Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1948 Frá utanför Ölafs Thors Bundinn er endi á bresk-íslenzku viöskiptasamninganna Við tölum um það hér heima, að fsland sé komið í þjóðbraut, sagði Ólafur Thors, er ritstjóri blaðsins hitti hann að máli í gær. En þó taki ekki nema nokkrar klukkustundir nú orðið að fara á milli íslands og Parísar, þá kemur maður óneitanlega æði mikið nær því, sem er að gerast í heiminum og máli skiftir, með því að fara héðan og þangað. Ólafur Thors kom heim í fyrra- dag með flugvél, ásamt frú sinni. Hafa þau verið erlendis síðan 4. maí eins og fyr hefir verið minst á hér í blaðinu. Fór hann fyrst og fremst til London fyrir ríkis- stjórnina ,til þess að fá lokið við nokkur meginatriði í viðskifta- samningnum við Breta, er voru óaf gerð, þegar hinir bresku samn ingamenn fóru héðan í febrúar s. 1. Áður en þeir samningar vorv teknir upp að nýju í London, skrapp Ólafur, eins og fyr hefir verið minst á, til Haag, á undir búningsfundinn, er haldinn va; þar, undir stofnun Bandaríkja Evrópu. Lauk síðan við samninga í London. En brá sér til Parísar, að þeim loknum. — Þar var hann einn dag á fundi þeim, sem full- trúar Marshallríkjanna sitja, en fulltrúi fslands á þeim fundi er Pétur Benediktsson sendiherra. — Hvernig voru undirteknir heimsblaðanna undir Haag-fund inn að honum loknum? — Um öll lönd Vestur-Evrópu hefir verið mikið rætt og ritað um ráðstefnuna í Haag, eftir að i henni lauk. Verður ekki betur séð, en hvarvetna sé hinn mesti áhugi fyrir því, að baráttunni verði haldið áfram, fyrir stofn- un Bandaríkja Evrópu. Næsta merkilega sporið verður að kveðja saman þing, sem á að semja frumvarp að stjórnarskrá fyrir hin væntanlegu bandaríki, segir Thors. Annars er þetta mál frekar efni í bók en blaðagrein. Fer eg ekki út í þá sálma að þessu sinni, enda hefi eg heyrt, að Finnur Jónsson alþm., sem var fulltrúi íslands á Haagfundinum, ásamt mér, hafi haldið tvö útvarpserindi um mál- efni þessa fundar. Eg tel mjög nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga, að fá sem fylsta og nákvæmasta vitneskju um það, sem er að gerast í þessu sameiginlega velferðarmáli V.- Evrópu þjóðanna. Að sönnu má segja, að vegna legu landsins, hafi íslendingar nokkra sérstöðu í þessu efni. Hinsvegar er ákaflega skiljau- legt, að V.-Evrópuþjóðir, er gengið hafa í gegnum hörmungar og mannraunir tveggja styrjalda geri nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að forðast það, að sama bölið endurtaki sig, einu sinni enn eða eitthvað enn- þá verra. En um það voru allir sammála. sem á Haagfundinn komu að lík- legasta leiðin til að komist verði hjá styrjöld, sé sú að V.-Evrópu- þjóðir geri með sér bandalag. Kjörorð ráðstefnunnar í Haag var þetta: Við verðum að fórna nokkru af hinnu formlega full- veldi, til þess að öðlast og varð- veita það raunverulega. Hinn ókrýndi konungur ráö- stefnunnar var Winston Church- ill. Hann flutti þar þrjár ræður, er voru hver annari snildarlegri. En margir mintust á hann í ræð- um sínum, sem mannsins er bjargað hefði Evrópu, í síðustu styrjöld, úr klóm einræðisins. Síðan vékum við talinu að samningagerðinni í London, og komst Ólafur að orði á þessa leið: Þegar eg fór að heiman, stóðu málin þannig: í febrúarmánuði s. 1. höfðu ver- ið gerðir viðtækir samningar milli íslendinga og Breta um