Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1948 Út júní-hefti Popular Mechanics Sjónaukinn á Palomar-fjalli Lausleg þýðing eftir Árna S. Mýrdal Tvö hundruð þumlunga stjörnusjónaukinn á Palomar- fjalli er nú fullgjör, svo maður- inn getur nú skyggnzt þúsunc miljón ljósára vegalengd út geiminn — tvisvar sinnum lengra en nokkur stjörnufræðingur hef- ir áður séð. Eitthvert kvöldið snemma júní, mun vísindamaður klífa upp í smáhylki nokkurt fyrir ofan þetta jötunauga, til þess að undirbúa sjónaukann til notk- unar. Hann staldrar við og lítur snöggvast niður í hinn opna efri hluta fótpallsins, þar sem ljós- geislinn frá stóra holspeglinum mjókkar í brennipunkt. Það er endurskin frá ofurlitlum hluta himinsins fyrir ofan hann, mjög bjart, sökum hins afarstóra hol spegils, sem endurkastinu veld ur. Það liggur fyrst fyrir höndum að sjá um, að efsti hluti fótpalls- ins, þar sem myndin verður tekin á ljósmyndaplötuna, sé nákvæm- lega í brennidepli. Því næst hreyfir hann smásjá, sem fest er við fótpallinn, þar til hún stefn- ir beint á hagkvæmilega bjarta stjörnu, er hann notar sér til leiðbeiningar meðan á myndtök- unni stendur. í nokkur augna- blik gætir hann að því, hvort hin lýstu krosshár smásjáarinnar stefni beint á stjörnuna, svo hann geti ákveðið með vissu, hvort hreyfing sjónaukans er nákvæm- lega rétt, og sé hún það ekki, þrýstir hann fingri á þar tilgerð tæki og lagfærir afvikið, hversu mikið eða lítið sem það kann að vera. Að lyktum kemur hann fyrir ljósmyndaplötu-geyminum og dregur rennilokið frá. Næstu klukkustundina, ef myndtakan á að standa yfir það lengi, situr hann við smásjána og starblínir á stjörnuna, sem segir honum til, hvort alt er eins og það á að vera ; hann sér stjörnuna blika og dansa til og frá. Geislun, samfara öðru gufuhvolfslegu ásigkomu- lagi, orsakar þessar hreyfingar stjörnuljósins, og stjarnfræðing- urinn leitast við, meðan á mynd- tökunni stendur, að draga úr þessari hreyfingu eins mikið og auðið verður, með því að snúa handhúnum, er hreyft geta smá- sjána og ljósmyndaplötuna svo ekki muni meir en einum þús- undasta úr þumlungi. Meðan á þessu stendur, tekur eflaust annar stjörnufræðingur á Mt. Wilson, 90 mílur i norðvest- ur, samstæða ljósmynd af sama hluta himinsins. Það verður afarmerkilegt, að bera saman þessar tvær myndir; önnur tekin með hundrað þuml- unga sjónauka, sem, þar til nú, var sá stærsti í heimi, en hin með tvö hundruð þumlunga firðsjá af sömu gerð. Þótt að mynd, sem er aðeins eina klukkustund í tök- unni, sýni ekki firðartakmörk sjónaukans, ættu að sjást á Pal- omar-myndinni stjörnur, sem eru aðeins hálft eða einn fjórða eins bjartar og daufustu stjörnurnar á Mt. Wilson ljósmyndinni. Þegar ljósi er breytt í f jarlægð nær Mt. Wilson-sjónaukinn fimm hundruð miljón ljósár út í geiminn. Palomar-sjónaukinn ætti að draga tvisvar sinnum lengra, og rúmtak geimsins, sem opnast nú til rannsóknar, verður átta sinnum víðtækara en áður. Með víðsýni þessu og dráttar- magni, ætti stjörnufræðingum að verða mögulegt, að framleiða ljósmyndir, er sannað geta eða ósannað ýmsar fræðikenningar um geiminn og hluti þá, sem í honum eru. Er færsla að rauða litnum í litrófi fjarlægra stjörnu þoka og vetrarbrauta sönnunar- merki þess, að alheimurinn sé að víkka? Sé sú ályktun rétt, skip- ast þá stjörnuþokurnar eins þétt