Heimskringla - 01.09.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.09.1948, Blaðsíða 1
j! Always ask íor the— HOME-MADE i! ::" POTATO LOAF" CANAÐA BREAD CO. LTD. '•'¦ Winnipeg Fhone 37 144 s Frank Hannibal, Mgr. I! itiite. í' •^#^#^^^#^#'^^#-#-#S>S»i#-#S#>#S» n###m>m>## Always ask for the— HOME-MADE "POTATO L0AF"| l CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ! LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. SEPT. 1948 NÚMER49. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Segir farir sínar ekki slóttar Henry Wallace forsetaefni Framfaraflokksins svonefnda í Bandaríkjunum kom s. 1. mánu- dag til Greenboro í Norður-Caro- lina-ríki og hlaut herfilegar trakteringar. Hann ákvað að hafa þar ræðu á götu úti, en var ekki fyr byrj- aður, en eggjum og tómötum rigndi yfir hann úr hópi áheyr- enda, sem sagðir voru um 500. Hrópyrði fylgdu eggjakastinu, er á þá leið voru, að hann skyldi halda til Rússlands, eða herfa sem fyrst burt úr bænum. Á fleiri stöðum í suðurríkjun- um hefir á svipuðu þessu gengið á fundum hans. Wallace átti ekki önnur orð yfir þetta en að spyrja, hvort hann væri staddur í Bandaríkj- unum. Mótspyrna þessi stafaði ef- laust af því, að Wallace er með mannréttindamálinu og jafnrétti Svertingja og mun ofsóknin hafa frá hvíta kyninu komið. NÝR ÍSLENZKUR LÆKNIR Dr. Jónas G. L. Johnson Á s. 1. vori útskrifaðist frá Manitoba læknaskólanum ungur fslendingur, Jónas Guðmundur Lennard Johnson að nafni. For- eldrar hans eru Björn og Guð- laug Johnson að Vogar Man. Björn, faðir hans er sonur Guð- mundar Jónssonar frá Húsey. Dr. Jónas er fæddur 21. jan., 1923.. hann stundaði að barnaskóla námi loknu nám á United College og innritaðist í læknaskóla þess fylkis 1943 og lauk burtfarar- prófi á s. 1. vori, sem fyr segir. Hann stundar lækningar á sjúkra húsi í Vita, Manitoba. Dr. Jónas er hinn efnilegasti maður. Heimskringla óskar hon- um til lukku í læknisstöðunni. Smjörkaup frá Nýja-Sjálandi Það er alls ekki ólíklegt talið, að Canada verði að kaupa smjör á komandi vetri frá Nýja-Sjá- landi. Smjörbirgðir þessa lands voru 1. ágúst 14 til 15 miljón pundum minni en um sama leyti á s. 1. ári. Ný-Sjálendinga fýsir að selja Canada smjör, þó samning hafi við Breta um sölu á sem næst öllu útfluttu smjöri, vegna þess, að þá skortir búnaðaráhöld, eiiík- um "tractora", sem þeir fá ekki í Bretlandi; en þeir eiga kost á hér. Það er mjög líklegt að þessir þrír aðilar komi sér á einhvern hátt saman um þessi kaup. ítalir kaupa canadiskt hveiti ítalir hafa keypt 12 til 15 milj- ónir mæla af þessa árs hveiti uppskeru Canada. Að frádregn- um samningnum um að selja Bretum árlega 150 miljón mæla á næstu 4 árum, eru þetta hin mestu hveitikaup erlendra þjóða hér um langt skeið, eða síðan Canada seldi Rússum 25 miljón mæla af hveiti á uppskerubrestsárinu mikla þar 1938. Flugslys í Winona, Minn. Flugfar sem Northwest Air lines áttu fórst í stormi s. 1. sunnudag við Winona, Minn. 36 manns fórust. Voru tveir af þeim frá Flin Flon, Man. C. C. Plúm mer, einn af þeim sem fórst, var um langt skeið hótelsjtóri í Elfros, Sask. Mikil slys í