Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSERINGLA WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1948 G. E. EYFORD: Æfintýri Sigrúnar frá Hóli Þetta sama kvöld segir hún Gísla frá fyrir- ætlun sinni. Hann vildi letja hana fararinnar. Kvað svo marga íslendinga heita þessu nafni, en það var til einskis að reyna að hindra hana frá að fara, svo hún lagði af stað til Vancouver, með gufubátnum sama kvöldið, og fór um nóttina með járnbrautar lestinni austur yfir fjöllinn, og kom að kvöldi næsta dags til borgarinnar, sem blaðið gat um, að Jón Tómasson lægi í sjúkra- húsi. Þetta kvöld gat hún ekki fengið upplýsnigar um, í hvaða sjúkrahúsi borgarninar Jón væri, svo daginn eftir leitaði hún til heilbrigðisráðs borg- arinnar, og með hjálp þeirra komst hún að þvt hvar hann var. Eftir það beið hún ekki boðanna, en fór strax til sjúkrahússins sem Jón var í. Þegar hún spurði eftir honum, var eins og enginn kannaðist við nafn hans, en eftir mikla fyrirhöfn gat hún þó fengið að vita hvar hann var í bygg- ingunni. Þegar hún kom þangað, sem henni hafði verið vísað til, leist henni ekki sem bezt á blikuna. Það var langur og skuggalegur gang- ur, þar sem var raðað hlið við hlið, ryðguðum og óhreinum rúmræflum, svo þétt að vart var hægt að ganga á milli þeirra. Alt bar vott um að, í þessum hluta sjúkrahússins væru umkomu- lausir menn, sem enginn skifti sér af. Hún lit- aðist um í þessum ranghala, en gat ekki séð hvar Jón var; svo hún sneri sér til hjúkrunar- konu, sem var þar á gangi, og spurði hana í hvaða herbergi Jón væri. Hún svaraði snúðugt og sagði: “Það eru alt útlendinga ræflar sem hér eru sem enginn veit nein deili á.” Þrátt fyrir þessar undirtektir gaf Sigrún ekkj upp leitina. Hún gekk lengra eftir þessum þröngva og skuggalega gangi, en er hún gat ekki séð hann, kallaði hún á íslenzku, “Er Jóir Tómasson hér nokkurstaðar”? Þá heyrði hún svarað í veikum róm. “Já, hann er hérna”. Hún hraðaði sér þang- að, og þar lá Jón, náfölur, með reifar um höfuð- ið og báða handleggina. Hún sagði aldrei frá því hvaða orð fóru þeirra á milli, en það fyrsta sem hún gerði var að útvega bjart og vel uppbúið herbegi handa honum, og fékk hann fluttan þangað dagin eftir; svo fékk hún sérfræðis- læknir til að rannsaka meiðslin og búa um þau, og vitja hans daglega, en hún tók að sér aó hjúkra honum, sem hún gerði með mestu ná- kvæmni og umhyggju. Hann lá allan september-mánuð í sjúkrahús- inu, en þá áleit læknirinn að hann væri svo vel gróin sára sinna, að hann mætti fara heim til sín; svo fóru þau bæði út á heimilisréttarlandið hans. Hann komst nú brátt til heilsu og varð algróinn sára sinna. Sigrún vildi ekki setjast þar að út í hálfgerðri óbygð, svo hann seldi landið og ann- að sem hann átti, og þau fóru til borgarinnar í eyjunni. Þegar þau komu þangað, tók Gísli gamli vel á móti þeim og bauð þeim að vera í húsi sínu, þar til þau giftust. Þau þáðu þetta góða boð og voru þar til 20 nóvember, að þau giftust og fluttu í nýtt hús sem Jón keypti. Nú var takmarkinu náð og Sigrún var hin hamingjusamasta, og leit með glaðri von fram á veginn, sem nú virtist torfærulaus. Nú voru æskudraumar hennar, sem hana hafði dreymt er hún var að alast upp á Felli, ásamt Jóni, komn- ir fram. Jón var þá hugsjóna maðurinn hennar, þar til'hún kom til Reykjavíkur, og töfraðist af glæsileik hinna ungu manna, er hún kynntist þar. Nú var þetta allt liðið, og æskuvinurinn hennar var nú aftur sá, er hann var áður, hennar eini hugsjónamaður. Þau voru rtijög hamingjusöm, og rifjuðu nú upp sínar sameiginlegu æskuminningar. Nú fyrst fundu þau þá sæld lífsins, sem þau höfðu aldrei þekkt né fundið áður. Þau sögðu hvort öðru hvað á dagana hefði drifið fyrir