Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. SEPT. 1948 HEIUSKRINGLA 3. SIÐA Skáldkonan Elinborg Lárusdóttir heimsækir bygðir íslendinga vestan hafs Eítir Prófessor Richard Beck vararæðismann ísl. í N. Dak. Ekkert styrkir betur ætternis- t>g menningarböndin milli ís- lendinga yfir hið breiða ha£ heldur en gagnkvæmar heimsónn' ir góðra fulltrúa úr beggjahópi. Því var í.dendingum vestan hafs það mikið ánægjuefni, er það fréttist, að frú Elinborg Lárus- dóttir skáldkona væri væntanleg í heimsókn til þei.rra. Bæði þekktu þ?;r h3na af afspurn sem mikilvirka í rithöfund, er samið hafði tjöid.i merkri uóka í hiá- verkum frá annasömu húsmóður- starfi á gestkvæmu heimili, og margir í þeirra hópi höfðu einn-; ig lesið fleiri eða færri af ritum hennar, svo sem hið mikla ritsafn: “Förumenn og Strandakirkju”, með athygli og ánægju, enda er þar brugðið upp eftirminnileg- um myndum úr íslenzku þjóð- lífi, sem slá á næma strengi ís-' lendingseðlisins. | íslenzku vikublöðin í Winni- peg fögnuðu frú Elinborgu að verðleikum með lofsamlegum umsögnum. Meðal annars flutti Heimskringla í tilefni af komu hennar gagnorða og glögga grein| um umfangsmikil ritstörf hennar eftir Friðgeir H. Berg skáld á Akureyri, en Lögberg fór um þá starfsemi hennar þessum orðum:' “Hún er ein af mikilvirkustu rit-' höfundum sinnar samtíðar á fs- landi, frásagnarstíll hennar er með öllu hispurslaus, málfar á- gætt, og bækurnar mótaðar heið- ríkum hugsunum; þær eru hollur lestur hverjum sem er”. Ársfjórð ungsritið Icelandic Canadian, málgagn yngri íslendinga, flutti einnig hlýja grein um skáldkon- una eftir Walter J. Lindal hér- aðsréttardómara í Manitoba og birti samtímis eina af smásögum hennar í enskri þýðingu frú Jak- obínu Johnson. Frú Ellinborg kom vestur um haf rétt fyrir sumardaginn fyrsta en á honum hvílir mikil helgi í hugum fslendinga þeim megin hafsins eigi síður en heima á ætt- jörðirini, og halda þeir hann ár- lega hátíðlegan með samkomum víðsvegar í byggðum sínum. Bar því vel í veiði að fá einmitt um þær mundir eins góðan gest og skáldkonan er, enda flutti hún fýrstu ræðu sína vestan hafs á fjölmennri samkomu á sumardag- nin fyrsta í Sambandskirkjunni í Winnipeg, sem kvenfélag safn- aðarins stóð að. Var hinn bezti rónjur gerður að erindinu, sem nefnist “Átthagaþrá” og var það prentað í Heimskringlu litlu síð- ar. Fór frú Elinborg þar mörg- um fögrum og skilningsríkum orðum um þjóðræknisstarf og félagslega viðleitni Vestur-ís- lendinga og sagði meðal annars: “Mér er óhætt að fullyrða, að allir þeir sem vilja íslandi vel og óska íslenzku þjóðinni frama og gengis, kunna vel að meta hið óeigingjarna hugsjónastarf ykk- ar — og vil eg því þakka ykkur í nafni íslenzku þjóðarinnar allt sem þið gerið í þessa átt, og óska þess af alhug, að starfið megi bera sem mestan ávöxt, og helzt ennþá meiri en hina bjarsýnustu ykkar dreymir um að geti orðið”. Á umræddri samkomu hyllti Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, rit- höfundur og skáld frú Elinborgu í snjöllu kvæði, og er þetta upp- hafserindið: “Velkomin, Elinborg, vestur um sjá! Vorið þér fylgdi um loftin blá. landinu hugans og hjartans frá, hingað á sumarmálum, þar sem þú frændanna fjölda átt, fallinna, og standandi enn þá hátt, sagnvini, er margan þinn sögu- þátt, sulgu í sig alveg á nálum”. Vafalaust hefir skáldið í þeim Ijóðlínum tulkað hug margra landa sinna vestan hafsins í garð hins kærkomna gests heiman af ættjörðinni. Síðan hefir frú Elinborg alltaf öðru hvoru verið að flytja ræð- ur eða erindi á íslenzkum sam- komum vestra. Þriðjudagskvöld- ið 25. maí flutti hún í Sambands- kirkjunni í