Heimskringla - 21.07.1948, Síða 5

Heimskringla - 21.07.1948, Síða 5
WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1948 5. SIÐA HEIMSKRINGLA Dr. Jur Ragnar Lundborg Grænlandsmátið Rússa í málum Þýzkalands, er alt sönnun þess, að kommúnista stefnan er að verða léttvæg fund- in. Rússland veikara en ætlað er Rússland er víst að reyna að sýna, að það sé tengt sterkum böndum innbyrðis með kröfum sínum um sameinað Þýzkaland. En þessu fer fjarri. Pólverjar vilja ekki Þýzkaland sameinað] og sízt af öllu undir stjórn Rússa. Þá grunar að um leið og slíkt á sér stað, gefi Rússar Þjóðverjum eftir löndin, sem það hefir hlotið frá þeim. Þeir eru vissir um að þau verði laun Þjóðverja fyrir að ganga Rússlandi á hönd og taka upp kommúnisma. Og þannig er með fleiri peð- ríki Rússa, að þrátt fyrir búsifj- arnar í síðasta stríði af hálfu Þýzkalands, líta öll þeirra svo á, að verði Þýzkaland sameinað Rússlandi, sé sjálfstæði þeirra í meiri hættu, en nokkru sinni áð- ur frá Þjóðverjum. Þessi lönd: Júgóslavía, Albanía, Ungverja- land og Búlgaría, líta öll eins og Pólland, á Þjóðverja, sem óvini sína; en þeir vilja heldur líta á þá sem slíka, heldur en í “bræðra- lagi’’ við Rússa. Þegar Rússland sendi tvo Þjóð- verja, þá kommúnista leiðtogana Pieck og Grotewohl, fyrjr fund- inn í Varsjá, til að fá peðríkin til eð samþykkja stefnu Rússlands í málum Þýzkalands, vildu Pól- verjar alls ekki við þá tala og neituðu að koma til fundar við þá. Og þegar þeir komu til Júgóslavíu, með allsherjarráði (cominform) Rússa, lét ráðgjafii innanríkismála í ræðu sem hann flutti þjóð sinni, í ljós undrun sína á slíkri ósvífni, sem þarna væri farið fram á, af Rússlandi, við þjóð, sem aldrei hefði í neinu sýnt óvinahug, hvorki til Rússa né Þjóðverja, né nokkurrar sér- stakrar þjóðar, þó málum sínum vildu sjálfir ráða. Rússar gleyma ekki herút- búnaði Bandaríkjanna í pólitískum skilningi, er því Rússland veikara en það hefir nokkru sinni verið síðan stríð- inu lauk. Hernaðarlega höfðu þeir eitt tromp á hendinni, sem oft hefir verið minst á, en það Var her, sem þeir gerðu sér vonir um, að geta sigrað alla Vestur- Evrópu með, á meðan Bandaríkin höfðu ekki tíma til að stöðva það. Það getur verið að þeir geri sér enn vonir um að orka því, að vinna sigra í Evrópu í bráðina. En heimsvalda spekul- antarnir í Kremlin vita, að með því er ekki öllu lokið, vegna vá- legs vopnaútbúnaðar Bandaríkj- ahna, sem meiri er en nokkurrar annarar þjóðar. Ástandið í Berlín, er miklu al- varlegra en menn alment gera sér grein fyrir. En foringjar vestlægu þjóðanna eru gæddir, sem betur fer, sterkum taugum, sem fyrir málum ráða, eins og Clay hershöfðingi, Marshall rík- isritari, Robertson hershöfðingi og Bevin utanríkisráðherra. — Gerðir þeirra á komandi vikum munu hafa mikil áhrif á framtíð- arsöguna á einn veg eða annan. Engum er það ljósara en þeim. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU Grein sú, sem hér birtist eft- ir dr. juris Ragnar Lundborg birtist upprunalega í sænska blaðinu “Uppsala”, sem gefið er út í samnefndri borg. — Greinin birtist 25. marz. Spursmálið um stöðu Græn- lands er nú efst á baugi. Forsag- an að orðaskiptum þeim, sem nú fara á milli Bandaríkja Norður- Ameríku og Danmerkur er samn- ingur sá, sem danski sendiherr- ann í Washington gerði við utan- ríkismálaráðuneyti Bandaríkj- anna 1941, en samkvæmt honum var Grænland sett undir amer- íka vernd. Eftir frelsun Dan- merkur 1945, viðurkenndi hún samninginn, en hún hefir síðar óskað að fá hann afmáðan. Málið er enn óútkljáð. Það vakti sér- staka athygli í Danmörku, að ut- anríkisráðherrafundur Norður- og suður Ameríkuríkja í Perse- polis árið sem leið taldi Græn- land innan öryggissvæðis hir.s ameríska meginlands. En utan- ríkismálaráðuneytið í Washing- ton sendi af þessum ástæðum til- kynningu til dönsku stjórnarinn- ar þar sem sagt var, að það snerti ekki yfirráðaréttinn yfir Græn- land, þótt Grænland lægi innan hins sameiginlega varnasvæðis sáttmálasamtaka allra Ameríku- ríkja. ísland telur sig eiga rétt til Grænlands, og málið hefir á ný komið fram á Alþingi. Kapp- samasti talsmaður fyrir rétti ís- lands til Grænlands er dr. jur Jón Dúason í Reykjavík. f dokt- orsritgerð sinni 1928 sýndi hann fram á, að á þjóðveldistímanum hefði Grænland verið óaðskiljan- legur heildarhluti úr íslandi. Grænland var ekki, eins og svo oft er sagt, sérstakt þjóðfélag heldur hluti úr hinu íslenzka réttarpamfélagi. ísland og Græn- land áttu sameiginlegt lögþing, trúnaðarskyldu og sameiginlega dómstóla. Þessi réttarstaða Grænlands helzt óbreytt einnig eftir að það kom í samband við Noreg og síðan við Danmörku. Dr. Jón hefir vísindale'ga sann- að þennan rétt íslands til Græn- lands, sem ísland hefir aldrei látið af hendi. Þegar deilan 1931 hófst milli Noregs og Danmerk- ur um yfirráðaréttinn á Austur- Grænlandi, er kom fyrir Fasta alþjóðadómstólinn í Haag, þar sem kröfur Noregs voru ógiltar, kom aftur nýtt líf í málið á ís- landi. Fyrrverandi forsætisráð- herra Jón Þorláksson lagði fram á Alþingi eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: “Alþingi álykt- ar að skora á ríkisstjórnina að gæta hagsmuna íslands út af deilu þeirri, sem nú er risin milli stjórna Noregs og Danmerku*- um rétt til yfirráða á Grænlandi” í greinargerð þeirri, er fylgdi til- lögunni, var sagt, að ísland ætti bæði réttar og hagsmuna að gæta á Grænlandi, og að nauðsyn bæri til, að þetta yrði ekki vanrækt. Málinu var vísað til utanríkis- málanefndar. Alþingi ályktaði svo að skora á ríkisstjórnina að gæta hagmuna íslands í Haag. Er ekkert fréttist síðar af málinu kom fram fyrirspurn í Alþingi um hvað gert hefði verið. Þessari fyrirspurn var ekki svarað. íslenzku blöðunum hefir orðið tíðrætt um Grænlandsmálið. í síðastliðnum jánúermán. (1948) flutti sjálfstæðismaðurinn Pétur Ottensen Grænlandsmálið á Al- þingi. í langri framsöguræðu gerði hann grein fyrir rétti fs- lands, og með miklum skarpleik hélt hann því fram, að ísland ætti að halda fram þessum rétti sínum. Bjarni Benediktsson ut- anríkismálaráðherra