Heimskringla


Heimskringla - 21.07.1948, Qupperneq 3

Heimskringla - 21.07.1948, Qupperneq 3
WINNIPEG, 21. JÚLf 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA SKÍTUGUR LEIR __ » I Hugleiðing um síðustu bók Laxness Eitir Kristján Albertson 1. Eftir sinn glæsilega sagnabálk um Jón Hreggviðsson og samtíð hans hefur Halldór K. Laxness tekið sér hvíld frá alvarlegum ritstörfum og skrifað Atómstöð- ina, sögu, sem erfitt er að skír- greina með einu orði. Þó að kafl- ar séu í sögunni samboðnir skáldi og sumstaðar alvarleg ádeila, þá er hún þó að meginefni meir í ætt við lipurlega saminn flimtleik eða revy, með gróflega uppriss- uðum mannlýsingum og skrípa- legum hnútum og skopi um sam- tímaviðburði. En þegar skáldið flýgur lægst verður sagan að pólitísku níðriti, sem hvorki að sannsögli né viti tekur því fram, sem óvandaðast er af þessu tagi í sumum íslenzkum blöðum. Eg hef verið að furða mig á, því, að enn skuli ekki hafa sézt einart og skynsamlegt orð um þessa bók í nokkru blaði. Við hvað eru menn hræddir? Hin mikla leikni Laxness í að orða hugsun sína, komast nýstár- lega og smellið að orði, er söm í þessari sögu og öðrum rituni hans — á þetta stara menn, i aðdáun og feimni, úr hæfilegri f jarlægð, og hneigja sig, og segja meistaraverk, og vita eiginlega ekki hverju við eigi að bæta, hér er svo mikill maður á ferðinni, sjálfur Laxness, vissara að fara varlega........ Hefðir íslenzkrar ritmenningax eins og annara stórra bókmennta, voru alla tíð fyrst og fremst krafa um heilindi, manngildi og vitsmunagöfgi, sem megineink- enni hins einstaka verks. Andi^ hvers listaverks skiptir meira máli en allt annað, og engin rit- leikni né formgáfa getur bjargað verki, sem sprottið er upp úr gruggi óhreinna hvata. Eg sé ekki að Laxness sjálfum, né íslenzkri siðmenningu ,sé með því neinn greiði gerður, að hlífst sé við að tala í fullri hreinskilni um þá háðung, að höfuðskáld, sem nú stendur með pálmann í höndunum, sem einn af mestu höfundum íslenzkunnar, skuli sjóða saman sögu, sem að mjög miklu leyti er ekki annað en ó- svífinn og smekklaus lygaþvætt- ingur. 2. Það er upphaf þessa máls, að haustið 1946 hefjast, sem oftar, magnaðar pólitískar æsingar á ís- landi, út af flugvallarsamningn- um við Bandaríkin. Nú vita allir að íslenzk blöð taka stórt upp í sig, þegar svo ber undir. Það var meðal annars látið flakka á prent að stjórn og þing væru að selja landið fyrir dollara. Hvaða dollara — hver fékk þessa dollara? Mér vitan- lega hefur enginn dirfst að halda því fram, að nokkur þingmaður hafi þegið mútur né fríðindi fyr- ir að greiða samningnum atkvæði ■— og mundi þó ekki hafa verið látið liggja í láginni, ef grun- semdum af því tagi hefði verið til að dreifa. Og ekki fékk ríkið heldur neina dollara — enda al- vitað að síðan flugvallasamning- urinn var gerður höfum við orð- ið fátækari af þeim gjaldeyri með degi hverjum, og nú skilst manni að ísland eigi ekki einn einasta dollar framar. Enginn maður með heilbrigðu viti getur efast um, að þeim, sem samninginn gerðu og samþykktu, getur ekki hafa gengið annað til en að gera það, sem þeir töldu sjálfsagt, sanngjarnt og vitur- legt, eins og nú stendur á í heim- inum. Þá voru og um sömu mundir Önnur brigsl á ferðinni — þau ó- smekklegustu, sem eg minnist að hafa séð í íslenzkum blöðum. — Stjórnin átti að hafa gripið ti! lymskufullra ráða, til þess að svæfa þjóðina, meðan verið væri að fremja landráðin: Að