Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 8

Heimskringla - 14.07.1948, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1948 FJÆR OG NÆR MESSUR í ISLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messa í Wynyard Sunnudaginn 18. júlí, messar séra Philip M. Pétursson kirkju Quill Lake safnaðar a þeim tíma sem tiltekinn hefi verið þar vestra. Einnig verður fundur stjórnarnefndar safnað- arins haldinn sem séra Philip situr með nefndarmönnum. Messa að Arborg og Gimli Messað verður í Sambands kirkjunni í Arborg s. d. 18 þ. m.; kl. 2. e. h. ogsama sunnudag verð- ur ensk messa í Sambandskirkj- unni á Gimli, kl. 8. e. h. E. J. Melan * * * * Giíting Giftingarathöfn hin veglegasta fór fram að heimili Pálma Stef- ánssonar og Kristínar Brynjólfs- son konu hans, við Steep Rock, Man. föstudagskvöldið er dóttir þeirra, Florence Valdína, og Baldur Jónsson sonur Thorsteins Jónssonar og Sigríðar sál. Pét- erson konu hans, frá Oakview] Man. voru gefin saman í hjóna- band. Þau voru aðstoðuð af Guð- mundi Jónssyni, bróður brúð- gumans og Miss Angelica David- son frá Oakview, P. O. Séra Phil- ip M. Pétursson framkvæmdi at- höfnina. Fjöldi vina og ættingja komu saman á heimili brúðarinn- ar til að fagna ungu brúðhjónun- um, og þar fór fram hin rausnar- legasta brúðkaupsveizla. Seinna um kvöldið ferðuðust allir gestir auk brúðhjónanna inn að Steep Rock, þar sem dansskemtun var haldin í samkomuhúsi bæjarins. Þar söfnuðust saman enn fleiri vinir. Mælt var fyrir skál brúð- arinnar og kaffi og annað góð- inni gæti borið á borð. Meðal annars skemti Páll Bardal, sem staddur var í Steep Rock í sumarfríi, með einsöngvum, og dóttir hans Miss Sigrið Bardal, spilaði undir. Þar að auki spilaði hún The Wedding March, er brúðhjónin gengu inn í salinn. Mr. og Mrs. Jónasson fóru næsta dag, brúðkaupsferð til Kenora, Ont. Framtíðarheimili þeirra verður við Oakview, Man. Buses irá Winnipeg og Gimh á Islendingadaginn, 2. ágúst n.k. J Þau taka fólk á eftirgreindum stöðum kl. 9. og kl. 10. að morgn- inum miðað við fljóta tímann. 1. Valour Road and Sargent 1. Dominion St. and Sargent . .3. Arlington St. and Sargent 4. McGee St. and Sargent Notið tækifærið. Margir hafa undanfarið kvartað undan að Buses hafa ekki verið fengin undanfarið. Notið þau nú. Ef ekki, þá verða þau ekki fengin oftar og þá þýðir ekki að kvarta við nefndina um það. Munið einnig, að inngangur í garðinn er seldur með farmiðunum og mun- ið,að farið er $2.10 og aðgöngu- miðar í garðinn 50 cent fyrir full- orðna en frítt fyrir börn innan tólf ára. Miðasölu með Buses verður lokað föstudaginn 30. júlí. Síðasta bus fer frá Gimli kl. 12 á miðnætti. ★ ★ ★ VEITIÐ ATHYGU! Hluthafar í Eimskipafélagi fslands, eru hér með ámintir um að senda mér nú þegar arðmiða sína fyrir síðastliðið ár, svo hægt sé að borga ársarðinn; þá er það og engu síður nauðsynlegt, í því falli að skift sé um engendur hlutabréfa vegna dauðsfalla eða annara orsaka, að mér sé gert aðvart um slíkar breytingar. ÁRNI G. EGGERTSON, K.C. 209 Bank oi Nova Scotia Bldg., Portage and Garry St. Winnipeg, Manitoba Elinborg Lárusdóttir heldur fyrirlestur að Lundar, 