þeim. Gísli hætti þetta haust að halda hús, seldi Ijús sitt og bjó eftir það í einu herbergi sem hann leigði, en hann var ekki einmana og vina- laus í ellinni. Sigrún annaðist um hann eins vel og væri hann faðir hennar, og gerði honum ell- ina, sem nú var farin að falla honum þungt á herðar, eins létta og henni var mögulegt. Haustið og veturinn leið fram í apríl-mánuð. og þessu fólki leið öllu vel. Jón vann við trjá- fluttning yfir sundið fyrir innan borgina, ásamt mörgum öðrum mönnum. Trén voru tengsluð saman í stóra fleka, og svo dregin með gufubát yfir að sögunarmillunni en áður trén voru dregin upp í milluna, voru þau söguð í vissar lengdir, þar sem þau voru í vatn- inu, en við það losnuðu þau úr tengslunum, og varð mjög hættulegt að ganga á þeim. Það var einn dag síðast í apríl, sem oftar að unnið var af miklu kappi við trjásögunina. Jón stýrði rafmagns-söginni, sem bútaði trén í sund- ur, en allt í einu vildi það til, að tréð sem hann stóð á snerist undir fótum hans, og hann féll milli trjánna ofan í hyldýpið, með sögina í hönd- um sér. Þeir er nærstaddir voru hlupu til hið bráðasta að reyna að bjarga honum, en það var ervitt að komast þangað sem hann lenti í vatnið vegna trjánna sem voru allt í kring, svo þegar menn komu þangað var hann sokkin, og engin meiri tök til björgunar. Hans vaí leitað um stund, og að síðustu slæddur upp. Sögin hafði fests í fötum hans er hann féll í vatnið og sokkió með hann undir eins. Samverkamönnum hans þótti þetta hörmu- legt slys, og engir þeirra vildu verða til að segja konunni hans frá því. Meðal þessara verkamanna var gamall fslendingur, sem hét Barney, — Bjarni —. Allir vissu að hann var gáfu-maður, en afar dulur í skapi, og engin vissi neitt um fyrri æfiár hans. Menn héldu að hann mundi vera vel mentaður, því hann gat talað mörg tungumál. Loksins datt verkstjóranum í hug að biðja hann að fara og segja konunni lá^ mannsins síns. “Reyndu nú að vera ekki orð- vondur og hranalegur, eins og þú ert hérna með- al okkar; þetta er stórt sorgartilfelli fyrir hana, og það þarf að sýna henni hluttekningu”, sagði ver-kastjórin við Bjarna. Bjarni ansaði þessu engu, en fór þeggjandi á stað. Hann þekkti Sigrúnu vel, því hann hafði oft komið á heimili Gísla, er Sigrún var þar, og hún hafði verið honum góð sem öðrum. Það var sagt að Bjarni væri nokkuð drykkfeldur, en fáir höfðu af því að segja, því hann var ávalt eins. Hann var óáreitin við aðra, og engin sem þekk*i hann vildi móðga hann, né styggja, því öllum var kunnugt um að hann væri heljar menni að afli og snarræði, enda gekk saga um það, að hann hefði einhvern tíma barið niður sex fyllirafta, er sóttu að honum og ætluðu að ræna hann, og hefðu engan þeirra langað til framar, að verða fyrir knefum hans. Bjarni hélt að húsi Sigrúnar. Er hann kom að húsinu, stansaði hann og hugsaði sig um snöggvast, um hvernig hann ætti að haga orðum sínum, svo þessi sorgarfregn særði sem minst hinar viðkvæmu tilfinningar Sigrúnar, svo barði hann að dyrum. Sigrún kom strax til dyranna, og er hún sá Bjarna standa úti fyrir dyrunum, alvarlegan og mjög eitthvað svo hátíðlegan, eins og hún hafði aldrei séð hann áður, brá henni eitthvað svo und- arlega við; það var eins og einhver innri eðlis-' kennd hvíslaði að henni, að væri mjög alvarlegt erindi sem Bjarni hefði þangað ,og það um miðj- an dag er allir voru við vinnu. Það var ekki vani hans að slá slöku við og fara frá vinnu sinni. Þó hann væri alvarlegur á svipin, þá samt sem áður var einhver mildur samhygðar og hluttekningar blær á andliti hans, sem hún hafði aldrei séð áð- ur. Hann heilsaði henni alúðlega og hógværlega, og sagði svo “Eg kem hingað í erindagjörðum, sem eg vildi óska að forlögin