verzlunarviðsifti. Eitt af veigamestu atriðum þessa samnings var að*fslending- ar seldu Bretum allt að 8000 smá- lestum af hraðfrystum fiski. — Féllust Bretar á að kaupa fiskinn sama verði og þeir greiddu ís- lendingum í fyrra fyrir sams- konar fisk, enda þótt það verð væri um 34 sterlingspundum hærra á tonn en frjálst markaðs verð á hraðfrystum fiski í Eng- landi. Jafnframt hétu íslendingar að selja Bretum allt að 13 þús tonn af síldarlýsi. Verðlag á lýsinu var ákveðið samkvæmt venju undanfarinna ára, þ. e. a. s. 5 stpd. lægra á tonn en Bretar myndu greiða Norðmönnum fyr- ir hvalolíu þá, er þeir hugðust kaupa of norskum hvalaleiðangr- um í maí-mánuði. Stafar verð- munurinn nú sem fyrr bæði af því að hvalolían er lítið eitt verð- mætari en síldarlýsið. En auk þess skila Norðmenn olíunni til Bretlands, en Bretar sækja lýs- ið til íslands. Verðlag þetta gilti og fyrir þau 5000 tonn af síldar- lýsi er íslendingar seldu Bret- um í sambandi við ísfisksölun^t til Þýzkalands. Var nú ætlað, að tryggilega væri frá málum gengið á báða bóga. En þetta fór öðruvísi en ætlað var því að þegar til kor^ tókst Bretum og Norðmönnum ekki að ná samkomulagi um verö- ið á hvalolíunni. Heimtuðu Norðmenn 110 stpd fyrir tonnið, en Bretar buðu 90. Vildi hvor- ugur slaka til, og varð því ekkert úr kaupum. Með þessu skapaðist nýtt við- horf, er eigi hafði verið ráð fyrii gert í samningum íslelndinga og Breta í febr. Varð því að gera saminga að nýju um þessi máls- atriði. Stefán Þorvarðarson sendihr., og eg fórum með þá samninga af hálfu fslendinga, en fjórir breskir stjórnarfulltrúar af hálfu Breta. í þessum samningaumleitun- um var því hladið fram af hálfu okkar íslendinga að enda þótt Norðmenn hefðu ekki selt Bret- um hvalolíu þá hefðu þeir þó selt hana öðrum þjóðum fyrir 110 stpd. tonnið. Af því leiddi, að íslendingar ættu samnings- legan rétt á 105 stpd. fyrir síld- arlýsistonnið. Bretar bentu hinsvegar á, að í febrúar samningunum væri skýrt fram tekið, að miða skyldi við það verð, sem Bre^ar greiddu Norðmönnum fyrir hvalolíu. Nú hefðu Bretar ekki séð sér fært að greiða Norðmönnum það verð, er þeir kröfðust. Hins vegar hefðu Bretar keypt þessa sömu vöru af ýmsum öðrum og engum greitt hærra verð en 90 stpd. á tonn. Hefðu Bretar fyrir það verð keypt a. m. k. jafn mikið anda, að okkur, sem sömdum fyr- ir hönd íslendinga, er ljúft og skylt að votta, að vafasamt er aý aðrir séu Bretum fremri í því að líta með sanngirni á rétt rök og eðli málsins, hvort sem það gegn- ir hagsmunum þeirrá sjállfra bet- ur eða miður. Höfðuð þið aðra samninga með höndum í London fyrir ísl. ríkis- stjórnina? Já. Við sömdum þar við aðra fulltrúa frá bresku stjórninni, en þá, er unnu að aðalviðskifta samningnum, um ýms atriði við- víkjandi framkvæmd fisksölunn- ar til Þýzkalands. En þar kom hið sama fram, og við aðal samn- ingana, að bresku samninga- mennirnir voru mjög sanngjarn- ir í okkar garð. Eg tel mér skylt að taka það fram, sagði Ólafur Thors, að eg er mjög þakklátur fyrir þann anda velvildar og vin- áttu, sem var mjög áberandi í okkar gorð, bæði frá hendi þeirra ráðherra bresku stjórnarinnar sem eg hitti, og eins frá hendi þeirra umboðsmanna bresku stjórnarinnar, sem eg hafði sam- skifti við. Milli mín og Stefáns Þorvarðarsonar sendiherra ríkti hið besta samkomulag. —Hvað gerðist markverðast