Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1948 fStofmtlt 188«) Cemui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fvrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1948 G. S. THORVALDSON, K.C Flytja vopnaðar lestir Berlin-búum matvæli? (Eftirfarandi grein er skrifuð af Wilson Woodside, er um merkari málin á dagskrá þjóða heimsins skrifar iðulega í blöð og rit hér vestra. Þessi grein hans um það mál, er öllum er nú efst í huga, Berlínar-málið, er hér þýdd úr blaðinu Saturday Night.) Það eina, sem í veg hefir komið fyrir, að vestlægu þjóðimar eru ekki enn farnar úr Berlín, er hinn gífurlegi matvæla flutningur þangað með flugförum. íbúum Austur Þýzkalands og Rússum hefir vaxið þetta svo í augum, að það er ekki ólíklegt, að það hafi einhver áhrif á útkomuna í deilunni um Berlín. Þjóðverjar í Frankfurt eru hissa á því sem fram fer þar á Rín Main flugvellinum, en þaðan er mikið flutt til Berlínar. Rússar eru sér þess einnig meðvitandi. Þeir geta ekki vel gert sér grein fyrir því að Bandaríkjunum skuli hafa verið kleift, að koma á fáum dög- um því til leiðar að þangað streymi tugum saman fjögra hreyfla flugvélar, er flogið hafa kring um hálfan hnöttinn: frá Hawaii, Alaska og Panama, með vörubirgðir. Og ekki hefir minna kveðið að því, sem R.A.F. hefir verið að gera, þó sjaldan sé á það minst í blöðum í Bandaríkjunum og Canada. Eg mintist á það í síðasta blaði, að hávaðinn frá þessum flug- förum, sem í Berlín lenda að jafnaði eitt á hverjum tveimur mínút- um, allan daginn og auk þess stundum hálfar næturnar, vekti hugsunina um hvort alt væri með feldu og hvort að þetta boðaði ekki beinlínis eða óbeinlínis stríð. Síðan hafa blöð Rússa í Berlín talað um, að þetta væri óþolandi, að lofa fólki ekki að sofa og að íbúar vesturhluta borgarinnar ættu að stöðva þetta. Það væri líkast leifturstríðinu yfir London fyrir nokkrum árum. En íbúar vestur- hluta borgarinnar bera þetta með ró og stillingu. Það stendur heldur aldrei á þeim, að taka til starfa við afhleðslu, á hvaða tíma, sem flugförin ber að garði. Haldast vestlægu þjóðirnar við í Berlin? Social Demokratar hafa oft þúsundum samana gengið í fylk- ingu um borgina og krafist þess, að íbúarnir beittu sér á móti Rúss- um jafnvel þó líf yrði að leggja í sölur fyrir það. Annars æddu Rússar yfir alt Þýzkaland og alla Evrópu. Þetta eru nú skýlaus meðmæli með stefnu vestlægu þjóðanna í Þýzkalandi. En nægja þau ein? Höfum við nokkra stefnu ennþá tekið, er tryggir vestlægu þjóðunum dvöl til langframa í Berlín? Á hvern hátt ætla þær að laða eða þröngva Rússum til að opna járn- brautum aftur leiðina til Berlínar? Og hvaða vissu hafa þær fyrir þó þetta tækist, að samningurinn um það yrði ekki rofinn þegar Rússum þætti það þóknanlegt. Blaðið New York Times álítur að byrjunin ætti að vera sú, að prenta samningsskjölin (the White Papers) er sýna rétt vestlægu þjóðanna til að vera í Berlín. Ennfremur hvernig þær hliðruðu til við Rússa um að fá að vera þar einnig, þó frá landvinninga-sjónar- miði, ættu þeir þar til lítils réttar að telja. Þessi skjöl og samn- ingar og alt sem um getur í þeim, ætti segir blaðið að birta. Sama blað lagði til fyrir skömmu að vestlægu þjóðirnar hlæðu lestir af vörum og sendu verndaðar af herliði til Berlínar. Ef Rússar skyldu reyna að stöðva matvörusendingarnar með skothríð, þá er alveg eins vel að við horfumst nú í augu við það eins og síðar. Það er ekki ljóst hvað mikið fylgi þessi stefna hefir vestan hafs. Og Frakkland mun tæplega undir það búið, að ganga svo langt. En þessu var þó hreyft fyrir skömmu í blöðum bæði í Bret- landi og í Banadríkjunum, sem