Heimskringla - 18.08.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.08.1948, Blaðsíða 1
Alwcrys ask for the— HOME-MADE "POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37144; Frank Hannibal, Mgr ' \ itnte. *+++*++++++**++**++++*++*+++++++++*+ Always ask for the— HOME-MADE "POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144I; Frank Hannibal, Mgr. ! LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 18. ÁGÚST 1948 NÚMER47. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Fjölment silfurbrúðkaup Tuttugu og fimm ára giftingar afmælis dr. S. O. Thompson og Mrs. Thompson í Riverton, var haldið s. 1. sunnudag að Hnaus- um. Var þar f jölmenni hið mesta. eða ekki ósvipað og er á fslend- ingadögum til að tjá læknishjón- unum vináttu, virðingu og þakk- læti fyrir starf þeirra í þágu bygðarbúa. Dr. Thompson hefir verið læknir í norðurhluta Nýja- íslands í tuttugu og sex ár og notið mikils trausts og víðtækrar hylli, eins og samsæti þetta ber vott um. Hann er og þingmaður Gimli kjördæmis í þessu fylki. Vináttu og þakklætisvott sinn sýndu íbúar Nýja-fslands með því, að skenkja læknishjónum 1949 tegundar bifreið, Grandfath- ers klukku og sitt-hvað fleira. Ræður flutti fjöldi manna, er all- ar lýstu vinsældum læknishjón- anna. Lýsti læknirinn yfir, að hann veitti fé til sjóðsbyrjunar sem ætlaður væri til að reisa sjúkrahús í Riverton. Alberta kosningarnar Fylkiskosningunum í Alberta, sem fóru fram í gær, lauk meðj geisimiklum sigri fyrir Socialj Credit stjórriina. Hún hefir núj þegar 46 þingsæti vís og er á undan í þremur. Fyrir kosning-j ar hafði hún 51 þingsæti. C.C.FJ hafa náð í eitt þingsæti og eru áj undan í öðru; þeir höfðu áður 2 bingmenn. Liberali hefir einn verið kosinn, en frekari fréttir eru ekki komnar. Þingmenn eru alls 57. fbúum Canada fjölgar íbúatala í Canada var 1. júní á þessu ári 12,883,000. Hafði hún á s. 1. ári hækkað um 301,000. Við manntal 1941, voru íbúarn- ir 11,507,000. Fjölgunin síðan nemur 1,376,000, eða hér um bil 12%. Fólkinnflutningur nemur 90,- 000. Að öðru leyti eru fæðingar þetta miklu meiri en dauðsföll. f Manitoba hækkaði íbúatalan um 14,000. Er hún nú í fylkinu 757,000. Verðmætur málmfundur í Quebec-fylki hefir nýlega fundist málmur, sem svo þykir mikið út í varið, að talinn er í gildi við gullfund. Málmurinn heitir "titanium" og er ríkur af litarefnum, sem notuð eru við málvöru tilbúning. Af efni þessu hefir orðið að flytja inn um $4,000,000 á ári frá Indlandi. Er þarna svo mikið af því, að innflutnings er ekki talin nein þörf. Það er í norðaustur hluta fylkisins, um 400 mílur frá Que- bec, sem efni þetta fanst. Hefir Quebec-stjórnin þegar gert ráð fyrir vinslu þarna og lagt fram 25 miljónir dollara til þess. Á að leggja 10 miljón dollara járnbraut út í náma-héraðið. Duplessis forsætisráðherra gerði ráð fyrir 150 miljón dala kostnaði til námustarfsins. Ef allir gætu sagt eins Ef allir gætu sagt það sama og sambandsstjórnin um hag sinn, þá væri gaman að lifa. Á fyrsta f jórðungi f járhagsárs- ins, frá 1. apríl 1948 til 31. júlí, nemur tekjuafgangur eða gróði Ottawa-stjórnarinnar $321,329,- 759.36. Tekjurnar urðu $920,261,- 728.18, en útgjöldin $529,931,488.