Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.07.1948, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. JÚLÍ 1948 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA SKÍTUGUR LEIR Frh. frá 3. bls. að hafa eitt allra stórvelda á síð ustu tímum neytt bolmagns síns til þess að færa stórkostlega út landamæri sín á kostnað annara máttarminni ríkja, og að hafa far ið lengst í því allraríkja að þurka út frelsi einstaklingsins — hi5 eina frelsi, sem er nokkurs virði. Kommúnistar eru sakaðir um þjónustu fimmtu herdeildar við erlenda yfirdrottnunarstefnu, og um dýrkun á stjórnarfari, þar sem ofbeldi og alger andleg þræl- kun er meginboðorð — það bjarg sem skipulag er reist á. Þessar sakargiftir skulu ekki ræddar hér — aðeins minnt á þær sem staðreynd. Það er engum vafa undirorpið að kommúnist- um muni þykja blása þungt og kalt á móti sér um þessar mundir. Ýmsir af þeirra frægustu mönn- um um öll lönd hafa snúist til fjandsemi við flokkinn á síðari árum, og hvergi í Vestur-Evrópu er kunnugt um að fylgi hans auk- ist .Sumar litlar þjóðir sann- kallaðar útkjálkaþjóðir, séð frá Moskvu, eru svo ófyrirleitnar að gerast með hverjum kosningum frábitnari kommúnismanum. Þessar ægilegu sakargiftir, og þvermóðsku sumra útkjálkaþjóða verða menn að hafa í huga ef skilja skal það sálarástand, sem Atomstöðin er orðin til í. Það má ef til vill segja, að eins og allt var í þottinn búið, um hneigðir skáldsins og pólitískt mótlæti hans, þá hafi engum þurft að koma á óvart að hann valdi sér brígslin frá 1946 að yrk- isefni. Hitt kemur manni meir á óvart, hve hin pólitíska ádeila bókarinnar er ólistræn, hvað hún er gróf og vitleysisleg — og þess vegna algerlega máttlaus. Tvö af fíflum sögunnar eru látin vera að ferðast norður í land með tvo kassa, sem eiga að geyma jarðneskar leifar lista- skáldsins — en svo kemur upp úr kafinu að í öðrum þeirra era portúgalskar sardínur, en í hin- um "heldur þurr, gráleitur kalk- kendur skratti, einna líkastur gömlum hundaskít". Um hvað er öll þessi saga, og hvaða érindi eiga þessir kassar inn í hana, ef það er ekki tilætlun höfundar að gefa í skyn, að það hafi verið eitthvað af þessu tag1. sem jarðsett var í grafreit Jón- asar Hallgrímssonar á Þingvöll- um? Því er lýst að þegar kistan, sem geyma átti bein skáldsins, var borin úr dómkirkjunni í Reykjavík, þá hafi fólk látið sér fátt um finnast, ekki fengist til þess að fylgja. "Var hugsanlegt að einhver hefði stolist til að lyfta upp kistulokinu? Og séð hvað? Portúgalskar sardínur----- Eða jafnvel sjálfan D. L.". þ. e danskan leir, þann sem var eins og gamall hundaskítur. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU A ÍSLANDI Reykjavík_______________Björn Guðmundsson, Mávahlíð 37 f CANADA Amaranth, Man____________________Mrs. Marg. Kjartansson Árnes, Man--------------------Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Arborg, Man_..........._......_.........._.....................G. O. Einarsson Baldur, Man............................----------------------------O. Andexson Belmont, Man............_.............._...............................G. J. Oleson Bredenbury, Sask___Halldór B. Johnson, Churchbridge, Sask. Churchbridge, Sask-------------------------------Jíalldór B. Johnson Cypress River, Man........_.........................._.-Guðrn. Sveinsson Dafoe, Sask------------------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Elfros, Sask............--------......_......_...Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man........--------......................_.........ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask______________Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Flin Flon, Man__________________________Magnús Magnússon Foam Lake, Sask--------------------Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Gimli, Man........_......-----------.............................._K. Kjernested Geysir, Man_______________________________G. B. Jóhannson Glenboro, Man................