eina sporinu, sem til úrslita um vegabannið væri líklegt. Canada hefir haldið sig frá því, að örfa til svona mikilla átaka til þessa þrátt fyrir þó hún hafi ekkert sagt með eða móti hersýn- ingum vestlægu þjóðanna í Frankfurt og hafi sent til Evrópu eitt- hvað af nýjum herflugvélum af B-29 gerð; ennfremur átt fundar- höld með Bandaríkjunum um öryggi á Atlanzhafinu og annað því um líkt og umræður um að Bandaríkin geri að vopnum til út nýja frakkneska herdeild. En annað hefir Canada ekki lagt til þessara mála, svo vitað sé. Skyldi svo fara, að Rússar stöðvi flugflutninga einnig með valdi til Berlínar, virðist telft á tæpasta vaðið með að halda friðinn. Skeytið, sem vestlægu þjóðirnar sendu Rússum, hefir ekki 1 móti því, að hafa fund og ræða alt málið um stjórn Þýzkalands, eins og Rússar hafa í erjunum minst á, en því fylgir þó, að vestlægu þjóðirnar krefjast, að flutningsbannið á járnbrautum verði fyrst afnumið. Þær krefjast fulls réttar til að vera óáreittar í Berlín fyrir vinninga sína í stríðinu eins og einnig er staðfest með samn- ingi og þó ekki væri nema fyrir leyfið, sem Rússum var sérstaklega veitt til landsvæðis í Austur-Þýzkalandi, sem það hefir nú verzlað með eða selt án þess að spyrja nokkura hinna sigruðu þjóða um það. Ögranir ekki til neins í skeyti Bretlands og Bandaríkjanna til Rússlands er og tekið fram, að vestlægu þjóðunum verði ekki á neinn hátt ögrað til að afsala sér rétti sínum til dvalar í Berlín og þær vona að Rússland láti sér ekki detta í hug að efast um það. " Þegar þessi grein er skrifuð, er svarið ekki komið frá Rússum, viðvíkjandi ofanskráðu skeyti. En ef að líkum fer, verður svarið cinnig í kröfunum. A þessu eina af 13 systkynum, og af þeim hafa um, að yfirvega alla samninga, er gerðir hafa verið um Þýzka- land, sem með öðrum orðum er bara fyrirsláttur. Það getur verið að Frakkar séu því ekki fráhverf- ir, vegna þess, að þeir vilja vissu- lega ná í meira af Þýzkalandi en þeim hefir hlotnast. En hvað mundi það lengi halda hlut sínum eitt fyrir Rússum? Bretar og Bandaríkjamenn eru vissulega ekki á móti því, að yfirvega mál Rússa. En hvað þýðir það, þegar fram á þá stefnu eina er farið af hálfu Rússa, að fá að leggja alt Þýzkaland undir sig og engum samningi er hægt að treysta í því efni. Rússar hafa skýrt Ijósar en hægt er að gera hér eftir hvað fyrir þeim vakir með samninga umleitan á ný um Þýzkaland — með yfirlýsingunni, sem þeir gáfu út í Varsjá til peðríkja sinna, fyrir þrem vikum. Og við þekkjum Rússa nú orðið nógu mikið til þess, að þegar þeir gera yfirlýsingar sín á milli, eru þær grundvöllurinn, sem alt er bygt á. en ekki það sem þeir gefa til kynna við aðrar þjóðir; þó þeir samþykki eitthvað gagnstætt þeim við erlend ríki, meðan á málamiðlunum stendur er það alt svikið, er heim er komið. Það er sem þeir hafi þetta að leik til að ganga með á alla samninga við aðrar þjóðir. Síðustu kröíur Rússa Hér er það sem þeir krefjast: (1) Að fullkomna afvopnun Þýzkalands. (2) Stjórn hinna fjögra stóru yfir Rúr. (3) Stofn- un þýzkrar bráðabirgðarstjórnar yfir öllu Þýzkalandi með umboði eða samningi fjögra stóru þjóð- anna. (4) Friðarsamningur við Þýzkaland og burtflutningur alls útlends hers úr landinu inn- an eins árs. (5) Skaðabótagreið- sla Þýzkalands. Fyrsta atriðið um afvopnun Þýzkalands, er sögð krafa frá peðríkjum Rússlands, sem segj- ast óttast að Þýzkaland hervæð- ist á ný, en er auðvitað beina leið komið frá Rússlandi. Annars virðist Rússland lítið meina með þessu þar sem það afneitaði 40 ára afvopnunar áformum vest- lægu þjóðanna undir eftirliti f jögra stóru þjóðanna fyrir tveim árum