Heimskringla - 07.07.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.07.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. JÚLf 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA DR. JUR. RAGNAR LUNDBORG: Síðasta Grænlandsbók Jóns Dúasonar Réttarstaða Grænlands, ný- lendu Í9lands, 1." bd. og 1.— 4. hefti af 2. bindi. Nú á dögunum kom út byrjun- in af hinni nýju bók dr. jur. Jóns Dúasonar um Grænland. Er það mikið rit. Það, sem nú kom út, eru 766 blaðsíður, og af sam- hengingu má ráða, að ekki minna en helmingur bókarinnar sé enn óprentaður. Sá, sem þetta ritar, hefir áður við ýms tækifæri skrifað ritdóma um rit Jóns Dúasonar um Græn- land, m. a. í American Journal of International Law og i Archiv fúr Richts- und Wirtschaftsphil- osophie, einkum þó um doctors- ritgerð hans í Oslo 1928, “Grön- lands statsretslige Stilling i Middelalderen”. Sjálfur hafði eg áður aðeins lauslega gefið mig að athugun á réttarstöðu Grænlands í sambandi við önnur mál, og í líkingu við fleiri, er hreyft hafa þessu máli, var eg þeirrar skið- unar, að Grænland hefði verið konungslaust land, stofnað af fslendingum, en síðar sjálfstætt lýðveldi, unz það kom undir Nor- egskonung. En eftir að hafa lesið hina nefndu ritgerð Jóns Dúa- sonar og það, sem hann hefir síð- ar ritað um málið, og kynnt mér aðal-heimildarritin, sem hann vitnar í, álít eg það fullsannað mál, að Grænland hafi alla tíð, allt frá því,j að það byggðist, verið íslenzk nýlenda. Það stóð undir íslands lögum, og kom með móðurlandi sínu undir Nor- egskonung við gerð Gamla sátt- mála. Skoðunum mínum um þetta hefi eg haldið fram í riti mínu “íslands völkerrechliche Stellung”, er út kom 1934, og síðar var þýtt á íslenzku. í hinni nú útkomnu bók hefir Jón Dúason rannsakað málið mjög rækilega og af miklum lærdómi. Hann hefir rökstutt skoðun sína með sæg af tilvitn- unum í bækur og rit, er sýna hinn mikla fræðimannlega rannsókn- aráhuga hans. Hann heldur því fram, að fyrstu landnámsmenn Grænlands, sem komu frá íslandi voru í einum hóp undir sameig- inlegri stjórn. Er hópur sam- þegna, er fara með þjóðfélags- vald, nema þannig eigandalaust land, segir Jón Dúason, fylgir þegnskaparbandið við þjóðfél. (réttarsamfélagið, “lögin”) með, og þegar þegnar þessir hafa tek- ið sér bústað fyrir sig og eftir- komendurna og taka að fara með þjóðfélagavald “laga” sinna yfir hinu nýja landi, segir Jón Dúa- son, færast landsyfirráð réttar- samfélagsins eða “laganna” — (móðurlandsins) yfir hið nýja land, svo að það verður hluti af landssvæði (territorium) þess þjóðfélags eða “laga”, sem land- námsmennirnir eru í. Grænland tilheyrði einnig íslenzka réttar- svæðinu samkvæmt þeim lögum er svo kváðu á (sbr. upphafið á Úlf jótslögum), að ísland (ís- lenzk landsyfirráð) næðu til yztu sjónarvíddar frá landi. Meðal hinna ítarlegu sannana, sem Jón Dúason færir fyrir því, að Grænland hafi verið óaðskilj- anlegur hluti íslands, mætti auk þess nefna, að Grágás þekkir ekki Grænland sem sérstakt þjóðfélag, heldur aðeins sem hluti úr “várum lögum”. í þeirri lögbók er hvergi nokkurt orð, er bendi á grænlenzkan þegnarétt, en hún talar þó um enska menn, , færeyska menn (Færeyjar voru þá sérstakt þjóðfélag), sænska menn, norræna menn, o. s. frv. Lög íslands voru í gildi í Græn- landi, og þegar Grágás segir, að Grænland sé í “várum lögum”, er þar með sagt, segir höf., að Grænland og ísland höfðu sama lögþing, sömu lög, sama þegn- skap og sömu dómstóla. Og þegar í lögum er tilgreind vernd fyrir lífi útlendra manna innan hins íslenzka réttarsamfélags, eru upp taldar hinar erlendu þióðir. '5f* Grænlendingar eru þar ekki með. Enginn getur þó ímyndað sér þann möguleika, að Grænlend- ingar þeirra tíma, er voru ná- skyldir