Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 2
2 SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. SEPT. 1948 Jósef Stalin Eftir Luis Fischer (Þýtt hefir E. S.) F ramh. Leon Trotsky kom heim frá Bandaríkjunum nokkru seinna. Þegar Lenin hóf undirbúning nóvember byltingarinnar gerði hann Trosky að nánasta sam- verkamanni sínum. Stalin fékk | þýðingarmikla stóðu, en ekki trúnaðarstarf. Þetta fell honum illa, þó hann hafi að líkindum fundið til þess, hve afstaða hans var erfið. Lenin var bráðgáfaður hugsuður. Hans ráð mörkuðu stefnuna í byltingunni. Trotsky var afburða ræðumaður, eldheitur flokksmaður og skipuleggjari. Zinoviev, sem hafði verið stöð- ugur förunautur Lenins á út- legðarárum hans, og Leo Kam- enev voru báðir mælskumenn og rithöfundar. Stalin hefir hlotið að finna til þess hversu smávax- inn hann var, við hlið þessara Bolsévisku risa, sem voru allir vel mentaðir menn, heimsborgarar og víðfrægir bæði heima fyrir og erlendis. Hann hafði ekki skrifað neinar bækur. Hann var enginn mælskumaður; meir að segja, hann talaði Rússnesku með mjög áberandi Georgíu hljómblæ. En eitt gat hann og gerði, hann vann á við hveria tvo aðra, að því að koma bylíingar áformunum í framkvæmd. Samkeppnin milli Stalin og Trotsky byrjáði nálega strax eft- ir aö ráðstjórnin komst á lagg- irnar. Það varð hið stórkost’ag- asta einvígi, sem háð hefir verið á tuttugustu öldinni. Það sveigði sögu Rússanna inn í nýjan far veg, og hafði jafnvel áhrif á heimsmálin. Þegar bíirdaginn byrjaði stóð Stalin stórum ver að vígi, en nann vann sigur. Á fundi í Politburo var Trotsky eitt sinn sæmdur heiðurs-merki rauða fánans, fyrir það að honum tókst að verja Petrograd, (St. Peterburg) fyrir hvíta hersveit- unum. Leo Kamenev, sem þá var varaforsætis ráðherra stakk upp á því að Stalin fengi samskonar heiðursmerki. Fyrir hvað? spyrði Nikhail Kalinin sem seinna varð forseti ráðstjórnarríkjanna. Skilurðu það ekki? sagði Buk- harin. Þetta er hugmynd Lenins. Stalin þolir það alls ekki, að nokkur fái virðingarmerki sem hann hefur ekki fengið, og hann fyrirgefur það ekki heldur. Trotsky og Stalin áttu báðir sæti í Politburo meðan Lenin var forseti þess, og hann gat auð- vitað ekki annað en tekið eftir hinni vaxandi óvináttu þeirra á milli. Á þeim árum var Trotsky heffja rauða hersveitanna átrún- aðargoð Sovét-æskunnar og upp- áhald menntamannanna, en Stal in var bara aðalritari kommúnista flokksins. Þegar Trotsky hreyf fullt hús áheyrenda, svo hann in við skrifborð sitt, og sendi fyrskipanir til þúsunda af undir- foringjum flokksins víðsvegar út um borgir og sveitir landsins, og vék mönnum úr embættum og skipaði aðra í staðinn eftir því sem honum bauð við að horfa. Með öðrum orðum, hann var að byggja þá mögnuðustu pólitísku vél sem nokkru sinni hefir þekkst í heiminum. Þegar Lenin dó í jan. 1924, varð Stalin eftirmaður hans, þvert á móti óskum og vilja Lenin sjálfs Eins snemma og í desember 1922 þegar Lenin var að ná sér eftir fyrsta slagið sem hann fekk skrifaði hann erfðaskrá sína og varaði þar við Stalin. “Félagi Stalin, aðalritari flokksins