senda eftir beinum Jónasar Hallgríms- sonar til Kaupmannahafnar og láta flytja þau heim, í þeirri von að þjóðin yrði þeim svo fegin, að hún steingleymdi því að verið væri að selja landið undan fótum hennar. Einn dag í ágúst 1946 var eg að ganga með Ólafi Thors, þá forsætisráðherra, út úr herbergi hans í Stjórnarráðinu, en þegar við opnum dyrnar stendur þar Sigurjón Pétursson, og hafði verið að því kominn að berja að dyrum. Ólafur Thors bauð hon- um inn fyrir, en Sigurjón kvaðst aðeins þurfa að tala við hann tvö orð, samtalið fór því næst fram í gáttinni og stóð í svo sem eina mínútu. Sigurjón vísaði til bréfs, sem hann hefði skrifað forsætisráð- herra, og skírði frá því, að Matt- hías Þórðarson, þjóðminjavörður færi til Hafnar daginn eftir, að sinni tilhlutun, til þess að reyna að finna bein Jónasar Hallgríms- sonar, í kirkjugarðinum þar sem hann hefði verið grafinn. Hefð: hann beðið stjórnina að láta síma sendiráðinu í Kaupmannahöfn og mæla svo fyrir, að það skyldi veita þjóðminjaverði nauðsyn- lega að stoð til þess að fá leyfi yfirvaldanna til að leita að bein- um skáldsins í gröf hans. — Ólaf- ur -Thors kvaðst hafa ákveðið að verða við þessari ósk, og mundi ríkissjóður að sjálfsögðu bera kostnaðinn af för þjóðminjavarð- ar. Samtalið bar greinilega með sér, að þetta voru hin einu af- skipti hans af málinu áður en Matthías Þórðarson færi utan. Frásögn mín um þetta viðtal er auðvitað í mesta máta ónauð- synlegt innskot. Engum manni með fullu viti hefur nokkru sinni dottið í hug að leggja trúnað á þennan tilbúning um stjórnar- pöntun á beinum listaskáldsins, svo að almenningur hefði um annað að hugsa meðan landið væri selt — enda ekki til 'þess ætlast af upphafsmönnum sög- unnar. — Einhvern veginn verð- ur að skaprauna andstæðingnum, og halda fylgismönnum við efn- ið. Þjóðirnar hafa helgi á jarð- neskum leifum sinna mestu manna. Frakkar sóttu bein Nap- oleons til St. Helena og fluttu þau til Parísar, Norðmenn sendu eftir beinum Richard Nordraaks eftir að þau höfðu legið meir en hálfa öld í moldu í Berlin. Rúss- ar hafa lík Lenins til sýnis í graf- hýsi á Rauða torginu í Moskva. En var þá vissa fyrir því, að það væru bein Jónasar Hall- grímssonar, sem þjóðminjavörð- ur flutti heim? Ef svo hefur þótt að á því gaeti leikið vafi, þá var þó skylt að ræða það mál með stillingu og rökum og lubbaskap- arlaust — fyrst og fremst vegna minningar skáldsins, en líka vegna þess manns, sem taldi sig hafa fundið jarðneskar leifar Jónasar og flutt þær heim. Matt- hías Þórðarson hafði aldrei ver- ið riðinn við lýgi né falsanir né pólitísk hneykslismál. Hann er einhver vandaðasti maður til orðs og áeðis, sem nú er uppi á íslandi. Hann hefur auk þess flestum nú- lifandi mönnum fremur sýnt minningu Jónasar Hallgrímsson- ar ræktarsemi og ást, varið ti’ þess mörgum árum að rannsaka æfi hans, rita sögu hans og gera úr garði sem vandaðasta útgáfu af öllum verkum skáldsins. Eng- inn var honum ólíklegri til þess þess að hafa minningu skáldsins að hégóma, né telja sig hafa fund- ið jarðneskar leifar hans, án þess að vera algerlega sannfærður um að svo væri. Þessi maður, og með honum ótal aðrir af beztu mönnum fs- lands, voru sannfærðir um að bein Jónasar Hallgrímssonar væru í kistu þeirri, sem grafin var í heiðursreitinn á Þingvöll- um. Það var því í meira lagi vafa- söm nærgætni við íslenzku þjóð- ina að gera sem mest úr þeim mistökum, sem urðu í sambandi við þetta mál, og að elta þessa kistu fram á grafarbarminn með fíflalátum og hropi og hákveðl- ingum. Einn maður taldi þó að ekki hefði verið nóg að gert — og sá maður settist við að sjóða saman Atómstöðina. 