síðan. Rússland heldur enn við von Paulus-hernum og eru smátt og smátt að berast ljótar fréttir af honum. Lítur hin síð- asta að því, að von Paulus og leiðandi menn hans hafi verið í Stettin nokkra mánuði, en her- inn hafi verið í Ukraine og sé verið að æfa hann þar af kom múnistum. Þetta fer fram með mikilli leynd. Rússar halda einnig áfram vopnagerð (V-2 missles and heavy tanks) í þýzkum verk- smiðjum. Þegar nefnd frá fjóru stórveldunum vildi athuga hvern- íg með afvopnun Þýzkalands gengi, og alt var rannsakað í vesturhlutanum í því efni, var þvert bann lagt við skoðun af Rússum í þeim hluta landsins, sem þeir réðu yfir. Sannleikur- inn er að þeir halda vel áfram með vopnaframleiðslu og vinna úraníum námur í Saxlandi enn, með innilokuðum Þjóðverjum, þó áður væri bannað. Þá er annað kröfuatriðið. Það er nú auðvelt að sjá hversvegna þeir vilja nú Rúr. Þeir eru ekki ánægðir með "Rúr Austur-Þýzka- lands" í Silesíu, er þeir hrifsuðu án þess að spyrja vestlægu þjóð- irnar að því, og gáfu Póllandi(!). Nú vilja þeir Rúr hið vestra und- ir því yfirskyni að hinir fjórir stóru eigi að vera þar stjórnend- ur. En gæti ekki líkt farið með þaðogBerlín! Orðtakið "fjögra ríkja stjórn" meinar ekkert ann- að en það hjá Rússum, að ausa kommúnistum austan að inn í lnadið í fylkingum, og koma þjóðunum fyrir afskifti þeirra undir eina rússneska stjórn, en ekki fjögra stórvelda stjórn. Og það er það sem átt er við með þriðja og fjórða atriðinu ári sem hinir f jórir stóru ættu að stjórna, hugsa Rússar sér að koma sínum mönnum að í mikil- vægustu stjórnarembættin. Svo þegar þjóðverjum væri afhent alt sjálfum, færi fimta herdeild- in á stað og Rússar yrðu búnir að gera Þýzkaland að einu peð- ríkja sinna innan sex mánaða. Rússiand ágirnist Þýzkaland Fimta atriðið? að fá Þýzkaland til að greiða Rússum skaðabætur, vilja Rússar framkvæmt á þann hátt, að þeir fái helzt allar iðnað- arstofnanir Þýzkalands í sínar hendur. -Þeir hafa nú 45 prósent þeirra í austurhlutanum. Með því að taka iðnstofnanirnar í sínar hendur, er hugmyndin að starf- rækja þær í Þýzkalandi og ná þannig fótfestu í landinu. Undir stjórn eða rekstri Rússa, hlyti landið alt að verða rússneskt innan fárra ára. Eftir reikningi Sameinuðu þjóðanna, hafa Rússar nú þegar náð í sjö biljón dollara virði af vjerksmiðjum og öðrum eignum f rá Þýzkalandi. Sósíal Demókrat- ar í Þýzkalandi, segja Rússa haf a rænt Þjóðverja vörum og áhöld- um, er fylt hafi hálfa miljón járnbrautarvagna. Á fundum fjögra fulltrúa stórþjóðanna, hafa Rússar aldrei fengist til að draga neitt af þessu frá skaða- bótakröfunum. Það er ekki efi í að Rússar vilja hafa sínar skaða- bætur. En sannleikurinn er sá, að þeir vilja fyrst og fremst ná rekstri í iðnaði Þýzkalands, með það aðallega í huga, að ná end- nalega öllum yfirráðum landsins. í stuttu máli, Rússar vilja ná í Þýzkaland. Þeir tóku einn f jórða þess, án þess að spyrja nokkra að því, og afhentu Póllandi það til að sefa reiði þeirra út af landinu, sem Rússar tóku af þeim. Þeir öðluðust annan fjórðung lands- ins, með því að hafa þar setulið. sem vestlægu þjóðirnar í vestur- hlutanum. En þeir brutu alla samninga þar að lútandi og hafa nú sett upp kommúnistastjórn í öllum þessum hluta landsins og slegið eign sinni á helming af öll- um iðnaði þess hluta Þýzkalands. Þeir fengu víðáttumikla spildu af Þýzkalandi fyrir það, að leyfa vesltægu þjóðunum leið inn til 'Berlínar, sem í augum lá, að ekki hefði átt að þurfa að borga vega- toll fyrir. Nú vilja þeir hafa alt landið. Eitt blað þeirra í Berlín sagði nýlega, að það væri stórt atriði til að sameina Þýzkaland í eina heild, að koma