Heimskringla - 01.09.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.09.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. SEPT. 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA BRÉF 3498 Osler St., Vancouver 22. ágúst 1948 Hr. Stefán Einarsson, Kæri vinur: Eg held að eg megi segja fáein orð af því enginn segir neitt frá Vancouver nema S. Guðmundson. Og þá ætla eg að geta um þessi íslenzku blaðamál. Eg er alveg samdóma S. Guðmundsyni um það sem hann segir um það mál í seinasta blaði Lögbergs, ekki til að hnekkja því, heldur að sam- þykkja að hækka þau í verði; það gera öll blöð orðalaust, þegar eitthvað hækkar í verði, og eru ekkert að fást um það. Eg keypti bæði blöðin Heimskringlu og Lögberg í 18 ár eftir að eg kom vestur á Vancouver eyjuna og borgaði 7 dali fyrir þau bæði og er bráð lifandi ennþá, og skal borga meira fyrir Heimskringlu, ef hún hækkar í verði, og það vona eg að allir geri, sem unna íslenzku blöðunum. Svo ekki meira um þetta. Þá er um samkomur hér í Van- couver; eg hefi lítið um þær að segja, því eg hefi ekki farið á neina þeirra síðan eg kom í þessa Höfn, enda hreinn óþarfi, því S. Guðmundson gerir það svo vel og ræiklega, að þar er engu við að bæta. Hólmfríður Danielson og mað- ur hennar komu hér tvisvar til að skemta okkur, ef eg man rétt, og gerðu það vel. Þau eru mestu myndar hjón. Svo kom hér skáld- konan mikla, Elinborg Lárus- dóttir, og fórst það vel að vanda, að skemta okkur, með góðri ræðu. Hún talaði skýrt og greinilega, enda veitir ekki af því; sumt af þessu gamla fólki heyrir ekki vel og eg er einn af þeim. Kæra þökk til hennar fyrir góða skemt- un. Hér á Höfn líður öllum bæri- lega, það er varla hægt að búast við því betra; við erum orðnir galla gripir. Um tíðarfar má segja að það er óvanalegt, það hafa ekki verið neinir þurkar, heldur smá rign- ingar af og til og nú virðist farið að hausta, því blöðin eru farin að fjúka af trjánum; alt er samt grænt og blómin glitra. Eg gleymdi að geta þess að það er sífeldur straumur af góðum gestum sem koma hér til að sjá þetta indæla elliheimili. Um uppskeruhorfur hér er ekk- ert hægt að segja ennþá; það er of snemt enn, eg gæti ímyndað mér að hún yrði með rýrara móti. Það var svo kalt vorið. Frá Campbell River er alt gott að frétta, öllum líður vel, alt er þar á framfara vegi og töluverð laxveiði af þessum stóru löxum. Jæja vinir mínir, eg fer nú að hætta í þetta sinn og óska öllum alls góðs austur þar. Þinn einlægur, K. Eiríksson Messur í Nýja íslandi 5. sept. — Víðir, ensk messa kl. 2. e. h: Riverton, ensk messa kl., 8 e. h. 12. sept. — Geysir, messa kl., 2 e. h. Arborg, ensk messa kl., 8. e. h. I»ininnnnianiiiiiiniinininiiimumimmnnniiiuiininmiiiiiiiiv j INSURANCE AT . . . REDUCED RATES Fire and Automobile STRONG INDEPENDENT | COMPANIES McFadyen 1 [ C mpanyLimited J 1 362 Main St. Winnipeg § Dial 93 444 I’ AiunHniammmmummmmummmmnnuimMnumummic* RUTH Þýtt heiir G. E. Eyford Þessar æstu hugsanir sem flugu eins og leiftur í gegnum höfuðið á Ruht, höfðu og áhrif á fætur hennar, því hún gekk með þeim undra hraða, að hún var komin heim í hús föðurbróðir síns, áður en hún vissi af. Þjð var gamalt hús í einni þessari þröngu götu nálægt