Winnipeg, við góða aðsókn og undirtektir, fyrirlest- ur um “Þjóðleikhúsið og starf- semi leikaranna í Reykjavík fyrr og nú”, er hlaut mjög vinsamlega umsögn í báðum vestur-íslenzku vikublöðunum, þótti bæði hinn fróðlegasti og vel saminn. Á ársþingi Bandalags lúterskra kvenna, sem háð var að þessu sinni í Winnipeg, las frú Elin- borg þann 5. júní upp úr smá- sögum sínum, og fór frú Ingi- björg Jónsson þeim orðum um upplestur hennar í umsögn sinni um þingið í Lögbergi, að fáir, er hlýddu, muni gleyma hinni hóglátu kímni skáldkonunnar og lýsingunni á sögupersónu þeirri sem þar var um að ræða. Þvínæst flutti frú Elinborg ræðu fyrir minni íslands á ís- lendingadeginum að Hnausum í Nýja-íslandi þann 19. júní, sem yfir 1000 manns sótti, og endur- tók hún það ítarlega og fróðlega erindi um land og þjóð nýlega á samkomu að Garðar í Norður- Dakota; mun fyrirlestur þessi einnig bráðlega verða birtur í vikublöðunum íslenzku vestra. Daginn eftir flutti skáldkonan erindi um "Sumardvalar heimili barna á íslandi” á ársþingi kven- félaga Sameinaða kirkjufélags- ins íslenzka vestan hafs, er hald- ið var á íslenzka barnaheimilinu að Hnáusum, og kemur það er- indi líka í blöðunum. Ennfremur flutti hún þann 26. júní, á sam- komu að Gimli í sambandi við ársþing fyrrnefnds kirkjufélags fyrirlestur um þróun spiritism- ans og frumherja þeirrar hreyf- ingar á íslandi. Var því erindi á- gætlega tekið, og endurtók skáld- konan það, við góða aðsókn og ágæta áheyrn, á samkomu að Lundar í Manitoba nokkru síðar. Frú Elinborg hefir því auðsjá- anlega ekki setið auðum höndum síðan hún kom í vesturveg í heim sókn til landa sinna. Hefir hún þegar flutt á ýmsum stöðum í byggðum þeirra hátt upp í heilan tug ítarlegra vandaðra og fróð- legra erinda um íslenzk efni, og með þeim hætti unnið þarft og þakkarvert landkynningarstarf og treyst ættar- og menningar- tengslin milli íslendinga beggja megin hafsins. Fór Heimskringla eftirfarandi orðum um ræður hennar í rit- stjórnargrein: “Erindi hennar eru með afbrigðum glögg og bregða upp ljósri og óáfmaan- legri mynd af hverju því, er hún tekur sér fyrir hendur að segja okkur frá úr þjóðlífinu heima. Við lítum á íslendinga sem heimsækja okkur, sem fulltrúa íslands. Frú Elinborg er vissu- lega góður fulltrúi þjóðar vorr- ar”. En Lögbergi sagðist þannig frá um frammistöðu hennar á hinum fjölmenna íslendingadegi að Hnausum: “Frú Elinborg Lár- usdóttir ritöhfundur mælti fag- urlega fyrir minni- fslands, og var ræða hennar frá upphafi til enda, full af margháttuðum fróð- leik.” Eins og jafn góðum og merk- um fulltrúa heimaþjóðarinnar sæmir, hefir frú Elinborg einnig, sem vænta mátti, átt hinum ágæt- ustu viðtökum að fagna hvar- vetna meðal landa sinna vestan hafs, enda rómar hún mjög við- tökurnar af þeirra hálfu. Hún dvaldi nokkra daga í Nýja-ís- landi í gistivináttu þeirra Gutt- orms J. Guttormssonar skálds og frúar hans, og ferðaðist víða um hinar söguríku byggðir íslend- inga á þeim slóðum. Einnig átti hún nokkra dvöl að Lundar og í íslenzku byggðinni í Norður Dakota, og var ágætlega tekið þar sem annarsstaðar. Þegar þetta er ritað, er hún nýlega lögð af stað vestur á Kyrrahafsströnd, og þarf ekki að því að spyrja, að viðtökur landa hennar þar verða með sama hætti. Má og vel vera, að hún flytji einhver erindi á samkomum vestur þar. Eitt er víst, að frú Elinborg Lárusdóttir hefir lagt vítt lánd undir fót meðal landa sinna vest- an hafsins, þá er hún snýr aftur heimleiðis með haustinu, og kann því frá mörgu að segja úr lífi þeirra, sögu óg byggðum, þá er heim kemur. Ekki er heldur að efa, að hún bregði upp fyrir| Hann lét gaman okkar ekki á heimaþjóðinni jafn glöggum og sig fá, en hélt sig við efnið: “Þá samúðarríkum myndum af hög-j eigið þið kannske konu eða kær- um og háttum landa sinna í V.