Manitoba Yfir síðustu helgi urðu 16 um- ferðaslys í Manitoba. Dóu f jórir, en 12 meiddust, svo að á sjúkra- húsum liggja. Tala þeirra sem í slysförum hafa lent frá 1. ágúst, er þá orðin 37, og þykir há. Frá ársbyrjun, hafa 16 látist af slysum í Winnipeg. Á öllu árinu 1947, fórust 18. Kveðja TIL SÉRA BENJAMÍNS KRISTJÁNSSONAR OG FRÚ JÓNÍNU í samsæti 8. ágúst, 1932 FRÉTTIR í FAM ORÐUM í þeim hluta Þýzkalands er Rússar ráða yfir, er sagður mik- ill skortur og óánægja Þjóðverja fer þar vaxandi. Mest alt af því sem landið gefur af sér iðnaðar- lega eða í búnaði, er flutt til Rússlands. Urgur Þjóðverja út af þessu og ótti við uppreisn, er ætlað að geti orðið til þess, að ýta undir Rússa, að gera samning við vestlægu þjóðirnar, meira en nokkuð annað. Með hátinda útsýn og hafrænan blæ að heiman þið íluttuð til sléttunnar lýða, sem vilja en geta ekki fóstrað þau iræ, er Fjallkonu möttulinn blómunum skrýða, en hverfa í þjóðanna samsteyptan sæ svo "Sólskríkjan" gleymist og "Hlíðin mín fríða' Samt flestir, sem mæna til himinsins hátt, — að hálfu í köstulum trúsælu búa, — sem hinir, er treysta á sinn magnlitla mátt en Mammon né Jehóva hvorugum trúa, þín snjallyrðin djöríu úr upprunans átt í önd sinni geyma og lengi að þeim hlúa. Til fjarðarins umgirtan fjallahring þeim, — sem fegurðar gleðina vekur í hjarta, — er Helga var gefinn af guðunum tveim, sem gunnhvöt og mildinni bezt lét að skarta, þið fagnandi úr vestrinu hraðsiglið heim í hásaíi Norðurlands víða og bjarta. Svo farið þið blessuð í framtíðar skaut, þars fbgnuður tungunnar þögnina hræðir, er almætti hljómsins um aldirnar naut en andanum lyfti í svimandi hæðir, sem æskunni fjallvegi ævinnar braut og örlaga rúnanna skilninginn glæðir. Þótt hylji oss vestursins haustkvöldið blátt og hrímkuldinn smjúgi í ganglúna fætur, við horfum með gleði í austnorður átt, er ævinnar leggjast að köldustu nætur, því þar vex upp ættbaðmur íslands svo hátt sem Yggdrasill forni með heimslanda rætur. Þ. Þ. Þ. Nýja-Sjáland hefir sett nýtt stjúpson; Kona hans dó fyrir verð á sterlings-pundið sitt og mörgum árum. Jarðarförin fór telur það nú jafngilt sterlings-j fram s. 1. laugardag í Geysir pundinu brezka. Áður var pund kirkju. Hins látna verður nánar þeirra metið 125 á móti 100 minst síðar. brezka pundsins. Ný-Sjálending- ar segja Attlee-stjórnina olla því að brezka pundið sé ekki meira virði en þeirra. Sumar Berlínarmálið Samtalinu í Moskva milli stjórna Rússlands og Vestur-Ev- rópu þjóðanna, er enn ekki lokið. Var búist við að honum lyki s. 1. viku og þá hefðu fjögra-velda fulltrúarnir fund með sér í Ber- lín í byrjun þessarar viku. En af því hefir ekki orðið enn, þó nú sé slíks vænst í lok þessarar viku. í Berlín hafa kommúnistar gert uppþot og heimtuðu um síðustu helgi, að vestlægu þjóðirnar hyrfu úr borginni og núverandi stjórn þar yrði rekin, en nefnd af Rússum skipuð þar til stjórnar. Af þeirra hálfu virðist því ekki um neina tilslökun að ræða. Á þriðjudaginn í þessari viku, hermdu fréttirnar, að Rússar væru þó ekki frá því að hafa fund með vestlægu þjóðunum um gjaldeyrismálin og Berlín væri veittur sérstakur gjaldeyrir, helzt rússneskur. Það er eina málið, sem minst hefir verið á að fyrir þessum fundi lægi. En að það leiði til fullra sátta, er þó lítil von um. Vestlægu þjóðirn- ar halda áfram með stjórnar- myndun í V.