___.............._.....................G. J. Oleson Hayland, Man..............—..................................Sig. B. Helgason Hecla, Man................................_................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man............................_.........................Gestur S. Vídal Innisfaií, Alta___________Ófeigur Siigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask-----------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Keewatin, Ont...................._.........._...............Bjarni Sveinsson Langruth, Man........_.............._..........................Böðvar Jónsson Leslie, Sask...................._...............................Th. Guðmundsson Lundar, Man...............................................................D. J. Líndal Markerville, Alta-----------Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man____________________________Thorst. J. Gísiason Mozart, Sask...............-----.......----------------------Thor Asgeirsson Narrows, Man__________________S. Sigtfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man................_.............................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man-----.........._.........._......_.....................S. Sigfússon Otto, Man_________________________D. J. Líndal, Lundar, Man. Piney, Man—.............................................._...........JS. V. Eyford Red Deer, Alta........------------------......_.......Ofeigur Sigurðsson RivertoTi, Man........_......_......___......._______JSinar A. Johnson Reykjavík, Man____________...........................Ingim. Ólafsson Selkirk, Man____________________-------------Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man............_____.............................Hallur Hallson Steep Rock, Man__________.........._..............-.......Fred Snædal Stony Hill, Man__________________D. J. Líndal, Lundar, Man. Swan River, Man_______________________Chris Guðmundsson Tantallon, Sask_____......____________..........-Árn'i S. Árnason Thorrahill, Man___________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man____________________Aug. Einarsson, Arborg, Man. Vancouver, B. C_________Mrs. Anna Harvey, 4370 Quebec St. Wapah, Man_______________Ingiim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipeg_____S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man.........................................................S. Olwer Wynyard, Sask........--------....................-----------O. O. Magnússon ! BANDARÍKTUNUM Akra, N. D_______________-_Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Bantry, N. Dak________________E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Bellingham, Wash.__Mrs. Jolhn W. Johnson, 2717 Kulshan St. Blaine, Wash__________...........................Magnús Thordarson Cavalier, N. D___________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Gardar, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Grafton, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Hallson, N. D______________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D_____________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Ivanhoe, Minn_________Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn. Milton, N. Dak........................_..........._...................S. Goodman Minneota, Minn...........................................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. National City, Calif................-John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash.............................................Asta Norman Seattle, 7 Wash_________J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak...._......