-J ustu”, sagði hann og dró nú upp heimi, af þjóðræknisstarfsemi ( úr körfunni snotur kvenbelti úr þeirra og félagslífi, eins og húnj silki, handofin og marglit. “Þetta hefir verið að bregða upp fyrirj er handavinna dóttir minnar”, íslenzkum áheyrendum í erind-j hélt hann áfram, — unnið hér í um sínum þeim megin hafsins af j Fiesole. Hvergi, nema í Fiesole kjörum og framtíðarhorfum ætt- þjóðar þeirra, kenningarlífi hennar og hugsjónum. Minnugir þess, hve mikilvæg sú trúarbygging er, sem felst í slíku kynningarstarfi, eru land- ar hennar vestan hafs því inni- lega þakklátir skáldkonunni fyr- ir komuna og fræðsluna, og djúp- stæður góðhugur þeirra fylgir henni á ferðum hennar í landi þar og heim til hugumkærs ætt- landsins að fararlokum.—Alþbl. Guðmundur Danielsson Fiesole smáborgin, sem fæddi af sér Flórenze Kæri faðir, Baldi! |— upp til Fiesole. — Við stigum Leyfið þér mér að kynna fyrir' af vagninum, vorum nú staddir yður þessa þrjá íslendinga, sem eg hitti heima hjá Donnu Luciu.' Þeir eru mjög gáfaðir og skemti- legir, og eg vona, að þér munið gera för þ.eirra sem ánægjuleg- asta til klaústursins, sem við er- um öll svo hrifin af. — Kær kveðja. Rosselli.” 1 Þannig hljóðar í íslenzkri þýð- ingu bréfið, sem Rosselli lög- fræðingur reit Franciscanamunk- inum Padre Baldi, þriðjudags- kvöldið 13. júlí 1948, og bað okk- ur fá honum í hendur, ef við lét- um verða úr því að heimsækja Fiesole næsta dag. Svo kom næsti dagur, einn sá heitasti og sólbjartasti dagur. sem eg man, og hann líður mér ekki úr minni, þó hann sé liðinn, heldur mun halda áfram að skína fyrir sjónum mér, eins og dýr perla í langri festi tímans. Við vorum þrír saman, Thor Vilhjálmsson, Halldór Þorsteins- son og eg, “þrístirnið úr norðri”, eins og gamansamur ítali orðaði það, enda þótt við “gengjum und- ir” á kvöldin en “risum” á morgn ana að dæmi sólarinnar. — Við stigum upp í strætisvagninn kl., hálf tólf og vorum komnir upp á fjallið eftir fjörutíu mínútur. Fiesole stendur nefnidega á klettinum mikla norðan við Arno dalinn, þrju hundruð metra há- um kletti, þar sem öll skrautblóm ítalíu hafa fundið sér sillu til þess að búa á, allar trjátegundir landsins orðið sammála um að festa rót. — Borgin er lítil, ein smáborg tuttugu þúsund sálna, og líklega eru fæstir íbúanna rík- ir af verðbréfum né heldur auð- ugir af pappírsmiðum þeim, sem lírur eru nefndir, því að á þess- um stað er það óhugsandi fjar- stæða, að sóa lífi sínu í eltinga- leik við jafn ólistræna hluti og peningar eru. Auk þess er Fiesole svo miklu eldri en Florenz, að hún var eyði- lögð af rómverskum stríðsglæpa- mönn^rn oftar en einu sinni áður en bakkar Arno, þar sem Florenz stendurx nú, urðu byggilegir mönnum. Á þeirri öld, þegar lífshættu- legar flugur ríktu enn einvaldar yfir dalbotninum og sléttunni miklu í Toskanahéraði, þá reis fjalladrottningin ódauðlega tveim sinnum eða oftar úr rúst- um granítmúranna og fæddi að lokum af sér frægustu listamið- stöð ítalíu, Florenz við Arno, — fæðingarborg sjálfs Dantes, leik- völl, lífsrými og að lokum dán- arheim þeirra Michelangelos, — Macchiavelli’s, Galileos, og Al- fieri’s, svo aðeins nokkrir úr hópi hinna mörgu snillinga séu nefndir, því að barnið varð að lokum móðurinni meira. Þar fyrir hætti það ekki að líta upp til hennar, dá hana og elska. Nei, ennþá og um alla fram tíð mun dalbúinn mikli beina tinnudökku auga upp til hinnar eldfornu fegurðar, þar sem fjalls tindurinn og himinninn mætast. á skáhöllu