Heimskringla - 16.06.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.06.1948, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. JÚNÍ 194g Wfeimskrittíilci fStofnuB 1886) Kemur út 6 hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verfl 'blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 16. JÚNÍ 1948 Lýðveldishátíðin á Hnausum Mesti viðburðurinn sem gerst hefir í seinni ára sögu íslendinga, var endurreisn lýðveldisins 1944. Skáldin geta spreitt sig á að kveða alheimsstjórn lof eins lengi og þau vilja og þeim er ant um að stíga skóinn ofan af smáþjóðum með hagsmuna flokkspólitík fyrir augum, en það breytir í engu því lífslögmáli manna og málleysingja, að unna staðnum þar sem þeir sáu fyrst lífsins ljós og vermdust í því. Við köllum þetta átthagaást eða ættjarðarást. En það er eitt af lögmálum eða rökum lífsins, sem ekkert mannlegt einræði fær upprætt. Annars væri öll þjóðfrelsisbarátta og jafnrétti einstakl- inga einskis verð. Vegna þessa sannleika, hefir ekkert atvik í allri sögu íslendinga, hrifið þjóðina eins djúpt og verið henni meira fagnaðarefni, en endurehimt sjálfstæðis síns og frelsis. Að fá öll umráð sinna mála í sínar hnedur, eftir margra alda baráttu, gagn- tók þjóðina. Og það er hennar mark og mið að fá nú að njóta sín og vinna að sínum hugðarefnum og velferðarmálum, óáreitt og án allra afskifta annara þjóða. Þó gauragangs kenni í blöðum stundum og missættis, hefir skapast svo sterkur þjóðernisandi hjá íslendingum, að það er lítil ástæða til að efa, að hann sé nú nokkru minni, en þegar atkvæðagreislan fór fram við síðustu átök frelsisbaráttunnar. Að þrír aðalstjórnmálaflokkar landsins hafa komið sér saman um stjórnarreksturinn, er og vottur hollrar og viturlegrar einingar og er vissulega ávöxtur þess frelsis, sem þjóðin hefir notið síðan 1944. Hin stóru fyrirtæki, sem þjóðin hefir ráðist í síðan og sem ætla mætti að af hundrað sinnum mannfleiri þjóð væru gerð, er og annar fyrirboði gróandi þjóðlífs á ættjörðinni. , Það segja ýmsir, að kreppa sé nú fyrir dyrum heima. f bréfi frá bónda til þess er þetta ritar, getur hennar á þennan hátt; Já, við verðum vegna erlends gjaMeyrisskorts ef í það versta fer, að spara við okkur kaffi, sykur og hveitikaup. En hvað gerir slíkt í raun og veru til? Þetta eru vörur, sem Jónas læknir Kristjánsson sagði okkur að varast eins og sjálfan skollan að neyta. Það eru nú kanske öfgar og gerir okkur minna ilt, þó hefðum, en hann heMur fram. En með nægan fisk, kjöt, mjólk og smjör og fyllri hendur fjár en nokkru sinni áður til að greiða fyrir það, er ef til vill minni eftir- sjá, þegar til alvörunnar kemur, að þessum erlendu kaupum, en við gerum okkur grein fyrir. Þetta virðist öfga-laus frásögn -af hag þjóðarinnar heima og okkur gleður að heyra að gullöMin heMur þar áfram og mun gera það, á hverju sem gengur í umheiminum. ísland með alt sitt ríki- dæmi til sjávar og lands og jafn mentaðri og fjölhæfari borgara en nokkur þjóð, getur engu síður en aðrir, Iagað sig eftir því er framvindur hjá öðrum þjóðum sem í súpunni eru, og sem ýmsum öðrum þjóðum gerir að vísu erfiðara fyrir — meðan að hlutirnir jafna sig ekki eftir stríðið, en sem ástæðulaust er að ætla, að ekki rétti við hvað af hverju. Á lýðveMishátíðinni