__,_.........._.......................E. J. Breiðf jörð The Viking Press Ltd. Winnipeg, Manitoba Ber þetta nokkra líkingu af málfærslu heiðursmanns í því vafamáli, hvort bein Jónasar, Hallgrímssonar hafi fundist eða ekki? Eða kannske einhverjumj finnist þessi saga fyndin? Eða' jafnvel, þegar á allt er litið ó-j venjulega smekkleg, og gerð af: næmri viðkæmni fyrir minningu listaskáldsins? En ef þetta er hvorki fyndiö, né smekklegt, né drengilegt sóknarskjal í viðkvæmu máli — hvað er þá allt beinamáls-kjaft- æði sögunnar annað en leir — og hann "einna líkastur gömlum hundaskít", ef satt skal segja? Svo er það forsætisráðherrann sem vill selja landið, persónu- gerving landsölumannanna, með honum er komið að sjálfum kjarna sögunnar. Hlýtur ekki skáldið að hafa viljað taka á allri sinni list til þess að gera þessa mannlýsingu sannfærandi og eft- irminnilega — og bregða þar með skæru ljósi yfir sálarfræði og heimspeki landráðamennskunn- ar? En Laxness nær éngum list- artökum á efni sínu. Það er eins og hönd hans um pennaskaftið visni og lamist þegar hann kemur að landráðamanninum, af því að hann veit að nú er allt sem hann skrifar tóm ósannindi — og að allur þessi reyfari um nætur- heimsóknir laumulegra amerískia herforingja, sem eru að kaupa landið, til stjórnmálamanna, sem •eru óðir í að selja það fyrir ekki neitt, er ekki annað en skítugur leir. Þess vegna kemur ekki eitt orð, sem hafi merkingu út úr þessum ráðherra, sem skáldið er að lýsa, heldur eingöngu hreinn þvættingur: "Hvað er ísland fyr- ir íslendinga? Ekkert. Vestrið eitt skiftir máli fyrir norðrið. Við lifum fyrir vestrið; við deyj- um fyrir vestrið; eitt vestur. — Smáríki — skítur". Þó þeir flengi mig opinberlega á Austurvelli og fleygi mér til andskotans út úr ríkisstjórninni þá skal eg samt selja mitt land". Svona er allt hans tal, tómt kolsvart brjálræði, af flötustu tegund. "Eg vil selja mitt land, orgaði forsætisráð- herrann; allt fyrir þetta eina. Þeir mega draga mig á hárinu um allan bæinn —". "Eg er for- sætisráðherrann. Stalin er ekki eins gáfaður og eg. Dollarinn skal standa". O. s. frv. Mitt í þessu rausi grípur mág- ur ráðherrans inn í samtalið: "Vinur, við skulum ekki hugsa upphátt. Það er fólk á gangi. Ef við tölum getur misskilist hvað við hugsum; og jafnvel skilist, hverju guð forði". Þetta er þó ástæðulaus ótti af því sem r_ðherrann segir getur aldrei skilist hvað hann hugsar. Orð hans eiga ekkert skylt við hugs- un. Hið eina sem getur skilist af orðum ráðherrans, er alger skort- ur skáldsins á þeim sannfæring- arkrafti, sem er hverjum pólitísk- um níðritara nauðsynlegur, ef á- rás hans á að verða annað og meira en máttlaust spark út í lofitð. 6. Sumarið 1933 kom ítölsk flug- heimsókn til Reykjavíkur. Um hundrað ítalskir flugmenn voru gestir landsins í eina viku, synir þeirrar þjóðar, sem frægust er fyrir kurteisa og ljúfmannlega framgöngu. Það vildi svo til að eg átti flestum fremur kost á að veita þessum mönnum athygli. Fyrir beiðni ríkisstjórnarinnar varð eg handgenginn foringja fararinnar, Balbo ráðherra og var með honum og mönnum hans ná- lega frá morgni til kvölds meðan þeir stóðu við. Balbo var maður tiginmannlega stiltur, algerlega blátt áfram í viðmóti, hæverskur og vingjarnlegur við háan sem lágan. En þessir menn voru fulltrúar fasistastjórnar. Það varð að segja eitthvað misjafnt um þá. Og það tók Laxness að sér. — Hvergi var þess getið í blöðum, að þeir hefðu komið öðru vísi en vel fram á íslandi. Þessu var hægt að ráða bót á í skáldsögu. Og Laxness settist við og skrif- aði söguna um "Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933" þar sem hann lætur f lugmennina, vera fulla af rembingi og for- ingja fararinnar hrokagikk og fíf 1, sem lendir í handalögmáli við sendisveininn á Hótel Borg, sem skellir honum. Eg hef orðið var við það að sumum kommúnistum þykir þetta ágæt fyndni. Hefði það verið jafnfyndið ef Stalin hefði komið til Reykjavíkur og íhalds- rithöfundur logið því upp frá rótum að hann hefði hagað sér svo spjátrungslega á Borginni að sendisveininn hefði lagt hann? í nóvember var hleypt upp bæjarstjórnarfundi í ReykjavíkJ út af deilum um atvinnuleysis- j styrki, leikurinn barst