hef ur náð afarmiklum völdum í sín- ar hendur” skrifar/Lenin, “en eg er ekki viss um að hann kunni að nota þau með nægilegri gætni og varúð Nokkrum dögum seinna skrif- ar hann viðauka svohljóðandi: Stalin er alt of óheflaður. Eg legg því til að félagarnir finni einhverja leið til að víkja hon- um frá völdum, og skipa í hans stað einhvern annan sem er kurt- eisari, lempnari, sem hefur meira samneyti við félagana, og sem er ekki eins undirförull. Til þess að verða einræðis- herra Rússlands varð Stalin að yfirstíga þann ógulega þránd í götu, sem þessi fordómur Lenins gegn honum, hlaut að verða Hann varð ennfremur að ryðja Trotsky úr vegi, og það sem meira var, hann varð að móta alt Rússaveldi í sinni mynd. Að honum tókst alt þetta.sýnir járn- vila mannsins, valdafíkn hans og ráðríki, undirferli og yfir- drepsskap. í stuttu máli, sýnir að hann hafði alla þá eiginleg- leika, sem einum einræðisherra eru nauðsýnlegir. Ein aðalástæðan fyrir hinum mörgu sigrum Stalins bæði heima og erlendis, er það hversu flótur hann er að fórna mönnum málum og sannleikanum sjálfum ef hann þykist sjá sérleik á borði. Samningar eru gerðir, ekki nauð- sýnlega til að halda þá; vinátta hans er einskis virði; vinirnir eru sendir á höggstokkinn þegar þeir eru ekki lengur nothæfir. Tak- markið er alt, meðulin skifta engu máli. Stalin hóf baráttuna um valda stól Lenins löngu áður en Lenin dó. Hann gerði samning við þá Zinoviev og Kamenev um að bola Trotsky frá völdum; þessi þrenn ing vann svo kænlega bak við tjöldin, að þegar flokksþing kommúnista var háð fimm mán- uðum eftir dauða Lenins, atti Trotsky ekki einn einasta fylgis- mann þar, hann var jafnvel ekki fulltrúi sjálfur. En út um landið var Trotsky enn mikils metinn og vinsæil. Stalin taldi því óráðlegt að koma honum fyrir kattarnef í einu skrefi. Það varð að eyðileggja hann smátt og smátt. Þann sorg- arleik þekkja allir, hann byrjaði gat látið þá hlæja með sér, eða gráta með sér eftir vild, sat Stal- í Moskva 1923 en endaði í Mex^ COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. 1 I I S The Viking Press Limited j í 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. ikó 1940. Eftir langann undir- búning lét Stalin handtaka Trotsky 1929, og jafnvel þá varð hegningin ekki meiri en það, að hann var sendur í útlegð til Turkestan. Þaðan slapp hann þó vonbráður til Tyrklands. Éftir það . voru flugumenn Stalins á hælum honum land úr landi, alla leið til Mexikó þar sem hann var myrtur. Eins og áður er sagt, gerði Stalin samninga við Zinoiev og Kamenev gegn Trotsky. Ekki löngu síðar gerði hann svo samn- ing við Bukharin, Rykov og Tomsky til að ryðja fyrri félög- um sínum úr vegi. Seinna lét Stalin lífláta þá Bukharin og Rykov — Tomsky framdi sjálfs- morð áður en hann var handtek- inn. Stalin fylgir ætíð þessari reglu Eftir að hann gerði samninginn fræga við Nazista í ágúst 1939, kom bæði hann og öll áróðursvél- in í Moskva með háværar ásak- anir á hendur imperialistum og kapitalistum vesturveldanna. — Töldu þá hafa neytt Þýzkaland í stríð. Þessu hafði hann gleymt 1. maí 1945 því þá komst