- 28. Gróðinn á fjórum mánuðum verður nærri einn þriðji úr bil- jón. Og samt er talað um fátækt og ekki að ástæðulausu. Áflæði á Skotlandi Síðast liðinn föstudag rigndi svo mikið á Skotlandi, að yfir i 1000 fermílur af landi var yfir að líta sem útsæ. Þetta var á landa- mærum Skotlands og Englands. Eignatjón er talið $4,000,000. Uppskera eyðilagðist á stóra svæði. Kýr, hestar og sauðfé fórst og rak sumt til sjávar. f veruhús einangruðust á nokkr- um stöðum. Bannið á kjöti afnumið Dr. A. J. Thorsteinson Dánarfregn GUÐRÚN PETERSON Ásgeir Jónas Thorsteinson hef ir tekið við boði frá Manitoba háskólanum, er skólinn bauð hon-: ' _ j um, ^em aðstoðar prófessor í skordýravísindum. Hann var síð- astl. ár hjá Forest Insect Lab-, oratory er Canada-stjórnin hefir! í Sault Ste. Marie í Ontario-j fylki; en doktors nafnbót hlaut^ hann á Englandi, er hann stund-j aði þar nám í sérfræðigrein sinni I um nokkur ár meðan á stríðinu. stóð og vann þá um hríð í þjón-j ustu ensku stjórnarinnar þar í landi. Dr. A. J. Thorsteinson er sonur Sigurðar heit. Thorstein- sonar og ekkju hans, Halldóru, er lengi bjuggu í Winnipeg, og er Mrs. Thorsteinson búsett hér enn. Hann er kvæntur íslenzkri konu einnig héðan úr Winnipeg, Mildred Anderson. Heimskringla óskar Dr. Thorsteinson til ham- ingju með hina nýju sæmd og býður þau hjón aftur velkomin í íslenzka vinahópinn í Winnipeg. Eftir langvarandi vanheilsu og erfiða legu, andaðist Guðrún Guðmundsdóttir Peterson, ekkja Magnúsar sál. Petersonar, 28. júlí s. 1. að heimili hennar, 313 Horace St. í Norwood. Guðrún var dóttir Guðmundar Guðmundssonar frá Skriðdal í Norðurmúlasýslu, og Rannveigar Rúnólfsdóttir konu hans úr sömu sveit. Guðmundur dó sama haustið sem Guðrún var fædd. Til þessarar heimsállfu kom hún árið 1887, með landnáms-hópun- um sem þá voru að flytjast hing- að. Um stuttan tíma dvaldi hún í Norður Dakota en mest alla æfina bjó hún í Winnipeg og síð- ustu þrjátíu árin í Norwood, á Horace Street. Árið 1898, 25 nóv- embermánaðar, giftist hún Magn- úsi prentara Peturssyni Björns- sonar, ættuðum frá Leifsstöðum í Bólstaðahlíðarsókn í Húna- þingi. Hann er dáinn fyrir þremur árum, 5. júní 1945. Sonur þeirra Edward lifir móð ur sína auk tveggja systkina hennar, Thorsteinn, bróðir henn Bannið á sölu á nautakjöti frá Canada til Bandaríkjanna er af- numið. Salan byrjaði s. 1. mánudag og getur samkvæmt því er Ottawa gerir ráð fyrir numið í hreinum gróða 5 miljón dölum á því, sem eftir er af þessu ári. Salan er talið líklegt að nemi frá 14 til 25 miljón dölum til árs- loka. Þetta ætti strax að bæta úr dollaravandræðum landsins til muna. Verðmunurinn er sagt að muni jafna sig upp með að nema $50 á hverjum nautgrip. Verð á hverj- um grip er frá $140 til $250. Hagur Canada étur sig auðvit- að nokkuð upp í hækkandi verði á kjöti hér. Og hann er að sjálfsögðu einn- ig minni fyrir bændur, en yfir- leitt mætti ætla. Það eru ekki margir bændur, sem hafa yfir 20 nautgripi sem ráð hefir verið gert fyrir að selja. Það eru hjarða- eigendur í Alberta, sem mestan hagnaðinn hafa. Kjötverð sem hér er nú 60c, kvað skjótt eiga að hækka upp í 75c. Með tímanum er spáð að það geti komist upp í dollar pundið. Það er ennþá mesti lausareikn- ingur á þessu, því kjötsalar hér vita ekki ljóst hvað flutnings- kostnaður og alt honum tilheyr- andi er mikill; það er svo langr síðan að nautgripir héðan hafa verið seldir suður, á bezta, bein- asta og næsta markaðinn, að þetta er gleymt. Kjöt hefir verið selt héðan til Bretlands um mörg ár, vegna brýnnar þarfar þar. Nú er grip- um að fjölga í Evrópu og Dan- mörku, sem Bretar geta keypt fyrir sterlingspund og að minsta kosti spara sér mikið flutnings- gjald á. Þó verðhækkun leiði mikla af þessu á kjöti hér, er það að sjálf- sögðu ekki alt, sem þetta hefir í för með sér. Það er næsta líklegt, að fleira hækki í verði og að verkamanna samtök og stjórnar- þjónar taki því ekki með þögn- inni, en fari fram á kauphækkun. Frá sjónarmiði verðbólgu, er vafasamt, að stórmikið gott hljót- ist