hefðu forðað mér frá. Eg kem til að flytja þér þau sorgartíðindi, að maðurinn þinn féll af tré sem hann stóð á of- an í sjóinn, og drukknaði. Við gerðum allt sem við gátum til að bjarga honum, en það var svo afar ervitt að komast þangað sem hann féll í sjó- in útaf trénu sem hann var að saga, svo hafoi sagar strengurinn flækst um fætur hahs og hald- ' ið honum niðri. Þegar við náðum honum var læknir fengin til að gera lífgunar tilraunir við hann, en það var árangurslaust. Hann var sálað- ur. Verkstjórinn sendi mig til að tilkynna þér þessi hörmulegu sorgartíðindi. Eg get með full- um sanni sagt þér, að í síðastliðin 45 ár hef eg ekki tekið neitt eins nærri mér, eins og að þurfa að flytja þér þessa harma fregn”, svo þagnaði hann, og það var eins og minningar lönguliðins tíma ætluðu að buga kjark þessa fáláta heljar- mennis. Sigrún stóð hreifingarlaus meðan Bjarni talaði, en svo fölnaði hún upp og féll meðvitund- arlaus niður þar sem hún stóð. Bjarni tók hana í fang sér og bar hana inn og lagði hana upp í rúm. Svo kallaði hann á læknir, sem kom innan stundar. Hann lét strax flytja hana á sjúkrahús, þar lá hún meðvitundarlaus í tvo daga, svo hafði þessi sorgar atburður gengið nærri henni, að læknirinn, var í efa um, að hún mundi afbera hann. En svo fór hún að opna augun, og líta í kringum sig, en þá var hún með óráði. Hún kallaði stöðugt á Jón og er henni var sagt að hann væri dáinn, vildi hún ekki trúa því. Hún sagðist sjá hann koma hvað eftir annað að rúminu sínu, en hann gæti ekki talað við sig hve mikið sem hann reyndi til þess. Hún rétti hvað eftir annað fram báðar hendurnar til að fagna honum, er hún þóttist sjá hann koma. .Hún lá þannig í hálfgerðu óráði í þrjár vikur. En svo fór hún smámsaman að hressastr og fá fulla rænu og ráð, og eftir sex vikur gat hún farið heim til sín. f Þegar hún kom heim var engin til að hjúkra henni, og vera hjá henni til afþreyingar, svo Gísli gamli útvegaði góða hjúkrunarkonu og borgaði henni sjálfur, auk þess sem hann annað- ist um hana allt sem hann gat. Þessi hjúkrunarkona var nokkuð við aldur, en þó, bæði viðfeldin og umhyggjusöm. Hún skildi vel kringumstæður Sigrúnar, því hún RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford Skipstjórinn á barkskipinu Nautilus, Jakob Bordewick, hafði oft óskað þess löngu áður en hann hætti siglingum, um úthöfin, frá einni heimsálfu til annarar, að sér mætti auðnast að eyða elliárunum í fæðingarborg sinni, hinum frjálsa Hansastað, Bremen. Nú hafði honum orðið að ósk sinni, og var búinn að búa í fimm ár á vesturbakka Weiser fljótsins í litlu og snotru húsi, sem hann lét byggja milli tveggja stórskipa, sem hann lét setja á land, með hæfilegu millibili fyrir húsi Það hefði verið miklu skemtilegra fyrir hann að búa inn í borginni, en hann vildi vera sem næst fljótinu og höfninni, því hér gat hann altaf séð skipin og mætt sínum gömlu félögum, sem altaf héldu sig niður við höfnina. Nei, hér og hvergi annarstaðar var gott að vera, og húsið var bygt þannig, að það svaraði sem bezt til þess er hann var vanur á skipinu sínu. Að utan var það snjó- hvítt og gljáandi, að innan leit alt út eins og í skipi. Tröppurnar sem lágu upp að því, litií út eins og stigi í skipi. Eldhusið var lítið og inn- réttað eins og eldhús í skipi, og er komið var inn í daglegu stofuna, var þar öllu fyrir komið og til hagað eins pg í skips káetu. Þar var ekkert sem var hreyfanlegt, eða sem þurfti að færa úr stað, ekkert sem neinn gat dottið um, eða oltið til. í staðinn fyrir stóla voru póleraðir mahóní bekkir, sem eins og borð- ið, var rammlega fest við gólfið. Þungur mess- inglampi hékk niður úr stofuloftinu, og sitt hvoru megin við hann voru hyllur, sem svinguðu