3. Hvernig stendur á því að Hall- dór Laxness hefur leiðst út í að skrifa þessa bók? Hann hefur alla tíð verið ein- hver stríðnasti maður á íslandi. Sá, sem ekki skilur að stríðnin er ein af hans sterkustu ástríðum, getur aldrei skilið verk hans nema að litlu leyti. Stríðni getur verið tiltölulega meinlaus, á stundum jafnvel skemmtileg, en þó aldrei talist til hinna stóru mannlegu eigin- leika. Hún getur verið fyndin eða ófyndin, Stuðst við einhvern sannleig, eða engan. Á vissum takmörkum verður hún að smekk- leysi eða ruddaskap eða hreinum kvalaþorsta (sadisma), og veldur þar um mestu hvort hún snýst um smámuni eða reynir að hæfa viðkvæmar tilfinningar, svo sem virðing manna fyrir því, sem þeim er heilagt. Stríðni Laxness er broslaus. Hann stríðir byrstur á brún, — lætzt vera réiður eða hneykslað- ur, gerir sér jafnvel upp spá- mannalega gremju, eins og í hinni frægu setningu í Vefaran- um mikla frá Kasmír, þar sem eiginkonan er kölluð svívirðileg- asta skækjutegund sem fram hafi komið í sögu mannkynsins. Laxness hefur alla æfi verið haldinn af alkunnum kvilla, sem tíðastur er hjá ungum höfundum, en eldist af flestum með vaxandi alvöru. — Þessi kvilli lýsir sér í áberandi löngun til þess að épat- er les bourgeois, eins og Frakkar kalla það, þ. e. a. s. ganga fram af borgurunum — segja ein- hverja ósvífni, verulega krass- andi, svo að heiðvirður lesandi, sem á sér einkis ills von, rjúki upp í vonsku og geti síðari ekki um annað talað en frekjuna og blygðunarleysið í þessum dæma- lausa höfundi. Þetta sport er stundum ekki illkynjaðra en svo, að það verður að fyrirgefast ung- um mönnum, sem eru að reyna að vekja athygli á sér, með góðu eða illu. Tilhneigingin er mun hvim- leiðari þegar hún er orðin að sí- bernsku-kvilla hjá höfundum á fullorðinsskeiði. “Eg hef gert mér að reglu að styðja Jesú kall- inn á þingi”, segir ein af persón- unum í Atómstöðinni. — Skrif Laxness eru full af svona strák- skap. Beethoven (sem Laxness finnst fyndnara að láta kalla Bit- hófen — af hverju veit eg ekki), “var hrifinn af nokkrum greif- ynjum á svipaðan hátt og gaml- ir klárar af stóðmerum”, segir ennfremur í sögunni. Orðin eru lögð í munn alvarlegrar óspiltr- ar sveitastúlku sem komin er ti’. Reykjavíkur til að læra að spila á orgel, það er hún sem segir sög- una — en svona skrifar hún ekki — svona skrifar enginn nema Laxness sjálfur. Beethoven var heilagur maður. Við vitum ekk- ert um sálarlíf hans, sem ekki væri hreint, stórbrotið og göfugt, og líf hans var eitt óslitið hetju- afrek, framið í lotning fyrir hinu æðsta í lífinu, fyrir baráttu, ást og hamningjudraumi manns- hjartans. Þeim konum, sem hann unni eigum við að þakka hina innilegustu og voldugustu tóna. sem kvenleg fegurð hefur vakið til lífs í brjósti mikils tónskálds. Hann er elskaður af fleiri mönn- Left to right: Glen MacKinnon, Ben Hashimoto, Ian Blicq, Charlie Crow, Bob Jackson and George Chapman. Members of the “Dope Fiends” prepare for test flights. Bob Jackson, left and Charlie Crowe, right, put the finish- ing touches to their entries. Highlights of the Model Aero- plane builders year, the annual T. Eaton Co., Model Aircraft contest is slated to be held, weather permitting, next Satur- day afternoon