áleit þaö j vafasamt, hvort fsland gæti gertj nokkra kröfu til Grænlands, en' áleit að gera ætti samkomulag við Danmörku um nokkur rétt- indi fyrir fslendinga á Græn- landi m. a. fiskiréttindi. Málinu var vísað til utanríkismálanefnd- ar. Frá mínu sjónarmiði horfir málið þannig við: Það er öldung- is efalaust að á miðöldunum var Grænland hluti af íslandi og kom sem íslenzkt land ( og eign) ásamt móðurlandinu í konungs- samband við Noreg og síðar við Danmörku. Þetta gerðist með sáttmálanum frá 1263 (Gamla sáttmála). Það dró meira og meira úr áhuganum fyrir Græn- landi, Eskimóarnir gerðu sífelld- ar árásir á norænu íbúana þar, og í lok 15. aldar er trúlegt að Eski- móarnir hafi afmáð hina hvítu íbúa. Brátt tók áhuginn fyrir Grænlandi aftur að aukast á Norðurlöndum, og nú var farið að líta á það og fara með það sem danska eign. ísland mátti sér ekki við koma, þar sem það átti sjálft við ærið ramman reip að draga í samböndum sínum við Danmörku. Sem stendur er stjórn allra grænlenzkra mála í hönd- um Grænlandsstjórnar (Grön- lands Styrelse) í Kaupmanna- höfn. Eins og þegar hefir verið sagt, hefir ísland, síðan Dan- mörk viðurkendi fullveldi þess, aftur sýnt áhuga fyrip Græn- landi. Gamli sáttmáli vék 1918 til hliðar fyrir nýjum sáttmála við Danmörku 1918, og í honum var ekkert tekið fram um víðáttu ís- lenzka þjóðfélagsins. Réttur ís- lands er því óskertur. Þjóðar- réttarklausan “rebus sic stanti- bus” (að óbreyttum ástæðum) gildir ekki í þessu tilfelli. En efni hennar er það, að þegar hin- ar ytri kringumstæður, er voru fyrir hendi, er þjóðarréttarlegt samkomulag eða sáttmáli var gerður breytast verulega, er ekki lengur hægt að krefjast þess, að sáttmálinn sé í gildi. í fram- kvæmd hefir verið farið með Grænland sem danska nýlendu, en fsland hefir aldrei gefið upp rétt sinn til Grænlands. Fyrst yrði því að afmá hinn forna rétt íslands til Grænlands, áður en Danmörk geti unnið slíkan lög- legan rétt. Það gagnar heldur ekki að benda á það, að Gamli sáttmáli sé kominn til ára sinna. Þessum sáttmála frá því í foröld var mjög mikið beitt í hinni ís- lenzku frelsisbaráttu er lauk með sigri íslands með dansk-íslenzka sáttmálanum frá 1918. Hvernig íslenzka utanríkis- málanefndin muni líta á málið, um það vita menn ekkert eins og stendur. En sennilega verða tekn- ír upp samningar milli Danmerk- ur og íslands. Trúlegt væri, að löndum þeim sem íslendingar i^ámu og byggðu á Grænlandi fái auk þess frjálsan og óbundinn fiskirétt við strendur Grænlands. Ef til vill yrði um condominium (samveldi) að ræða, en slíkt muni Danmörk eða ísland tæpast gera sig ánægt með. Sameigin- legur yfirráðaréttur yfir landi leiðir oft til erfiðleika, sem con- dominium Stóra-Bretlands og Egiptalands ýfir Súdan ber nú eitt rækilegt vitni um. Ef til vill kemur einnig fram tillaga um að skjóta Grænlandsmálinu fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. Hið sennile.gasta er þó, að málið leys- ist við samninga milli fslands og Danmerkur á þann hátt sem báð- ir