Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1948 G. E. EYFORD: Æfintýri Sigrúnar frá Hóli Að jarðarförinni lokinni, gekk presturinn til Rúnu litlu, sem var hnýpin og harmilostin, strauk hendinni góðlátlega um ljósgula hárið hennar og sagði: “Nú líður henni mömmu þinni vel, og hún hugsar um litlu góðu og fallegu stúlkuna sína.” Á leiðinni heim frá kirkjunni, var Rúna að hugsa um hversu ólíkur séra Sigurður væri gamla séra Þorgrími á Staðnum, sem var prestur þeirra áður en þær fóru að Felli. Hann talaði aldrei við börn né unglinga, og ekki nema það allra minsta sem hægt var við smærri bændur o? vinnufólk, og þá vanalega í höstum og bjóðan^' róm. Framkoma séra Sigurðar og hluttekning í sorg Rúnu litlu, tendraði bæði aðdáunar og vel- vildarkend í hinni viðkvæmu barnssál. F vissi að næsta vetur átti hún að að fara að ganga til hans, til spurninganna, og í staðinn fyrir að kvíða fyrir því hlakkaði hún nú til þess í huga sínum. Þetta, og mörg önnur velvildar hót er henni voru sýnd, sefaði harm hennar og sætti hana við kjör sín og móðurmissirinn. Þóra gamla, sem aldrei hafði þekt neitt ann- að um sína daga en vinna baki brotnu frá morgr.i til kvölds fyrir sama sem engu kaupi, hún hafði aldrei látið sér til hugar koma að takmark lífsins gæti verið nokkuð annað en að þræla eins og vinnudýr meðan kraftar entust. Hún haf1 aldrei, svo neinn vissi, unnað einni manneskju fremur annari, og átti engar minningar um ást og unað, sorg né söknuð. Hún var alin upp á sveit við vosbúð og hörku, kulda og klæðleysi, — svo allar hennar mildari tilfinningar höfðu froc- ið úr vitund hennar, en nú var eins og þessi, sem virtist frosinn eiginleiki manneðlisins þiðnaði upp í vitund hennar, er hún fór að hugsa r - Rúnu litlu, og móðurmissirinn hennar, svo hún tók hana að sér og annaðist hana, sem væri hún hennar eigið barn. Hún talaði ávalt til Rúnu í móðurlega blíðum róm, sem ekki var vani henn- ar, er hún talaði við aðra. Engin vissi um faðerni hennar, en hún var köll- uð Hansdóttir, en sá orðrómur hafði gengið í sveitinni, að hún væri dóttir sýslumanns, er þar var fyrir löngu, og hafði svarið fyrir hana. Hún virtist hafa hið mesta indi af, að gera allt sem þægilegast fyrir Rúnu litlu, passa sem best föt hennar, skó og sokka, svo hún liti altaf sem best út. Á kvöldin kendi hún Rúnu fjöldan allan af þulum, vísum og sálmum, ásamt sögum, sem eng- in vissi til að hún kynni. Þetta virtist yngja hana upp og gera hana ljúfari í umgengni á heimilinu en hún hafði áður verið. Næstu árin liðu svo lítið bar til tíðinda á Felli. Rúna þroskaðist til sálar og líkama, svo er hún var 14 ára var hún nær fullvaxin. Hún naut hins bezta uppeldis hjá þessum góðu hjón- um á Felli. Frúin lagði hina mestu rækt við að kenna henni bóklegan lærdóm ásamt kvennleg- um hannyrðum, enda bar Rúna af öllum jafn- öldrum sínum þar í sveitinni að kunnáttu. Auk hins vanalega kristindóms lærdóms, hafði hún lært flest það er þá var kent í gagn- fræðaskólum landsins. Þegar hún var MVÍjárs, var hún fermd, ásamt sex öðrum börnum. Fermingar dagurinn rann upp bjartur og sólfagur, og fólkið á Felli var í óða önn að búa sig til kirkjunnar. Jón Tómasson var að koma heim með reið hestana; hann var tveim árum eldri en Sigrún, og