hann svo að orði í ræðu “Imperialist- arnir þýzku hófu heimsstríðið síðara” Stalin heldur ekki tryggð við sínar eigin staðhæfingar, fremur en samverkamenn sína. i Að hreinsa til í flokknum við og við er orðin föst venja í Rúss- landi Stalins. í meira en tíu ár, var Heinrich Yagoda yfirmaður leynilögreglunnar G. P. U. einn af nánustu trúnaðar og sam- verkamönnum Stalins. En í Moskva málaferlunum frægu í marz 1938 er Yagoda sjálfur handtekinn, sakaður um að hafa verið spæjari fyrir erlent ríki, meðan hann var yfirmaður lög- reglunnar. Sakargiftirnar á Yagoda voru bornarð fram af eftirmanni hans Yezhov. Hann varð þó aldrei fastur í þessu því skömmu síðar lá leið hans til aftökustaðarins, eins og Yagoda á undan honum. Hann hafði ver- ið notaður til að ryðja Yagoda úr vegi, alveg eins og Yagoda var notaður sem verkfæri gegn Zin oviev, Kamenev, Trotsky og fl. Hjá Stalin koma hreinsanirnar í stað almennra kosninga. Frjáls- ar kosningar minna valdhafana á það, að völd þeirra eru komin frá fólkinu, kjósendum. Hreins- unin minnir þá, sem eftir lifa á það að þeirra völd eru frá ein- ræðisherranum. Hreinsunin er ennfremur ör- ugg vörn fyrir Stalin. Hvenær sem eitthvað fer aflaga í ríkis- rekstrinum, eru einhverjir und- irmenn hans teknir fastir. Þeir eru sökudólgarnir, en ekki hann. Ein ástæðan fyrir Moskva mál- unum 1938 var eflaust að sann- færa alþýðuna um það að það oru hinir ákærðu, sem ættu sök á skortinum, á neyzluvörum, — járnbrautarslysunum, hrossafár- inu og kúapestinni o. fl., sem alt voru afleiðingar stjórnar- stefnunnar frá Moskva. Stalin hefur ekki einungis svift einstaklinga frelsi, hann hefir einnig gert stjórnmála- flokka og stjórnardeildir áhrifa og valdalausar. Kommúnista- flokkurinn var um eitt skeið vold- ugur og áhrifamikill í Russlandi. Frá 1917 —1925, þrátt fyrir borg- arstríðshallæri og aðrar hörmung ar sem yfir dundu, hélt flokkur- inn þíng einu sinni á ári. En þá kemst Stalin til valda og þá skjftir um. Fimtánda ársþingið er haldið 1927. Það sextánda 1930 og seytjánda 1934 og átjánda ’39. Síðan hefur ekkert flokksþing verið haldið. Völd flokksins eru öll í höndum Stalins. Sama er að segja um verka- mannafélögin. Framan af árum héldu þau þing eða ráðstefnu á hverju ári, en síðan 1932 hefur engin ráðstefna verið haldin. Þau eru ekki lengur til, nema á papp- írnum, og eru bara bergmál af hinum mikla rauða föður. Fram á allra síðustu tíma hef- ur Stalin einn markað stefnuna í utanríkis- og innanlandsmálum ráðstjórnarríkjanna. Og auk þess gefið sér tíma til að ritdæma skáldsögur og leikrit, og jafnvel hætt sér inn á svið sönglisltar- innar, þar sem hann er þó ólærð- ur “amateur”. Þegar Stalin fór að sjá söngleikinn “Lady Mac- beth of Utsendsk” eftir Shosta- kovich, fékk hann strax hina mestu óbeit á honum. Leikurinn hafði þá gengið full tvö ár, í öll- um helstu borgum Rússlands og jafnvel verið leikinn fyrir fullu húsi. Og blöðin verið einróma um að hæla honum. En hann átti ekki við smekk Stalins. Honum geðjast best létt lög, og þjóðvís- ur, en hér var meiriháttar tón- verk, samið af sérfræðing. Hann kallaði