Heimskringla - 21.07.1948, Síða 1

Heimskringla - 21.07.1948, Síða 1
 Always ask for the— HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ################################## Always ask for the— HOME-MADE “POTflTO LOflF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,, 21. JÚLÍ 1948 NÚMER 43. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Bracken slíðrar sverðið Hon. John Bracken tilkynti s. 1. mánudag, að starfi sínu væri lokið, sem foringja íhaldsflokks- ins (Progressive Conservative.) Hann bar fyrir sig vanheilsu, auk þess sem hann væri farinn að eldast; hanh er 65 ára. Skipið ungan mann í sætið, segir hann í tilkynningunni til flokksmanna sinna. J. M. Macdonnell, forseti Pro- gressive Conservative-félags Can ada, hefir kallað til fundar 26. júlí, til að ákveða hvenær og hvar flokksfund skuli halda til að velja eftirmann Brackens. Bracken segir í bréfi sínu, að enda þótt lasleiki sin sé ekki hættulegur, hafi sér tvisvar verið 6 árinu af læknum sínum, sagt að taka hvíld frá störfum. En það er einmitt nú, sem á mikilli þörf er á starfi fyrir flokk inn, því að hann hefir mikla möguleika á að vinna sigur innan skamms, sem ekki er víst að bjóð- ist aftur. Þykir Bracken því mjög fyrir að heilsa hans leyfi ekki þá vinnu sem með þurfi. King forsætisráðherra skrifaði John Bracken undir eins og fréttin barst út og kvað sig hryggja að heyra að heilsa hans væri ekki góð, en óskaði honum skjóts bata. Stjórnmálastarfi Brackens mun með ’þessu lokið, en það hófst 1922, er bændaflokkur Manitoba- fylkis varð í meiri hluta en skorti foringja. Var Bracken þá kenn- ari við búnaðarskólann, og fór flokkurinn fram á það við hann, að hann tæki að sér forustunna. Bracken hafði ekki verið neitt ákveðin flokksmaður og tilheyrði ekki bændaflokkinum. En for- ustu bændaflokksins færðist hann í fang og tók mál hans svo raunvísindalegum tökum, að flokkurinn sat óhagganlegur að völdum í 20 ár. með Bracken sem forsætisráðherra. Og vinsældir hans meðal bænda þessa fylkis munu seint dvína. Það létu ýmsir þá skoðun í ljós. þegar Bracken tók við forustu í- haldsflokksins að hann hefði nú fallega skift um skoðun. Líkleg- ast hefir hann staðið nær stefnu þess flokks, ef hægt er að segja, að flokksstefna væri honum í nokkrum skilningi einhvers met- andi, en það eru einmitt flokks- stjórnir, sem honum hefir aldrei geðjast að, og það má líklegast um hann segja, að hann sé eini ’stjórmálamaðurinn, sem við höf- um enn átt, sem vísindalegri að- ferðum hefir viljað gefa meira rúm í stjórnmálunum, en hér hefir áður þekst. Þar sem bændaflokkurinn var nýr þótti Bracken ekki vonlaust um, að viðhorfi í stjórnmálum mætti breyta í vísindalegri átt. Og honum tókst það hér. Að honum entist ekki heilsa til að skapa slíkt viðhorf í lands- málunum. Þykir þeim nú fyrir sem hann skildu bezt.. Þeir sem á klafa flokksfylgis eru ríg- bundnir,geta líklega ekkert séð í stefnu hans, nema liðhlaup. — Svona gegnur það í okkar fíflska heimi. Hver eftirmaður Brackens verður, er ekki hægt að segja um Líklegastir eru Drew, Deifen baker og ef til vill ekki sízt Gordon Graydon. En um það er