af þessu. Svo er ekki ómögu- legt, að því er blaðið Winnipeg Free Press bendir á, að hér verði slakað á banni á innflutningi verksmiðju vöru frá Bandaríkj- unum í staðinn. VINNA SÉR NÁMSFRAMA ar býr í Milton, N. D. og systir hennar, Björg (Mrs. Thorðarson) er til heimilis í Seattle, Wash. Tveir bræður Guðmundur og Jón eru dánir fyrir nokkrum árum. Guðrún sál. var félagslynd og vingjarnleg í anda, og jafnvel á hinum síðustu árum, er hún þjáðist af veikindum, tók hún á| móti vinum sem komu heim til hennar með blíðu brosi og hlýju orði. Á meðan að heilsa og kraft- ar leyfðu tók hún þátt í safnað- arlífi og starfsemi gamla íslenzka Unitara safnaðarins og seinna fyrsta Sambandssafnaðar. Und- anfarin sex ár var hún rúmföst og þjáðist mikið fyrstu ár þeirrar legu. Eina ósk hennar var að hún lifði það að sjá son sinn aftur, en hann hafði tekið þátt í Diepp.^ árásinni og var tekinn af Þjóð- verjum og var þar til stríðsloka. Eftir að hann kom heim, sýndist þjáningar hennar léttast að mun, en aldrei var um neinn verulegan bata að ræða, og að lokum, leitaði þreyttur líkami hvíldar. Útfararathöfnin fór fram frá Fyrstu Sambandskirkju í Winni- peg, 30. júlí, s. 1. Séra Philip M Pétursson flutti kveðju og minn- ingarorðin. P. M. P. Gifting Gefin voru saman í hjónaband af séra Skúla Sigurgeirssyni, að Árnesi, 31. júlí s. 1., þau Peter Dyck frá Snow Lake, Man., og Guðríður Thorkelsson frá Ár- nesi. Brúðguminn er af hérlend- um ættum en brúðurin er dóttur þeirra Mr. og Mrs. S. Thorkelson, er búa mílu fyrir norðan Árnes, P. O. Giftingin fór fram á heim- ili foreldra brúðarinnar. Svara Hvað veröur upp á teningnum? Er það forlaga römmust rún? eða ráð og fláttskapur myrkravalda að heimurinn riðar á hamrabrún og horfir niður í djúpið kalda. Stórþjóðaþingin stefna í átt sem stormur og myrkur eiga heima um alvörumál er enginn í sátt allir jafnaðar hugsjón gleyma. Harður er Rússinn og hyggja þver hann er þar altaf ljón á vegi, kvíða því margir hvernig fer ef komist verður að samning eigi. Þegar tillaga er látin laus og lagður grunnur að friðar-trúnni Molotov skekur harðan haus, og hnífurinn stendur þá í kúnni. Andlát Roosevelts er alheims sorg; — undir það heimur getur skrifað — hans er saknað í bygð og borg betur færi ef hefði hann lifað. Allir hlustuðu á þann mann, öllum vildi hann heimi bjarga ljóst er mér það ef lifði hann leiðrétt gæti 'ann heimsku marga. Óðum dregur að dómstól þeim hvort drápsöld ný yfir heiminn geysi eða friðar hann allan heim sem álagaham af veröld leysi. Jón Jónatansson Eggert og Davíð Peterson Þessir ungu sveinar, sem sjást á þessari mynd, eru þeir bræðurnir Eggert og Davíð, synir þeirra Sveinbjarnar Peterson járnbrautarstöðvarstjóra í Pine River, Man., og frúar hans Sig- ríðar Peterson. Eggert er 15 ára en Davíð 13 ára að aldri. — í vor, sem leið, vann Eggert Isbister-verðlaun í 1. kensluum- dæmi, sem í sér fela $105 undanþágu frá kenslugjaldi við há- skóla Manitoba-fylkis og $50 í peningum, en Davíð hlaut hæstu einkun, 170 stig, af öllum nemendum IX. bekkjar í fylkinu utan vébanda Winnipegborgar. Þessir ungu námsmenn dvelja í sum- ar hjá ömmu sinni, frú Svanhildi Sigurgeirsson-Eggertsson í Vogar-bygðinni við Manitobavatn. — Sveinbjörn Peterson er sonur þeirra Mr. og Mrs. Thorsteinn Peterson, sem lengi bjuggu á mótum Pacific Avenue og Sherbrook Street hér í borg, en nú eru bæði látin, en frú Sigríður, fyrrum kenslukona, er dóttir Eggerts heitins Sigurgeirssonar við Vogar og eftirlifandi ekkju hans, Svanhildar; bræður frú Sigríðar eru Barney kaup- mðaur, Jóhann og Davíð, allir búsettir í Vogar og Siglunes- bygðum. menn voru Sigurjón og Freda, systkini brúðarinnar. Mrs. Sig- ríður Sigurgeirson söng einsöng og var aðstoðuð við hljóðfærið af Mrs. L. Peterson. Að gifting- unni afstaðinni var setin vegleg veizla. Mrs. A. Sigurdson, Ár- nes, mælti fyrir minni brúðar- innar. Framtíðar heimili ungu brúðhjónanna verður að Snow Lake. Séra Kristinn K Ólafsson flyt- ur guðsþjónustur sem fylgir í Vatnabygðunum sunnud. 