Westerfladen; það var fallegt lítið þrílyft hús, bygt í renesans formi, með boga- dregnum framstandandi gluggum, láréttum múr- steins beltum á framveggnum, sem aðgreindi hverja hæð. Þegar gengið var í gegnum hina stóru forstofu, voru til hægri handar skrifstofur, en beint inn af hinni breiðu forstofu höfðu áður fyr verið vörugeymslu herbergi. En nú var því breytt, og gólfið lagt með gljáandi marmara- plötum, og þaðan lágu eikartröppur upp í prívat herbergi fjölskyldunnar. Fram í forstofuna kom þjónustu stúlka á móti Ruth, og sagði: “Er frú Hillern ekki með þér! Guð minn góður, hvað á eg að gera? Meta, klaufin sá, hefur brent sig á handlegnum með sjóðandi vatni, og nú er hún stokkin organdi til læknisins, og eg stend hér og veit ekki hvað eg á að gera. Full- orðna fólkið vill hafa kvöldmatinn á réttum tíma, og svo þarf að baða krakkana og koma þeim í rúmið. Eg kem þessu ekki af alt í einu.” Ruth hafði hlustað kæruleysislega á þessa mælgi. Hún ypti öxlum og ætlaði að halda áfram en þá datt henni nokkuð í hug, stansaði og sagði: “Eg skal baða krakkana og koma þeim í rúmið”. sagði hún með hörkulegt bros á andlit- inu. “Þú, jómfrú Ruth?” í orðunum lá, bæði van- traust og keksni. “Nú, því ekki?” spurði Ruth og leit fyrir- litningar augum á hana. “Nú, eg hugsaði bara”, nöldraði. stúlkan vandræðalega." Jómfrúin er ekki vön því”. “Hvort heldur eg er vön því eða ekki ska! eg gera það”. Svo steig Ruth upp í efstu tröppuna og hvarf svo inn í svefnherbergi sitt. Stúlkan hafði horft eftir henni, með ílsku- svip á andlitinu. Er hún fór aftur inn í eldhúsið reyndi hún, að því er hennar stutti háls leyfði, að apa eftir hinum tignarlegu höfuð hreifingum Ruths. “Slík þrinsessa!” tautaði hún. “Þegar hún kom hingað, kunni hún ekki að fara í sokkana sína, og nú vill hún — það verður heldur laglegt ástand í barna herberginu, — þegar hún er tek- in við —: það eitt veit eg”. Það var ekki lengi þess að bíða að spádóm- urinn rættist. Undir eins og Ruth kom inn til barnanna fóru þau að orga. Gretchen og Lilli, yngstu krakkarnir. Annað var þriggja en hitt f jögra ára, þau höfðu vatnsblá augu og hnöttótt- ar og blóðrauðar kinnar. “Það er svo margt ljótt gamalt fólk í heim- inum”, var hún vön að segja, “þess vegna eru börnin gerð sem rósrauðir englar sem maður get- ur kyst og gert gælur við.”. Hún hafði aldrei getað felt sig við þessi börn; en börn hafa glögga eftirtekt, og ef þau verða þess vör að ein- hverjum geðjast ekki að sér, þá forðast þau þær manneskjur, en þegar Lena var að segja þeim sögur af einhverri fríðri, en vondri drottningu, þá hugsuðu þau æfinlega ósjjálfrátt til Ruth. Nú sáu þau alt í einu þessa drottningu sem þau höfðu lært að ímynda sér, koma inn í herbergið, einmitt nú, er Meta var fráverandi og móðir þeirra ekki heima heldur. Þau urðu hrædd og fengu hjartslátt og opnuðu augun eins mikið og þau gátu. Þarna kom húrn, hve hræðilega stór! Hún var náföl í andliti, varirnar samanklemdar, eins og hún ætlaði aldrei framar að tala orð, og augun litu svo illa út, svo hræðilega illa. Hún gekk að baðkerinu — hvað ætlar hún að gera — hugsuðu börnin, hún lét renna heitt og kalt vatn í kerið, fór svo með hendina ofan í það og svo sneri hún sér að