léttvægt að spá nokkru. Graydon er kanske svipaðastur Bracken, en hinir tveir sterkari flokks- menn. Rífa upp járnbrautirnar Einn af fregnritum New York Times segir frá því s. 1. mánudag, að hann hafi horft á það með eigin augum, að Rússar séu að rífa upp járnbrautirnar til Ber- línar, svo að vestlægu þjóðunum verði ekki kápa úr því klæðinu að nota þær til matvælasendinga að vestanverðu með eða án vopna. Þetta var aðhafst á sama tíma og vestlægu þjóðirnar höfðu efnt til fundar um, hvort ráðlegt væri, að senda vopnaðar mat- vælalesthir til Berlínar. Konstantin Rokossovsky, mar- skálkur, frægur fyrir herstjórn sína í Stalingrad, kvað hafa verið sendur til Berlínar. Er talið víst í blöðum vestlægu þjóðanna í Berlín, að hann eigi að taka þar við forustu hermálanna af Vas- sily Sokolovsky marskálki, ef vinátta Rússa og vestlægu þjóð- anna fer alveg út um þúfur og til vopna verður gripið. Tíu rússnesk flugför flugu yfir flugvelli vestlægu þjóðanna í Gatow og eitt þeirra elti vöru- flugvél og lézt ætla í bardaga við hana, en var sjáanlega í gráu gamni gert. Truman útnefndur Á fundi er demokrata flokk- urinn í Bandaríkjunum hélt s. 1 miðvikudag í Philadelphia, var Truman forseti útnefndur í einu hljóði, sem foringi og forsetaefni í næstu kosningum. Alben W. Berkley senator, var og valinn sem vara-forsetaefni. Fundurinn ræddi mörg mál og samþykti þar á meðal tillögur Trumans forseta um réttindi Islenzk blaðamanna-fjölskylda heiðruð Á myndinni hér að ofan eru fimm vestur-íslenzkir blaðamenn, allir í einni og sömu fjölskyldu. Það eru Gunnar Björnson og synir hans fjórir. Eru nöfnin á myndinni, lesið frá vinstri. Björn, fregnriti National Broad- casting Co., í Washington; Hjálmar, einn af ritstjórum Min- neapolis Tribune ; Gunnar Björn- son, ritstjóri emeritus Minneota Mascot; Valdimar, einn af rit- stjórum St. Paul Dispatch-Pio- neer Press og flytur útvarps- fréttir hjá KSTP stöðinni jafn- framt, og Jón, sem er starfsmað- ur hjá Minneapolis Advertising Agency. —' Alla þessa menn heiðraði Minnesota Editorial Association (ásamt tveimur öðrum blaða- mönnum: J. C. Morrison ritstjóra og útgefenda Morris Tribune yfir 50 ár og Harry Rasmundsen frá Austin Daily Herald) á árs- fundi sínum 16. júlí í Owatonna, með viðurkenningar skírteini, er félagið veitir fyrir blaðamensku- starf er til fyrirmyndar er talið. Og að því er þá Björnsons feðga áhrærir, segir í ritstjórnargrein i Minneapolis Tribune, er það víst og áreiðanlegt, að þeir hafa síðast liðin 40 ár sett það mót á blaða- mensku innan fylkis síns er þeim verður ávalt til verðugs sóma talið. Brautryðjandinn, Gunnar B. Björnson, gerðist um aldamótin síðustu eigandi að Minneota Mascot, er fram til ársins 1944, var í höndum hans og sona hans og alment er viðurkent eitt af áhrifameiri bygðablöðum sinnar tíðar. Og með því er mikið sagt, því við áhrif góðra blaða jafn- ast ekkert í því að þroska skiln- ing almennings á málum þjóðfé lagsins og í mentun borgaranna yfirleitt. Þetta hefir verið hlutverk einn-j ar stærstu blaðamanna fjölskyld-1 unnar sem vér höfum nokkrar sögur af, Gunnars Björnsonar og, sona