og jafnt í útjöðrum geimsins og þær virðast að skipast nær oss? Með aðstoð nýja sjónaukans, ætti stjörnufræðingum að takast að Símar Þegar þá einhverjum... Talsíma þjónar eru nú aðeins æfðir með tak- mörkuðum tölu fýölda. Svo þegar þú símar, nefndu NÚMER þess, er skrifaður er fyrir símanum, EN EKKI NAFN. Með því ertu að greiða fyrir símaþjónunum og flýta fyrir síma- afgreiðslu í þínu bygðarlagi. mnnnoBn TELEPHonE SHSTim 1—48 kanna það víðáttumikinn hluta geimsins, að geta talist að vera nokkurn veginn meðalsýnishorn alheimsins. stjörnurnar? Mestmegnis af vatnsefni, að því, er vér bezt vit- um, en það er ekki vitað, hvort vetni og öðrum frumefnum er jafnskiftilega úthlutað meðal hinna ýmsu stjarna, jafnvel þó Af hvaða efnum samanstanda hið eðlisfræðilega ásigkomulag þeirra sé mjög frábrigðilegt. Þar sem að nú verður æfinlega hæg- urinn hjá að breikka litróf fjar- lægra stjarna, svo að ljósbands- línurnar verði gleggri og þeim mum betur fallnar tii rannsókn- ar, kann Palomar-firðsjáin því að auka þekking vora að miklum mun. Þessi aukna þekking á hinn bóginn kann og að geta skorið úr tveimur grundvallarskoðunar- málum — uppsprettu stjarnlegr- ar orku og uppruna frumefna- anna. Og hvað er um Marz? Þótt Pal- omar-firðsjáin sé aðallega ætluð til fjarlægðarrannsókna, verð ur hún óefað notuð öðru hverju til þess að ljósmynda eitt og ann að í voru eigin sólkerfi. Flestar ljósmyndir af Marz, sem til þessa hafa teknar verið, eru þeirrar tegundar, sem lengi er verið að taka, og eru því óhjákvæmilega daufar. Engin þeirra hefir leitt í Ijós nokkurt skurðakerfi, er líkist, að lögun eða skýrleika, því vélfræðilega völundarsmíði, sem ýmsir hafa skýrt frá, og þeim hefir virst að þeir sæi. Með þessum risaholspegli verður tæknilega mögulegt að taka kvikmyndir af Marz með venjulegum hraða, og eiga í vænd um, að ein mynd af þúsund, eða þar um bil, hafi tekist á því augnabliki sem gufuhvolfið var alveg laust við blik og tindrun. Ein skýr mynd ætti að geta leyst úr spurningunni: hvort þessir svonefndu skurðir séu í raun og veru annað en hugarburður einn. Komi þeir nokkurn tíma fram á sjónarsviðið á ljósmynd af Marz verður það öflugur vitnisburður þess, að skynsamar verur lifi á jarðstjörnunni eða hafi lifað þar áður á tímum. Einhverja nóttina, þegar fullt og bjart tungl spillir góðu ásig- komulagi til að taka ljósmynd af fjarlægum stjörnum, má vænta þess, að fyllstu stærðar ljósmynd verði tekin af fylgihnetti jarð- arinnar. Þótt holspegill nýja sjónaukans sé stór, er sjónar- svið hans svo takmarkað, að nauð synlegt verður að taka fimm eða fleiri myndir og skeyta þær sam- an, svo að alt tunglið sjáist á myndinni. Stærð hinnar samskeyttu myndar verður fjögur fet og sjö þumlungar í þvermál, er jafnast að stærð við tunglið, séð í fimm hundruð mílna fjarlægð. Með gætilegri stækkun, verður auð- gert að sýna tunglið eins og það væri að sjá í minna en hundrað rnílna fjarlægð frá jörðu. Nýi Palomar-sjónaukinn ert Á þessum stað verður myndin fimm sinnum stærri en á frum- brennideplinum, en ljósmagnið er þar miklu minna. Cassagrain brennidepillinn verður einvörð- ungu notaður við litsjáarrann- sóknir — við að rannsaka frum- efnin, sem stjörnurnar saman- standa af. í þriðja sjónaukakerfinu eru spsglar, sem kasta ljósi frá stóra speglinum inn í herbergi, þar sem hitastigið er ávalt