22 ág.: Kandahar, kl. 11 f. h. Wynyard, kl. 2 e. h. . Mozart, kl. 4 e. h. Elfros, kl. 8 e. h. í Kandahar og Elfros verða guðsþjónusturnar á ensku, í Wynyard og Mozart á íslenzku. Landráðamálið syðra Eins og kunnugt er, skipaði þing Bandaríkjanna fyrir nokkru nefnd til að rannsaka, hvað land- ráðastarfsemi l'iði syðra. Nefnd þessi hefir verið gagnrýnd af ýmsum. Eftir rannsóknirnar í sömu átt í Canada, er ljóstuðu miklu upp um slíka starfsemi hér, er ástæðulaust að halda, að ekkert geti af svipuðu tæi átt sér stað í Bandaríkjunum. í Canada var konungleg nefnd skipuð í málið. Hún yfirheyrði 116 manns er henni fanst ástæða til, og rann- sakaði um 1000 skjöl, er hún náði í. Eftir rannsóknnia voru þeir ekki margir, sem ástæða var til að yfirheyra frekar, en þó nokkrir og voru sumir þjónar sambands- stjórnar, en aðrir í konsúlssveit- ínni rússnesku. En nöfn aðeins þeirra fáu, sem nefndin gat sann- að að við óþegnhollustu starf væri riðin, voru afhent stjórn- inni og dómsótlunum og nöfn þeirra fóru þá að birtast. Nöfn hinna sem rannsakaðir voru og ástæða þótti ekki til að hefja mál móti, voru aldrei birt, og um þau veit enginn, sem ekki hefir aðgang að skýrslu nefndarinnar. Rannsókn þessi bar þann á rangur er til var ætlast. Hjá nefnd Banadríkjanna er aðferðin ekki þessi. Þegar menn eru grun- aðir um svikráð, eru þeir að vísu teknir, en nöfn þeirra eru strax birt áður en fullnægjandi rök eru fengin og sem óánægja hefir orðið út af, þó til slíks sé alls ekki ætlast. Það er enginn tal- inn sekur fyr en full rök eru fengin fyrir sekt hans og sak- laus þarf ekkert að óttast. Hafa nokkur blöð syðra bent á, að engra nöfn hefði átt að birta fyr en málinu var lengra komið, eins og gert var í Canada. Og það hefði að líkindum bakað færri óþarfra áhyggna. Nokkrir hafa verið fundnir, er hafa með starfi sínu unnið í þá átt, er sízt var æskt eftir. Munu nokkrir þeirra hafa horfið heim til Rússlands. Miss Bartley heit- ir kona, sem játað hefir, að hafa verið í þjónustu Rússa um að ná í upplýsingar frá stjórnarþjón- um í Bandaríkjunum. Mun hún nú eitt aðalvitni nefndarinnar. Tveir rússneskir kennarar hafa og flækst í þetta mál. Hétu þeir Miss Kosenkina og Mikhail Sum- arine. Kom sá kvittur upp, að þingnefndin hefði rænt þeim og varð Molotov þess vís. Kærði hann Bandaríkja stjórn fyrii þetta. En um leið og Banda- ríkjastjórn ætlar að fara að af- saka sig, steypir Mrs. Kosenkina sér út um glugga á þriðju hæð konsúlshallarinnar í New York og er flutt á sjúkrahús. Segir hún að sér hafi verið haldið þar sem fanga og hafi átt að senda sig til Rússlands, hún er rússneskur þegn. En til Rússlands vill hún ekki fara, segir eiginmann sinn, sem einnig var kennari, hafa horfið þar. Sumarine fanst ann- arsstaðar, var í felum hjá kunn- ingja sínum, er miskunnaði sig yfir hann, er hann sagðist heldur ráða sér og fjölskyldu sinni bana, en að fara til Rússlands. Út af þessum málum er nú nærri orðið eins heitt milli Rússa og Bandaríkjamanna, að ekkert er sagt gefa eftir Berlín-deilunni. Þar sem konsúlsskrifstofa Rússa í New York er nú komin í málið, er vel líklegt að frekari frétta verði að vænta síðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.