því David Zaslavsky á sinn fund, og nokkrum dögum seinna birti Zalavsky grein í Pravda, þar sem hann réðist hast- arlega á söngleikinn og höfund hans, og nálega samstundis var bannað að sýna “Lady Macbeth”, og blöðin, sem áður höfðu hælt honum á hvert reypi, fundu hon- um nú allt til fóráttu. Með takmarkalaust vald yfir lífi — og dauða — heillar þjóð- ar, hvað gæti hann girnst frek- ar? Lof! f raun og veru, á hann mjög mikið lof skilið, því undir hand- leiðslu hans, svipuhöggum og sverðstungum, hafa Rússar tekið rísaskref í framfara áttina. Verk smiðju-iðnaður hefur margfald- ast. Hann kom á samvinnu og vélabúskapnum, sem að vísu gerðu bændur að vinnumönnum ríkisins, en hefur hinsvegar stói- um aukið framleiðslu landbún- aðarins. Hann hefir látið byggja nýjar borgir, nýja háskóla, lækna- skóla, heilsuhæli, hermannaskóla alþýðuskóla og barnaskóla. Og síðast en ekki síst, hann leiddi Rússa til sigurs gegn Þjóðverj- um. Fyrir alt þetta á hann hrós skilið, og hefur líka fengið það í fullum mæli. En honum dugð það ekki. Hann vildi dýrkun. — Enda hefur hann í nálega 20 ár verið hlaðinn lofi, smjaðri og fagurgala af svo væminni tegund að flesta venjulega menn mundi hafa velgt við slíku. “Vor elskaði faðir, vinur vor og kennari, sómi vor og skjöldur, hinn mikli Stal- in”, þannig komst dagblaðið “Truth” að roði um hann 26. jan. 1939, og á svipaðann hátt er hann ávarpaður í hverju einasta blaði og tímariti sem út kemur í ráð- stjórnarríkjunum. “Mesti vísinda maður aldarinnar” segir mánað- arritið “Bolshevik” í júly 1945. “Kenningar Aristotles hafa aldrei verið skýrðar fyllilega fyr en Stalin gerði það”, fullyrðir “Kultural Front”. Ef eg væri spurður” skrifar Kalinin fyrrum forseti, “hver skilur rússneska tungu manna best, svaraði eg hik- laust “Stalin”. Á dögum Lenins, voru það ó- skrifuð lög í Bolshevíka flokkn- um að manndýrkun skyldi ekki eiga sér stað þar. Stalin hefur snúið þessu alveg við. Ekki færri en ellefu borgir og bæjir í Rúss- landi eru nefndir eftir honum. Stjórnarskipunarlögin eru köll- uð “stjórnarskrá Stalins”. Fimm ára áætlunin er “Stalin áætlunin” Nútíminn er “Stalin tíminn” Fyrsta bæn, sem börnum ráð- stjórnarríkjanna er kend, er þakkargjörð til Stalins fyrir frjálsa og hamingjuríka æsku. Stalin er þakkað allt sem heppn- ast vel meðal Rússanna. Fjöldi af standmyndum, brjóst myndum og smærri líkneskjum af Stalin hafa verið gerðar þeg- ar annars var tilfinnanlegur skortur á hráefnum. Þúsundum mynda, sem eru einsháar og með- alhús og miljónum smærí'i mynda er dreift út um landið, og nú upp á síðkastið til leppríkjanna líka. ív skólum, skrifstofum og verksmiðjum í Czechoslovakíu, hanga nú myndir af Stalin á á- berandi stað. Ungverjaland hef-j ur gefið út frímerki með mynd Stalins, og allir litlu einræðis- herrarnir í Austur-Evrópu eru umkringdir myndum af Stjlin, bæði á skrifstofum sínum og í heimahúsum. Fyrsta, og ef til vill eina gjöfin til Pólsku þjóðarinn- ar frá rauðahernum voru nokkur vagnhlöss með myndum af Stal- in. Þakkar og lofgjörðar ávarp til Stalins, var undirritað af tveimur og hálfri miljófl