í ferð þinni til Parísar? Skömmu eftir að eg kom þang- að, var eg sem áheyrandi á full- trúafundi þeirra þjóða, sem eru þátttakendur í Marshallaðstoð- inni. Pétur Benediktsson er full- trúi fslands á þeim fundi og hef- ir setið þar frá morgni til kvölds nú um all langt skeið. Það vildi svo til, að einmitt þegar eg var nýkominn til París- ar, kom Mr. Harrimann, fulltrúi Bandaríkjastjórnar, sem er stjórnandi Marshallaðstoðarinn- ar í Evrópu þangað. Aðalfor- stjórinn verður Hoffmann, sem kunngut er. Hann á að hafa að- setur í Ameriku. Mr. Harrimann flutti ræðu á fundinum, þar sem hann m. a. lagði áherzlu á að verkefni hans væri það og það eitt, að fást við þau verkefni, sem Marshallþjóðirnar fælu hon- Islendingadagurinn á Gimli 2. ágúst magn og Norðmenn höfðu selti um. Frumkvæðið yrði að sjálf- Manitoba Birds COWBIRD—Molothrus Ater Distinctmn. A small Blackbird, with short, sparrow-like bill. Male is jet black with metallic reflections and a seal^brown head. Female is uniform ashy-brown, lighter on throat. Western females show a faint striping below that is less apparent in eastern specimens. Juveniles are similar to females, but more light-buffy with many soft, broken, dark stripes below, and all feathers edged with buffy ochre. Field Marks. A small Blackbird, with dark eyes and short bill; no decided markings anywhere. Notes: a harsh rattle and a grating squeak. Nesting. Eggs laid in nests of other, usually smaller birds. Entirely parasitic. Once the foster-parents accept the intruding egg they do not make any difference between it and their own. It hatches a few hours earlier than other eggs and consequently is stronger and is able to monopolize the food from, and finally hoist the rightful occupants from the nest. Economic Status. From a study of their food, Cowbirds would seem to be purely useful birds. They consume large amounts of weed seeds and harmful insects and only small quantities of waste grain and wild fruit. However, as practically every Cowbird raised to the fledgling stage means the elimination of a nestful of other species, puts a different value on their activities. This spoce contributed by Shea's Winnipeg Brewery Ltd. MD212 fyrir 110 stpd. Bretar hlytu því að miða við 90 stpd. verðið á hvalolíunni og ættu því samn- ingslegan rétt til að fá síldarlýs- ið fyrir 85 stpd. Jajnframt betnu Bretar á, að enn væri ekki með öllu loku fyrir það skotið að þeir keyptu eitthvað af norsku hvalolíunni og þá á ekki hærra verði, en 90 stpd. tonnið. Færi svo, þá væru ákvæði febrúar- samningsins alveg ótvíræð, að þeim bæri að greiða 85 stpd. á tonn fyrir íslenzka síldarlýsið. Samningslokurðu þau, að Bret ar féllust á að hækka sig um 10 stpd. á tonn og greiða 95 stpd., eða sama verð og í fyrra fyrir lýsið frá sumarvertíðinni en vetrarlýsið skyldi samkvæmt feb- samningnum greiðast með tveggja sterlingspunda verði. Loks féllust Bretar á, að taka upp í samninginn nýmæli, sem vel getur reynst íslendingum til mjög mikilla hagsbóta. Efnislega er það þannig: Eftir að íslendingar hafa af- hent áðurnefnd 13 þús. tonn af síldarlýsi er þeim heimilt ef þeir óska að afhenda Bretum til við- bótar 12 þús tonn af síldarlýsi, fyrir 100 stpd. tonnið. Þessu lýsi fylgir enginn hraðfrystur fiskur. Þurfa íslendingar ekki að ákveða hvort þeir óska að selja þetta