á Iðavelli n. k. laugardag, verður tækifæri til að mninast þess og fagna fengnu frelsi þjóðarinnar eins og góð- um íslendnigum ber að gera; og að hópurinn sem þar kemur saman finni til hrifningar af velgengni þjóðbræðranna á ættjörðinni, og af að geta komið saman í tilefni af því, er ekk að efa og sízt þar sem afkastamesti kvenrithöfundur íslenzku þjóðrainnar og einn vinsæl- asti, flytur þar ræðu fyrir Minni íslands, frú Elinborg Lárusdóttir. Skemtiskrá dagsins, sem prentuð er á öðrum stað í þessu blaði lofar og góðu um, að þarna verði skemtun að fá, sem enginn ætti að láta undir höfuð leggjast að sinna. Fjölmennið á hátíðina! Bókaútgáfa íslendinga vestanhafs Eftir Björn Guðmundsson (Höfundur eftirfarandi greinar, e’ ímboðsmaður Hkr. í Reykjavik íann er einn þeirra, er áhuga hefi 'yrir aukinni samvinnu milli Islend nga eystra og vestra og hefir sýn >að í verki bæði með fyrirgreiðsh jessa blaðs og hvers annars starfs ír hægt hefir verið. Hann gerði þeim er þetta ritar óteljandi greiða, sem vinnu kostuðu, er fundi okkar bar saman 1946, og alt mér að kostnað- ariausu, eins og starfið í þágu blaðs- ins, sem einstætt er. Grein hans i þessu biaði er ekki fyrsta hugleiðing hans um aukna samvinnu frænd- anna. Hann hefir margt drengilegt orð um hana mælt áður. —Ritstj. Hkr.) í Tímanum 4. maí sl. er grein eftir Snæbjörn Jónsson ibóksala. Gefur hann þar greinargott yfir- lit yfir efni næstsíðasta heftis Tímarits Þjóðræknisfélagsins, sem er að jafnaði mjög fróðlegt, einkum að því er snertir bók- menntir og sögu. Hann minnist einnig á bókaútgáru V. íslend- inga og blaðaútáfu þeirra. Hann bendir réttilega á erfiðleika þá, sem þeir eiga við að stríða að því er snertir síminnkandi hóp þeirra manna vestra, sem geta lesið og skrifað íslenzka tungu svo að vel sé, enda þótt Vestur- íslendingar eigi ennþá marga af- burðamenn á því sviði sem öðrum. Tímaritið er fyrirmynd að frágangi öllum og dylst eng- um, að vandvirkir menn hafa lagt þar hönd að. Annars kvarta V.- fslendingar yfir því, að lítil saía sé hér á bókum, sem þeir gefa út fyrirmælum skrifstofunnar. — Þetta mun haldast ennþá. Fyrir utan þessi 50 eintök af hvoru blaði, sem send eru hing- að til ýmissa þekktra manna fyr- ir tilmæli Fræðslumálaskrifstof- unnar, eru svo bæði blöðin send til flestra sjúkrahúsa og margra bókasafna hér á landi, án þess að nokkurt gjald komi fyrir og hefir svo verið um langt skeið. Ótvíræður þjóðræknisvottur og velvildarhugur liggur á bak við slíkar blaðasendingar. Það var því vel til fundið og ekki að á- stæðulausu, að eitthvað kæmi á móti frá okkur og má segja, að það sé þessi árlegi styrkur, sem blöðin fá frá íslenzka ríkinu, enda þótt svo muni ekki hafa verið bókstaflega ákveðið ‘þegar styrkurinn var veittur. Á það hefir verið bent að sjúkrahúsin og bókasöfnin ættu að vera þess umkomin að greiða sjálf að ein- hverju leyti þessar blaðasending- ar, en það er önnur saga. Ef til vill verður sú leið athuguð. Ymsir verulegir annmarkar eru á því, að halda úti tvéimur svona blöðum meðal íslendinga í Ameríku, enda er flest sem mælir með því að þau ættu að sameinast í eitt gott blað með nú- tímasniði. Formið er orðið of þunglamalegt og óþægilegt í vöfum. En ennþá mun þó ekki vera tímabært að tala um