hið sama; þar verða ljóssjáarrannsóknir gerðar. Kerfi þetta nefnist Coude brennidepillinn; það framleiðir stórar en dauiar ljósmyndir. Alls verða átta speglar, sem komið verður fyrir í pípu og stalloki sjónaukans. Hver og einn hinna sjö hjálparspegla er stór; tveir þeirra, sem notaðir eru í Coude-kerfinu, eru til dæm- is 48 og 36 þumlungar þvermáls. Lítil jafnvætti eru fest á bakvið hjálparspeglana, til þess að aftra því, að brennidepillinn skekkist, þegar speglarnir eru hreyfðir. Sjálfur tvö hundruð þumlunga spegillinn er jafnvættaður á sama hátt. Án þessa fyrirkomu- lags, myndi sautján feta glerhol- spegillinn síga og svigna, þegar hann væri hreyfður í eina eður aðra áttina. Væri stóra speglin- um haldið uppi á glerkringlu- röndinni einni, myndi til dæmis miðja hans síga einn fimta úr þúsundasta hluta þumlungs, sem er afarmikið í ljósfræðilegum skilningi, og-er um þúsund sinn- um meira en skekkan má fram- ast vera. Hver hjálparspegill hefir og aukajafnvætti, er vegur upp á móti þunga hans og hamlar því, að línusetning sjónaukans rask- ist eða jafnvægi hans fari úr lagi, þegar hjálparspeglinum er sveifl- að á sinn stað eða þangað, sem hann er ekki fyrir, með trönu og hreyfli, sem til þess eru ætluð. Frá vélfræðilegu sjónarmiði, er sjónauki þessi hér um bil eins fullkomið verkfæri og vísindi og vélfræðilegkunnátta geta fram- leitt. Þrátt fyrir hinn afskaplega þunga, er hann þannig úr garði gerður, að þegar hann er látinn fylgja gangi einhverrar stjörnu, er hreyfingin svo liðug og laus við titring, að ekki verður nokk- urrar sveigju vart, er valdið geti ljósfræðilegs afviks eða galla. Sjónaukagrindin, spegillinn og frumbrennidepilsbúrið vega hundrað og fjörutíu smálestir. Bákni þessu má og snúa eftir vild frá pólstjörnu stefnu nær- hæfis til suður-sjóndeildar- hringsins án nokkurrar skekk- ingar af völdum þyngdaraflsins. Þeir hlutar sjónaukans, sem hreyfast, vega um fimm hundr- uð smálestir (tons). Það má segja að þungi þessi fljóti á afarþunn- um olíuhimnum, er gera hreyf- inguna jafnari og liðugri en beztu stálkúlu — eða völtrutæki. Skrúfugangshjólin sem eru f jórt- án fet í þvermál, voru fullgerð í sérstakri vinnustofu, er stendur, í háskólagarði California Insti-! einkar fjölhæft verkfæri. Hann| tute 0f Technology, og er þannig úr garði gerð, að hitastigi henn- er í raun og veru þrír sjónaukar í einum, eða verður þegar búið ar má stjórna eftir vild. Bilinu er að koma fyrir öllum hjálpar- frá einni tönn til annarar j hjöl. speglunum. Frumbrennidepill sjónaukans er punktur, langt fyrir ofan hol- spegilinn, þar sem endurkast stjörnuljósins kemur nákvæm- lega í brennipunkt. Frá þeim stað kemur mjög sterk birta, sem notuð verður þegar taka á ljós- um þessum skeikar heldur minna að réttu máli en einum tíu-þús- j undasta úr þumlungi. Jafnvel tækin, sem ásendar sjónaukansj leika í, eru búnir til úr sérstak- j lega hertu tólstáli, því til trygg-j ingar, að allar hreyfingar firð-' sjáarinnar haldist jafnar og lið voru ekki nógu góðar. Svo að núningsmótstöðunnar gæti sem minnst, voru allir þeir hlutar sjónaukans, er snúast saman, fág- aðir með sömu nákvæmni og með sömu tækjum er beitt var við fægingu sjálfra speglanna. Öll þessi viðleitni, að smíða gallalausann sjónauka, kæmi fyrir ekki, ef mismunandi hita- stig í hvolfþaki stjörnuturnsins hefði