-Þýzkalandi, eftir sem áður og samgöngubannið er hið sama og fyr og er nú orðið 10 vikna gamalt. Hnífurinn virðist enn standa í kúnni, sem áður. Og ekki hefir rekstur konsúlsins New York verið til að mýkja skap Rússa. Það líklegasta er, að við hið sama sitji enn um hríð Ýms blöð gera sér enn vonir um lausn Berlínar-málsins, en það virðist harla ástæðulaust að ætla, að hún geti, hvað Rqssa áhrærir, látið sig gerast, nema með rekstri vestlægu þjóðanna þaðan. Fulltrúar fjögra stóru her- þjóðanna voru í fréttunum í morgun sagðir komnir til Berlin- ar til skrafs og ráðagerða. Segja blöðin að einhvern vott beri það um, að eitthvað hafi gerst á Mos- kva-fundunum í áttina til betra samkomulags um ágreiningsmál- in sem eru aðallega um nýjan gjaldeyri í Berlín og afnám flutningsbannsins. Við bíðum og sjáum hvað setur. * Bandaríkni hafa nú þegar var- ið í Canada 200 miljón dölum í sambandi við viðreisnarstarf Ev- rópu — fyrir kaup á varningi sem austur um haf hefir héðan verið sendur. Svipaða sögu hafa fleiri þjóðir að segja, er vörur hafa að selja. • Skólar hófu starf sitt í Winni- peg í morgun. Eg heyrði skóla- börnin á leiðinni í skólann, vera að kalla hvert til annars: Vakn- aðu! Vaknaðu! * * * Andrei Zhdanov, einn af aðal mönnunum í kommúnista flokki Rússa, lézt í Moskva í gær; hann var 52 ára. Um hann var löngum talað, sem eftirmann Stalins. — Hann var einn af fremstu mönn- unum í Politburo (yfirráði) Rússa og vann sér ódauðlega frægð með vörn Leningrad í síð- asta stríði, er hann stjórnaði. — Segja blöð Rússa að þjóðin hafi þar mist einn sinn ágætasta mann. Við sumar hádags hljóma um himinn, lönd og sæ, sér lyftir alt sem andar í unaðs mildum blæ. Hvert fræ er moldin faldi er fágað dögg og sól, við almátt upprisunnar með eilíft vald og skjól. Við söng frá grænum greinum er gleði, líf og fjör, en fólksins fjöldi stritar við fálát dagsins kjör. Hið eina ráð við öllu hjá okkur sjálfum býr, að taka föstum tökum þá tíð sem að oss snýr. M. Markússon ÍÞRÓTTAGARPUR WVV'VV^ w? Friðfinnur Sigurðson, Geysir Man. lézt 25. ágúst á Winnipeg General Hosp., Hann var 68 ára, lætur eftir sig 3 börn og ein Ken Stanford Hann vann Pétursson's bikar- inn í bogfimi til eins árs á fslend ingadeginum 2. ágúst á Gimli. Alls tóku fimtán þátt í samkepn- inni, 8 menn og 7 stúlkur. Mild- red Dalman vann fyrstu verð- laun í hópi stúlknanna. Sam- kepnin fór fram undir stjórn Halldórs M. Swan. Frú J. D. Eaton í heimsókn á Islandi Hér á myndinni sjást þær frú Eaton (t.h.) og móðir hennar, Anna Jónsdóttir. Myndin var tekin að Hótel Borg. Hvernig gat nokkrum dottið í hug að skíra þetta land Island? Hér er enginn ís sjáanlegur — og enginn snjór — en grasið ó- trúlega grænt og blómin í öllum regnbogans litum. Sko bara völl- inn, hérna fyrir framan glugg- ann! Eitthvað á þessa leið fórust frú Eaton frá Toronto, Kanada orð er fréttaritari blaðsins hitti hana snöggvast