slíkrar breytingar á útgáfu blaðanna. Það er auðskilið, að með sí- smækkandi lesendahóp vestan hafs, er hver aðstoð, sem hægt er En heima fyrir er lesendahópur-[ að veita héðan, vel þegin. Á eg Á VÍÐ OG DREIF Samsætið er nemendur Jóns Bjarnasonar skóla efndu til í Fyrstu lút. kirkju til heiðurs dr. Rúnólfi Marteinssnyi, var all- fjölment og fór hið bezta fram. Gamlir nemendur skólans og kennarar tóku einir þátt í umræð- um að öðru leyti en því, að Jón J. Bíldfell, einn af meðstjórn- endum skólans, rakti sögu hans í stórum dráttum, alt frá því, er Fríman Anderson stofnandi Hkr. hreyfði fyrst hugmyndinni 1884 og þar til skólinn tók til starfa 1913. En málinu hélt vakandi sjóðsstofnun sú er Dr. Jón Bjarnason lagði fyrstur manna fram og skólinn var kendur við. f þann f jórðung úr öld er skólinn starfaði og lengst af undir stjórn Dr. Rúnólfs Marteinssonar, nutu alt af eitt þúsund nemendur til- sagnar þar og útskrifuðust. — Bergþót Emil Johnson stýrði samsætinu, er fram fór uppi í kirkjunni með miklum ræðu- höldum, söng og afhendingu minningagjafa til dr. Rúnólfs, en að því búnu í neðri sal kirkjunn- ar með kaffidrykkju og meiri ræðuhöldum. Ræðurnar _voru minningar og ýmsar frásagnir frá skólaárUnum, stuttar, en markvissar og skemtilegar. Sum- ar afbrgaðs góðar. Dr. Runólfur Marteinsson var nýlega heiðraður með þvi að vera gerður að doktor í guðfræði af Gustavus Adolphus College og til samsætisins var efnt í fagnað arskyni af því. ★ Af fréttum að dæma í New York Times, hefir ísland, með 127,000 íbúa, veitt til barnavernd- arinnar í Evrópu $400,000. Telur blaðið að engin þjóð muni hafa betur gert í hlutfalli við fólks- fjölda en þetta. Þessi gjöf verð- ur send í afurðum lands og sjáv- ar, matvöru, sem ríkari er af næringar og fjörefnum en mat þeirra í dollurum gefur til kynna. Þrátt fyrir það þótt reiki- stjarnan “Venus” teljist svo til- tölulega nálægt jörðinni, er bók- staflega ekkert hægt að greina af yfirborði þeirrar stjörnu, —j vegna þykkra skýjalaga, er um- kringja hana algerlega. inn of lítill til þess að unnt sé að ráðast 'í kostnaðarsamar útgáfur, ef ekki má reikna með neinni verulegri sölu hér uppi á íslandi. Þó hafa þeir reynt með allmargar ljóðabækur, t. d. Guttormur J. Guttormsson, dr. Sveinn E. Björnsson og Páll S. Pálsson, sem nýlega hafa sent frá sér bæk- ur ásamt fleirum. Ljóðabók Sveins læknis heitir “Á Heiðar- brún” og kom út fyrir hálfu öðru ári og ljóðabók Páls, sú síðari, kom út um síðustu áramót og heitír “Skilarétt”, því rammís- lenzka nafi, sem talið er mjög torvelt að snúa á enska tungu, svo að auðskilið sé það, sem í því felst. Báðar þessar bækur hafa fengið góða dóma vestan hafs, en hér hefir þeirra að litlu verið getið, svo að mér sé kunnugt. — Báðir höfundarnir eru gæddir fölskvalausri ættjarðarást og þrá nú mest af öllu að fá tæki- ■færi til að koma hingað upp og dvelja um stund á forum æsku- stöðvum, annar í Vopnafirði, — hinn í Hálsasveit í Borgarfirði. Vonandi gefst þeim brátt tæki- færi til þess. Báðar þessar bækur eru fáanlegar hér á landi og ættu þeir sem áhuga hafa á að styrkja þessa bókmenntastarfsemi landa okkar vestra að kaupa þessar bækur þeirra og auðga með því bókakost sinn. Greinarhöfundur Tímans minnist á Heimskringlu og Lög- berg