lýsi Bretum að einhverju eða öllu leyti fyrr en í októberlok og eru með öllu frjálsir að því, að selja það öðrum, ef þeir óska. Verði mikil síldveiði eða lækki verð á síldarlýsi, er hér um mikil fríð- indi að ræða. Hækki hnisvegar verðlag á síldarlýsi, er okkur frjálst að selja hæstbjóðanda þessi 12 þús. tonn. Eg held að þessi samningslok sanni, að Bretar vildu allmikið til vinna að geðjast fslendingum eftir að grundvöllur sá, er byggt var á í febrúar, hafði brostið. Og allar voru viðræðurnar í þeim sögðu hjá þeim. Það bar svo til, að Mr. Harri- mann var á fundi þessum einmití á þeim degi, er liðið var ár frá því að Marshall flutti hina frægu ræðu er hann í fyrsta sinn bar fram Marshalláætlunina. Fundar- menn sendu honum sérstakar þakkir sínar fyrir frumkvæði hans að hinum veiga mestu við- reisnartillögum, sem nokkru sinni hafa verið frambornar. Að því loknu hófust venjulegar umræður á fundinum. Fekk eg þar nokkurn kunnleik á störfum hans og þótti fróðlegt. Virtist mér þar gæta nokkurrar tog- streitu, einkum frá hendi tveggja þjóða, er eg hirði ekki um að til- greina hverjar voru. Allar ræður á fundinum eru hærrai annað hvort haldnar á ensku eða frönsku. Eftir að ræðumenn hafa lokið máli sínu hverju sinni, eru ræðurnar lesnar upp, þýddar, á það málið, sem ræðu- maður notaði ekki. Þar sem flest- ir fundarmanna munu skilja bæði tungumálin, ensku og frönsku. verða þeir að hlýða á hverja ræðu tvisvar, og mun mörgum þykja nóg um. — Hvernig var hljóðið í blöð- unum viðvíkjandi því, að framlög Marshallaðstoðarinnar yrðu lækkuð, frá því, sem um hefir verið talað? — Blöð í Frakklandi og Eng- landi hafa rætt það mál talsvert undanfarna daga. Hefir þar kom- ið fram allmikil gremja út af þessu. Er það þó almenn skoðun, að þessi tilraun einangrunar- sinna vestra, til þess að lækka framlögin muni mishepnast. — Virðast þeir Marshall og Vand- enberg senator og síðar bæði Stassen og Dewey vera mjög á- kveðnir í andstöðu sinni gegn þessum tilraunum og berjast þeir gegn einangrunarsinnunum af mestu einbeitni. — Er nokkuð fleira, sem þú Frá því var skýrt í síðasta blaði, hvernig hagað yrði til með milliferðir á hátíðina að Gimli 2. ágúst næstkomandi. Hér verður lauslega drepið á það, sem helst verður til skemt- unar að deginum. Alt er þó ekki mögulegt að minnast á, það yrði of langt mál, enda lang eðlilegast að fólkið komi og sannfæris*- sjálft um, að þar verður gaman að vera. Fjallkona dagsins, að þessu sinni, verður ungfrú Matthildur Halldórsson, (Mattie, eins og hún er oftast kölluð af vinum sínum). Hún er glæsileg stúlk? og íslenzk vel, prýðilega að sér í báðum málunum óg hefir starf- að og starfar enn mikið í sam- bandi við íslenzk mál og félags- skap, sérstaklega Icelandic Can- adian Club. i Minni Islands flytur að þessu snini, séra Valdimar J. Eylands. sem dvalið hefir árlangt heima á gamla landinu. Efast eg ekki um, að margir fagni að heilsa honum og heyra hann. Minni Canada flytur Normar Bergman, sonur lögfræðjngsins góða, H. A. Bergmans. Norman er glæsimenn, prýðilega vel máli farinn og hefir sérstaklega gott lag á að láta fólki ekki leið- ast. Hann flytur mál sitt á ensku. Kvæði verða einnig lesin fyrir Minni íslands og Minni Canada. eins og venja er til og sjálfsagt þykir vera. Sú nýbreytni verður í þetta sinn, að fjölmenn og góð hljóm- sveit spilar