Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 1
Always ask for the— HOME-MADE "POTATO LOAF CANADA BREAD CO. LTD. II i Winnipeg Pbone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. #s#s»##s#s»s#-#s#s#s#s#s#^s#s#s»s#s#^*s##s#s»-#-#s#s#s#s# itiila. *^#^^#s#s* r###################«#A Always ask for the— HOME-MADE u POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. >#s#'*s»s»#>#^#s#s»#s#s##s»s#s»v#N»s#s##s»s»#'#s»s#s»s»^s»s> LXII. ÁRGAJNÍGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. JÚLf 1948 NÚMER 42. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Her kominn á ferðina f mánudags fréttunum stendur að Bretar séu að senda talsvert af herliði til Vestur-Þýzkalands til viðbótar því er var þar fyrir. Eitthvað af liðinu er og ætlast til að fari til Berlinar. Sir Brian Robertson, yfirmað- ur herstjórnar Breta í Berlin, var yfir síðustu helgi í London. Barst þá sagan um þetta út, en sannleikurinn er sá, að herlið hefir verið á leið til Meginlands Evrópu allan síðast liðinn mánuð frá Bretlandi. Nokkru áður en Sir Brian kom til Englands, hafði Rt. Hon. Ern- est Bevin, utanríkismálaritari skýrt ráðuneytinu frá ástandinu í Berlin og kvað það eins ilt og hægt væri að hugsa sér. Bretland, Bandaríkin og — Frakkland sendu Rússlandi skeyti s. 1. viku og kröfðust þess að vegabannið til Berlínar væri upphafið. En frá Kremlin höfðu þeir ekki fengið neitt svar s. 1. mánudagskvöld. Hvað mikið af nýju liði hefir verið sent til Vestur-Þýzkalands. segir ekki í fregninni. Að sameina heri Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands, er nú verið að íhuga af Lord Montgomery, yfirmanni brezka hersins. Því er af mörgum spáð, að Rússar muni ekki slaka á vega- banninu nema vestlægu þjóðirnar hætti við að mynda stjórn í Vest- ur-Þýzkalandi. Þeir vilja og ekk- ert hafa með nýja peninga sem gefnir hafa verið út í þeim hluta Berlínar og Þýzkalands, er vest- lægu þjóðirnar ráða yfir, vegna þess, að mun hærri eru, en í þeim hluta landsins, er Rússar ráða yfir. En þetta er afleiðnig hærra kaupgjalds þar og vöruverðs. Aðrir staðhæfa að þetta sé tóm viðbára. Fyrir Rússum vaki það eitt að koma vestlægu þjóðunum út úr Berlín og að borgin verði þeirra eign. Því hefir nú áður verið lýst yfir af vestlægu þjóðunum að þær fari ekki úr Berlín. Oghvaðbíður þá? Bretar hafa látið á sér heyra, að flutningar til Berlínar verði þá gerðir með vernd hervalds. Hvort sem með því er átt við ac taka Þýzkaland austur að Berlín. er ekki vitað með vsisu. En ef þarna er orðið meira en hárs- breidd frá byrjun þriðja stríðs- ins, verður eitthvað að breytast frá því sem nú er. Taka borgir af Aröbum Það er úti allur friður milli Araba og Israelsmanna. Síðast liðinn sunnudag hófst stríð að nýju í Israel, eða Pale- stínu, sem áður var. Tóku Gyð- ingar eftir svipstundu, en harðan bardaga tvær borgir af Aröbum, 13 mílur austur af Tel Aviv; heita borgirnar Lydda og Ram- bla. — Vildu Gyðingar ekki eiga Araba svo nærri Tel Aviv yfir höfði sér. Er þetta talinn einn af stærstu sigrum Gyðinga. Þeir tóku hundruðir Araba