Heimskringla


Heimskringla - 07.07.1948, Qupperneq 1

Heimskringla - 07.07.1948, Qupperneq 1
Alwctys ask for the— HOME-MADE “POTATO LOAF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. #################################^• 1 #^#############-################### Always ask for the— HOME-MADE “POTATO LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. JÚLf 1948 __________ NÚMER41. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR SIGTRYGGUR JONASSON (Stefánssonar) Nú skyggir að og sól er sezt að sefa fjallabaki, og harmamynd á himinn fest með haust í vængjataki. ▲ ▲ A Eg skil þinn harm og sorgar-sár — eg sjálfur slíkt hef reynt —; það fellir skugga á æfi-ár í önd þó berúm leynt. En stillum harm og trega-tár, — alt tekur enda’ um síð —; en minnumst þess, um æfi-ár við áttum sælli tíð. Og svo er eitt, og öllu meir’ og okkur hjartans mál, að þegar einhver okkar deyr i alvaldshönd er sál. ▲ ▲ ▲ Eg man þín átök hraust og hörð sem hugan undri snart, eg sá þau aldrei svona gjörð þó séð eg hafi margt. Gunnreifur við stórfelt starf stefndi í sigur-átt hetjulund hann hlaut í arf hreystinni ofbauð fátt. Hann á í bygðum ítök sterk og afreksverk ei gleymd og hugvitsleiftur manndóms merk sem munu lengi geymd. Hann föðurmildi átti að auk — eg er nú vitni’ um það —; þar börnin áttu í horni hauk með hjarta á réttum stað. Já, heimilið var honum alt og hann var athvarf þess sem núna drúpir dimt og kalt því dauðinn tók þar sess. ▲ ▲ ▲ Þó vinir felli af trúrri trygð tár, á kaldan náinn. Framtak lagt í landnámsbygð lifir manninn dáinn. Jón Jónatansson Ottawa-þingi slitið Síðasta þinginu sem allar líkur eru til að fari fram undir stjórn Mackenzie King, forsætisráð- herra, var siltið s. 1. miðvikudag (30. júní). Hafði það staðið yfir síðan 5. desember 1947, eða í 209 daga. Rinfret yfirdgmari og aðstoðar- iandstjóri, las þinginu þennan boðskap. Hann kvað hafa verið undir- skrifuð 349 frumvörp frá þing- inu í heild sinni, þar á meðal 292 viðvíkjandi hjónaskilnaði. Nokk- ur frumvörp voru ekki afgreidd, því alls voru þau 383, er fyrir þing komu. Stjórnarfrumvörp og einstakra manna, voru 57 sam- þykt, önnur en hjónaskilnaðar- frumvörpin. Starf Canada-þings er mikið að verða það, að hlusta á hjónakriti. ■ Spurningin um hvort nok1- yrði gert til þess, að takmarka Rt. Hon. W. L. Mackenzie King verðhækkun, er Stanley Knowles, C.C.F. þ.m. frá Winnipeg lagði fyrir þingið var svarað hispurs- laust á þá leið að verðfestingu á vörum eins og á stríðsárunum, yrði ekkert átt við. J. G. Gardiner, akuryrkjumá1- ráðherra var spurður, hvort banni á sölu natugripa til Bandaríkj- anna yrði létt af, en hann svar- aði að það stæði ekki til í bráð- ina. F. S. Zaplitny (C.C.F.-Dauph- in) spurði hvort nokkuð væri á- kveðið um að halda fundi me? fylkis- og sveitastjórnum í sam- bandi við fjárstyrk til sveitafé- laga, en,var ekki svo mikið sem svarað. Þingið veitti á síðaustu stundu $30,000,000 dollara til heilbrigð- ismála, aðallega til styrktar krabbasjúkum, er lækningu gætu ekki veitt sér. Dr. W. G. Blair (P.C.-Lanark), kvað aðstoð að þessu. Fyrir lækn- ingar í Canada væri á ári greidd af einstaklingum 1 biljón dala. John Blackmore (S.C.