July 24th, at Red- wood and Keewatin. First flights in the contest will commence promptly at 2.30 p.m. With a prize list exceeding $530.00. $100.00 of which will be awarded to the Grand Champion of the 'meet, models from rub- bered-powered sticks, to the lat- est in gas models will take the air, each contestant hoping to be named Grand Champion. In ad- dition to the above prize, the Grand Champion in Gas Model Class will be the guest of Acme Motors Limited at the Plymouth Motor Corporation Second In- ternational Model Plane Contest to be held in Detroit, Michigan, August 18th to 23rd, 1948, on an all expense paid trip. For the convenience of spectat- ors and entrants alike, the T. Eaton Co. Limited, will run spec- ial buses to the Flying Field from Logan and Keewatin. um en nokkurt annað tónskáld. Því þá ekki að svívirða hanti — og þær konur sem hann unni? Fyrir nokkrum árum ákváðu fslendingar að grafa sín mestu skáld við hjartastað landsins ,á Þingvöllum. Þétta var falleg hugmynd. Fyrir hana verður Þingvöllur í framtíðinni enn helgari staður en áður, og knýtist* stöðugt sterkari böndum við sögu þjóðarinnar. Nú hefur Laxness lagt leið sína í grafreit skáldanna á Þingvöllum. — f hvaða erind- um? Frá því er sagt í Eyrbyggju að fornmenn höfðu helgi á nokkr- um hluta Þórsness — sá staður var helgaður goðunum. Mátti engin óvirða hann með því að ganga þangað örna sinna. En til voru menn þannig skapi farnir, að þeir þurftu endilega að ganga örna sinna einmitt þangað, sem bannað var, til þess að særa til- finningar þeirra sem helgi höfðu á staðnum. Er hægt að komast hjá því að hugsa til þessara manna, þegar maður les síðustu bók Laxness? 4. En hér kemur fleira til greina en stríðni Laxness, iðkuð sem sport — nefnilega hin pólitíska heift minnihlutamanns, með málstað, sem mjög á í vök að verjast. Málstaður kommúnismans hef- ur tvinnast saman við málstað stórveldis, sem af andstæðingum sínum er sakað um það tvennt, Framh. á 7. bls. Skrifarinn: “Forstjóri, get eg fengið frí í dag? Eg þarf nefni- lega að vera við jarðarför úti á íþróttavelli”. SMÁVEGIS Thomas heitinn Edison upp- finningamaðurinn heimsfrægi, var býsna oft utan við sig. Þegar hann var að koma úr brúðkaups- ferð sinni og stóð á járnbrautar- stöðinni, tók einn af lestrarþjón- unum eftir því, að hann var æði viðutan og mælti: “Hafið þér nú ekki gleymt eir.- hverju, herra Edison?” Edison þreifaði í alla vasa sína en gat ekki orðið þess var, að hann hefði tapað neinu. Þá varð honum af hendingu litið upp í einn lestargluggann og kom auga á hina ungu konu sína, ógnarlega einmanna og yfirgefna. “Það er alveg satt, ekki má eg gleyma blessaðri konunni minni” æpti Edison og þaut inn í lest- ina til að sækja kvenmanninn. “Af hverju sagðirðu honum, að það væri ekki nema fimm mín- útna gangur á stöðina, en þetta er stífur hálftíma gangur?” “Æ, bæði var nú það, að hann var svo einstaklega geðugur, og svo virtist hann vera ósköp þreyttur, svo eg vildi ekki hrella hann.” • “Eg varð að borga 10 krónur fyrir að láta draga úr mér tönn um daginn.” “Og eg varð að borga 20 fyrir að láta setja nýja tönn í efri góm- inn á mér”. “Ekki er nú furða þó að tan-'- læknarnir maki krókinn, þetta skyldi þó ekki hafa verið sama tönnin?” BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld *- Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. COUNTER SALESBOOKS

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.