til og frá, á þær var raðað öl og vínglösum. Öll önnur húsáhöld voru í brúnmáluðum veggja- skápum. Alt var eins og í skipskáetu, svo manni fanst eins og maður væri langt út á hafi, ef maður leit ekki út um gluggana sem vissu til lands. Hinu megin við fljótið blöstu við langar hafði sjálf fengið að kenna býsna hart á von- brigðum lífsins. Þeir Gísli og Bjarni, gerðu sér það að fastri reglu að koma til hennar á hverj- um degi og sjá um, að hana vanhagaði ekki um neitt sem hún þurfti með. Hún komst til góðrar heilsu aftur og vann nú fyrir sér með saumum og ýmsum kvennlegum hannyrðum, sem hún var vel að sér í. Frá því hér var komið sögunni liðu nú nokk- ur ár þar til sá er þessar minningar ritar kynntist henni, þá var hún gift aftur, hérlendum manni. Hann var stórskipa smiður og hafði mikla starf- semi með höndum; hann var hinn mesti myndar og dugnaðar maður, og mjög vel efnum búin Henni leið vel með þessum manni, sem elskaði hana og dáði, en nú var hún breytt frá því sem hún var á ungum aldri. Hún var enn fríð og tignarleg ásýndum, en reynsla og vonbrigði liðinna ára höfðu sett ann- an og alvarlegri svip á hið fríða andlit hennar. Þykka ljósjarpa hárið hennar var nú orðið hvítt sem mjöll, en alúð hennar, og viðfeldni var ó- breytt. Þegar aldur og útslit margra og strangra ervið is ára fór að lama þá, Gísla og Bjarna, tpk hún þá báða í hús sitt, og annaðist þá og hjúkraði síðustu æfi ár þeirra. Þá var sönn ánægja að koma á heimili þess- arar göfuðu komu. Henni var ávalt ljúfast að tala um ísland, og minningar frá æskuárum sínum, og þá ekki síst Ólaf lækni á Felli, sem hún áleit sem fyrirmynd allra annara, að mannkostum og göfgi. Manninum hennar þótti og mikið til henn- ar koma, og var vanur að segja, er rætt var um göfugar konur: “Það taka fáar fram henni Sig- rúnu minni, ef ísland á margar konur henni lík- ar, þá er það áreiðanlega auðugasta landið í heiminum.” Loksins var hún nú komin í farsæla og friðsama höfn, eftir alla hrakningana og von- brigðin. Maðurinn hennar unni henni, sem sjá- aldri auga síns, og gerði alt sem hann gat til að gera henni lífið sem ánægjulegast. Hún var með afbrigðum gestrisin og hjálp- söm öllum er til hennar leituðu. Það var hennar mesta yndi, er íslending bar að garði, en sem kom sjaldan fyrir; hún átti heima í nokkuð afskektri, alenskri borg, og nú var þar enginn íslendingur búsettur. Þeir fáu, sem fyr á árum höfðu sezt þar að, voru nú dánir, og afkomendur þeirra horfnir inn í enska heim- inn, enda áttu þeir engar minningar frá íslandi, og vissu sama sem ekki neitt um það. Það eru nú liðin þrjátíu ár, síðan eg hemisótti þessa tignarlegu og göfugu íslenzku konu, og hún sagði mér hin helztu atriði æfi sinnar, sem þessi frásögn byggist á. — E N D I R — I húsaraðir. Rétt fyrir utan gluggana sem til lands vissu, var lítill garður, sem gamli skip- stjórinn var mjög upp með sér af. Hann var ekki stór, en óvanalega vel hirtur. Meðfram hinum mjóu gangstígum í garðinum, var plantað als- lags skrautblómum, ásamt geraníum og rósum. Kirngum garðinn var trégirðing, sem var máluð á hverju ári með sjógrænum lit. Er saga þessi hefst, var garðurinn í blóma, og vorsólin skein mild og fögur á alt blóma- skrúðið í garðinum. Þennan morgun hafði gamli skipstjórinn farið strax um sólaruppkomu út í garðinn, með málkrús og málningarbursta, og fyrst eftir að hafa unnið í marga klukkutíma við að mála girðinguna, rétti hann úr sér og þerraði svitann af enni- sér, með rauðum silkiklút, svo nuddaði hann bakið við tré í garðinum, til þess að ná úr sér bakverknum sem hann hafði fengið við að bogra við málninguna. “Hver skrambinn er þetta, eg er líklega enginn unglingur orðinn,” en er hann rendi augunum yfir