hafði alist upp á Felli. Þegar hann var búin að leggja á reiðhesta læknishjón- anna, tók hann bleikan fola, sem var ekki nema hálf tamin, og lagði söðulin sem læknishjónin höfðu gefið Rúnu þá í vikunni í fermingar gjöf, á hann. Þegar allir voru tilbúnir og komnir út sagði læknirinn, að það væri ekkert vit í því að láta Rúnu ríða honum bleik, svo að segja ótömd- um, og sagði Jóni að leggja söðulin á hann Brún, hann væri þægur og fótviss; en Rúna vildi endi- lega ríða Bleik, kvaðst vera svo vön hestum, að hún gæti stjórnað honum. Læknirinn lét þá svo vera, en bað hana að fara gætilega, og Jóni sagði hann að gyrða vel söðulgjarðirnar. Að svo búnu reið fólkið á stað. Skömmu eft- ir að komið var út úr túninu, varð Bleikur óvið- ráðanlegur, svo Rúna réði ekki við hann, og hljóp hann út í fen og stóð þar fastur. Jón, sem sá hvað gerðist hljóp af baki og út í fenið, tók Rúnu í fang sér og óð til lands með hana. Svo náði hann Bleik úr feninu og skifti um hest við hana, eftir það riðu þau hindrunarlaust til kirkj- unnar. Þetta skeði með svo skjótri svipan, að læknishjónin, sem voru dálítið á undan, urðu þess ekki vör. Fermingardagurinn var Rúnu stöðugt í minni, sem hinn mesti merkisdagur á æfi henn- ar. Auk söðulsins sem læknishjónin gáfu henni, gáfu þau henni á fermingardaginn nett kvennúr og gilta festi. Þóra gamla gaf henni tvær uppá- halds ljóðabækur í gyltu bandi; séra Sigurður gaf henni sálmabók í gyltu bandi. Jón gaf henni veturgamla gimbur, og margir aðrir sýndu henni sérstaka góðvild og vináttu hót. Rúna bar brátt af öllum jafnöldrum sínum í sveitinni, hún var hógvær og yfirlætislaus í framkomu, hún hafði lært það af læknishjónun- um á Felli. Er hún var búin að vera tíu hamingjusöm ár á Felli, varð skjót.og óvænt breyting á því ham- ingjusama heimili. Þennan vetur dó læknirinn, og var hans mjög saknað um allt héraðið og víð- ar. Vorið eftir brá ekkjan búi og fór til Reykja- víkur, með Sigrúnu með sér. Þær settust að í húsi sem hún átti þar. Frú Karen syrgði mann- inn sinn, hafði aldrei séð glaðan dag síðan hann dó. Þegar leið að hausti tók hún veiki sem ekki virtist vera hægt að lækna, og á jóladagsmorgun- in dó hún. Sigrún tók lát hennar mjög nærri sér, og fann nú til þess, að hún var nú orðin vinalaus einstæðingur aftur. Nú byrjaði það fyrir henni að þurfa að sjá fyrir sér, því hingað til höfðu fósturforeldrar henar gert að. Það var roskin prests ekkja í næsta húsi við hús frú Karen, og hafði hún kynnst Sigrúni um sumarið og þótti mikið til hennar koma. Þessi ekkja hafði það til atvinnu að selja skóla piltum fæði. Hún bauð Sigrúnu vist hjá sér, og ætlaði henni að þjóna að borðhaldinu. Eins og áður er sagt var Sigrún glæsileg stúlka og vön prúðri umgengni, svo ungu mennirnir urðu brátt hugfangnir af henni. Einn meðal þeirra, prestaskólastúdent, sótti fast eftir henni, og komst það svo langt að hann hét henni eigin orði, en hann beiddi hana að halda því leyndu fyrst um sinn. Þannig leið veturinn til vors, að þau héldu trúlofun sinni leyndri. Um vorið útskrifaðist hann frá prestaskólanum, og fékk skömmu síðar veitingu fyrir prestakalli í því héraði, er foreldrar hans bjuggu. Þegar hann fór frá Reykjavík í júlí-mánuði, fullvissaði hann Sigrúnu um að þau