Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 1
~++++++++-+**<*-+-4*>+-+++++++++++++++++l+*j * Always ask for the— HOME-MADE POTATO LOAF" % 'i tí :; 'i :: CANADA BREAD CO. LTD. I Winnipeg Phone 37 144 l| Frank Hannibal, Mgi. i * J Always ask for the \ti HOME-MADE POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. ? Winnipeg Phone 37 144 í Frank Hannibal, Mgr. t V^#s»###»»#»#^»##>»»»###»#s»##.j>»»##^^ LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. SEPT. 1948 NÚMER50. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Eduard Benes látinn Eduard Benes, fyrverandi for- seti Tékkóslóvakíu, lézt s. 1. f östudag. Með honum er til mold- ar hniginn heimskunnur maður og hetja fyrir baráttu sína í frels- ismálum þjóðar sinnar. Hann var 64 ára gamall. Hann var orðinn forseti Tékkóslóvakíu er Hitler krafðist nokkurs hluta af ríki hans 1938, til þess, eins og hann lofaði, að afstýra ófriði. En slíkur samningur var ekki lengi haldinp. Og þegar alt lýðríkið var hremt, myndaði Benes stjórn í útlegð. Eftir síðasta stríð og þegar land hans var orðið laust við Hitler, byrjaði á ný barátta fyrir Benes við annað einræðis- vald — kommúnistana í sínu heimalandi. Snemma á þessu ári fór heilsa hans versnandi og eftir átta mánaða stríð við kommún- ista, gafst hann upp fyrir þeim, lagði niður völd, en við stjórn landsins tók núverandi forseti landsins, Gottwald að nafni, er að öllu fer eftir boði og banni Stalins. Tékkóslóvakíu lýðveldið er hann hafði með Masaryk barist heitt fyrir að mynda, sá hann því hrynja áður en hann dó. En hann var eigi að síður sannfærð- ur um, að það ætti eftir að verða endurreist, þó honum ekki entist aldur til þess. Hvað varð Zhdanov að aldurtila? Fregnritar brjóta mikið heilan L-ni það, hvað Andrei Zhdanov, er dó 31. ágúst í Moskva, hafi orðið að banameini. Hann var aðeins 52 ára gamall. Læknir sem sá hann og talaði við hann nokkrum dögum fyrir lát hans, sá engin dauðamerki á honum. Spurning fregnrita er: Varð hann að víkja? Zhdanov var einn af fremstu valdamönnum Rússlands. Hann var talinn líklegastur til að verða eftirmaður Stalins. Hann ofsótti Marshall áætlunina og hét að eyðileggja viðreisnarstarf vest- lægu þjóðanna í Evrópu. Hann var helzti maðurinn í fjandskap- arárásunum á Tito í Júgóslavíu. Ekkert af þessu bar góðan árang- ur. Vestlægu þjóðirnar og Tito hafa ekki látið bugast neitt fyrir þessu. Rússastjórn varð þess loks áskynja, að þetta aflaði henni aðeins ákveðnari óvina út um heim og í taumana yrði að taka. O'g það sem fregnritar eru nú sterktrúaðir á, er að það hafi gert verið með því áð hrinda Zhdanov fyrir ætternisstapa. Eldar í Alberta f einum gasbrunninum í Wild Leduc í Alberta, kom upp eldur í gær og stóð bálstólpinn ein 600 fet upp í loftið. Þarna logar nú nótt og dag og fer ósköpin öll af olíu forgörðum með því. En að slökkva er hægra sagt en gert. Eina vonin um það kvað vera að reyna að einangra eitthvað af brunninum og láta hann svo brenna út. óspekir í Berlín Borgarstjórnin í Berlín reyndi s. 1. mánudag, að halda fund, en það fór svipað og þrisvar áður, að komúnistar réðust inn í bæjar- ráðshöllina, ráku bæjarstjórnina út, lemstruðu nokkra menn og héldú svo sjálfir fund á eftir. í bæjarráðshöllinni voru innilok- aðir um 40 háttsettir menn frá vestlægu þjóðunum og um 200 Þjóðverjar, er ekki voru kom- múnistar. Bannaði kommúnista lögreglan þeim útgöngu. Banda- rískur blaðamaður og einn mynda tökumaður, voru illa meiddir af kommúnistum í sviftingunum