og styrk þann, sem þau fá árlega héðan að heiman. Þar gæt- ir nokkurs misskilnings, sem stafa mun af því að höf. er ekki nógu kunnugur þessum málum. Fyrst þegar blöðin fóru ða fá þennan styrk, sem mun hafa ver- ið fyrir atbeina Jónasar Jónsson- ar alþm., var það skilyrði sett, að í staðinn kæmu nokkur hundr- uð eintök af hvoru blaði, sem send yrðu Fræðslumálaskrifstof- unni til útbýtingar hér og hefir vafalaust átt að vera til að auka kynni manna af blöðunum hér uppi og kynna mönnum málefni Vestur-íslendinga. Fræðslumála- Skrifstofan mun þó ekki lengi hafa séð sér fært að sjá um dreif- ingu á þessum blöðum, bæði mik- il fyrirhöfn og nokkur kostnað- ur, sem því fylgdi, svo að hún óskaði eftir að fá 50 eintök af hvoru blaði send beint til ákveð- inna manna hér heima, samkvæmt ÓR'í „i .lororio ^orirco' - z Nýtt fljóthefandi Dry Yeast heldur ferskleika ÁN NOKKURRAR KÆLINGAR Konur sem notað hafa hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast, álíta það beztu gerkökur sem þær hafi reynt. Frábrugðið ferskum gerkökum að því leiti að það má geyma það á búrhillunum vikum samna, en samt vinnur það nákvæmlega eins og ferskar kökur, tafarlaust tekur það til starfa, lyftist fljótt, framleiðir beztu brauð, kex, kaffi- brauð. Pantið mánaðar forða frá kaupmanninum yðar í dag. Notið einn pakka, sem jafngildir einni gerköku, í öllum bakningum yðar. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast þar fyrst og fremst við nýja, skil- vísa áskrifendur að blöðunum. En auk þess eru stuttar ritgerðir og vel samdar fréttagreinar vel þegið framlag frá íslendingum hér heima. Blöðin kosta hvort 25 kr. á ári og koma út vikulega. Blöðin eru ómetanlegt tæki til að viðhalda íslenzkukunnáttunni meðal landa okkar vestra og niðja þeirra auk þess sem þau flytja fréttir af Vestur-íslend- ingum og því helzta, sem gerist meðal þeirra. Þar að auki flytja þau greinar um amerísk stjórn- mál, einkum kanadísk, og einnig ýmsar endurprentanir úr íslenzk- um —' frónskum — blöðum, hér heima, — efni, sem verða má til að fræða Vestur-íslendinga um það helzta, sem gerist á heima-j landinu, sem þeir sjá alltaf í hill- ingum þrátt fyrir hin traustu bönd, sem þeir hafa bundizt ann- arri heimsálfu. Þessar endur- prentanir eru að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir fslendinga vestan hafs og mundi fara vel á því að það efni væri meira saman dregið og stytt, einkum fréttagreinar. Er hér ekki vettvangur að ræða um slíkt, enda ekki ætlunin að þessu sinni. Fyrst eg er farinn hér að ræða um Tímarit Þjóðræknisfélalgs- ins, sem venjulelga er nefnt Tíma ritið, vil eg geta í fáum orðum síðasta heftis þess, sem mér hef- ir borizt fyrir nokkru. Eg ætlaði reyndar að vera búinn að því fyrir löngu, en hef ekki gefið mér tíma til þess fyrr. Þetta hefti, sem er 29. árg., gefur ekki eftir þeim fyrri að því er snertir efnisval og frá- gang. Af efni þess má nefna kvæði eftir Guttorm J. Gutt- ormsson, Longfellow, Jakobínu Johnson, Pál S. Pálsson, Jón Jónatansson og B. Thorsteins- son. Eftir ritstjórann Gísla Jóns- son, eru tvær ágætar greinar um Felix Mendelsohn og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Það fyrsta, sem eg rak augun í þegar eg fór að blaða í Tímarit- inu, var grein um