skyldu giftast í október, þá um haustið. Sigrún bjó sig sem bezt undir gift- inguna, með aðstoð húsmóðir sinnar, sem þegar hafði tekið ástfóstri við hana. Nú var allt til reiðu, brúðar kjöllinn og hvað annað. í síðasta bréfi hans til hennar, sagðist hann senda henni hringinn með næstu póstferð, svo hún lifði nú í draumsælli tilhlökkun. Svo liðu tveir mánuðir að hún fekk ekkert bréf frá honum, en að síðustu fékk hún bréf, þar sem hann tjáði henni með mörgúm afsökunum, “að þau gætu ekki orðið hjón, því foreldrar sínir aftóku það með öllu, að hann giftist eignalausri og umkomulausri stúlku. Auk þess hefðu þau verið búin að velja sér konuefni, sem þau álitu að væri sér við hæfi, og sem hann ætlaði að gift- ast í desember næst komandi”. Þetta var rot-högg á Sigrúnu. Henni hafði ekki getað til hugar komið, að til væri slík ó- tryggð og lítilmennska. Hún elskaði hann af insta grunni hjarta síns og gat ekki ætlað hon- um slíka varmensku. Henni leið afar illa, svo húsmóðir hennar spurði hana um hvað skeð hafði Hún asgði henni eins og var, og að hún treysti sér ekki til að vera lengur í Reykjavík, því þetta yrði strax á allra vitorði. Húsmóðir hennar vissi að Jón, sem hafði alist upp með henni á Felli, kom stöku sinnum í húsið til að finna Sigrúnu, fyrst eftir að hún kom þangað, og hélt að hann hefði augastað á henni, eins og líka var, en svo hætti hann alveg að koma. Hún spurði Sigrúnu að því hvort það hefði ekki verið neinn samdráttur á milli þeirra er þau voru á Felli. Sigrún sagði henni að svo hefði verið en er hún kom til Reykjavíkur hefði það dáið út. — Húsmóðir hennar hvatti hana til að endurvekja kunningskap sinn við Jón, og taka honum, hann væri efnilegur maður og mundi geta látið henni líða vel, en Sigrún vildi ekki heyra það, en kvaðst vilja komast sem fyrst burt úr Reykjavík þangað sem engin þekti sig. Hún sagðist helst vilja fara vestur á fsafjörð. Húsmóðir hennar sagðist eiga þar gamla vinkonu, og sagðist skyldi skrifa henni og biðja hana að útvega henni vist hjá góðu fólki. Eftir þrjár vikur fór Sigrún með strand- ferðaskipi vestur á fsaf jörð. Er hún kom þangað fór hún á fund þessarar vinkonu húsmóður sinn- ar sem var, og mætti þar hinum beztu móttök- um. Konan sagðist þegar hafa útvegað henni góða vist í húsi hjá dönskum kaupmanni, sem var ekkjumaður og nokkuð við aldur. Sigrún gladdist við að heyra þessi tíðindi, og fór þegar næsta dag í vistina. Hún var vel að sér í hús- stjórn og húsverkum. Þessi kaupmaður var hátt á sjötugs aldri, reglumaður mikill og nokkuð siðavandur. Hann átti einn son, sem var giftur og aðstoðaði föður sinn við verzlunina. Sigrúnu fórust störf sín vel úr hendi, svo húsbóndi hennar var hinn ánægðasti með hana. Þannig liðu þrjú ár og leið Sigrúnu mjög vel í þessari vist. í kaupstaðnum var ungur barnaskóla kenn- ari, sem hét Páll. Hann var hinn glæsilegasti mað ur og mjög vel látinn . Hann kyntist Sigrúnu, og féllu hugir þeirra mjög saman, og myndaðist brátt vinátta milli þeirra, sem dróg til þess að þau trúlofuðust. Þegar kaupmaðurinn, húsóndi Sigrúnar, heyrði um það, þótti honum stórlega miður. Hann hafði ætlað sér að taka Sigrúnu með sér, þá um haustið, til Kaupmannahafnar í von um, að hún vildi giftast sér þar. Hann var