fslendingum, hafi einir allra þjóða verið réttlausir og hafi verið rétt-dræpir á íslandi, án þess að við lægi nokkur refs- ing. Þetta er sterk, óbein sönnun fyrir því, að Grænlendingar hafi verið íslenzkir þegnar. Græn- lenzkir dómar giltu á íslandi og það enda svo, að dómur á Græn- iandi gat vikið innlendum manni á íslandi úr íslenzka þjóðfélag- inu og svift hann öllum rétti og mannhelgi innan þess. Grágás og síðari lögbækur telja öll lönd fyrir austan ísland erlendis, — reiknað frá miðju hafi, en öll lönd og höf fyrir vestan íslands innanlands. í heimildum finnst ekki, að sekur íslendingur hafi komið til Grænlands eða nokkurs lands í vestri, né sekur Græn- lendingur til íslands. Auk þess má nefna, að á alþingi Grænlands finnst getið allra þeirra stofn- ana, sem voru sérkennandi fyr- ir íslenzkt dómsþing, en ekkert er bendi á lögþing. Við fornleif- arannsóknir hafa menn nú feng- ið á ný á þingstaðnum allt það, sem tilheyrir dómsþingi á ís- landi, en ekki fundið nokkur minnstu merki eftir lögþing. — Heit þau, sem Grænlendingar gáfu Noregskonungi á 13. öld, voru sama eðlis og þau, sem bændurnir á íslandi gáfu fram til vorsins 1262. Gamli sáttmáli gilti milli Noregskonungs og alls hins íslenzka réttarsamfélags, “várra laga”, þannig eo ipso fyrir Græn- land. í lögbókinni Jónsbók, er lögtekin var 1281, er talað um Grænland sem innanlands, og sérhvem möguleika fyrir því, að hið grænl'enzka alþing hafi verið lögþing afmáir Jónsbók með þvi að segja, að innan hennar réttar- svæðis sé lögþingið haldið við Öxará (á Þingvöllum) á þingstað réttum. Einungis eitt lögþing getur verið í sama réttarsamfé- lagi. Enginn konungur hefir heldur nokkru sinni látið hylla sig á Grænlandi. Hyllingin á ís- landi hefir þannig verið nægi- leg. Mér virðist,að ekki ætti leng- ur að leika nokkur vafi á réttar- stöðu Grænlands í fornöld. Það var íslenzk nýlenda, hluti úr hinu íslenzka réttarsvæði, “várum lög- um”. I þeim hluta af réttarstöðu Grænlands, sem út er komin, er Jón ekki kominn lengra en til síðari hluta miðaldanna. Það sem eg nú skrifa hér á eftir, eru mín- ar eigin ályktanir í Grænlands- málinu. Eftir minni skoðun, sem eg HOW YOU WILL BENEFIT BY READING the world's doily ncwspoper— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You will find yourself one of the best-informed persons in your community on world offoirs when you read this world-wide daily newspoper regulorly. You will gain fresh, new viewpoints, o fuller, richer understonding of todo/s vitol nows—PLUS help from its exclusive features on homemoking, educo* tion, business, theoter, music, rodio, sports. Subscribe now to this speciol ''get- 1 ocquointcd" offer —1 month for The Christian Science Publishing Society PB-5 One, Norwoy Street, Boston 15, Moss., U. S. A. Enclosed is $1, for which pleose send me The Christion I Science Monitor for one month. * • Nome--™.————————— Zone—. Stote- hefi margoft látið í ljósi við hin ýmislegustu tækifæri, var ísland samkvæmt Gamla sáttmála, einn- ig eftir sameininguna við Noreg og síðar Danmörku de jure full- valda og þjóðaréttarleg persóna. Að staða þess, er tímar liðu, varð í framkvæmd á annan veg, staf- aði af því, að beitt var ofbeldi. Ofbeldi getur aldrei skapað var- anlegan rétt. Island hélt alltaf fast við hina sjálfstæðu réttar- stöðu sína. Þar sem Grænland kom sem íslenzkt land með fs- landi í sambandið við Noreg og Danmörku, glataði ísland ekki sínum áður fengna rétti til Græn- lands. Það ætti að vera algjörlega ljóst mál. En enn kom ofbeldið með í leikinn. í hinum nýja sátt- mála, sem gerður var 1918 milli fslands og Danmerkur, var eng- inn fyrirvari settur um rétt fs- lands til Grænlands. En að ís- land hafði þó ekki þar með gleymt sínum gömlu