íbúa Kazak lýð- veldisins. Þetta Asíuríki telur sex íbúa á hverja fermílu, svo það hefir hlotið að kosta óhemju vinnu og fyrirhöfn að safna öll- um þessum undirskriftum. Þess- konar ávarp sýnist Stalin meta meira en flest annað, ef svo væri ekki mundi hann hafa stöðvað þetta tilbeiðsluflóð fyrir löngu. Það gefur góða hugmynd um fcreytinguna í þessum efnum, að bera saman stjórnarblaðið “Pravda” frá dögum Lenins og nú. í afmælisblaðinu frá 7. nóv.. 1922 þegar Lenin var enn við völd, er Lenin nefndur 10 sinn- um, Trotsky 4 sinnum og Stalin aldrei. En í afmælisblaðinu 7. nóvember 1947 er Stalin nefndur 66 sinnum. En það sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allan þennan opinbera fagurgala, er þó tilraunin til að skipa Stalin sæti við hlið Lenins. Kommúnista- flokkurinn er ætíð flokkur ‘Lenin og Stalin’. Stalin er ‘besti lærisveinn Lenins’. Bækur hafa verið gefnar út um valdatöku Bolsévika og rauða herinn þar sem Trotsky er ekki nefndur á nafn. Stalin er ákaflega umhug- að, að þurka út orðtakið “Lenin og Trotsky” og setja í þess stað: “Lenin og Stalin”. En það einkennilegasta er þó, að því nær Lenin sem félagar hans hossa honum, því meir fjar- lægist hann stefnu Lenins. Lenin krafðist þess að fyrra stríðið endaði án landvinninga eða skaða bóta. Stalin krafðist hvortveggja eftir það síðara. Lenin fordæmdi Keisarastjórnina fyrir að skipta upp Póllandi. Stalin gekk í félag með Hitler að skipta því aftur. Lenin vildi að alþýðan gerði upp- reisn gegn yfirstéttunum en Stal- in styður velvopnaða og vel skipulagða smáflokka til að hrifsa völdin af alþýðunni — sjá Czechoslovakíu. Lenin þurfti aldrei að hreinsa til í flokknum; og jafnvel á erf- iðustu byltingar árunum leyfði hann útgáfu eins andstæðinga blaðs í Moskva, og innan komm- unista-flokksins voru frjálsar umræður sjálfsagðar. Stalin bannaði frjálsar umræður með öllu, jafnvel meðal kommunista. Skammbyssa leynilögreglumanns ins varð aðal röksemdin. Lenin vildi stofnsetja stétta- laust þjóðfélag, en Stalin hefur myndað yfirstétt, sem lifir í vel- lystingum praktuglega, en erj valdalaus með öllum enn sem komið er. Lenin fyrirleit keisar- ana og þeirra stjórnarfar. En Stalin hefur gert bæði Pétur mikla og Katrínu drottningu að nokkurskonar dýrðlingum. Lenin umgekst alþýðu manna, og varð ástsæll af flestum sem kynntust honum. En þrátt fyrir allt orðaflóðið sem ritað hefur verið um Stalin, er hann enn sami stálmaðuiinn og í fyrstu — kaldur, harður og fráhrindandi. Alþýðan í Moskva veit ekki hvar húsið hans er, og þegar hann ferðast, fer hann og kemur með hinni mestu leynd. Hitt vita menn, að hann er tví- giftur. Jakob, sonur hans er eftir fyrri konu hans. Síðari kona hans hét Madejdu Allilieva, með henni átti hann son Vassil að nafni. sem var foringi í Rússn- eska flugliðinu á stríðs-árunum. og dóttur Svetlana sem nú er rúmlega tvítug. Nadejda dó árið 1932. Orðasveimur var um það í| Moskva, að hún hefðt fyrirfarið ANDLÁTSFREGN Páll Friðrik Magnússon, vist- maður á Betel, andaðist þar 2. dag september mánaðar, eftir all- miklar þjáningar. Hann var fæddur 21. des. 