torgi fram á brún hamranna, sáum hvar letrað stóð: Albergi Aurora. “Svo þessi veit- ingastaður er þá helgaður morg- ungyðjunni,” sögðum við hver við annan og gengum inn um portið. Hér hefir konungurinn Síam snætt hádegisverð”, stendur rauð prentað á bláu spjaldi við inn- ganginn, en hvað varðar okkur um það? Hér ætlum við að snæða hádegisverð í dag, það er í okkar augum mun þýðingarmeiri stað- reynd. Veitingahúsið er löng bygging ur einnar hæðar, en auðvitað kemur okkur ekki til hugar að ganga inn við setjumst við borð undir lauf- þaki trjánna, þaðan sem hægt er að'horfa niður yfir dalinn, borg- ina í botni dalsins og fljótið, sem liðast í sveigum vestur um lág- lendið út þangað, sem Toskana- hafið þreytist aldrei á að veita því móttöku. Og handan alls rísa nafnlaus f jöll blámistruð, hjúpuð sæ heiðríkjunnar, svo það er spurning, hvort þessi fjöll eiga rætur sínar á jörðinni eða í því landi, þangað sem draumar okkar einir geta flutt okkur heim. — Þarna var enn enginn gestur fáið þið svona”. Við hristum höfuðin, ypptum öxlum og brostum kalt, — þangað til gamli maðurinn missti vonina og rölti í brott lotinn. — En hann var ekki kominn nema nokkur skref áleiðis, þegar eitthvað í út- liti hans snart í okkur nótu, sem hafði annan hljómgrunn og dýpri en allar hinar, — veit ekki hvað það var, — kannske þreytulegt sporið, gráa hárið, þung karfan í lúinni hendi hans, háar stein- tröppurnar framundan, — nei, eg veit ekki hvað það var, — en eitt var víst: Þetta var gamall maður frá Fiesole, afi lítilla barna, sem kannske yrðu að leggjast svöng í bólið sitt í kvöld, af því enginn vildi kaupa smádótið sem ihún mamma bjó til og lét í körfuna hans afa, — gamall maður, sem bráðum hætti að rölta um þennan fjallatind, — og í gleði okkar á hans eigin fjalli höfðum við þó ekki glatt hann, heldur notað okkar einasta tækifæri til þess að segja nei við hann, — far þú þína leið vonsvikinn út í sólar- brunann. — “Heyrið þiþ”, sagði einhver okkar allt í einu, “eigum við ann- ars ekki að kalla á hann aftur og bjóða honum rauðvín?” — “Köll- um hann aftur. Köllum hann aft- svöruðum hinir tveir einum iómi. “Signore! Viltu setjast við borðið okkar og drekka vino rosso?” Hann nam strax staðar og leit við okkur, fyrst spyrjandi, síðan undrandi, unz brosið leysti spurn ina og undrunina af hólmi, og það var mikil birta í gömlum augum hans, eins og sál hans hefði allt í einu séð hlið himinsins opnast “Graeie, signori, si, si” svaraði hann lágróma, en brosið vék ekki af hrukkóttu andlitinu, heldur settist þar að, eins og þegar vorið sezt að í dölunum, þegar veturinn er liðinn. Og við horfðum allir á hann meðan hann var að taka sér sæti mættúr, nema við, en nú kom þjónninn til okkar með matseðil,1 og hvernig hann setti körfuna og við kusum okkur af réttum hans, það sem girnilegast þótti. Við höfðum keypt um morguninn í Florenz blað ítalskra kommún- ista, L’Unita eða Eininguna, og þegar þjónninn sér okkur með það, lyftast dökkar brúnir hans, og hann bendir á blaðið og fer um það aðdáunarorðum, og er ekki um það að villast, hann er umsvifalaust búinn að taka okk- ur í flokkinn, skiptir ekki máli, hvaðan við erum komnir, hann spyr ekki einu sinni um það, góð- ur kommúnisti spyr aldrei um þjóðerni, “því internationale mun tengja strönd við strönd”! Jæja, hvað um það, við höldum áfram að éta, við étum mikið og drekkum rauðvín með, og þegar við erum langt komnir með allt þetta, þá kemur ofan tröppurnar frá götunni gamall þulur með; ] j körfu. — “Betlari, Jú, rétt einn hvergi er friður fyrir þessum andskotans betlurum,” tautuðum við og gerðum- okkur kolharða innvortis. Ekki gátum