aflokna verkið hvarf sú hugsun úr huga hans. “Nei, hver getur verið óánægður, sem hefir slíka fegurð fyrir augun- um, eins og þennan litla garð. Hann stóð þar um stund, hrifinn af fegurð blómanna, sem mintu hann á liðna tíð er konan hans sálaða lifði, sem var ávalt allra blóma fegurst í huga hans. Frá þessum hugsunum vaknaði hann við að hópur af svölum flugu inn í garðinn; svo hræddi hann svölurnar burt, sem_flugu í allar áttir, og sagði: “Eg vil ráða ykkur til að skemma ekki málninguna mína, iðjuleysingjarnir ykkar”. Svo fór hann inn í eldhúsið til að þvo málningar bletti af höndum sér, áður en hann settist inn í stofuna til að hvíla sig. » Þessi stofa, sem ekki var stór, virtist minka við það er hann kom inn, því hann var bæði hár og þrekinn. Það gekk saga um það, að hann hefði á yngri árum sínum, tekið stórt portopíanó í fang sér og látið það upp í vagn, þeir sem höfðu séð h'ann, efuðust ekki um að þessi saga var sönn. Árin og aldurinn höfðu ekki beygt bak hans hið minsta, og hvort hann stóð eða gekk. var hann teinréttur. Lítil börn hefðu getað orðið hrædd að sjá þennan afar stóra mann, heyra hans sterka og djúpa málróm, og sjá hans þunglamalega gang, ef það hefði ekki verið hans góðmannlega augnaráð, sem gerði hið brún- leita andlit hans svo vingjarnlegt. Er hann settist á bekkinn við borðið, brakaði í öllum hans liðamótum. Hann tók dagblað sem var nýkomið og fór að lesa skipafréttirnar. Hann kannaðist við öll skipin sem fréttirnar gátu uffl. og skipstjórana líka. Meðan hann var að reikna út með hvaða hraða þau hefðu siglt frá einni höfn til annarar, horfði hann stöðugt á mess- ingslampann, og kom auga á dálítinn spans- grænu blett á botninum á honum. “Hún hefir sína góðu kosti ,en hún kann ekki að nota fægingarpúðan,” sagði hann við sjálfan sig. Til þess að fægja þennan blett stóð hann upp, og tók lítinn skinnpúða upp úr skúffu, en lét hann strax niður aftur er hann heyrði ein- hverja hreyfingu við hurðina. Hurðin var opnuð með hægð, og ung stúlka, með sorgarsvip á and- litinu, kom inn \ stofuna. “Sæl vertu, Stína,” sagði hann hikandi, en svo sá hann að stúlkan hélt á bréfi í hendinni. sem vakti eftirtekt hans. “Hefir hann skrifað?” spurði hann með óþreyju. “Hann”, það meinti bernskuvin og kærasta Stínu, sem hafði farið eitthvað út í heiminn sem sjómaður á millilanda skipi. “Ah! skyldi honum detta í hug að skrifa! Hvað heldur kapteinninn um það!” “Hrakmennið! svikarinn! Eg skildi láta hann hitta sjálfan sig fyrir ef--” “Það er auðvelt fyrir kapteininn að segja,” sagði Steína, og þurkaði tárin úr augum sér, með eldhús svuntuhorninu sínu. Gamli kapteinninn horfði meðaumkunarlega á hana. “Já, já, þessi ást — þessi ást,” nöldraði hann fyrir munni sér með svo einlægri hluttekningu, að Stína gat ekki haldið tilfinningum sínum í skefjum. Hún gat bara rétt honum bréfið, svo fór hún grátandi aftur út í eldhúsið. Kapteinn- inn horfði á eftir henni með innilegri hluttekn- ingu, meðan hann var eins og ósjálfratt að skoða frímerkið á umslaginu. “Bandong”, las hann og varð bylt við. — “Friss? Skrifar hann nú aftur?” sagði hann við sig sjálfan. “Herra guð! Það hefir eittvhað komið fyrir.” Og siðo opnaði hann bréfið. Drengurinn hans, hann Friss — að hann var sá besti sonur sem til er í veröldinni, og einn sá gáfaðasti og dugleasti maður, sem nokkurntíma hefir verið til, það þorði hann að ábyrgjast. En að skrifa bréf, það var drengsins veikasta hlið- Þegar hann lét heyra frá sér tvisvar á ári, þa mátti það mikið heita, en nú lá síðasta bréfið hans í veggskápnum, og var bara þriggja vikna gamalt. Það hlaut að vera einhver órólegleiki sem lá til grundvallar fyrir þessu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.