aðilar geti vel við unað. Við samningana 1918 gáfu Danmörk og fsland allri víðri veröld fagurt fordæmi um það, hvernig tvær norrænar menningarþjóðir gátu leyst lífsvarðandi mál á braut réttar en ekki ofbeldis. Á FRÍVAKTIXXI Hér fara á eftir nokkrar smellnar og vel kveðnar lausavís- ur eftir Vestur-fslendinginn Guttorm J. Guttormsson, teknar úr hinu nýútkomna kvæðasafni hans. Guttormur er manna fyndn- astur, eins og fram kemur í eftir- farandi vísum. ★ Úr heimi vísindanna Frá skoðun, sem er rökstudd, eg reyndar aldrei vík, að ráða megi því, hverjum börn- in verði lík: Ef kona, sem er vanfær, mig vel til fara sér, þá verður hún svo hrifin, að barnið líkist mér. ★ Bindindi • Þú leyndir þinni skoðun á lands- málum og trú og lézt ei getið sannfæringar þinnar. f bindindi var enginn eins þol- gó§ur og þú með þagnartappa í flösku hrein- skilninnar. * Gáfnamerki , Gáfnamerki gott: að þegja, glotta að því, sem aðrir segja, hafa spekingssvip á sér, aldrei viðtals virða neina, virðast hugsa margt, en leyna því, sem reyndar ekkert er ★ Hvítir Eskimóar •Eins og mörgum er kunnugt, ritaði Vilhjálmur Stefánsson mikið um það, eftir dvöl sína hjá Eskimóum, að hann hefði séð þar fólk með hvítan hörundslit, e. t. v. afkomendur hinna fornu ís- lendinga. Guttormur kvað: Eftir Vilhjálms utanför til Eski- móa hvítu fólki fór að snjóa. ★ Vandræði Miklum vanda er eg í — orðinn f jandi mæðinn — get ei andað út af því að í mér standa kvæðin. ★ Pegasus Stundum bregður Guttormur fyrir sig gamansemi í Heine-stíl, til dæmis í þessum stökum: Mér þótti eg heyra af hæðum hinn hljóðlega vængjaþyt, sem ómar af óortum kvæðum við einyrkjans daglega strit. Eg leit upp í loftbláinn víða, sem ljómar í draumi bezt, og sá on úr sólhvolfi líða hinn söngglaða, vængjaða hest. Það líktist ei dimmum draumi. Nei, draumurinn sá var ljós, að Pegasus tók eg í taumi og teymdi hann — inn í f jós. ★ Eitt er nauðsynlegt Að hafa vit, sem enginn getur etið, er ekki að furða þó sé lítils metið, því mest um vert er hitt á heims- ins braut að hafa burði til að vera naut. ■k Úr afturhvarfsprédikun Einn vantrúar þræll, fyrir þver- úð sneyptist: Af þilfari ofan um gat hann steyptist og nefndi þá fjandann á nafn eins og gerist, kom niður á ullarpoka og — snerist. Missmiði Að reyndi guð að gera úr honum mann, það getur ekki dulizt þeim, sem skoða’ hann. Af leirnum hefur lagt til nóg í hann en líklega ekki gengið vel að hnoða’ hann ★ Ástarvísa Ort undir annars nafni, fyrir borgun. Til þín ennþá, elskan mín augum renni eg glaður. Upp eg brenn af ást til þín. Eg er kvennamaður. ★ “Hvað ungur nemur sér gamall temur”. Það, sem ungum lærist, í elli verður tamt, orðshátt þann eg vel, því sannan tel hann. Þeir, sem voru á brjósti, að hrundun hyllast jafnt. Hinir, eru gefnir fyrir pelann. ★ Trú sigur hins góða Komir þú í hús, þar sem kaffi er ekki á borðum, kunnirðu ekjki vel við að biðja um það með orðum, stattu þá hjá frúnni um stund án þess að tala, strjúktu á henni bakið, og þá fer hún að mala. ★ Til ritdómara Ef