að máli í gær að Hótel Borg. Frúin er íslenzk í báðar ættir, dóttir Friðriks Friðriks- sonar (Stefánssonar, alþingis- manns Skagfirðinga frá Skála) og konu hans, Önnu Jónsdóttir. en hún er fædd í Nýja-íslandi og! austfirsk að ætt (móðir hennar var Stefanía Jónsdóttir frá Skeggjastöðum.) Frú Eaton er gift John David Eaton, einum stærsta verzlunar- eiganda Kanda, en T. Eaton fé- lagið, sem hann er eigandi að, er þekkt um gjörvallt landið og munu um 30 þús. manns starfa við það. i Frú Eaton og móðir hennar komu flugleiðis hingað til lands s. 1. föstudag báðar í fyrsta sinn, og munu dvelja hér í tvær vikur. Þótt þær hafi ekki sótt fsland heim áður, þá tala báðar íslenzku með prýði. — Eg lærði íslenzku áður en eg lærði ensku, sagði frú Eaton. Mér var innrætt það sem barn, að eg væri fslendingur, og þyrfti ekki að bera kinnroða fyrir það —og það loðir undarlega lengi við margt af því, sem maður lær- ir í æsku. Móðir mín talaði svo oft um fsland, nærri því eins og|—Mbl. 22. ágúst hún væri hér fædd og uppalin. Og sennilega hefur hún komið hingað oft — í huganum. — Þó að eg segði kanadískum blaðamanni frá því, að eg væri af Reykjahlíðarættinni, þá væri hann nákvæmlega jafn nær um ætt mína og uppruna, eins og gefur að skilja, en við íslenzkan blaðamann get eg grobbað af því, að vera af þeirri ætt! Eg á fjóra syni, sem allir eru ljósir á hár, með norrænt yfirbragð og þrír þeirra heita íslenzkum nöfnum, Friðrik Stefán, Þór og Jón, en sá fjórði heitir George. Ætlið þið að dvelja hér lengi? — Sennilega um tvær vikur, en þá höldum við til Imeginlands Evrópu. Eftir helgina förum við í ferðalag norður í land, því að Skagafjörðinn og Mývatnssveit- ina verðum við að heimsækja. Og þér verðið að bíða með að spyrja um álit okkar á landinu, þangað til við komum aftur úr þeirri ferð. Mér leist illa á mig í Kefla- vík, það er ljóti staðurinn. En það sem eg hefi séð af Reykja- vík, líst mér vel á — og mér er sagt, að eg eigi enn eftir að sjá fegurstu staðina á landinu. Hér eru einnig í heimsókn um þessar mundir frænka frú Eaton Sigurbjörg Gíslason Boynton og maður hennar, próf Holmes Boynton. Hvorugt þeirra hefur áður gist ísland, en frúin talar íslenzku reiprennandi, er vel heima í öllu, sem við kemur Reykjahlíðarættinni og hlakkar mjög til þess að heimsækja Reykjahlíð í Mývatnssveit. Schuman eina vonin Robert Schuman, sem fyrir 32 dögum var forsætiðsráðherra Frakklands, er nú talinn hinn lík- legasti til að mynda stjórn á Frakklandi. Stjórn Andre Marie, sem tók við fyrir mánuði síðan, féll s. 1. laugardag. Schuman hafði setið 8 mánuði að völdum, en lengur tókst hon- um það ekki, þrátt fyrir þó hann yrði nokkrum sinnum við óskum andstæðinga sinna um stækkun ráðuneytis síns Á undan Schuman var um tveggja ára skeið samvinnustjórn í Frakklandi undir forustu Ram- adier og flokka Schumans og Marie. Sú sameining var ger til þess að bægja bæði kommúnist- um og Charles de Gaulle-flokk- unum frá völdum. Ef Schuman tekst nú ekki að halda þinginu í skefjum, er lík- legt, að hjá almennum kosningum verði ekki komist.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.