búinn áður að láta hana skilja á sér hvað hann hefði í hyggju, en hún gaf sig ekki að því, þótti hann of gamall, og sérvitur og siðavandur. Hann hafði verið henni sem góður faðir, og gefið henni marga dýrindis muni. Þegar sá kvittur barst út um kaupstaðinn, að kaupmaðurinn hefði ætlað að fara með Sigrúnu með sér til Hafnar, og giftast henni þar, var búinn til úr því slúðursaga þess efnis, að Sigrún væri þunguð af hans vþldum, og að hann ætlaði að koma henni burtu svo sem minst bæri á. Þessi saga barst til eyrna kærastans hennar, sem eins og svo margir aðrir í kaupstaðnum trúði því. Honum gramdist þetta mjög og fór til hennar og krafðist aö fá að vita hvort nokkuð væri til í því, að kaupmaðurinn hefði boðið henni að fara til Hafnar með sér, til þess að giftast henni þar. Hún sagði honum að þa6 væri satt, en að hún hefði þverneitað því tilboði. Þá sagði hann henni frá þeim orðróm sem gengi milli fólks í kaup- staðnum, að hún væri þunguð af hans völdum. Hún varð alveg frá sér af harmi og undrun að heyra slíkt, og sór sig um að slíkt væri með öllu helber lýgi; en kærastinn hennar var í efa um, hvort hún væri að segja sér sannleikann í þessu máli, og sagði henni upp. Hún tók þetta alt svo nærri sér, að hún veiktist og lá lengi á sjúkrahúsi, nær dauða en lífi. Þegar henni fór það mikið að skána, að hún var orðin ferðafær, afréð hún að fara aftur til húsmóður sinnar í Reykjavík, sem hún var hjá áður hún fór til ísafjarðar. Nú var hún breytt. Andlitið fölt og inn- fallið, spékopparnir horfnir úr kinnunum en þjáningar og reynslu svipur kominn í staðinn á hið fríða andlit hennar, í hinu fagra og þykka ljósjarpa hári hennar sáust nú mörg ljósgrá hár, og hin létta og unaðslega glaðværð var nú horfin. Þegar hún kom til Reykjavíkur tók gamla húsmóðir hennar opnum örmum á móti henni, en henni brá mjög að sjá hversu breytt hún var orð- in. Sigrún sagði henni allt eins og var um veru sína á ísafirði og hvað hafði komið fyrir sig þar. “Hvað hyggstu nú að gera, Rúna mín”? spurði húsmóðir hennar. “Nú er Jón farin til Ameríku, varð alveg miður sín af sorg og von- brigðum, þegar þú fórst vestur á fsafjörð, svo hann sagðist ekki festa yndi framar á Íslandi”. “Hann hafði undan engu að klaga’,, sagði Sigrún, “Við vorum aldrei trúlofuð, en eg vissi að hann elskaði mig.” “Jæja, Rúna mín, þú verður hérna hjá mér, það sem eftir er vetrarins, það getur skéð að eitt- hvað rætist framúr fyrir þér með vorinu.” Sigrún var nú allt önnur en áður, nú var hún alvörugefin, hið blíða aðlaðandi bros var nú horfið af hinu fríða andliti hennar, látbragðið kaldara og æskufjörið og léttleikinn horfinn úr öllum hreyfingum hennar; hún var nú fáskiftin og hélt sig mjög einmanna. Veturinn leið og það var komið fram í maí mánuð, þá fékk húsmóðir hennar bréf frá Am- eríku. Þessi kona, húsmóðir Sigrúnar, átti bróður í lítilli borg á Vancouver eyjunni í British Col- umbia. Hann hafði farið á ungum aldri til Amer- íku, og var nú orðin aldraöur maður. Hann hafði gifst vestra, en var nú orðin ekkjumaður. Hann var hið mesta göfugmenni. Nú er hann var orðin einn, því börn hans voru gift og farin frá hon- um, þá kom honum til hugar að fá sér ráðskonu frá íslandi, því þrátt fyrir hans löngu veru í Am- eríku var