landsyfir- ráðum yfir Grænlandi kom í ljós, er harðna tók í Grænlandsmál- inu fyrir nokkrum árum vegna þess, að Noregur gerði kröfu til Austur-Grænlands. Ágreiningn- um var stefnt fyrir fasta Al- þjóða-dómstólinn í Haag, sem með dómi upp kveðnum 1933 ó- gilti kröfu Noregs. Hann gerði það enn fremur satt og sannað. að þau landsyfirráð, sem í forn- öld voru stofnuð yfir Grænlandi hefðu aldrei glatazt (bls. 47 —48 í hinni opinberu útgáfu Græn- landsdómsins, Leyden 1933). Að vísu leit dómurinn í samræmi við samhljóða staðhæfingu beggja málsaðila svo á, að Grænland hefði verið sjálfstætt lýðveldi, sem gengið hefði undir Noreg, en hið sama hlýtur einnig að gilda viðvíkjandi landsyfirráðum yfir Grænlandi í eiginleika þess sem íslenzkrar nýlendu. Hvað gerði fsland eftir að Grænlands- málinu hafði verið skotið til Haags? Ekkert opinbert! En að Grænlandsmálið var alls ekki gleymt á fslandi má sjá á því, að þegar deilan milli Noregs og Danmerkur var hafin, bar fyr- verandi forsætisráðherra Jón Þorláksson fram tillögu til dags- skrár á Alþingi þess efnis, að þingið skoraði á landsstjórnina að gæta hagsmuna fslands í gangi málsins milli Danmerkur og Noregs. Hann hélt því fram, að ísland ætti bæði réttar og hagsmuna að gæta á Grænlandi. Eftir meðferð í þinginu var mál- ið lagt fyrir utanríkismálanefnd. Síðar samþykkti Alþingi þings- ályktunartillögu, þar sem skorað var á landsstjórnina að gæta máls staðar fslands í Haag. Er ekkert heyrðist um gang málsins, kom fram fyrirspurn á Alþingi til landsstjórnarinnar um, hvað gert hefði verið í málinu. Þessar fyr- irspurn var ekki svarað. Ef íslenzka stjórnin skyldi hér eftir taka upp samninga við Dan- mörku um Grænland eða réttar- stöðu íslendinga þar, er það eftir minni skoðun nauðsynlegt, aö ísland standi fast á sínum sögu- legu landsyfirráðum yfir Græn- landi. Það er fastur og öruggur grunnur til framdráttar málstað- ar íslands. Það er mögulegt, að við samninga á þeim grundvelli geti náðst samkomulag til gagns fyrir bæði ríkin. En án fyrirvara um sinn sögulega eignarétt til Grænlands má ísland ekki byrja neina samninga viðkomandi Grænlandi, því það mundi vera hægt að skoða slíkt sem sönnun fyrir því, að ísland hefði gefið Grænland upp og viðurkennt landsyfirráð Danmerkur yfir því. Hvernig dr. Jón muni hand- leika Grænlandsmálið í áfram- haldi bókar sinnar, er mér ó- kunnugt. Það skyldi þó undra mig, ef ekki einnig hann drægi sömu ályktanir og þær, sem eg hér á undan hefi gert um áfram- haldandi landsyfirráð yfir Græn- landi, fslandi til handa. Allt, sem hann hefir ritað um Grænlands málið, bendir á það. Með miki1’’ eftirvæntingu bíða menn þess, að þessu síðasta, umfangsmikla, og í vísindalegu tilliti, mjög full- komna verki hans verði loV:* BRÉF 1110 W. Pender St„ Vancouver, B. C. Hr. Stefán Einarsson: Mér þætti vænt um ef þú vildir vera svo góður að birta fáein orð frá mér viðvíkjandi íslendinga- dagshaldi hér x Vancouver. Eins og mörgum er þegar kunnugt, höfum við í Vancouver haldið þenna hátíðisdag með löndum vorum í Blaine, Belling- ham og Point Roberts í Banda- ríkjunum. HefiY það fyrirkomu- lag haft góðar afleiðingar fram að þessum tíma. Fólki hefir fjölgað með ári hverju. Það var ánægjulegt að líta yfir hópinn í Friðarboga listigarðinum á landa- mærum Canada og Bandaríkj- anna í fyrra sumar. f ár verður þetta sjöunda íslendingadagshá- tíð okkar á þeim fagra og indæla stað, sem laðar íslendinga til sín á þessum hátíðisdegi sem við eigum sjálf, og höfum í öll þessi ár sýnt þá ræktarsemi, hvar sem við lifum, að koma og heiðra þann dag með nærveru vorri, hvar sem hann hefir verið hald- inn. Nú til að gera fólki sem lifir í Vancouver og grendinni þægi- legra, og jafnvel byrlega að koma á sinn