þeim — nú — “Kondu, Lilli, sagði Ruth, “Eg ætla að hjálpa þér í rúmið”. Hún talaði í köldum og skip- andi róm, í rómnum var enn mikill sársauki, en þó ekki hastur né óþýður. Henni kom síst til hugar að láta saklaus börnin líða fyrir það sem móðir þeirra hafði gjört henni rangt til . Hægt og rólega tók hún yngra barnið í fang sér og fór að afklæða það. Börnunum fanst eins og þau hefðu fallið í klær vondu drottningarinnar sem Lena hafði sagt þeim frá, svo þau fóru að orga af öllum mætti sínum. “Svona, svona, þetta er nóg”, sagði Ruth. “Góð bending um hvers eg má eiga von á, sem barnafóstra hjá öðrum!” Svó fór hún, með skjálfandi fingrum að afklæða barnið, sem hún hélt í fangi sér, sem spriklaði og braust um alt hvað það gat. “Mamma”, skrækti Lilli, eins hátt og hann gatt, “Mamma”! “Meta!” skrækti Gretchen, “Kondu Meta!” “Mamma er úti og Meta brendi sig á hand- leggnum”, sagði Ruth, og stríddi við sig að missa ekki þolinmæðina. Professional and Business Directory— “Mamma! Meta!” skræktu börnin hvort sem betur gat. “Ef þú verður ekki þægur, Lilli, þá rass- skelli eg þig”, sagði Ruth aðvarandi. “Ef eg snerti við krökkunum”, hugsaði Ruth, j “þá segir móðir þeirra, til að hefna sín á mér, að eg hafi barið þau”. Þannig gekk það með sparki og orgi, þar til að síðustu að Ruth var búin að baða þau bæði og koma þeim í rúmið. Þegar loksins hún var búin að afljúka þessu j ógeðfelda verki skalf hún sem ösp í vindi. Þegar j hún ætlaði, óstyrk eins og hún var, að ganga út, kom henni alt í einu í hug að þessar verur, þrátt j fyrir sitt heiðinglega háttalag, voru svokölluð j kristin börn, og máttu ekki fara að sofa, áður en þau hefðu lesið kvöldbænina sína. Þrátt fyrir innri mótstöðu, sneri hún aftur, sagði Lilli að setjajst upp í rúminu, og halda höndunum saman á brjóstinu, svp sneri hún and- j litinu frá rúminu og byrja'ði að segja fram, í andatakarlausum rómi: “Nú til hvílu vil eg ganga------ Á þessu augnabliki var hurðin opnuð og Lena kom inn. “Ruth!” sagði hún, orðlaus af undrun. “Hvað ert þú að gera hér Ruth?” Ruth hló stuttan og harðan hlátur. “Mér datt í hug”, sagði hún, með sársauka í rómnum, “að það væri eitt af skylduverkum þjónustu stúlknanna ykkar að koma börnunum í rúmið — mér fanst að eg gæti ekki gert neitt betra en, búa mig undir framtíðaratvinnu mína. En það get eg sagt þér Lena, fyr en eg tekst á hendur að gæta smákrakka, skal eg drekkja mér hér í Weiser fljótinu. Það er eitthvað það and- styggilegasta sem eg get hugsað mér — eg hata að gera það.” “Þú segist hata þau, og þó ert þú að kenna þeim að biðja?” Þessi milda ávitun dugði. Ruth sneri sér frá rúminu og sagði: “Já, þú segir satt, þessi viðbjóðlega hræsni”. Með ekka í rómnum, sem stafaði einsmikið af líkamlegri ofreynslu, eins og af snögglega vakinni gremju tilfinningu, fór hún út úr her- berginu. 