21. þessa mánaðar, kl. 8 e. h. Samskot tek- in en inngangur frír. Allir vel- komnir. Nefndin. * * ★ Mr. og Mrs. Oli Alfred frá Chicago komu til bæjarins og fóru til Reykjavík P. O. að heim- sækja vini og vandamenn. Var þeim haldin rausnarleg silver brúðkaupsveizla á heimili Kristj- áns og Guðlaugar Alfreds. Var þar viðstaddur fjöldi af bygðar fólki sem skemti með dans, söng og indælis veitingum. Biðja nú Alfreds hjónin Hkr. að flytja innilegt þakklæti öllum sem tóku þátt í þessari skemtan og óska þeim alls góðs í framtíð- ★ ★ * Samsæti fyrir Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson og frú hans, verður haldið að Lundar Hall, sunnu- daginn þann 25. júlí n. k. Allir velkomnir. Aðgangur frír. Sam- kvæmið byrjar kl. 1.30 e. h. Nefndin Látið kassa í Kæliskápinn GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi 912 Jessie Ave. — Ph. 46 958 Guðmundur Jóhannsson, er um skeið dvelur ásamt konu sinni í Thornhill, Man., kom snöggva ferð til Winnipeg síðast liðna viku. Herra ritstjóri! Mig langar til að komast í bréfasamband við stúlku á aldr- inum 16—18 ára. Vilduð þér gera svo vel að koma því á fram færi fyrir mig í blaði yðar. Með fyrirfram þakklæti, Guðfinna Guðmundsdóttir Njálsgötu 59, Reykjavík, Iceland Böðvar Jakobsson (fyrrum frá Árborg) kom í síðastliðinni viku til bæjarins, frá Wembley, í Al- berta. En hann hefir dvalið þar nokkra mánuði hjá syni sínum. Staður þessi er í Peace River- dalnum um 400 mílur norður af Edmonton. Segir hann þar há- lent og fagurt og skemtilegt að búa. Á leiðinni austur brá honum í brún við að sjá, hve kornspretta er lítið á veg komin í Alberta og Saskatchewan, vegan þurka. — Böðvar dvelur um hríð hér eystra og norður í Árborg aðallega, að finna forna kunningja og vini. ★ ★ * Skapti W. Guðmundson frá Waukegan, 111., verkstjóri Illin- ois Bell Telephone félagsins, kom s. 1. fimtudag, ásamt frú sinni, til Winnipeg. Þau ætla sér að heimsækja Mountain, N. Dak., eiga þar bæði vini og vandamenn. Til móts við þau kom bróðir Skapta, V. G. Guðmundson frá Seattle, Wash., frú hans og dótt- ir, Elinore, sem einnig eru að heimsækja vini og kunningja hér eystra bæði í Canada og Banda- ríkjunum. Mr. og Mrs. Hallur Johnson frá Víðir, Man., komu snöggva ferð til bæjarins s. 1. mánudag. Þau sögðu þurviðri hafa tafið gróður í Nýja-íslandi, en sem Jagast gæti þó enn, ef bráðlega rigndi. * * * J. K. Polson frá Edmonton, Alta., hefir um undanfarnar tvær vikur verið í heimsókn hjá móður sinni Mrs. A. G. Polson, 652 Goulding St. hér í borginni. Hann var áður í þjónustu Park- Hannesson félagsins hér í bæn- um, en er þeir settu á fót útibú í Edmonton, gerðu þeir Mr. Pol- son að forstjóra fyrir því og flutti hann þá þangað vestur. Hann heimsótti einnig systurf sínar er heima eiga í Langruth og Hawk Lake. í för með Mr. Polson var kona hans og dóttir. Þau héldu heimleiðis aftur um helgina. ★ ★ * Kæra Hkr. Þú vildir víst ekki birta eftir- farandi bréf. ■ Eg er ungur íslendingur er langar að komast í bréfa-við- skifti við vestur-íslenzkan pilt eða stúlku á aldrinum 14 til 17 > ára. Hef áhuga á frímerkja og minnt söfnun. Bréfa-viðskiptin