í bæjarráðshöllinni. Bruni í Winnipeg Eldur kom upp í Arctic Ice byggingunni á Bell Ave., s. 1. sunnudag. Breiddist hann út og alt um kring og náði til C. N. R. járnbrautarinnar þar nærri og brendi upp um 400 fet af braut- inni. Þetta var á aðal brautinni út úr bænum og voru því farþeg- ar og póstur á lest C.N.R. félags- ins fluttir yfir í lest C.P.R. fé- lagsins. Skaði íshússins er met- inn um 100 þús. dali og C.N.R. félagsins fyllilega það. Um upp- tök eldsins veit enginn og stend- ur rannsókn yfir um það. Frá Amsterdam í Amsterdam á Hollandi gerð- ist þau tíðindi s. 1. laugardag, að Villelmína drotning lagði niður völd, en við þeim tók 39 ára dótt- ir hennar Júlíana. Hafði Vil- helmina ráðið ríki í hálfa öld, en ákvað sjálf, að leggja þau niðor og vera kölluð hér eftir prinsessa í stað drotningar. Unga drotningin var þakklát, en hamaði að þjóðin nyti ekki lengur stjórnvisko móður sinnar. Garson í Ottawa-ráðuneytið hann muni sækja um kosningu í Marquette-kjördæmi í Manitoba. J. A. Glen er þar þingmaður, en honum kvað ætluð staða í senat- inu. Hann var fyrrum ráðherra námu- og fríðinda deildar og er 71 árs að aldri. Garson mun vera fyrirhugað dómsmálaráðherra-embættið. L. B. Pearson, aðstoðarritari í utanríkismáladeildinni, mun og ætluð ráðherrastaða. Hann var einn þeirra er ýmsir bera svo mikið traust til, að hann var á landsfundi liberala tilnefndur flokksforingjaefni í stað Kings; hann neitaði að vera í vali. Þing- sæti hans er sagt að verði í East Algoma, en þingmaður þess kjör- dæmis er nú Thomas Farquhar; hann er 73 ára og fær embætti í senatinu. King lét eitt sinn borginmann- lega um að hann ætlaði að gera endurbætur á senatinu með því að skipa unga menn þar í embætti. Hvorugur þessara manna getur talist unglingur! Ralph Maybank þingmaður fyrir Suður-Mið-Winnipeg er og getið sem væntanlegs senators, en um það er ekki víst. Photo by Karsh. Hon. Stuart S. Garson Það mun mega telja víst, að S. S. Garson, forsætisráðherra Manitoba-fylkis, sé ætlað ráðu- neytisembætti hjá Ottawa-stjórn- inni. Blaðið Winnipeg Free Press flutti fréttina s. 1. laugardag með mynd af Garson, en kvað f réttina samt óstaðfesta af King. En blað- ið mun vita hvað klukkan slær þar. Það er enfremur minst á, að FJÆR OG NÆR Gefin saman í hjónaband að heimili Mrs. Kristján S. Pálsson. 178 Jemima St. Selkirk, þann 4. sept., Wilfred James Larner, Winnipeg og Margaret Helen Pálsson. Brúðguminn er af ensk- um ættum en brúðurin er dóttir Kristjáns S. Pálssonar skálds, er nú er látinn og eftirlifandi ekkju hans Mrs. Ingibjargar Pálsson. Við giftinguna aðstoðuðu Mrs. Pauline I. McKinnon, systir brúðarinnar, og Mr. Walter Pat- on. Allstór hópur ættmenna og vina brúðhjónanna sat rausnar-( lega veizlu á heimilinu að gift- ingu afstaðinni. Ungu hjónin setjast að í Sel- kirk. Sóknarprestur lúterska safnaðarins gifti. Dánin er í Blaine, Wash., hinn 29. ágúst, öldungurinn Jón Jóns- son frá Hnjúkum í Húnavatns- sýslu, 88 ára að aldri. Hann flutti til Canada árið 1888. Bjó í Sel- kirk í 12 ár. Giftist þar fyrri konu sinni Ingibjörgu Sigvalds- dóttir ættaðri úr Húnavatns- sýslu. Þau eignuðust 3 börn, nú öll dáin. Þau fluttu til Blaine, Wash., um 1900 og bjuggu þar og í grend inni þar til Ingibjörg dó, árið 1929. Árið 1930 giftist Jón seinni konu sinni Elizabetu Árnbjörns- dóttir ættaðri úr Ranárvallasýslu, Hún dó 1935. Brá Jón þá búi og flutti til stjúpdóttur sinnar, Mrs. Hallson í Blaine, sem ann- aðist hann til