hann ramm íslenzkur í hugsun og hátt- um, og unni allshugar öllu íslenzku. Bréfið var frá þessum manni, sem hét Gísli. í bréfinu, biður hann systur sína að útvega sér ráðskonu, sem sé vön hreinlæti og góðri umgengni, hann segir og, “ef að sú kona sem hún geti útvegað sér, kynni vel við sig vestra og vildi staðnæmast þar, væri sér í hug að giftast henni, ef henni geðjaðist að sér, en það væri ekkert skilyrði viðvíkjandi henni.” Ólöf, svo hét húsmóðir Sigrúnar, sá þarna tilvalið tækifæri fyrir Sigrúnu, að kom- ast burt frá öllum þessum vonbrigðum og gleyma hörmum sínum, svo hún færði þetta í tal við Sigrúnu, og hvatti hana að fara til bróður síns, sem væri hin besti maður og sæmilega vel efnaður. Sigrún tók þessu fálega í fyrstu, en fyrir fortölur maddömu Ólöfar lét hún tilleiðast. Hún fann og skildi að hún varð að fara eitthvað þang- að sem enginn þekti hana, því nú var búið að bera slúðursögurnar um hana frá ísafirði til Reykjavíkur, og auka þær og margfalda í með- ferðinni, svo hún sá að hún átti þar enga upp- reisnar von framar. Maddama Ólöf skrifaði föður sínum með næstu póstskipsferð og sagði honum að hún væri búin að útvega honum góða og myndarlega stúlku fyrir ráðskonu, og sagðist hiklaust þora að mæla með henni. f júlí-mánaðar lok, kom bréf frá Gísla. Hann þakkar systir sinni kærlega fyrir að hafa útveg- að sér stúlkuna. Hann sendi og peninga fyrir fargjaldið vestur, og þar að auki talsverða pen- inga, sem hann sagðist ætla að hún brúkaði sér til útbúnaðar. Sigrún bjó sig nú sem best til ferðarinnar, með aðstoð maddömu Ólöfar, og þann 10. ágúst lagði hún á stað til Canada með póstskipinu sem fór til Englands, og þaðan með línuskipi til Quebec, svo með kyrrarhafs járnbrautinni yfir Canada, vestur til borgarinnar á Vancouver- eyjunni í British Columbia, og kom þangað þann 15 september. Gísli var komin til Vancouver til 1 að taka á móti henni og fara með hana heim til sín til borgarinnar í Vancouver-eyjunni. Sigrún varð fyrir dálitlum vonbrigðum er hún sá Gísla. Hann var maður nær sjötugur að aldri, með mikið og hæruskotið skegg, andlitið var góðmannlegt og hafði einhvern tíma verið tilkomu mikið og frítt, en hann bar þess vott, að hann, eins og flestir hinna innfluttu útlend- inga, hefði orðið ýmislegt að þola um æfina. Hann leit út eins og aldraðir sveitabændur á ís- landi. Vera Sigrúnar í Reykjavík og ísafirði, og umgengni við það sem kallað er, “heldra fólk”, hafði eins og óafvitandi skapað nýtt met í huga hennar á mönnum, eftir búningi þeirra og snyrti- brag. Henni fannst Gísli ekki vera neitt glæsi- menni, og geðjaðist því ekki sem best að hon- um við fyrstu sýn, en hann var hinn prúðasti í hugsun og tali. Þetta sama kvöld fóru þau með gufubátnum frá Vancouver til borgarinnar í eyj- unni, sem er 80 enskar mílur frá Vancouver. Heimili Gísla var laglegt tveggja hæða hús, með sjö herbergjum, hreinlega umgengið og vcl málað. í kringum húsið var býsna stór vel hirtur grasflötur, og baka til við hann gnæfðu tvö afar stór perutré. Morgunin eftir, sýndi Gísli henni húsið og umhverfið, og sagði henni að hann fengi henni nú í hendur öll ráð og umsjá innan i hús, því hann væri alla daga í burtu við vinnu sína. í húsinu voru auk þeira, 4 menn, sem leigðu þar