öllum erlend- um stjórnum úr Berlín og vest- lægum her út úr Þýzkalandi. Það efar enginn þann augljósa sannleika, að alt Þýzkaland væri fyrir löngu alt orðið eitt af peð- ríkjum Rússa, ef ekki væri fyrir vernd vestlægu þjóðanna þar. Hættan á að hef ja nýjan samn- ing við Rússland, liggur ekki í því, ef að líkum lætur, að vest- lægu þjóðirnar eða Bevin, Mar- shall og John Foster Dulles, þekki ekki hundakúnstir Rússa orðið heldur hinu, að engan slík- an samning verður hægt við Rússa að gera, ef hann eyðilegg- ur ekki alt viðreisnarstarf vest- lægu þjóðanna í Evrópu. Það er vegna þessa, sem einskis árang- urs er að vænta af slíkum sam- talsfundi fulltrúa stórþjóðanna fjögra. Engar samþyktir um þetta Það væri að borga altof mikið fyrir pípuna, að leggja Marshall- áætlunina, stjórnarmyndunina í Vestur-Þýzkalandi, og í raun og veru alla Evrópu í sölur fyrir slíkan samning. Það er fyrir- fram víst, að fæst af því, sem Rússar hafa að bjóða, getur ver- ið samþykt af vestlægu þjóðun- um. Þeim dytti ekki til hugar, að hleypa Rússum inn í Rúrhér- uðin til þess að fella með neitun- aratkvæði starfið sem þar er haf- ið. Kommúnistum yrði aldrei gefið það vald í hinu sameinaða Þýzkalandi, sem þeir fara fram á. Og herir vestlægu þjóðanna eða Bandaríkjanna sérstaklega, yrði ekki samþykt að færu úr landinu, sem meinti vestur um haf fyrir Bandaríkjaherinn, þar sem Rúss- inn sæti með lið sitt á austur- landamærum Þýzkalands. Ör- yggi Þýzkalands þyrfti að vera betur trygt en hugsanlegt er að Rússar veiti, áður en slíkt kæmi til mála. Ef vestlægu þjóðirnar sjá ekki til neins að hefja deilur um alt þetta á ný og ef Rússar neita, að' afnema vegabannið fyr en úrslit slíkra funda eru fengin, er ekki wn annað að ræða, að því er virð- ist, en að flytja með vopnuðum her vöru til Berlínar-búa, eða leggja niður skottið og hverfa úr Berlín. Hvor leiðin sem farin verður, mun áhræra sögu þjóða heimsins stórkostlega. Alt sem fram hefir farið síðan stríðinu lauk, mælir með tillög- um Churchill, að viðnám verði að veita yfirgangi Rússa og að gera það ekki, boði alls ekki frið, heldur hið gagnstæða. Ald.i kommúnismans virðist nú risin eins hátt og hún mun hér eftir rísa. Hún er farin að hníga og áhuginn fyrir útbreiðslu kom- múnismans er að dvína í Evrópu, t. d. á ítalíu, Frakklandi, Niður- löndunum, Skandinavíu, Finn- landi og sjálfum peðríkjurn Rússlands. Ósigur kommúnista á ftalíu, kröfugöngurnar í Tékkó- slóvakíu, uppreisn Tito og and- úð Pólverja, að samþykkja áform (f blaðinu Winnipeg Tribune hafa verið að birtast greinar um ým'sa málsmetandi menn. í 15. júní blaðinu var G. S. Thorvald- sonar getið á þá leið, sem hér segir, í lauslegri þýðingu). Solly Thorvaldson K. C. hefur gaman af að gefa í skyn, að hann hafi borist inn í hringiðu stjórn- málanna og lögfræðinnar eins og þegar lækur fellur niður fjalls- hlíð. Hann gefur þér þá hugmynd að hann hafi náð stöðu sinni ogáliti í mannfélaginu fyrirhafnarlaust, og án þess að stefna að settu marki. En þetta er hinn ^mesti misskilningur, sem orsakast með- fram af því hvað framkoma hans er blátt áfram, og þeim vana hans að taka öllu með ró og still- ingu. Framkoma hans á ræðupalli bendir líka í allt aðra átt, þar veifar hann höndunum og setur fram hökuna til að gefa orðum sínum frekari áherzlu, og talar af þeim eldmóði, sem heldur athygli áheyrendanna óskiftri frá byrj- un til enda. Af "skiljanlegum ástæðum" er hann aldrei nefndur skírðarnafni sínu, sem er Gunnar Sólmundur sömuleiðis var það af skiljanleg- um ástæðum, að hann fékk snemma áhuga fyrir stjórnmálum því hann var alinn upp á heimili þar sem stjórnmálin