dauðadags. A. E. K. * * * Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna aö Hnausa, Man.: í þakklátri minningu um móð- ursystir okkar, Albínu Jóelson, sem lézt 16. ágúst s. 1. að heimili dóttur sinnar, Kristínar Björn- son, Dawson Creek, B. C. Halldóra Gíslason og Hlað- gerður Kristjánsson, $5.00 Með kæru þakklæti, Margaret Sigurðsson —535 Maryland St., Wpg. * * * Bjarni Sveinsson frá Langruth, Man., var staddur í bænum í gær. A F0RUM HEIM l a n:d N ÁM S M E N N Þeir samþyktu' ei áþj£n né yfirvöld, ólögleg kvöð skyldi sjóðina spara. Þeir ákveðið neituðu' að greiða sín gjöld, og gunnreifir kusu þeir heldur að fara. Ákvörðun þessi til athafna leiddi — og eyjan í vestrinu lokkaði, seiddi — það átti' ekki við á víkingaöld að velja sér neitt, sem að skerti og eyddi. Svp fermdu þeir knörrinn og fóru um borð með fararfgur allan og þá, sem þeir unnu. En angurblíð saknaðar- ótöluð orð til ættjarðarinnar á tungunum brunnu. Kannski var þyngst að kveðja og gleyma kostum og hlýleika jarðanna heima. Mundi' ekki farmanninn feðranna storð í framtíðinni með söknuði dreyma? Skipið rann áfram í blásandi byrr um blávegu hafsins til óþektra stranda. Nú voru þeir hólpnir og fundu það fyrr, að ferlsið var alt, er þeir kusu til handa. Nú skyldi aftur notið og lifað, með nýrri dáð framhald sögunnar skrifað. Nú skyldi vægðarlaust vísað á dyr því, sem veikti og fékk þeirri ákvörðun bifað. Og fsland heilsar með fönnum skrýdd fjöll og flúðir og brim við klettóttar strendur. Svo sigla þeir áfram, unz útsýnin öll opnar þeim svið fyrir starfsamar hendur. Blasir við augunum, bjartur og friður, blómlegur dalurinn, skjólsæll og víður. — Þeir gerðu sér bústað við gróinn völl, þar sem gott var til fanga — og átakið bíður. Hér var létt yfir huganum, bros lék um brár, hér beið ekki líf, sem að reist yrði' á sandi. Hér var kosið að dvelja hin komandi ár með konunglegt vald yfir þegnum og landi. Hér var hlýtt, hér var unaður, f relsi og f riður — fagur og hressandi straumvatna niður. — Mundu hér ekki gróa hin gömlu sár og gleymt verða fyrr það, sem líkaði miður? Er viðhorf hjá okkur sem feðrunum fyrr til frelsis og lands og þess, sem það gefur? Erum við vígreif og viðbúin styrr til að varðveita það, sem að unnist hefur? Vinna að fleiru en með vísitölum virt er — og metið í krónum og dölum? Vinna, svo eygi menn inngöngudyr að unaðarríki í framtíðar sölum. Kristinn Arngrímsson -Eimreiðin. Elinborg Lárusdóttir Kvenrithöfundurinn þjóðkunni, frú Elinborg Lárusdóttir frá Reykjavík, sem hér vestra hefir dvalið mikið úr sumrinu, leggur af stað heim til ættjarðarinnar næstkomandi föstudag (10. sep.). Hún gerir ráð fyrir vikudvöl í New York til að sjá sig þar betur um en tími vanst til á leiðinni vestur. Samferða henni mun ann- ar góður gestur hér vestra verða, frú Þórunn Kvaran, sem einnig er á förum heim. Frú Elinborg hefir ferðast nokkuð um íslenzku bygðirnar í Manitoba og Dakota og er nú fyrir skömmu komin til Winni- peg úr ferð vestur að hafi. Hún hefir flutt hér níu erindi og ekk- ert ómögulegt um að við þau bætist enn þó dvölin fari að styttast. Vestur-íslendingar eru upp til hópa gestrisnir og hefir verið borið það af mörgum, og frú Elinborg ber þeim góða sög- una í því efni. En sannleikurinn er einnig sá, að þeir eru mestu harðstjórar þegar þeir þurfa á ræðumönnum að halda á skemt- unum sínum eða hátíðum. Þar sem um eins kunnan og vinsælan rithöfund var að ræða og frú Elinborgu, var í þessu efni sízt við mikilli hlífð að búas.t Maður vonar samt að hún hafi