-Leth- bridge) spurði hvort ekki væri hægt að fá ákveðið söluverð á íramleiðslu sykurs (cane sugar). Abbott svaraði að ekkert með- iag yrði veitt til þessarar fram- leiðslu. Þinðmenn voru fræddir um að Landaríkja peningar væru að aukast í landinu. ★ Að síðustu gerði Mackenzi'* King, forsætisráðherra heyrin- kunnugt, að þetta yrði síðasta Þingið, sem hann stjórnaði. Hann kvaðst segja af sér forustu liberal Uokksins í ágúst, en ekki vera viss um, að hann hætti þá strax sem forsætisráðherra, ekki sízt ef einhver þau vandamál kæmu l,pp sem hann stæði öðrum betur >tð vígi með að ráða til lykta. Um leið og forsætisráðherra lauk máli sínu, ávörpuðu hann foringjar úr andstæðingaflokk- um hans á þinginu með vinsemd og hlýju. King forsætisráðherra hefir haft stjórnarformensku í 21 ár, sem hann sagði langan tíma, en sig gleddi samt mikið, að and- stæðingar sem fylgismenn kveddu sig sem vin. Hinumegin járntjaldsins* Frá Júgóslavíu hafa fréttir verið að berast um að Tito mar- skálkur, stjórnari landsins hafi verið kærður af yfirráðanefnd Rússland, sem Cominform er kölluð og segja á peðríkjunum fyrir verkum. Af sögu yfirráðanefndar að dæma, hefir Tito gert sig sekan um margt. Hann á að hafa virt að vettugi boð og bönn þessarar nefndar, talað illa um kommún- ista og rússnesk yfirráð, og vera jafnvel lagður út á þann breiða veg, að þykja meira koma til við- skifta við vestrið en austrið. Ósætti þetta hefir gengið svo langt, að eftirlitsnefndin rúss- neska, hefir flutt frá Belgrad til Búkarest. Hvað ollir þessu? Það eitt að Tito er nú að sjá, að samvinnan við Rússa er hvorki eins hag- kvæm og frjáls eins og hann bjóst við. Hann sem var öllum kommúnistum ofsafengnari, er verið var að koma landinu undir stjórn Rússa, er nú búinn að fá nóg af því, og heimtar nú aftur meira sjálfstæði þjóð sinni til handa. En það er ekki laust sem skrattinn heldur, segir máltækið. Þjóð Júgóslavíu, sem stór hluti af er bændur, kann betur við að vera sér ráðandi og er all- æst orðin á móti þeim, sem með rauða derhúfu heimsækja þá ár- lega og mæla út ekrurnar, sem senda á uppskeruna af til Rúss- lands. Tito hefir og farið fram á að Balkin-ríkin, Búlgaría, Albanía og Júgóslavía myndi viðskifta- lega sambandsríki sín á meðal. Af því verður nú ekki, því hvor- ugt hinna fyrstnefndu ríkja þora það vegna Rússa. Ef af því hefði orðið, hefðu Tékkslóvakía, Pól- land og Eystrasaltsríkin heldur ekki lengi staðið utan þess sam- Dands. Rússar hafa og ávalt for- dæmt slíkt. Því var spáð, að Marshall-við- reisnar-tilraun Vestur-Evrópu, yrði öfundaraugum litin af peð- ríkjum Rússa, er tímar liðu. Að jað sýndi sig svona skjótt og raun hefir á orðið í Júgóslavíu. var alls ekki búist við. Stjórnar- farslega frelsið sem Tito fer nú fram á fyrir hönd lands síns, ligg- ur auðvitað í því, að ná í við- skifti við Vestur-Evrópu og mega góðs njóta af Marshall-á- ætluninni. Það er ekki um það að villast, að eitt stærsta og voldugasta peð- ríikð hefir risið upp móti yfir- gangi Rússa. Að Tito komi sínu fram, eru þó ekki miklar líkur til, því Rússar telja sigeiga land- ið og alt, sem þeir þurfi að gera sé að víkja Tito frá völdúm. Allir meðstjórnendur Titos, eru blóðmerktir landráðamenn, sem hann. Kommúnistar í Rússlandi og stjórnin eru að gera minna úr þessu en er, og telja það ekki óalgengt, að kommúnistar deili sín á milli. Það er alveg satt, að það hefir komið fyrir. Mál Trot- sky og Stalins var af því tæi. En hvað leiddi ekki af því? Tito er ráðríkur náungi. Hann er yfirmaður hers Júgóslavíu og forsætisráðherra landsins. Hann hefir í Júgóslavíu svipuð völd og Stalin í Rússlandi. Það