höndum en lýð- ur þessara borga flýði í áttina til Latrum, sem er nokkru aust- ar. Um leið og þessu fór fratn, hófu Egyptar sprengjuárás á Jerúsalem. Er það sögð fyrsta skothríð, sem sagan getur um i þessa borg. Með stjórn Bernadotte greifa eru allir óánægðir. Gyðingar segja sýslan hans til einskis og Rússar, eða Andrei A. Gromyko, ber honum á brýn, að hafa mis- notað vald sitt. Arabar eru held- ur ekki ánægðir með friðarkröf- ur hans. Er haldið að þessi full- trúi Sameinuðu þjóðanna verði þarna trauðla áfram. Wallace fer frá New Republic Henry A. Wallace, sem verið hefir ritstjóri New Republic, síð- an hann tapaði stöðunni hjá Tru- man forseta, sem fjármálaritari, kvað nú vera að leggja niður rit- stjórn hjá ritinu New Republic. Wallace er forsetaefni síns eigin flokks, þriðja flokksins sem talað er um við kosningarnar í Bandaríkjunum á komandi hausti. Er haldið að útgefendur New Republic hafi ekki að öllu leyti geð*jast að skoðunum Wallace og sé hikandi við að halda lengra út í stjórnmálin með honum. Að þessu afstöðnu þykir eins líklegt að New Republic muni snúa sér að demokrata flokkin- um. Kosning í Norður Koreu Nýju stjórnarskipunina, sem Rússar hafa komið á fót í Norður- Koreu, á að staðfesta með al- mennri atkvæðagreiðslu 25. á- gúst. Rússar voru þarna, sem annars staðar ófáanlegir til að veita íbúum þessa hluta landsins rétt til að velja sér það stjórn- skipulag, sem þeir sjálfir æsktu ( eins og Bandaríkjamenn gerðu í Suður-Koreu og sem nú er sjálf- stætt lýðríki. Það er altaf sama sagan hjá kommúnistum. Mestu vonbrigðin Á ferðum sínum um Banda- ríkin, hefir Truman forseti sagt margt um utanríkismál stjórnar sinnar. í einni ræðu sinni, deildi hann harðlega á Rússland og sagði, að hin óvinsamlega stefna, sem Rússland íiefði nú tekið gagnvart bandamönnum sínum, væri mestu vonbrigðin, sem mannkynið heíði orðið íyrir eit- ir stríðið. Forsetinn benti á, hvað Banda- ríkin hefðu gert til þess að sýna friðarvilja sinn. Þau hefðu af- vopnað hinn öfluga her sinn, öf 1- ugasta herinn sem nokkru sinni hefði verið til. Þau hefðu boðist til að afsala sér kjarnorku sprengjunni, ef aðrar þjóðir vildu áður fallast á alþjóða eftirlit því til tryggingar að kjarnorku- sprengjur yrðu ekki framleiddar annars staðar og þau hefðu þegar lagt fram þúsundir miljóna í dollurum öðrum þjóðum til við- reisnar. Truman sagði að Rússar hefðu einnig haft næg tækifæri til þess að sýna og sanna friðarhug sinn, en ekki gert það, og enn hefðu þeir tækifæri til þess, en þá yrðu þeir að hætta að beita ofbeldi við aðrar þjóðir og halda sér frá öllum innanlandsmálum þeirra og þeir yrðu ennfremur að hætta að ala á sundurlundi og f jandskap þjóða í milli. Truman kvaðst ekki mundi fallast á neina tvívelda-ráðstefnu Bandaríkjanna og Rússlands um deilumálin, því að þau snertu fleiri lönd. Ágreiningurinn væri ekki aðeins milli Rússlands og Bandaríkjanna, heldur milli Rússlands og hér um bil alls heimsins. ^3IItlUIMItlC3llllIIHIIME3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIICaillllllllllIC3IIIIIIIIIIIIE3HHIIIiIillC3llllllllllllC3llllllllllllClllllllllllllC3ltllllltllllCailUllllllllC31ir'^ I Til kaupenda | I ^eímáfennglu og JLögbergð | Útgefendur íslenzku vikublaðanna, Heimskringlu og Lögbergs, viðurkenna að þeir séu í þakklætisskuld við þá sem hjálpað haia til að gera það mögulegt að þau séu send vikulega til kaupenda hér í álíu og til íslands; í þakklætis- skuld við þá sem sent haia ljóð, skemtilegar og iróðlegar ritgerðir, og ekki sízt iréttabréí irá bygðum Islendinga hér. Þessi iréttabréi eru einisviðurinn í brúnni sem blöðin haía bygt milli bygðanna. Útgeíendurnir íinna til þess að þeir eru í þakklætis- skuld við kaupendur blaðanna sem borga þau og hjálpa til að útbreiða þau. Án þeirrar hjálpar væri alls ekki hægt að geia þau út. VINNUR SÉR MIKINN NÁMSFRAMA Eins og allirkaupendur blaðanna vita, þá er verðbólga hér mikil og mest alt sem íólk kaupir er nú irá Vá til V2 hærra í verði. Útgáíukostnaður blaðanná heiir hækkað að sama skapi, og útgáía þeirra heíir verið stórkostlegt tap til útgeíenda síðast liðna 12—14 mánuði, og heiði verið það svo árum skiíti ei ekki heíði komið drengileg hjálp írá stjórn íslands. Útgeíendur beggja blaðanna haía hait marga samtals- íundi um þetta síðastliðið ár. Þeir viðurkendu allir og vissu að verð blaðanna yrði að hækka að miklum mun eí inntektir ættu að jainast á við útgjöld, því $5.00 kaupgeta nú hrekkur ekki lengra en $3.00 áður. En þeir vissu líka og viðurkendu að margir kaupendur blaðanna heíðu ekki úr miklu að moða, og væri það ílest gamalt iólk og það væri einmitt þeir kaupendur sem blöðin vildu síst missa. var þvi airáðið að hækka ekki verð blaðanna að svo stöddu. En til að minka að nokkru útgáíukostnaðinn var airáðið að annað hvert blað, eítir miðjan ágúst verði aðeins íjórar síður, en aðra hverja viku átta síður eins og að undaniórnu, og þessu sé svo hagað til að þá vikuna sem Lögberg sé íjórar síður, sé Heimskringla átta, og vikuna sem Heims- kringla er 4 sé Lögberg 8, umgetningar og iréttir, en end- urprentun takmörkuð í íjögra blaðsíðu blöðunum, og sagan aðeins hálí blaðsíða, en í átta blaðsíðu blaðinu, sé sagan heil síða og endurprentun eins og heiir verið. Það eru margir sem kaupa og lesa bæði blöðin og með þessu íyrir- komulagi iá þeir 12 blaðsíður vikulega. Þessi sparnaður er ekki nægilegur til þess að inntektir og útgjöld mætist, og biðja því útgeíendur beggja blað- anna velunnendur þeirra og kaupendur að hlaupa undir bagga og hjálpa til með því að borga ei þeir skulda, og með því að reyna að útvega nýja kaupendur. E{ þetta hepnast þari ekki að hækka verð þeirra. Ei það hepnast ekki verður verðhækkun, að koma seinna. Góðir Islendingar hjálpið íslenzku blöðunum ykkar — bestu vinunum sem íslendingar eiga hér í áliu. Sveinn Thorvaldson, iorseti VIKING PRESS CO. LTD., Steíán Einarsson, ritstj. Hkr. Dr. P. H. T. Thorlakson, íorseti COLUMBIA PRESS LTD., Einar P. Jónsson, ritstj. Lögb. •>mcai......iifuc3iHiiiiiittic3itiiin.....cmi.........caintt.......ca......1.....ciim.....inn......iiiiiiejiiiiiiiiiiiieiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiu........wic* Einar