skulu fara fram á íslenzku. Þinn Guðbergur Bergsson Hjarðarholli Gindavík ísland ★ ★ ★ COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kœliskápa önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, eí óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Sími 53 667 1197 Selkirk Ave. Eric Erickson, eigandi CARL A. HALLSON Life, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phones: Off. 96144 Res. 88 803 M. HJALTASON, M.D. 643 Toronto St. ★ Phone 80 710 MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sími 34 571 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. fimtudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: lslenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.30. MINNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, neís og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur ISLENDINGADAGURINN í Seattle, Washington verður haldinn að Silver Lake, 1. ágúst 1948 • Byrjar stundvíslega kl. 2:00 e.h. • Star Spangled Banner Ó, guð vors lands...............Led by Tani Björnson Ávarp forseta “Vestra”................H. E. Magnússon Einsöngur..............................Tani Björnson Ræða á ensku, “Minni Ameríku”.. ,Séra Harald S. Sigmar Einsöngur.....................Dr. Edward P. Pálmason Ræða á íslenzku “Minni íslands”.......Séra Rúunóliur Marteinsson, D.D. Fíólín solo...........................Kristín Jónsson Ávarp..............Kolbeinn S. Thordarson, ræðismaður íslendinga í Washington-ríki Eldgamla ísafold — America fþróttir, 3:30—6 e. h. — Dans byrjar kl. 6:30 e.h. Frítt kaffi allan daginn l NEFND — Jón Magnússon, Halldór Sigurðsson, Hermann Thordarson, Skafti Johnson, J. J. Middal, Fred Fred- erickson, S. B. Johnson, H. S. Sigmar Mr. og Mrs. C. V. Davidson og sonur þeirra, Weyne, frá Central Patricia, Ont., eru hér á ferð um þessar mundir, í heimsókn til vina og ættingja hér í borginni, Lundar og Gimli. Mr. Davidson er forstjóri fyrir verzlunarfyrir tæki þar austur frá, er banda- rískt félag er eigandi að. Mr. Davidson heldur heimleiðis þessa dagana, en kona hans og sonur verða hér fram yfir íslendinga- dag og verða hjá foreldrum Mrs. Davidson á Gimli, Mr. og Mrs. Ólafur Bjarnason. * * * Tilkynning Börn og barnabörn Mr. og Mrs. Gísla Ólafssonar á Lundar, Man. hafa ákveðið að mindast sextíu ára giftingar afmælis þeirra þ 18. júlí n. k., frá kl. 2 til 5 á heimili þeirra. Vinir og ættingj- ar gömlu hjónanna, sem fyndu hvöt hjá sér, til að -Keimsækja þau og hafa ánægju stund með þeim þennan tiltekna tíma og á þessum merkisdegi, eru hjartan- lega velkomnir. ★ ★ ★ Örlítil leiðréíting Dóttir Mr. og Mrs. Páls Reyk- dal, sem getið var um í síðustu Heimskringlu í sambandi við skírn ungu dóttir hennar heima hjá foreldrum sínum á Ingersoll St., heitir Mrs. R. B. Trumpour en ekki það sem þar var látið vera. ★ ★ * Swan River fimtíu ára Haldið verður upp á fimtíu ára afmæli Swan River bygðar 21. júlí, og taka íslendingar, sem þar eiga heima, þátt í athöfninni því meðal þeirra munu vera menn sem námu þar land á fyrstu árum bygðarinnar. Ekki eru margir eldri fslendingar eftir þar,' en þeir sem eru hafa tekið, og taka