4. KAFLI Rnth fór inn í svefnherbergið sitt, eftir að Lena hafði sagt henni að föður-bróðir hennar væri ekki í búðinni í kvöld.svo hún gæti ekki náð hann tali. Hér fann Lena, sem svaf í sama herbergi, hana tveimur tímum seinna, þar sem hún sat á gólfinu, klædd aðeins í hvítan nátt- serk, og hélt höndunum um kné sér. Klæðaskáps hurðin var opin, og alt í kring í herberginu láu föt hennar breidd á rúmið og stólana — mjög einfaldir hversdags kjólar, ball- og samkvæmis- kjólar. Hún leit þreytulega í áttina til Lenu, er hún kom inn. “Þarna kemur þú þá loksins”, sagði hún. “Segðu mér hvað þú heldur að klæðasölukaup- menn mundu gefa mér fyrir þetta dót?” “Ekki nokkurn skapaðan hlut”, sagði Lena j í ákveðnum róm. “Það eru engin slíkir kaupmenn hér í Bremen, sem kaupa brúkaðan fatnað — Eg’ j heyrði Emmu Möller einu sinni segja það —! Hún sagði, þegar hún auglýsti brúkaðan fatn- að til sölu, hefði komið fínn herramaður, sem hefði hneigt sig djúpt fyrir henni, sett upp gull- spanga gleraugu og skoðað fatnaðin, sem var allur af bestu tegund, og sagði svo kalt, en bros- andi; eg get ekki borgað þér meir en einn dollar fyrir þetta rusl, það er ekki meira virði”. “Herra minn trúr,” stundi Ruth upp. “Eg hélt með því að selja það, gæti eg borgað henni, að minsta kosti eitthvað af peningum hennar til baka-----Hættu! Hvað ætlarðu að gera?” sagði hún þegar hún sá, að Lena, í mestu rólegheitum fór að hengja fötin aftur inn í skápin. “Nú jæja, úr því að það er ekki að tala um að geta selt, það, þá er það ekki tilneins — jú það getur verið til gagns, ef það er hengt út”, hélt Ruth áfram. “Sjái eg þau ekki (fötin), þá getur skeð að eg gleymi bæði skuldinni og barnfóstru- stöðunni. Þessir viðbjóðslegu krakkar þarna í barna-herberginu hafa gert mig leiða á því öllu saman! Ó Lena, hvað þau skræktu! Það gekk mér alveg gegnum merg og bein — og fylti mig við- bjóði, sem eg get ekki lýst! Og hvernig litu þau svo ekki út, þessi blóðrauðu andlit, þessi grettnu _____»» “Ruth”, greip Lena fram í. “Þú ert að tala um systur mínar”. Ruth leit stórum augum á hana. “Já, vissulega,” svaraði Ruth, dræmt. “Þær eru systur þínar á vissan hátt —”, svo horfði hún á hið saklausa andlit Lenu, með viðkvæmu augna ráði —. “Hver sem sér ykkur saman trúir því ekki. Þær eru hvorki líkar þér né föðurbróðir mínum. Þær eru eftirmynd móður sinnar, bæði til sálar og líkama”. Offiee Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Oífice 97 932 Res. 202 398 Dr. S. J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsími 87 493 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögírceðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth St. PHONE 96 952 WINNIPEG THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 219 McINTYRE BLOCK • TELEPHONE 94 981 WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Offíce Phone 97 404 Yard Phone 28 745 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar xninnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 27 324 Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 L nion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LÁRUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1158 Dorchester Ave. Sími 404 945 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherhrook St. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 93 942 Frá vini DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg * Phone 94 908 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 883 C. A. Johnson, Mgr 'jÖfiNSONS ) lOOKSTORÉI UHM * LESIÐ HEIMSKRINGLU 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.