út á götu | og sló í bardaga með bareflum milli lögreglu og uppþotsmanna.; Það var við þetta tækifæri, sem! Héðinn Valdimarsson átti ao hafa rétt verkamönnum stólfætur út um glugga á áfundarsalnum — \ frá því segir Laxness í smásögu,; sem hann skrifar um bardagann, | og þar með er sagan ekki lengur; skáldskapur einn, óháður sögu-; legum staðreyndum, heldur verð- ur höfundur skuldbundinn til réttrar, sannsögulegrar lýsingar á ákveðnum atburði. Sagan segir frá gömlum verka- manni, sem fær þungt kylfuhögg á höfuðið, er fluttur blóðugur á sjúkrahús og bundið um sár hans en að því búnu fer hann aftur í bardagann, með reifað höfuð, og fær þá enn á ný högg ofan í koll- inn — því að, segir Laxness, lög- reglan leitaðist sérstaklega við að slá menn þar sem sár voru fyr- ir, sem hafði verið bundið um. Eg horfði á þennan sorglega götubardaga, ofan úr gluggum Alþingis, sá hann hefjast fyrir utan templarahúsið, þar sem iundur bæjarstjórnar hafði stað- ið, og berast út að dómkirkjunni og út á Kirkjustræti. Bardaginn stóð í svo sem fimm mínútur, í hæzta lagi nokkrum mínútum lengur. Það var gersamlega ó- hugsandi, eða með öðrum orðum, það eru hrein ósannindi, að nokk- ur maður hafi getað særst þar, verið fluttur á sjúkrahús, fengið þar sár sín þvegin og bundið um þau, en síðan komið aftur í bar- dagann og þá verið sleginn öðiu sinni af lögreglunni ofan í sár sín. Það má vera að þetta þyki til- valin saga einhversstaðar yzt í vinstri herbúðum. Væri hún jafn- góð ef því hefði verið logið á verkamenn, að þeir hefðu sér- staklega leitast við að berja ofan í sáraumbúnaðinn á höfðum lög- reglumannanna. Eru það góðar bókmenntir, samræmar íslenzkum siðahug- myndum, sem taka að sér að falsa sögulegar staðreyndir í svívirð- ingarskyni? Ef til er á íslandi heilbrigð og einörð bókmenntaleg gagnrýni, þá er henni skylt, eftir síðustu bók Laxness, að taka afstöðu til eftirfarandi spurningar: Nú er pólitískur rithöfundur óánægður yfir því, að atferli, andstæðinga hans er ekki einsj heimskulegt eða hlægilegt eða glæpsamlegt, og hann hefði langað til að það væri — skal honum þá teljast heimilt að bæta úr því með skáldsögum, þar sem hann lætur þá fremja þau heimskupör, þau skammarstrik og smánarverk, sem þeir ekki hafa gerst sekir um? Hverjum getur dulizt hinir ná- lega ótakmörkuðu möguleikar til rógs og lyga, .sem hin pólitíska lykilsaga hefur fram yfir blaða- greinar, vegna þess að lykilsag- an þarf ekki að nefna hinaVíf- sóttu eða svívirtu með réttu nafni og getur þó látið skiljast við hvern er átt? | Er íslenzkri siðmenningu gróði að slíkum bókmenntum? París 17. maí 1948. —Mbl. 12. júní Professional and Business ——= Directory Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 Dr. S. J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsími 87 493 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœóingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 98 291 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMTTED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK TELEPHONE 94 981 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Borfquets and Funeral Designs Icelandic Spoken H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utfanr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaróa og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone-27 324 Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 Union Loan & Investment COMPANY RentaL Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. ASGEIRSON'S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 Halldór Sigurðsson Controctor _ Builder 1158 Dorchester Ave. Sími 404 945 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Conveniíínce, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 93 942 Frá vini DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg Phone 94 908 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr LESIÐ HEIMSKRINGT.U 702 Sargent Ave„ Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.