voru talin hversdagsmál og mikilsvarðandi- mál. Frá sínum íslenzku foreldrum hefur hann hlotið að erfðum fróðleikslöngun, sem er sívak- andi. Frá föður sínum Sveini Þorvaldssyni M. B. E. fyrruni Conservative þingmanni fyrir Gimli kjördæmi, hefur hann erft ábyrgðartilfinningu stjórnmála- mannsins. Og hið strangheiðar- lega umhverfi, sem hann ólst upp í varð til þess að skerpa hans meðfæddu athugunargáfu. Sannleikurinn er, að gáfur sýnast ganga í ættir í Thorvald- son fjölskyldunni. Hann er einn sjö útskrifast af Manitoba há- skólanum. Föðurbróðir hans Þor- bergur Þorvaldson B.A. M.A. Ph. D. próf í efnafræði við Sask- háskólann, er viðurkendur að vera einn af fremstu vísinda- mönnum í Canada. Æfisaga föö ur hans, sem byrjaði æfistarf sitt sem innflytjanda-drengur en varð seinna skólakennari og að síðustu einn af mestu athafna mönnum héraðs síns bendir til þess að þar hafi framsýni og framkvæmdir haldist í hendur. Sem pólitískur bardagamaður og þingmaður fyrir Winnipeg borg, er hann bezt þektur sem ágætur ræðumaður, og fyrir það óskifta fylgi sem hann ljær öll- um þeim málum, sem hann trúir á, og gerir að sínum áhugamál- um. Hann telur það fyrstu skyldu stjórnmálamannsins að kynna sér skoðanir og vilja fólksins - kjósendanna — og athuga þær og meta hlutdrægnislaust. Eins og flestir stjórnmálamenn hefur hann verið brennimerktur með marki sem hann á ekki skilið. — Hvað hann snertir er það það, að hann er talinn óvinur samvinnu- hreyfingarinnar. Því hefir hon- um verið núið um nasir árum saman" segir hann. "Eg veit ekki hversvegna sú hugmynd fekk fyrst fætur, því í raun og veru virði eg og dáist að samvinnu- hreyfingunni, og tel hana bæði góða og gagnlega. Ef til vill er það vegna þess að eg var, og er enn mótfallinn því að samvinnu- félögin séu skattfrjáls". Sanngirni og vingjarnlegt við- mót eru höfuðeinkennin í lund- arfari Mr. Thorvaldsonar. "Eg virði samferðamenn mína, en eg trúi því einnig, að ef eg á að kom- ast nokkuð áleiðis sem opinber starfsmaður verði það að vera fyrir mína eigin verðleika, og eg vil hafa fullann rétt til að láta í ljósi skoðanir mínar, hverjar sem þær kunna að vera". Að hann kemur sér vel við samþingismenn sína — án tillits til flokka stafar ef til vill með- fram af því, að hann trúir því að "stjórnmálamenn yfirleitt séu betri menn en þeir fá orð fyrir að vera, ekki síst í þessu fylki. Þeg- ar þú kynnist þingmönnunum kemstu fljótt að raun um að hver þeirra hefur til síns ágætis nokk- uð". Hans "fyrsta ást" var þó, og er enn lögfræðin. "Frá því eg man fyrst eftir mér, var eg aldrei í neinum vafa um það, að eg ætl- aði að verða lögfræðingur. Mér skyldist að það mundi vera á- byrgðarstaða en þó jafnframt sjálfstæð staða". Mr. Thorvaldson var fæddur i Riverton, 18 marz 1901 og lítur út fyrir að vera yngri en hann er. Menntun sína fekk hann fyrst i Riverton og síðar við háskólarrn í Saskatohewan, þar sem hann tók stúdentspróf. Eftir það inn ritaðist hann við háskólann » Manitoba, og las lögfræði. Hann útskrifaðist þaðan 1925. Hann er meðlimur í mörgum félögum, The Manitoba Club; St. Charles Country Club, Winni peg Conservative Club og Zeta Psi Fraternity. Sjálfur telur hann sig "versta golfara" heims- ins. En eigi að síður hefur hann skarað fram úr í ýmsum íþrott- um. Á skólaárum sínum við Man- itoba háskólann var hann katt- einn af "Basket Ball Team" fra 1922 —1925. Fyrir nokkrum ár- um vann hann einnig meistara- titil sem Billiard leikari í Mam- toba klubbnum. Hann felur sig a hverju hausti um stundarsakir i veiðikofa sínum við PetersfieW- (E. S. þýddi)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.