á hátíðinni að þessu sinni. f þessari hljómsveit er einn fslendingur, sem nýverið er kominn frá fslandi, Tryggvi Thorsteinsson, vélsetjari á Lög- bergi. Hann hefir af greiðasemi fyrir fslendingadags nefndina. gengist fyrir því að fá lög frá fs- landi til þess að spila við þetta tækifæri, og á fólk hér honum það að þakka, að því gefst kostur á að heyra íslenzk þjóðlög radd- sett fyrir hljómsveit heima á ís- landi. f hljómsveitinni eru yfir 30 manns, sem allir bera einkenn- isbúning. Nefndin hefir einnig verið svo lánsöm, að geta einnig boðið góð- an söng á fslendingadaginn, þó hinn vinsæli Karlakór íslehdinga í Winnipeg verði þar ekki að þessu sinni. Við höfum fengið tvo ágæta einsöngvara. Hina þjóðkunnu og vinsælu söngkonu, frú Rósu Hermannsson Vernon og Mr. Elmer Nordal, sem er ungur og glæsilegur Baritone söngvari og hefir oft skemt ís- lendingum vel. Ýmislegt fleira verður til skemtunar að deginum. íslenzk- ar hljómplötur verða spilaðar að morgninum og inn á milli ef hlé verður. Allskonar íþróttir fara þar fram og mörg og góð verð- laun gefin, og auk þess verður kept um bikara íslendingadags- ins. Ennfremur verður þar sýnd bogalist. Með öllu þessu andlega verð- mæti verða ágætar veitingar til sölu, sem framreiddar verða í hinni nýju byggingu við dans- salinn, svo fólk getur notið þar hressingar og hvíldar betur en undanfarið. Skreyting garðsins verður einnig á nokkuð annan veg en áður og mjög smekklega frá öllu gengið. Hljóðaukar verða þar góðir og almennur söngur aó kveldinu, klukkan sex. Dansinn byrjar klukkan níu og stendur yfir fram yfir miðnætti. Buses fyrir alla, sem vilja flytja fólk fram og til baka frá Winnipeg og Gimli, svo þeir sem vilja geta notið skemtunarinnar að kvöld- inu, því busin bíða eftir þeim til klukkan tólf á miðnætti ef þeir hafa farið með þeim til Gimli. Takið eftir auglýsingu um Buses í blöðunum. Notið þau. Og f jöl- mennið á íslendingadaginn 2. ágúst. Þar verður mjög fjölþætt skemtun, góð skemtun og vina- rík. Komið öll, sem getið. Eg hygg, að enginn muni verða fyrir vonbirgðum að dvelja að Gimli annan ágúst, næstkomandi. D. B. vilt segja mér markvert úr ferð- inni? — Af ótalmörgu, sem eg gæti í frásögu fært, skal eg aðeins nefna þetta tvent. Við lestur erlendra blaða verð- ur manni oft hugsað til þess — hversu illvíg stjórnmálabaráttan er á fslandi. Hitt, sem eg vil minnast á, er það, að nú er eg í fyrsta skifti kom til Bretlands eftir að ófriðnum lauk, komst eg ekki hjá að veita því athygli, hversu harðri baráttu bresk3 þjóðin berst um þessar mundir. Það hlýtur að vekja aðdáun allra, að þjóðin, sem með eindæma þrautseigju og þreki sigraðist á þeim örðugleikum, sem margir töldu óyfirstíganlega, og því öllum öðrum fremur hefir frels- að mannkynið frá kúgun ein- ræðisins, skuli nú leggja harðara að sér en nokkur önnur þjóð, til þess að rífa sig upp úr þeim örð- ugleikum, sem stríðsfórnirnar færðu henni að dyrum. —Mbl. 10. júní "Eg les hugsanir fólks. Eg get alveg sagt um, hvað fólk er að hugsa". "Ó, fyrirgefið þér. Eg bið yður innilega afsökunar". 4 Innbrotsþjófurinn (heima hjá sér): "Það er langtum auðveldara að opna slöttungs-peningaskápa — heldur en þessar bölvaðar niður- suðudósir". VERZLUNARSKÓLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA s

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.