þú hyggst að hýða nóg, hýddu þér til muna. En þú hýðir aldrei þó úr mér náttúruna. ★ Guttormur yrkir oft ágætar vísur um veðurfarið og náttúr- una. Einkum lætur honum vel að lýsa hamförum náttúrunnar, öllu því, sem hrikalegt er og stórt í sníðum. Hér koma nokkrar stök- ur af því tagi:* ★ Snjór Við það morð, að fennt er fold falla orð í skorður, hulin storðin hvítri mold heims að sporði norður. ★ Ofsaveður í aðsigi Ofar skjóli skýjafar skini sólar tálmar. Rær á stóli þungbrýnn þar þrumur Bólu-Hjálmar. * Rennidrif er sem djöflum dilli þar dans á sköflum sléttum. ★ Rosi Hríðarvaldar hersterkir himins tjalda strendur. Vinda baldnir berserkir bíta í skjaldarrendur. ★ Dagrenning • Himingjólu hærra knúð heims úr sjóli lágu klýfur sólarsigling prúð sundin fjólubláu. ★ Og svo er bezt að hætta þessu hnupli úr kvæðasafni Guttorms, en birta þó að lokum síðustu vís- una í bók hans. Það er: Orðsending til íslands Vinsemd þín, nú veit eg það var mér bezta gjöfin. •Framar skilur okkur að ekkert nema gröfin. —Úr gamandálki Sjómannablaðs- ins Víkingur, er nefndur er “Á frívaktinni”. Hér er saga af því, þegar Muss- olini kom til himna. Tekið var á móti honum með mikilli viðhöfn. Milljónir engla flögruðu í kring- um hann og sungu honum lof- gjörðir. Hann var krýndur kór- ónu, sem var stærri en sú, er Guð almáttugur bar. Jafnvel Mussol- ini blöskraði þetta og skildi ekki almennilega í því. Hann snéri sér að Guði og spurði hann hverju þetta sætti. “Þú ert meiri en ég”, svaraði guð með lotningu, “eg lét þjóð þína fá einn dag til föstu á viku, en þú hefur fengið henni sjö. Eg gaf henni trú. Þú hefur tekið hana frá henni. Þú hefur gert það sem mér var ekki mögulegt”. * * * —Hvað sagði maðurinn þinn þegar hann kom heim kl. 3 í nótt? — Hik. * * * Nokkrir nýliðar í hernum voru á æfingu. “Nokkuð að” kallaði liðþjálf- inn “Já”, svaraði einn nýliðinn, á- hyggjufullur á svip. “Buxurnar mínar”. “Nú, eg sé ekkert athugavert”, anzaði liðþjálfinn. “Það er ekki víst, að þér sjáið það, en eg finn það nú samt”. svaraði nýliðinn. “Þær nudda mig svo rækalli mikið undir höndunum”. Snúningsöflum fanna far, flutt í köflum þéttum, ÍSLENDINGADAGURINN / í Seattle, Washington verður haldinn að Silver Lake, 1. ágúst 1948 Byrjar stundvíslega kl. 2 :00 e.h. * Star Spangled Banner Ó, guð vors lands........Led by Tani Björnson Ávarp forseta “Vestra”.......H.E. Magnússon Einsöngur.....................Tani Björnson Ræða á ensku, “Minni Ameríku”.. .Séra Harald S. Sigmar Einsöngur...............Dr. Edward P. Pálmason Ræða á íslenzku “Minni íslands”.Séra Rúunólfur Marteinsson, D.D. Fíólín solo..................Kristín Jónsson Ávarp.........Kolbeinn S. Thordarson, ræðismaður íslendinga í Washington-ríki Eldgamla ísafold — America íþróttir, 3:30—6 e. h. — Dans byrjar kl. 6:30 e.h. Frítt kaffi allan daginn NEFND — Jón Magnússon, Halldór Sigurðsson, Hermann Thordarson, Skafti Johnson, J. J. Middal, Fred Fred- erickson, S. B. Johnson, H. S. Sigmar

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.