hans. j Eftir að þeir höfðu verið heiðraðir af Minnesota Editorial Association með hinni mestu við- urkenningu, er það félag á völ á og viðhöfn, var mynd sú tekin, er hér að ofan birtist. Vitum vér fyrirfram, að íslendingum hvar sem eru, er ánægja að fréttinni, og taka undir hana með því að þakka Gunnari Björnsyni og konu hans og sonum og dætrum fyrir allan þann sóma, sem þau hafa ávalt verið þjóðstofni sín- um og árna þeim hjartanlega heilla. svertingja, sem ýmsir innan flokksins hafa harðlega mótmælt. Stjórnin á Frakklandi fallin Á Frakklandi er alt í öng- þveiti þessa stundina. Stjórn Ro- bert Schumans féll s. 1. mánu- dagskvöld; stjórnarflokkurinn klofnaði við atkvæðagreiðslu um f járveitingu til hersins. Atkvæð- in féllu þannig, að stjórnarand- stæðingar urðu 297, en með stjórninni voru 214. Stjórnin sagði samstundis af HARRY S. TRUMAN sér og hvort að Vincent Oriol forseta tekst að mynda nýja stjórn, er eftir að vita. Stjórn Frakklands var sam- vinnustjórn lýðveldissinna og sósíalista. En sósíalistar skárust úr leik; fylgdu kommúnistar þeim eindregið við atkvæða- greiðsluna, en de Gau-lle-istar lýðveldissinnum. Virðast þarna aðalflokkarnir hafa leitt hesta sína saman. En að í flýti verði aftur hægt að sam- eina einhverja þeirra, til að mynda stjórn, er ekki líklegt. Eins og á stendur í Berlín, er fall stjórnarinnar mikið óhapp. Verkfalii járnbrauta- þjóna lokið Þær urðu sættir í verkfalls- máli járnbrautaþjóan s. 1. mið- vikudag, að verkamönnum yrðu greidd 17 cents í kauphækkun. Urðu lok málsins þessi undir hið síðasta á fundi, er verkamenn og Mitchell, verkamálaráðherra sam- bandsstjórnar áttu með sér. Virt- ist bæði verkamenn og ráðherra vera hinir ánægðustu. Járn- brautafélögin hafa kanske ekki verið neitt hrifin. FJÆR OG NÆR Skömmu eftir að prófessor Piccard kom seinast ofan úr há- loftunum, hitti hann dr. William Beebe, sem þá var alveg nýkom- inn neðan af hafsbotni. “Hvað sástu þarna uppi?” spurði Beebe. “Enga engla”, anzaði Piccard, “en hvað sást þú?” “Engar hafmeyjar”, anzaði Beebe. Gísli Blöndal látinn Það hræðilega slys vildi til s.l. fimtudagskvöld, að Gísli Blöndal maður háaldraður, var á gángi yfir Sargent Ave (hjá Home St.) og varð fyrir motór-hjóli; hlaut hann svo mikinn áverka, að hann dó af því morguninn eftir. Gísli var 82 ára og var sonur séra Markúsar, Gíslasonar prests á Blöndudalshólum og síðar á Stafafelli í Lóni í Austurskapta- fellsýslu. En móðir hans hét Matta Einarsdóttir prófasts í Stafholti. Kona Gísla, Lára Vig- fúsdóttir lézt fyrir nokkrum ár- um, hún, var skaptfelsk að ætt. Gísli kom vestur um haf fyrir 50 árum, hann bjó um skeið í Nýja-íslandi, en lengst af í Winnipeg og stundaði húsamáln- ingu. Börn þeirra Gísla og Láru voru þrjú: Mrs. Lillian Bowley í Winnipeg, Mrs. S. Fowler í Schumacker, Ont. og Gustav, er býr í Chicago. N Jarðarförin fór fram frá J. Thomson útfararstofu í gær. — Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. * * * Hrefna ólafsdóttir frá Wash- ington, kom til Winnipeg s. 1. fimtudag; hún er að finna frænd- fólk sitt hér nyrðra, sem býr út í Minnedosa-bygðinni. — Hrefna