandi. Unga fólkið úr héruðum þeirra hér, sótti í bæina og hefir tekið upp sömu siði og aðrir íbúar landsins. Þeim hefir farnast vel og munu ekki héðan hverfa. En það er að tapa æskunni, serr Mennonítunum vex svo í augum að þeir eru nú að flýja héðan. Þeir segja Canada gott land og þjóðina hina beztu nágranna. En þeir verða ofmikið fyrir áhrifum hennar. Þá fýsir að vera ein- angraða. Það getur verið að þeim takist að einangra sig frá allri menn- ingu og menningar áhrifum í svip syðra, en yfirleitt virðist það vonlaus barátta. Við skulum segja, að þeim farnist vel með tíð og tíma í Paraguay. En hvað kemur þá fyrir? Mun ekki aðra fýsa að setjast þar einnig að og verða ná- búar þeirra? Og vofir þá ekki sama hættan yfir frelsi (?) þeirra og hér? FRÉTTIR 1 FÁM ORÐUM Winnipeg Electric félagið varó við kröfum þjóna sinna s. 1. mánudag um að veita þeim llc kauphækkun á kl.st., sem svarar til eins dollar á dag. Um leið hefir félagið farið fram á ein- hverja fargjaldahækkun við bæ- inn. • Verð á góðu kjöti (sirloin) var fyrir þremur mánuðum 45 til 50 cents. Nú er það milli 75 og 80 cents og þykir víst, að hækk- andi fari fram á haust. Almenn- ingur talar um að hætta að kaupa kjöt. Flóðin í Frazer-árdalnum hafa minkað. Ætluðu bændur sem flúðu að fara í gær að flytja aft- ur á jarðir sínar og heimili, en voru stöðvaðir frá því af heil- brigðisráði, vegna ótta við sýki, er af vatnsaganum gæti leitt. • Danskt skip með 450 farþega, sigldi á sprengju í Kattegat í gær og sökk. 150 manns fórust. • 143 þingmannsefni. sækja um kosningu í Saskatchewan-fylki 24. júní; sækja 50 af hálfu C.C.F.- stjórnarinnar, 40 liberalar, 36 Social Credit sinnar, 5 Progres- sive-Conservatívar. — Þingsætin eru 50. Douglas-stjórnin hefir nú 47 þingsæti. Enginn hefir verið kosinn gagnsóknarlaust. * Walter Tucker, foringi liber- ala í Saskatchewan, hefir höfðað mál á móti T. . Douglas, forsæt- isráðherra fylkisins fyrir meið- yrði. Tucker krefst $100,000 skaðabóta fyrir snúð sinn, en um- mælin, sem stefnt er fyrir áhræra Rosthern Investment Co., sem Tucker er félagi og lagavörður fyrir og lúta að því, að félagið hafi látið greiða sér 15% í rentu. • Jarðarber (Strawberries), eru komin til Winnipeg frá British Columbia. En flytja varð þau hingað loftleiðis. • Rússar hafa tekið boði^Banda- ríkjastjórnar, að koma á 10 þjóða fund 30. júlí til að semja um al- þjóða siglingar eftir Doná (Dan- ube). • Atkvæðagreiðslan á Ottawa- þinginu um að veita rauðskinn- unum atkvæði, var feld í gær. Atkv. með voru 39, en 58 á móti. Liberalar að tveimur undantekn- um voru á móti, en Prog. Con., C.C.F. og Social Credit þ.m. voru með atkvæðisrétti Indíána. Wil- Fjallkonan á Lýðveldishátíðinni á Hnausum Photo by Lafayette Studio, Winnipeg FRÚ S. W. SIGURGEIRSSON FRÁ RIVERTON liam M. Benidickson, íslenzki þ.m. frá Kenora, var annar þing- maður liberala, sem atkvæði greiddi á móti stjórninni. Liber- al þingmennirnir sem tillöguna gerðu, voru báðir við aktvæða- greiðsluna á móti henni! Með atkvæðisrétti • Japana í þessu landi var rétt áður greitt jákvætt atkvæði á þinginu. HITT OG ÞETTA Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að skálkurinn Hitler hataði Gyðingana svo mikið, að hann hafði samið fyrirætlanir um að þurka út alla Gyðinga í þeim löndum, sem Þýzkaland þá réði yfir. Glæpamálaskjöl hafa nýlega fundist í Nuernberg á Þýzka- landi er sýna, að þessi vitfirring- ur var búinn að semja áætlanir um, að 11,000,000 Gyðingar yrðu líflátnir með gasi. Þessar sláturstíðarfyrirætlanir náðu þó ekki fram að ganga nema að nokkru leyti, því talið er að nálega 6,000,000 Gyðinga hafi verið teknir af lífi, og er það samt sæmilega há tala. Jafnvel þeir, sem voru aðeins Gyðingar í aðra ættina, voru dæmdir til tortímingar. Þeir sem voru kynblendingar að einum fjórða, áttu að fá að velja á milli lífsláts eða þess, að vera gerðir ófrjóir, (sterilized). Þessar þokkafyrirætlanir hafa þá fundargerningar frá stjórn- artíð þess góða Hitlers — leitt í ljós. Það er efalaust töluvert margt athugavert við Gyðinga- þjóðina eins og aðrar dauðlegar mannskepnur, en hún ætti þó að njóta almennra mannréttinda. . * í jarðkolanámuiðnaði, og fram- leiðslu á hvern mann, fara Banda- ríkin svo langt fram úr öðrum löndum, að þar er enginn saman- burður. Á Englandi var kolafram- leiðslan á árinu 1947 miðað við MISS CANADA Ungfrú Borga Sigurðsson dóttir Kristjáns Sigurðssonar, Geysir, verður Miss Canada á Þjóðveldishátíðinni 19. júní á Hnausum. framleiðslu eins manns á dag, 1.2 (net) tonn; á Þýzkalandi 1.02 tonn: Frakklandi, 0.66 tonn. En í Bandaríkjunum framleiddi hver jarðkolanámumaður að með- altali 6.7 (net) tonn á dag, með styttri vinnutíma. Bandaríkin hafa ákveðið að senda herskip og loftför til Pal- estínu, til þess að styðja að vopnahlé, ef það kemst á. Er það gert eftir ströngum áskorunum meðalgengils Sameinuðu þjóð- anna, Folke Bernadotte, greifa. • Capetown — Eyjarnar sem liggja út frá Zanzibar og Pamba, framleiða meira en 80 per cent af öllum krydd, (fiegulnagla) birgð- um heimsins. Er uppskeran í meðal ári yfir 14,400 tonn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.