er nú fyrst, er hann rekur sig á einræði Rússa í Júgóslavíu, sem hann virðist hafa vaknað til meðvitundar um að ekki sé alt með feldu við kommúnismann. En hættan er, að það sé um sein- an og hann og þjóðin gjaldi þar fyrri glópsku sinnar. Að ske kunni að Tito leggi mál sitt fyrir Sameinuðu þjóð- irnar, væri réttast, ef verða mætti að þær athuguðu það, en létu ekki undir koddahornið hjá sér, eins og flest önnur mál. Lokun vega til Berlín Frá Berlín voru fréttim-r 1— s. 1. mánudag, að fundarhöld milli fulltrúa fjögra stóru þjóð- anna þar, hefðu ekki borið neinn árangur. Marshall Sokolosky fulltrúi Rússa neitaði að gefa nokkrar upplýsingar um hvenær vegabannið yrði upp hafið. Er því nú ekki í annað hús að venda en Kremlin til að fá að vita þetta. Málið er með því komið í hendur fjögra stórherranna. Rússar kváðu ekki fjarri, að efna til slíks fundar. Þeir hafa.ýms mál að leggja fyrir vestlægu þjóðirnar. Er eitt þeirra, að fá þær til að hætta við að mynda þýzka stjórn í Vestur-Þýzkalandi. Bretum og Bandaríkjamönnum hefir tekist að flytja matvörur til Berlín flugleiðis betur en þeir gerðu ráð fyrir. 400 flugför á dag halda birgð- unum furðanlega við. Það er um vegabannið talað sem fyrir Rússum vaki með því, að koma vestlægu þjóðunum út úr Berlín. Það er auðvitað hin beina ástæða. En undir öllu býr fyrir Rússum eins og gert hefir, að halda öllu og taka alt sem þeir geta af Vestur-Evrópu. Ef þeir kæmu vestlægu þjóð- unum út úr Berlín, yrði þeim ekki ókleift að eiga við þær í Austurríki. En þær þykjast nú ekki ætla að hverfa úr Berlín, á hverju sem gangi. Þær eru þar með samningi fjögra stórherranna. Rússar eru með banni þessu að brjóta þann samning eins og þeir hafa gert alla eða flesta hina. Og ef að þeir halda að þeir séu að vinna að friði með því og þessu vegabanni, er hætt við að þess friðar megi lengi bíða. Það er því ekki hægt að segja, að síðustu fréttir frá Berlín boði neitt gott. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Hreyfimyndaleikkonan fræga, Carole Landis, fyrirfór sér í gær á heimili sínu í Hollywood, með því að drekka svefnlyf úr hófi fram. Hún var 29 ára, gift fjór- um sinnum, átti sjálf skrautlega höll, sem hún bjó í og fjáreign svo hundruðum þúsunda skiftir. Hún var dáð af miljónum hreyfi- mynda-húss gesta fyrir list sína og yndisþokka. í bréfi til móð- ur sinnar biður hún hana að fyr- itgefa sér, segist elska hana og fólk sitt öllu öðru meira, en það sem hún geri, sé sér óhjákvæmi- legt. Maður gæti hugsað eins og Kristján Fjallaskáld, að “aldrei yrði nornin (sorgin) svo fögru blómi reið”. En svona er það nú og við get- um aðeins spurt: “Hyer skilur það?” ★ Allra síðustu fréttir frá Brelín eru þær, að vestlægu þjóðirnar hafi sent rússnesku stjórninni skeyti og krefjist þess, að vega- bannið sé afnumið tafarlaust. Þá hafa Bretar náð í skjöl frá Rússum, er fyrirskipa að efna til byltingar í Berlín, með því að gera hlutina þar sem erf- ,iðasta fyrir lýðinn, hafa svo æsingafundi, vinna skemdarverk eins og að slíta rafleiðslur, efna til óeirða við lögreglu. Alt er þetta fyrirskipað stjórnendum Rússa í Berlín frá Moskva. Þó barsmíð og blóðsúthellingar kosti ef fyriskipað að horfa ekki í það. Þannig á að fara að því að ná Berlín. ★ Sunnudaginn 4. júlí, rákust tvö loftför á yfir lendingarstöðinni í Northold á Englandi; fórust 39 manns. Annað flugfarið var sænskur Skymaster, en hitt