I. Siggeirsson Margir íslenzkir stúdentar heiman um haf, sem stundað hafa nám á ameriskum háskólum und- anfarin ár hafa getið sér ágætt orð, og með þeim hætti orðið landi sínu og þjóð til sæmdar á erléhdum vettvangi. Framarlega í þeim hópi stendur Einar I. Sig- geirsson, en hann hefir nýlokið prófi með miklu lofi á Landbún- aðarháskólanum (State Agri- cultural College) í Fargo, Norð Dakota. Einar er sunnlenzkur að ætt, fæddur 26. ágúst 1921 í Smiðs- húsum á Eyrarbakka, sonur Siggeirs Bjarnasonar og konu hans Guðrúnar Guðjónsdóttur. Framan af árum vann hann við [ | ýms störf til sjós og lands. Stund aði síðan bóklegt og verklegt nám við Landbúnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal og útskrifað- ist þaðan með fyrstu einkunn 1938. Þvínæst var hann við verk- legt nám í hálft annað ár við til- raunastöðina á Sámsstöðum í Fljótshlíð og árið 1940 hélt hann áfram verklegu námi við Garð- yrkjustöðina á Reykjum í Mos- fellssveit. Starfaði síðan við Garðyrkju Reykjavíkurbæjar. Sumarið 1944 fór Einar til Bandaríkjanna og hóf nám við Landbúnaðar háskóla Norður Dakota-ríkis í Fargo. Útskrifað- ist þaðan 7. júní í ár með Bach- lor of Science-prófi í Landbún- aðarvísindum, með sérgrein í ræktunarfræði, og hlaut við vor- prófin ágætiseinkun í öllum námsgreinum. Samhliða bóklega náminu stundaði hann á sumrin verklegt nám við Tilraunastöð N. Dak.- ríkis í Fargo og Langdon. Ferð- aðist ennfremur um Vestur-Can- ada sumarið 1946, til að kynnast kanadiskum landbúnaði, meðal annars við fylkisháskólana í Saskatchewan og Manitoba. Á Landbúnaðarháskólanum — hlaut Einar eftirfarandi verð- laun: jarðræktargullbikarinn fyrir nám í ræktunarfræði og Norður Daktoa fjármannsstaf- inn fyrir nám í sauðfjárrækt. Einnig vann hann fyrstu verð- laun og $50.00 í ritgerðarsam- keppni, sem efnt var til af hálfu háskólans, en 700 stúdentar voru þátttakendur. Ennfremur var hann kjörinn félagsmaður í "Alpha Zeta Honorary Fratern- ity" í landbúnaði, en sá heiður fellur aðeins í hlut framúrskar- andi námsmönnum. Hann var í stjórn Náttúrufræðifélags há- skólans 1947 — 48 og í fram- kvæmdarnefnd Landbúnaðarsýn- ingar skólans 1948. Hann stund- ar nú framhaldsnám á háskólan- um með það fyrir augum að ljúka meistaraprófi í landbúnaðarfræð- um og hefir verið settur aðstoðar grasafræðingur við tilraunastöð ríkisins í sambandi við skólann. Einar Siggeirsson á því auð- sjáanlega yfir óvenjulega glæsi- legan námsferil að líta, og að því skapi aðdáunarverðari, þegar í minni er borið, að hann hefir stöðugt orðið að vinna fyrir sér jafnframt námi sínu, enda hefir hann stundað það af slíkri kost- gæfni og dugnaði, að til fyrir- myndar má teljast. Hefir hann einnig unnið sér vináttu og virð- ingu kennara sinna og námsfé- laga og annara, sem hafa kynnst honum. Má því fyllilega ætla, að íslenzkur landbúnaður eignist hinn nýtasta og ágætasta starfs- mann þar sem Einar er, þegar hann, að loknu námi, heldur aftur til ættlandsins, enda hefir hann fullan áhuga á því að helga ættjörðinni starfskrafta sína og láta