hátíðis dag, hefir nefndin í ár ráðið fólksflutningsbíla, sem leggja af stað frá bílastöð Van- couver borgar kl. 11.30 að morgni þess 25. þ. m. Frekari upplýsingar þessu og öðru viðkomandi deginum góð- fúslega veittar með að síma Os- car Howardson, FR5555, S. Ey- mundsson, PA3697. Með kærri þökk og beztu ósk- um. Þinn einlægur, S. Eymundsson SMÁVEGIS Málari hafði tekið að sér að mála íbúð og hóf vinnuna dag nokkurn kl. 9. Frúin í húsinu tók eftir því að maðurinn var vel vaxinn og eftir stutta stund stakk hún upp á því að hann “gerði verkfall’ og rabbaði held- ur svolítið við sig. Málarinn var fús á það. Þegar hann hafði ver- ið við vinnu sína stutta stund á ný kallaði frúin aftur á hann. Málarinn var enn fús á að slóra. — Þegar kl. sló tólf tók hann fram nestisbita sinn, settist nið- ur, leit með ánægju á mat sinn og tók til óspilltra málanna að gæða sér á honum. Þá benti frú- in honum aftur að koma og rabba við sig. — “Ónei, frú mín góð,” sagði hann ákveðinn í máli, “ekki í mínum tíma!” ★ Bóndinn fór á markað og tók með sér ungan son sinn. Dreng- urinn tók vel eftir öllu og hafði mikla ánægju af markaðsferð- inni. Að lokum snéri hann sér að föður sínum og sagði: Hversvegna er þessi maður að strjúka kýrnar og þukla á þeim? — Það gerir hann af því hann er að hugsa um að kaupa ein- hverja kúna. Hann vill ekki kaupa skepnuna nema hún sé í góðum holdum. Nokkrum dögum síðar, er þeir voru staddir heima á býli sínu, hrópaði drengurinn á pabba sínn í æsingi: — Flýttu þér, pabbi, flýttu þér. Bréfberinn ætlar að kaupa vinnu konuna okkar! ★ Stórkaupm. hafði þann sið að tala upp úr svefninum. Eina nótt heyrði konan hans hann segja: — Ó. Lísa. Um morguninn, þegar þau sátu til borðs spurði hún: — Hvaða Lísu varstu að tala um í nótt? Icelandic Canadian Club We have room in our Winter issue of The Icelandic Canadian Magazine for a number of photo- graphs for Our War Effort Dept. We are anxious to have a com- plete record of those, of Iceland- ic descent, ^jvho ^erved in the armed fdrces pí (Anada fflhd the United States. itindly send photographs if at all possible as snapshots do not make a clear newspaper cut. Information required: Full name and rank, full names of parents or guardians, date and place of birth, date of enlistment and discharge, place or places of service, medals and citations. There is no charge. Kindly send the photographs and information to: Miss Mattie Halldorson 213 Ruby St. Winnipeg, Man. Winnipeg, Man. — Lísu? — Jú — jú — það er veðhlaupahross, sem eg tapaði svolítilli upphæð á við veðreið- arnar í gær. Síðar um daginn, þegar hann kom heim til að borða miðdegis- verð, mælti kona hans: — Það er líka satt, Adolf, veð- hlaupahrossið Lísa hringdi upp í dag og vildi tala við þig í síma! Fyrsta kona við Suðurskautið Fyrsta konan, sem nokkuru sinni hefir stigið fæti á Suður- heimsskautslandið, er nýkomin aftur til Bandaríkjanna. Kona þessi heitir frú Edith Ronne, og er eiginkona Finns Ronne, er stjórnaði leiðangri þar syðra fyrir Bandaríkin á þessu og síðasta ári. Kona hans var ár þar syðra, þar sem hún aðstoðaði mann sinn við vísindastörf. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu SUMAR • Nú er tíminn til þess að gera ráðstafanir viðvíkjandi vinnu- krafti til uppskeru og þreskingar . . . og um peninga til að borga með nauðsynlegan kostnað þar til afurðirnar eru seldar. Peninga til þvílíkra þarfa má altaf fá hjá Royal Bank. % Talið við forstjóra útibús vors í yðar nágrenni viðvíkjandi þörfum yðar. Spyrjið hann einnig um lán til jarðabóta, og hvernig þeir peningar geti best verið notaðir til hagsmuna húsum og landi, yður sjálfum og fjölskyldu yðar. THE ROYAL BANK OF CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.