brezkt. Þetta skeði í rigningu og þoku er skipin voru að lenda. Á meðal farþegja munu flestir hafa verið af Norðurlöndum, því í brezka flugfarinu voru mjög fáir. ★ f Prag, höfuðborginni í Tékkó- slóvakíu, er sagt, að kröfuganga hafi farið fram í gær, er stúdent- ar stóðu fyrir og um 70 þúsund manns tóku þátt í, er mótmælti kommúnista stjórn landsins og bar í broddi fylkingar fána, er á var skrifað, að landið krefðist lýðræðisstjórnar eins og þeirrar er Mazaryk og Benes hefðu stofnað. Án þess væri ekki um neitt lýðræði að ræða. Guðrún Eggertsdóttir Borgfjörð Veglegt samsæti var haldið fyrir Guðrúnu Eggertsdóttir Borgfjörð frá Árborg, þann 25. júní hjá dóttir og tengdasyni hennar, Mr. og Mrs. S. O. Jónas- son, 370 Arlington St., hér í borg, í tilefni af 80 ára afmæli hennar. Voru þar um 60 manns að óska henni til lukku með daginn; tvær systur hennar voru viðstaddar. Mrs. Paul Reykdal og Mrs. Dýr- finna Elding, öll systkinabörn og vinir. Var henni afhent budda með peningum í. Guðrún Eggertdsóttir Borg- fjörð var fædd í Fróðhúsum í S. Sigmundson sem s. 1. þrjú ár hefir verið starfsmaður sem “operation man- ager” hjá B. C. E. R. flutninga- félaginu í Vancouver, hefir ver- ið skipaður vaija-forstjóri við rekstur félagsins um alt Lower Mainland kerfisins. Mr. Sig- mundson var á stríðsárunum Re- gional Transit Cnotroller og hlaut orðstír góðan fyrir starf sitt. Lögregla kommúnista réð ekki við neitt og varð kröfugangan því fram að fara. Þrír foringjar hennar er orð höfðu fyrir þeim sem í kröfugöngunni voru, haf3 þó síðan verið handteknir og munu úr umferð teknir héðan í frá. Kröfugangan stóð yfir í 5 klukkustundir. ★ Nýleg hækkun vöruverðs, hef- ir sprengt vísitöluna í Canada upp í 153.3. Þetta er svo að skilja að það sem kostaði þig $1.00 árin 1935—1939, kostar þig nú $1.53. ★ Á C.N.R. járnbrautinni vildi það óhapp til s. I. laugardags- morgun nokkrar mílur austur af Rivers, Manitoba, að vöruflutn- ingalest og farþegalest rákust á. Sem betur fer dóu engir, en f jöldi manna slasaðist; voru fimm af þeim frá Winnipeg. Á skrá hinna meiddu, er kona ein Mrs. E. Guð- mundson að nafni, 413 Hender- son High\yay; hlaut hún áverka Stafholstungum í Borgarfirði þ. 26. júní 1868. Voru foreldrar hennar Eggert Jónsson og Sig- ríður Jónsdóttir kona hans, bæði látin fyrir mörgum árum. Hún átti 9 systkini, 4 bræður, sem allir eru látnir: Guðjón, Jón, Árni og Halldór; 5 systur: Halla Lundal, látin; Helga Paulson, Vancouver, B. C.; Dýrfinna Eld- ing og Kristín Reykdal hér í bæ, og Sigríður Sigurðson, Swan River, Man. Guðrún kom til þessa lands árið 1888.og giftist Jóni Magnús- syni Borgfjörð, 16. desember 1889 og settust þau að í Árborg, Man., og búa þar enn. Þau eignuðust 10 börn, 9 eru á lífi, 4 dætur og 5 synir: Magn- úsína Helga Jónasson, Riverton, Man.; Sigríður Martha Kristján- son, Geraldton, Ont.; Dýrfinna Olson, Spokane, Washington; Lára Halldóra Jónasson, Winni- peg; Eggert Júlíus, Geraldton, Ont.; Árni Wilfred, Árborg; Guðni Edward, Winnipeg; Paul Valdimar og Magnús, heima. Þau eiga 23 barnabörn og 11 barnabarna börn. Guðrún var frábær dugnaðar og fremdar kona og yfirleitt sér- lega vel gefin. Hún var fórnfús og góð móðir og fyrirmynd á heimili sínu, sem hún stjórnar ennþá og vinnur að þrátt fyrir há- an aldur og alvarleg veiljindi. á höfði; mun hún vera íslenzk. 80 ára

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.