sjónfræðileg áhrif á kíkir- inn. Hjá þessu er sneitt með vandvirknislegri varúð. Fyrst er mynd í skyndi. Ljósmyndir af| ugar. Venjulegar smiðisaðferðir j stjörnum, sem teknar eru á frum- brennideplinum, eru sérstaklega vel fallnar til að vera stækkaðar mörgum sinnum eða vera rann- sakaðar í smásjá. Þar næst er Cassegrain-brenni- depillinn beint fyrir neðan miðju sjálfs stóra holspegilsins. Tvö hundruð þumlunga spegillinn kastar Ijósi upp á við á breið- bogamyndaðann holspegil, er sveiflast á réttan stað og beinir ljósinu aftur niður á við í gegn- um pípu í miðju stóra spegilsins. ÍSLENDINGADAGURINN AÐ GIMLI 2. ÁGÚST íslendingadags hátíðin fer í hönd, þessi árlega og vinsæla þjóðhátíð okkar fslendinga vest- an hafs. Það verður vandað til þessarar hátíðar, sem undanfarin ár og á hverju ári reynt að gjöra eitthvað betur og bæta það sem ábótavant er. Þar munu margir koma til að gleðja sig og gleðjast með öðrum. Þar verður gaman að vera. Að þessu sinni mun eg ekki greina frá öllu sem fer fram til skemtunar að deginum, því eg hefi svo margt að minnast á, svo framhald verður að vera í næsta blaði. Það, sem eg vil sérstaklega vekja athygli á, er ferðin fram og til baka frá Winnipeg og Gimli. Far með járnbrautarlest er $1.75 fram og tilbaka. Galllinn við járnbrautarfar er, að enginn getur verið lengur en til klukkan rúmlega sjö að kvöldinu og miss- ir því bæði af kvöldsöngnum og dansinum. Til þess að ráða bót á þessu og gefa fólki tækifæri að fara þegar í listir að kveldinu, hefir nefndin verið svo heppin að geta útvegað busses, sem tek- ur fólkið á vissum stöðum í bæn- um á Sargent og Ellis, og fer með það aftur til sama staðar að kvöldinu. Kris Halldórson sér um flutning fólksins þannig frá Gimli og Winnipeg á íslendinga- daginn. Fargjaldið á þessum busses er $2.10 fyrir manninn, sem er að- eins 20 centum meira en með lest, þegar reiknað er farið niður á járnbrautarstöðina. Hygg eg þeir, sem langa til að dvelja fram eftir kveldinu og njóta skemtun- arinnar til enda, láti sig ekki muna um það. En, takið eftir. Þeir sem fara með bussi, verða að kaupa að- göngumiða í skemtigarðinn á Gimli um leið og þeir kaupa far- miðana, er það gjört til þess að nefndin geti vitað með vissu hve margir fara með bussi, svo hún geti haft nægilega mörg eftir þörfum. Er það líka betra fyrir fólkið sjálft, því þá er enginn hætta að aðrir komi og taki sæti þess. Það verður engum leyft í buss, fram yfir það sem sætin leyfa. Önnur breyting, sem nefndin hefir gjört er í sambandi við innganginn í skemtigarðinn. Áður hefir aðgangur verið seldur á 35 cent í garðinn fyrir full- orðna en 10 cent fyrir börn innan tólf ára. Nú verður aðgangur í garðinn seldur á .50 cent fyrir fullorðna, en börn innan tólf ára aldurs fá frían aðgang. Veit eg þessu muni vel tekið, því þar sem mörg börn eru í familíu léttir það talsvert á þeim fátækari að börn- in fá frían aðgang og frían borða í skemtigarðinn á Gimli. Athugið þetta vel og takið eft- ir lókal í blöðunum um bussin, hvar þau stoppa á Sargent og Ellice Ave. Aðgöngumiðar á bussin og skemtigarðinn eru til sölu nú þegar í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave. og The Electrician að 685 Sargent Ave. Hljómsveit góð spilar að þessu sinni á íslendingadaginn. Auk þess verður góður söngur, góðir ræðumenn og margt fleira, sem getið