herbergi og voru þar í fæði. Hann sagði henni hvaða kaupmenn hann skifti við, og þyrfti hún ekki annað en biðja hann að senda heim það sem hana vanhagaði um. “Kaupmaðurinn er ís- lenzkur, og þú getur talað okkar kæra íslenzka mál við hann.” Sigrún tók nú við hússtjórninni og fórst það prýðilega vel. Öllum mönnunum í húsinu geðjaðist hið besta að henni, svo hún varð þar, eins og hún hafði áður verið, hvers manns hug- ljúfi. Gísli var hinn ánægðasti með hana og vildi allt fyrir hana gera. Hann gaf henni peninga, auk kaupsins hennar, til að kaupa sér fallega búninga, því honum var það metnaðarmál að hún liti sem best út og bæri af öðrum stúlkum að búnaði eins og hún bar af öðrum stúlkum að fríðleik og prúðmensku. Hún fann brátt að Gísli var hið mesta göfug- menni og virti hann sem slíkan; en er Gísli fór þess á leit við han^, er hún hafði verið þar eitt ár, hvort hún vildi giftast sér, fanst henni sér vera það ómögulegt. Hann var of gamall, og ekki eins ásjálegur eins og hún hafði hugsað sér, að sá maður ætti að vera sem hún giftist, en hún bar hina dýpstu virðingu fyrir honum, og var honum innilega þakklát fyrir þá umhyggju og góðvild, sem hann sýndi henni hvervetna. Hann lét hana enkis gjalda þess, þó hún vildi ekki giftast honum. Þannig liðu fjögur friðsöm og ánægjuleg ár, að ekkert sérstakt bar til tíðinda. Þar til einn dag að Gísli var fluttur frá vinnu sinni fár veik- ur. Hann hafði fengið taugaveiki. Hann lá lengi þungt haldin, en með vorinu fór honum að batna, svo hann gat verið á fötum, en var lengi mjög máttfarin. Allan þennan tíma stundaði Sigrún hann af hinni mestu alúð og umönnun. Á þessum f jórum árum hafði Sigrún lært tals- vert í ensku. Gísli hafði útvegað henni góða kennslukonu og borgaði fyrir kennsluna. Það var í ágúst mánuði; er hún hafði verið þar f jögur ár, að henni barst í hendur dagblað frá einni borginni í norður hluta Alberta-fylkisins. f þessu blaði var getið um einsetu bónda nokkurn, sem hafði numið land þar norðurfrá fyrir nokkr- um árum, að hann hefði slasast hættulega, er hann varð fyrir kornskurðavél, og hefði verið fluttur á sjúkrahús í næstu borg. Blaðið gat þess að hann væri íslendingur, og ætti hér engin skyldmenni né vini, sem hann gæti snúið sér tih hann hét Jón Tómasson, og hefði búið einsetu búi í sjö ár á heimilisréttar landi sínu, sjötíu míl- ur fyrir norðan borgina; það voru og tilmæli blaðsins, að ef einhverjir samlandar hans væru þar í borginni vitjuðu hans, því hann gæti sama sem ekkert bjargað sér í ensku máli. Er Sigrún hafði lesið þetta, var eins og opnaðist nýr heimur fyrir henni. Já, það voru 8 ár síðan Jón Tómas- son á Felli, uppeldis bróðir hennar og æsku vinur hafði farið til Ameríku, og síðan hafði engin ffétt neitt af honum. Hún var nú að hugsa um, hvort það gæti nú ekki verið Jón Tómasson sem ólst upp með henni á Felli, og það var eins og einhver innri rödd segði henni, að þetta hlyti að vera sami maðurinn, og þessi hugsun varð svo sterk í hugn hennar, að hún varð að vissu, svo hún efaðist ekki lengur um það. Hún afréði því strax að fara undireins austur yfir fjöll til borgarinnar i Alberta, sem blaðið nefndi. Henni fanst eins og hún væri kölluð. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.