kom vestur um haf fyrir nærri tveim árum, er dóttir Ólafs bónda á Knarrarnesi í Vogum, en stundar heimilisstörf hjá Thor Thors sendiherra í Washington. Dr. Pétur Jakobsson og frú frá íslandi komu til bæjarins frá New York s. 1. viku. Dr. Pétur hefir verið við framhaldsnám hér vestra í New York í þrjá mánuði og verður á sjúkrahúsum bæði í Chicago og Baltimore í aðra 3 mánuði. Norður kom hann til að sjá sig um á fornum slóðum, því hann kom hingað barn með for- eldrum sínum fyrir mörgum ár- um, en fór aftur heim með þeim 14 ára gamall. Foreldrar hans voru Jón Ármann Jakobsson og Valgerður kona hans. Síðan eru nú 28 ár; hefir hann varið mikl- um tíma til náms bæði heima og í Danmörku og verið víðförull. — Síðari árin hefir hann verið læknir heima og tekur við sér- stakri deild á spítala í Reykja- vík, er hann kemur aftur heim; lýtur nám hans hér einnig að því, að kynna sér fyrirkomulag slíkra deilda. Kona hans, Margrét Ein- arsdóttir, kom vestur um haf 1. júlí og aðallega til að vera með honum í ferðinni hingað norður. Héðan fóru þau suður til Chi- cago s. 1. mánudag og verður dr. Pétur þar við nám, sem áður get- ur. Honum þótti mjög gaman að koma til Winnipeg, og kunni hér hið bezta við alt. Hann brá sér og norður til Ashern og vestur til Baldur, en þar átti hann frænd- fólk. Hann mundi hér vel eftir mönnum og stofnunum frá fyrri árum. Hann dvaldi hjá Jónas- son’s systkinunum, 693 Banning St., meðan hann var í Winnipeg. * * * Ragnar H. Ragnar hljómleika- kennari og frú, eru stödd í bæn- um Þau eru að leggja af stað til íslands og voru hér nyrðra að kveðja kunningjana. Frá New York er gert ráð fyrir að sigla 30. júlí. Hjónunum fylgja héðan inni- iegar heillaóskir og þakklæti íyrir starf Ragnars um langt skeið í söngstjórn og ótal, ó- gleymanlegar söngskemtistund- ir; þeirra verður hér lengi saknað Ragnar átti hér hvar sem hann dvaldi eða kom víðtækum vin- sældum að fagna. * * * Skírnarathöfn í ferð sinni vestur til Wyn- yard, Sask., síðustu helgi, skírði séra Philip M. Pétursson ungan son þeirra hjóna Mr. og Mrs. Herman V. Melsted. Barnið heit- ir Gerald Gordon Thor Melsted. Athöfnin fór fram á heimili Mr. og Mrs. J. Bjarnason, foreldra Mrs. Melsted. Nokkrir vinir og ættingjar voru viðstaddir. Mrs. Melsted var í heimsókn til for- eldra sinna, en fer innan skamms aftur til Oxbow, Sask., þar sem þau hjónin hafa dvalið síðastliðið ár. * * * Séra Eiríki Brynjólfssyni og frú hans, var haldið samsæti á Alexandra hótelinu af stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins s. 1. mánudagskvöld. Var nefndin að kveðja prestshjónin, en þau Jeggja af stað n. k. fimtudag til fslands. Séra Eiríkur hefir þjón- að Fyrsta lút. söfnuði hér ár- langt og áunnið sér mjög miklar vinsældir. Hann hefir tekið mik- inn þátt í íslenzku félagslífi og verið því hin bezta stoð. Honum fylgja einlægar þakkir fyrir það og árnaðaróskir allra Vestur-fs- lendinga. * * * Magnús Markússon skáld er nýfluttur og er hið nýja heimil- isfang hans að 704 Langside St. Sími 88118. Vinir hans eru beðnir að minnast þessa.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.