verður nánar um í næsta blaði. D. B. það, að hlerum hvolfþaksins er lokað um dagsbirtutímann. — Hvolfþakið er tvöfalt, með fjögra feta bili í milli, og ein- angrað með alúmínum-þynnum. Heita. loftið milli innra og ytra þaksins, hefir útrás um op í hvirfli hvolþaksins. Þegar dimma tekur af nóttu, fyllir loftræsing- artæki millibil þetta með svölu næturlofti. Laust eftir sólsetur eru hlerar hvolþaksins dregnir frá, svo að sá litli munur, sem er á hitastiginu úti og hitastiginu fyrir innan, geti komist í jafnvægi á næstu klukkustundinni. Ljósum hvolf- þaksins er komið fyrir í einangr- uðum kompum, til þess að koma í veg fyrir hitaútgeislun frá lömpunum, jafnvel þótt ljósin, séu aldrei notuð þegar sjónauk- inn er í brúki. Samvinna verður með Mt. Wilson og Mt. Palomar athugun- arstöðvunum í stjarnfræðilegum og stjarneðlifræðilegum rann- sóknum, og verða í reynd og veru undir forráðum eins stjórnarráðs á kostnað Carnegie Institute of Washington og California Insti- tute of Technology. Venjulegast hirðir hvor um sig um sín eigin rannsóknarefni, en þegar svo ber! undir, að mismunandi tegundir athugana þurfa að gerast samtím- is áhrærandi sömu stjörnu, verð- ur báðum sjónaukunum miðað á sama stað himinsins. Stjórnar- ráð athugunarstöðvanna vonar, að stillanlegur ljósgeisla talsími tengi að lokum báða stjörnuturn- ana, svo að þeir, sem við rann- sóknirnar fást, hvor við sinn sjón auka, geti rætt um leiðangra sína út í geiminn. Wedding Invitallons and announcements Hjúskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar ei hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd Það borgar sig að líta þar inn og, sjá hvað er á boðstólum. 4r * * Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, ísland. MINNISYARÐI J. M. B. AFHJÚPAÐUR Elfros, Sask., 11. júlí ’43 Hr. Stefán Einarsson, ritstj. Heimkr. Kæri Stefán: Vildir þá gera svo vel og birta í næsta blaði Heimskr., þá frétt að afhjúpun minnismerkis Jó- hanns Magnúsar Bjarnasonar, fer fram að Elfros, sunnud. 25. júlí kl. 3 e. h. (fljóti tími). Dr. Rúnólfur Marteinsson stýr- ir athöfninni. Mrs. Rósa (Her- mannson) Vernon mun syngja. Líkur eru til að Dr. Beck flytji ávarp, en af því ekki var hægt að ákveða fyr daginn, sem athöfnin gæti farið fram, eru svör frá sum- um, sem óskað var eftir að tækju þátt enn ókomin. Þá vil eg einnig geta þess, sem gleði tíðindi má telja fyrir Vatnabygðarbúa, að Mrs. Rósa Vernon, ásamt tveimur dætrum sínum, heldur söngasmkomu að Elfros, mánudagskv. 26. júlí, kl. 8.30 (f.t.). Enginn rólfær íslendingur í Vatnabygð ætti að sleppa þessu tækifæri að hlusta á okkar vel- þektu söngkonu, þá er það engu síður mikils virði, að sjá þessar yndislegu litlu stúlkur koma fram og syngja íslenzk ljóð. Það ylar mér enn í hjarta að sjá þær og heyra á samkomu Þjóðrækn- isfélagsins s. 1. vetur í Winnipeg- Allur ágóði af samkmounni gengur í minnismerkissjóð J. M- B. Bestu kveðju, þinn einl., Rósm. Árnason Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- i ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. —* Símanúmer hans er 28 168. VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar, reynið nýju umbúðirnar, teyju- Iausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. RORGTÐ HETMSKRINGLII— því gleymd er goldin sknld

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.