Longfellow eftir Dr. Richard Beck prófess- or, einn af afkastamestu rithöf- undum meðal Vestur-fslendinga og snjallan íslenzkumann. Mig hafði lengi langað til að lesa eitt- hvað um Longfellow eða eftir hann, en ekki tekizt að ná í það, Þessi grein nefnist: Longffellow og norrænar bókmenntir — og er eins og vænta má mjög fræð- andi um ævi skáldsins og ritverk hans. Verður hún áreiðanlega mörgum kærkomin til lestrar, á- samt öðru efni Tímaritsins. Dr. Stefán Einarsson prófessor skrifar um Guðm. G. Hagalín fimmtugan. Þá eru sögur eftir J. P. Pálsson og grein eftir sr. Hall- dór E. Johnson um demants-af- mælishátíð að Lundar árið 1947. Auk þess eru ritdómur o. fl. Yfir- leitt er Tímaritið mjög fróðlegt, ættu sem flestir íslendingar hér heima að eignast það og lesa. Það er hægast með því að gerast fé- lagi í Þjóðræknisfélaginu. —Tíminn, 22. maí FJÆR OG NÆR Dánarfregn Sydney Michell Clifford, 57 ára gamall, vel kunnur námumað- ur, og sem átt hafði heima í Mikley um 17 ár, andaðist snögg- lega 5. þ. m. í Winnipeg. Hann lifa kona hans og ein dóttir, Dor- othy( Mrs. Helgi K. Tómasson), búsett í Mikley. Útförin fór fram frá Lútersku kirkjunni í Mikley, 8. þ. m. að fjölmenni viðstöddu, því hinn látni átti víðtækt vin- fengi þar í byggð. ★ t ♦ Mót Hið þriðja ársmót hins lúterska sunnudagaskóla kennara sam- bands, verður haldið í Sunrise Lutheran Camp, Húsavík, Man., dagana 26. og 27. júní, n.k. Starfs- skráin hefst kl. 2. e.h. á laugar- daginn, en skyldi vera einhver sem vill koma á föstudagskvöld, þá er það velkomið, því nokkrir meðlimir Bandalags Lúterskra Kvenna, verða þar viðbúnir að taka á móti hverjum sem kemur. Æskt er eftir því að allir kennar- ar, o. fl. tilkynni fyrirfram hvern daginn þeir búast - við að koma. Miss Josephine Olafson, 498 Maryland St., Winnipeg, tekur á móti öllum bréfum í þessu sam- bandi. Á laugardagskvöldið fer fram skemtiskrá þar sem sunnudaga- skóla börn frá Arborg, Riverton og Winnipeg, skemta með söng. Séra Sigurður Ólafson flytur þai erindi. Einnig verður sýnd hljóm-hreifimynd, “The Good Samaritan”. Á sunnudagsmorg- uninn fer fram “Sunrise Service” við vatnið, kl. 8. f. h. Miss Eleanore Gillstrom talar um kenslu-aðferð kl. 10 f. h. Að lok- inni starfsskrá, þá fer fram stutt guðsþjónusta á milli kl. 3 og 4 e-h. Ýmsum S. S. blöðum og bækl- ingum verður útbýtt til þeirra sem óska eftir þeim. Tækifæri gefst til að leggja spurningar, að svara þeim, og að íhuga ýms vandamál í sambandi við starfið. Mótið í fyrra var vel sótt og þótti bæði skemtilegt og upp- byggitegt, og ekki mun þetta mót verða síður. Öllum sunnudaga- skóla kennurum, embættismönn- um starfsins, og öllum prestum hverjum þeim sem kann að hafa áhuga fyrir málinu, þó hann ekki kenni, er boðið að koma og taka þátt í því sem fram fer. Allir eru velkomnir á laugar- dagskvöldið, eíns á sunnudags- morgunin kl. 8. og eftir hádegi, kl. 3 til þess að hlusta á guðs- þjónusturnar tvær. Nefndin BUILD WISELY If you’re building a home, be sure it is properly wired so that you can use all kinds of electrical appliances. Call your own electric utility, City Hydro for reliable, low-cós^; electric service. Phone 848 161. CITY HYDRO y, outó — tíóe 3t !

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.