hana njóta ávaxtanna af víðtæku bóklegu og verklegu námi sínu. Vinir hans og vel- unnarar fagna yfir unnum sigr- um hans og óska honum fram- haldandi brautargengis í námi og starfi. RichardBeck gasi hafa tekið inn, að þeir finni það ekki, en það eru margir til, sem muninn finna." Verkfall enn yfirvofandi Verkfall járnbrautaþjóna í Canada vofir enn yfir. Þó sátta- tilraunir séu búnar að standa yfir í nokkrar vikur, situr alt að mestu við það sama. Máli þessu átti að vera lokið um hádegi í dag (miðvikudag). En því fer fjarri að svo sé. Hefir tíminn verið framlengdur til mið- nættis. Það mesta sem Mitchell verka- málaráðherra Ottawa-stjórnar bauð stjórnarþjónum, var 15^/2 cents, en þeir fóru fram á 28 cents. Frank Hall, svaramaður stjórn- arþjóna, sagði farmfærslu kostn- að hafa aukist síðan 1946, um 23.4 cents. En hann sagði að kaup- hækkun sú, sem krafist er sé ekki nauðsynlega bundin við þao. Ef af verkfalli verður út af þeim centum sem á milli ber, stöðvast allar járnbrautalestir í Canada og rafskeytasendingar. Það gæti eyðilagt kynstrin öll af vöru, sem ilt er að geyma. Flugleiðir halda áfram með Transcontinental Airways. Fylkið tekur raforkuna í bréfi sem Garson stjórnar- formaður Manitoba skrifaði Coulter borgarstjóra í gær, er tekið fram, að fylkisstjórnin ætli sér að taka orkuleiðsluna í sínar hendur og sameina önnur orkufél. hér fylkiskerfinu, City Hydro, sem annara. Stjórnarformaður segir bráðan bug verða undin að þessu. KVÆÐI Blaðið "Economist" á Eng landi segir: "Þar sem lækningar í Bretlandi eru nú reknar sem þjóðeigna fyrirtæki, verður öll um tannlæknum greitt jafnhátt kaup; tannlæknir, sem borar í gegnum tennur niður í kviku kvalalaust, fær ekkert meira kaup en sá sem ætlar mann lif- andi að drepa við það. Þetta ger- ir þeim ef til vill lítið mein, sem svo stóran skamt af sósíalistisku Kveðið til Hólmfríðar Daniel- son, er"4iún hélt fyrirlestur um "fsland í Ljóma Minninganna" í Vancouver 25. júní s. 1. Hólmfríður við þökkum þér þína komu vestur. fslendinga ertu hér, allra besti gestur. Kletta fjöllin magna mér minninganna ljóma, eins og væri fsland hér endurfætt í blóma. Þó að "Fraser" rísi ramt, rændi björg og setri. Ströndin okkar er nú samt öllum fylkjum betri. Hún þér fagnar frjáls á brún, fulltrúanum slýnga sem að dregur hátt að hún heiður fslendinga. Furðu margbreytt framtíð nú fyrir dyrum stendur. Henni þurfa að byggja brú bæði vit og hendur. Nú þarf skilnings næman þrótt nýja þroska vegji, svo' við getum frjálst og fljótt fagnað morgum degi. Taki allir — tíð er naum — trú á mátt þess góða, svo að myndi megin straum menning allra þjóða. íslendingar eiga sér ótal gáfna lindir. En þá hefur tafið, því er ver þroskaleysis syndir. Kæra frú í konungssjá, kostum Freyju nærðu, ef það besta er fsland á, alheims menning færðu. Réttu mjúka móður hönd ' margri gáfu í dróma, sem að brýtur bát við strönd böls og hleypidóma. Af því mest þú unnir því íslenzk mál að kanna. Þú að,lokum lendir í ljóma minninganna. /. S. Frá Kaldbak i.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.