enn, leiðandi þátt í málum þeirr- ar bygðar. Jakob Vopnfjörð frá Blaine, Wash., kom til bæjarins síðast liðið miðvikudagskvöld. Hann dvelur hér eystra fram yfir fs- lendingadags hátíðina á Gimli. Hann sagði nýlátinn í Blaine Ás- kel Brandson, bróður dr. B. J. Brandsonar heitins. Jakob unir hag sínum hið bezta á ströndinni í landi Samúels frænda. ★ ★ ★ Gifting Gefin saman í hjónaband í Fyrstu Lútersku kirkjunni í Winnipeg, laugardaginn 10. júlí, Earle Garth Metcalfe og Katrín Árnason, bæði til heimilis í Wpg. Brúðguminn er af enskum ætt- u.m. Brúðurin er dóttir Eysteins Árnasonar kennara, sem látinn er fyrir nokkrum árum og eftir- lifand iekkju hans Mrs. Helgu Árnason, sem búsett er í Ste. 2. Tremont Apt. Við giftinguna aðstoðuðu Mr. Kenneth Metcalfe, og Miss Hilda Árnason, Evanston, 111. Stór hópur aðstandenda og vinu nutu ágætra veitingu að 707 Strathcona St. í Winnipeg, að giftingarathöfninni afstaðinni. ! Séra Sigurður Ólafson gifti. * ★ / ★ Stúlka óskast til að vinna í matsöluhúsi og sætinda-búð á góðum stað hér í borginni, ágætt kaup borgað og allar máltíðir ókeypis. Verður að hafa reynslu við þannig lagaða vinnu. Kauphækkun miðast við trúleika vinnulægni. Frekari upplýsingar má fá á skrifstoFu Heimskringlu. ★ ★ ★ Bókamenn Gerist áskrifendur að bókum' Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins, það eru ódýrustu bæk- urnar á markaðnum og mjög góð- ar, fræðandi og skemtilegar. — Fimm og sex bækur á ári, fyrir aðeins $5.00 til $6.00. Sendið tilkynning um áskrift, sem fyrst, svo hægt sé að panta bækurnar að heiman, sem fyrst. Björnssorís Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg Islendingadagurinn í Peace Arch Park Blaine, Washington, 25. júlí 1948 Forseti dagsins — Andrew Danielson Framkvæmdarnefnd: Stefán Eymundson, Oscar Howard- son, A. E. Kristjánsson, Jacob Westford, Andrew Danielson Söngstjóri.............H. S. Helgason Pianist........Mamie Popple Rowland SKEMTISKRÁ 1. Ó, guð vors lands.....................Allir 2. Ávarp forseta...............Andrew Danielson 3. Einsöngur...................Margaret Sigmar 4. Ræða...............Séra Albert E. Kristjánsson 5. Söngur ..................... Söngflokkurinn 6. Ávörp gesta: (a) Hon. Byron L. Johnson, forsætisráðherra British Columbia-fylkis (b) L. H. Thordarson, ísl. ræðism. í Vancouver (c) K. S. Thordarson, ísl. ræðism. í Seattle. 7. Einsöngur....{.....!...........Ninna Stevens 8. Einsöngur...................E. K. Breiðfjörð 9. Frumort kvæði...........Gunnbjörn Stefánsson 10. Einsöngur......................Ólöf Laxdal 11. Einsöngur...............Dr. Edward Pálmason 12. Kvæði......“Bragabót” eftir Matthías Jochumsson í enskri þýðingu eftir Pál Bjarnason 13. Söngur......................Söngflokkurinn Skemtiskráin byrjar stundvfelega kl. 2 e. h. Gjallarhorn, undir umsjón Leo G. Sigurðssonar, flytur skemtiskrána til áheyrenda. Veitingar verða til sölu á staðnum. Kaupendur Heimskringlu og Lögbergs á Islandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yíirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Mávahlíð 37, Reykjavík

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.