1864, að Siglu- nesi í Eyjafjarðarsýslu, sonur Magnúsar Jónssonar og Guðríð- ar Jónsdóttir. Hann mun hafa dvalið á Akureyri á ungþroska og fullorðins árum sínum. Hann kvæntist Guðnýju Friðbjarnar- dóttir og fluttu þau vestur um haf 1901. Um langa hríð átti hann heima við Leslie, Sask, og stund- aði búskap, en einnig smíðar jöfnum höndum. Konu sína misti hann fyrir 17. árum síðan. Þrjú börn þeirra eru á lífi: — Magnús, við Leslie, Sask.; Adam í Regina, Sask.; og Mrs. G. M. Lee, Minneapolis, Minn. Páll og kona hans mistu þrjá sonu. Páll var maður lífsglaður og fjörugur, söng vel og tók oft þátt í sjónleikum heima á Akureyri, og sennilega einnig hér vestra. Glaðsinni hans og fjör entist honum til hinztu stundar. Hann var vistmaður á Betel rúm tvö ár; einnig þar hafði hann lag á því að gera mörgum glatt í sinni. Kveðjuathöfn var haldin á heimilinu að kvöldi dánardægurs hans, en líkið var sent til Leslie til greftrunar. Börn hins látna heimsóttu föður sinn deyjandi, og tvö þeirra voru viðstödd kveðjuathöfnina. Vertu sæll, félagslyndi og glaðsinna íslendingur. S. Ólafsson sér. Stalin fylgdi líki hennar fót- gangandi eftir götun/’m í Moskva En leyni lögreglan Lannað' alla umferð á þeim strætnm á meðan. Og þiin» hegning lá við því, að láta sjá sig við gluggana sem út að þeim vísuðu. Nú er því hvísl- að í Moskva að hann sé giftur í þriðja sinn. Mestann hluta æfinnar, hefur Stalin verið starfsmaður hinn mesti, og mikil ábyrgð og á- hyggjur hafa hvílt á herðum hans en nú er hanrt farinn að hægja á sér. Hann er orðinn nokkurskon- ar yfirumsjónarm. stjórnarstefn- unnar, en lætur undirmenn sína sjá um nin daglegu :törf. Aðeins þegar honum virðist stefnt í ranga átt, tekur hann í taumana. Nicholas Bulganin, borgari stýr- ir hernum. Laventi Bería, sem er frá Georgíu eins og Stalin, er yfirmaður lögreglunnar, og nán- asti samverkainaður hans Andrei Zhadanov er foringi kommúnista flokksins og Molotov sem um- heimurinn þekkir best undir nafn inu “röddin frá Moskva” talar enn fyrir munn Stalins út á við. Þessir fjórmenningar skifta eflaust með sér völdum Stalins þegar hann fellur frá, og er Mol- otov líklegastur að taka við stöðu hans sem forsætisráðherra. Bería er þeirra valdamestur, að því leyti að hann hefir leynilög- regluna bak við sig, en þar sem Georgíu maður hefir nú stjórn- að Rússum í meir en 20 ár gæti svo farið að þeir létu sér fátt um finnast ef annar Georgíu maður yrði eftirmaður hans. Beria er því líklegur til að taka sér stöðu bak við hásætið, sem Molotov situr í, og sem hinir áðurnefndu foringjar styðja einnig. Ef valdadeilur skyldu rísa upp meðal þeirra, reyna þeir eflaust að. halda þeim innan —■ hallarinnar — í sínum eigin hóp. Ef til viii eru sumir þeirra við- búnir dauða Stalins, ekki síður cn hann var dauða Lenins. Margir munu líta svo á að æíi Stalins hafi verið ein óslitin sig- urför. Og eflaust fær hann við- hafnarmikla opinbera útför. Er hvað margir munu syrgja hanfl, það er eftir að vita. KaiiDÍð HeimskrinRrlu Lesið Heimskrinffln Borg'ið Heimskringln

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.