haft tíma og tækifæri til að kynnast hér dálítið högum og háttum, ekki sízt íslendinga, sem henni hefir áreiðanlega leikið mestur rfugur á og að hún fari ríkari í því efni heim. Fyrirlestrana flutti hún alla nema einn fyrir félög og stofnanir, er hún tók ekki eyri fyrir. Máltækið segir að þess beri að geta sem gert er og það er af því, að hér er á þetta minst. Með erindum sínum sem og hugljúfri framkomu í allri við- kynningu, hefir frú Elinborg með dvöl sinni hér eignast mikil ítök í hugum Vestur-fslendinga. Hún átti nú að vísu talsvert af þessu hér áður fyrir ritstörf sín. Við höfðum sem aðrir tekið eftir að því bjó göfugt hugarfar að baki. En okkur verður það alt skýrara og kærara eftir að hafa orðið þess varir eins vel og raun ber vitni um í fari og viðkynn- ingu af skáldkonunni. Hún hefir ekki aðeins frætt okkur og veitt okkur marga skemtilega stund, með frásagnarlist sinni í sögum sínum, heldur jafnframt styrkt okkur með viðkynningu sinni í trúnni á sigur hins sanna og góða. Við finnum til þess f jöldinn nú sem oft endranær, að við höfum ekki getað sýnt henni þær við- tökur sem við teljum hana eiga skilið. En fyrir það vitum við, að gistivinátta hennar hjá frænd- um sínum bætir úr skák og fögn- um við því og metum sem vert er. Góða ferð frú Elinborg og á- nægjulega heimkomu. Gifting Þriðja þ. m. voru gefin saman í hjónaband í St. Matthews kirkj- unni hér í borginni, Renee Pearl Money og Roy Clifford McFar- lane, (móðir brúðgumans er ís- lenzk, Ida F. Goodman). Eftir gifting og gestaboð lögðu ungu hjónin á stað áleiðis til Minne- apolis, þar sem þau munu eyða "hveitibrauðs-dögunum". Fram- tíðar heimili þeirra verður hér í Winnipeg. • Fundir stórlaxanna í Berlín Fulltrúar fjögra stóru þjóð- anna, sem um tíma hafa setið á ráðstefnum í Moskva, eru nú komnir til Brelín. Hafa þeir komið saman á nokkrum fundum, en af því hvað gerst hefir, hafa engar fréttir borist, er þetta er skrifað. Á síðasta fundi þeirra í Berlín, 20. marz, varð svo mikið ósætti. að rússneski marskálkurinn Vas- ily Sokolovsky, sagði þetta ráð stórþjóðanna "dautt og grafið". Úr því að það hefir nú ekki ræzt og ráðið byrjaði aftur að halda fundi í byrjun s. 1. viku, líta ýmsir svo á, sem fundirnir í Moskva hafi borið einhvern á- rangur. Aðalmálin sem stórþjóðafull- trúana greinir á um, eru flutn- ingsbannið á vörum til Berlín frá vestlægu þjóðunum, sem nú hefir staðið yfir í 74 daga, og peninga eða gjaldeyrismálin í Berlín. Um þessi mál er ætlað að f jall- að hafi verið á fundunum í Mos- kva og einhver grundvöllur verið lagður að lausn þeirra. Rússar vilja fá peningamál borgarinnar í sínar hendur. — Vestlægu þjóðirnar kváðu ekki f jarri, að slaka þarna nokkuð til, en þó því aðeins, að þeir hafi stjórn á hve mikið af rússneskum peningum sé þar gefin út. Ann- ars gæti svo miklu verið ausið út af seðlum, að einskis virði væru. Vestlægu þjóðirnar fara fram á, að flutningsbannið sé þegar af- numið. Rússar hafa gefið von um það, en enga vissu, ef samn- ingar, sem þeir fara fram á verði samþyktir. En sumt í þeim eins og t. d. að hætt sé við að mynda stjórn í Vestur-Þýzkalandi, er hætt við að torsótt verði. Umræður fara fram fyrir lok- uðum dyrum um þessi mál, svo enginn veit hvað er að gerast. Ýmsir segja að flutningsbannið verði afnumið. Aðrir fullyrða að það hvorki reki né gangi. Þegar þetta er skrifað, hafa stórlaxarnir haft fimm fundi, en ekkert verið tilkynt um hverju fram fer.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.