við fætt alla betlara ítalíu. — Hann nam staðar í svo sem þriggja skrefa fjarlægð frá borðinu, ávarpaði okkur hljóðlega, tók eitthvað upp úr körfunni sinni og rétti það að j okkur. — Enginn okkar leit viðj honum, en eg sá út undan mér, að j þetta voru fígúrur brugðnar úrj mislitum stráum — ætlaðar tilj þess að hanga og dingla innan á: bílrúðum ökuþóra. “Þeir forða frá slýsi”, sagði gamli maðurinn biðjandi, “þær færa ykkur hamingju”. —Við sögðumst engan bíl eiga, því miður, hvort hann gæti þá ekki selt okkur bílinn líka, spurð um við. sína gætilega frá sér á jörðina, eins og hann geymdi í henni f jör- eggið sitt og hennar dóttur sinn- ar og barnanna hennar, — eins og hann geymdi í henni fjöregg sjálfrar Fiesole-borgar. Samt var ekkert brothætt í körfunni, nei, því fór svo víðsfjarri, hún hafði ekkert inni að halda, nema silki- beltin og lukkudúkkurnar, sumar í mannsmynd, aðrar í líki klyfj- aðra asna, mikið ómerkilegar fí- gúrur úr stráum. — Við kölluðum nú á þjóninn og báðum hann að bera öldungnum rautt vín, því við ætluðum að gleðja hann, sögðum við. — Manni varð við ósk okkar þegar í stað, og þegar hann kom til baka með pelaflöskuna, sneri hann sér að gamla manninum og sagði: “Seztu óhræddur hjá þess- um útlendu mönnum, þeir eru kommúnistar, það er allt í lagi með þá”. Sá gamli kinkaði kolli, og við skentum með viðhöfn á skál hans og gáfum honum amer- iska sigarettu til þess að reykja með víninu. — “Þetta er bliðasti dagurinn í Fiesole á sumrinu”, sagði öldungurinn, þegar hann hafði fengið sér teig úr glasinu, “svona blár hefir himinninn ekks verið að undanförnu’. Rétt seinna spurðum við: “Hversu gamall maður ertu?” “Ó, svo gamall, að árin mín er ekki auðvelt að telja” svaraði hann. “Eg er nú áttatíu °g fjögra, og fer nú að verða mál að halla sér”. Hann lagði vangann í lófa sinn til þess að við skyldum ekki misskylja, hvað hann ætti við. —“Eldri er Villa Medici”, svör uðum við, “þú getur orðið hundr- að ára”. — Hver veit”, sagði hann “eg bíð rólegur, — en þegar kall- ið kemur að ofan, þá þýðir ekki að þrjózkast við.” — “Eg lifi og eg veit ei hve löng er mín bíð, eg lifi unz mig faðirinn kallar” taut- aði eg á íslenzku, því þessi gamli ftali var allt í einu farinn að hafa yfir efnið úr sálminum okkar heima, — eins nákvæmlega og hann hefði verið alinn upp í Gaulverjabæ eða á Stokkseyri. — “Eg ætla annars að kaupa af þér eitt beltið, sem hún dóttir þín óf svo haglega”, sagði eg að lokum, og í gleði sinni bað gamli maður- inn guð að vera með okkur, og seldi mér beltið, og reis á fætur. og fannst nú sín för orðin góð á okkar fund. Litlu síðar kvaddi hann og fór. — Við höfðum nú setið meira en klukkutíma undir borðum á Albergo Auróra og kölluðum á þjóninn til að greiða honum áfallinn kostnað. —Vísir 9. ágúst. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDl Bretar og Bandríkjamenn hreinsa Hvalfjörðinn Unnið hefur verið að því und- anfarna mánuði að fá stjórnar- völd Bandaríkjanna og Bret- lands til þess að hreinsa burt úr Hvalfirði allt það, sem eftir hef- ur verið skilið þar á sjávarbotni af setuliðinu, svo sem keðjur, akkeri, víra og annað sem trufl- un veldur við veiðar í firðinum og skemmdum á veiðarfærum. Bretar hafa alveg nýlega lof- að að senda skip eftir eina til tvær vikur til þessara starfa og vonast er eftir jákvæðu svari frá Bandaríkjunum einhvern allra næstu daga um hreinsun af þeirri hálfu. (Samkv. frétt frá utanrík- isráðuneytinu). —Mbl. 27. júlí BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvl gleymd er goldin sknld ' pecosoesososs b VERZLUNARSKÓLANÁM i8 Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.