Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.09.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIHSERINGL/ WINNIPEG, 8. SEPT. 1948 RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford an. “Nei, sérðu, Lena”, hélt hún áfram, “eg er ekki sköpuð til að fela mig í krókum og skúma- skotum, og dylja allar mínar óskir æfinlega svo vandlega að engin komist að þeim — nei, til slíks vesaldóms er eg ekki sköpuð. Hinn kæri guð skar mína góðu Lena af öðru meið. Þegar hann skapaði mig, vildi hann skapa eðlilega manneskju — já, það var sem hann vildi — því ætti eg þá ekki að vera slík, sem eg er? Og vegna þess að hann gerði það, getur hann glaðst yfir því, þrátt fyrir hvað allir munkar og meinlæta- menn segja — þú vesalings litla nunnan þín, hef- ur enga hugmynd um hvernig sólin hlær við mér, og skín mér alveg inn í hjartað — og þú veist ekki heldur, hvað hinar blikandi stjörnur segja mér á nóttinni, og hve undarlega þær benda mér í draumum mínum. Og þegar eg geng framfyrir spegilin á morgnana, þá gleðst eg yfir minni eigin mynd, því hún er ung og falleg, og þú getur ekki ímyndað þér hugsanir mínar, fyrir framan þessa ungu og fallegu mynd — já, hlæ bara, það lætur svo fáfengilega í eyrum, svo óska eg mér — stórrar hamingju — skrautlegra hallna glæsilegra farartækja, og skrautlegra búninga og--------- “Og hvað meira?” tók Lena fram í, sem í millitíðinni hafði tínt saman fötin sem lágu um alt herbergið, og sagði: “Nú eru allir þínir skrautbúningar aftur í skápnum, eins og þú sérð”. “Lena, þú ert virkilega, að því leyti óhlýðin að eg----- “Ruth, þú hefðir sofið ver en eg, að vita af þessu öllu í einni þvöngu á gólfinu!” Ruth ypti öxlum og settist á rúmstokkin. “Já, fyrir mig! Láttu það bara vera þar sem það er! Nærvera frúarinnar minnir mig þar að auki á fyrir ætlun mína”. “Þú ert þó ekki reið?” spurði Lena kvíða- full. “Vig þig! Fjærstæða, Lena. Eg var bara að hugsa um í hve andhælislegum heimi við lifum í. Þú sem ert svo nægjusöm og auðvelt að gera til hæfis — þú ert rík stúlka, og eg; sem altaf sækist eftir einhverju nýju, og get ekki fengið mér — eg á að verða barnafóstra !”* “Hættu þessu, það er ekki komið svo langt enn ‘Ekki ennþá, en- “Og það verður aldrei. Pabbi samþykkir það aldrei.” “Hann verður að gera það.” “Við skulum nú tala um eitthvað skemti- legra en þetta, til dæmis um þína stóru lukku,” sagði Lena, er stóð fyrir framan spegilinn og gljáaði hárið, — sitt fína dökka hár. “Haltu nú áfram sögunni um þína stóru lukku, þú varst ekki hálf búin að segja mér það. Hallirnar, vagnana og skrautklæðin, og hvað svo meira?” “Nú, svo máttu bæta við ferðum í ókunnum löndum, þar sem náttúran og mennirnir hafa gert undra verk!” “Og svo?” “Bókasafn, þú ert sjálf forivtnin í persónu- gerfi, sem felur alla þína miklu andlegu hæfi- legleika undir kálfskinni.” “Gott, og svo meira?” “Hefirðu ekki fengið nóg, þú ert óseðjan- leg,” sagði Ruth og hló. “Kanske galarí með dýrðlegum myndum, eftir færga málara, og ef mögulegt væri eftir hinn guðdómlega Leon- ardo.” Lena hristi höfuðið — það sem hún vildi vita hafði hún ekki fengið að heyra ennþá. líún fléttaði hárið í eina svera fléttu, og gekk svo “Móðir þeirra er líka móðir mín”, sagði Lena, “Og hún hefir altaf verið góð við mig”. “Slík sem þú ert, væri ómögulegt að vera öðruvísi en góð við þig, þú ert svo auðsveipin og hlíðin. Þó það komi svartur fantur mundi hann ekki gera þér neitt ilt, hann mundi falla fram og tilbiðja þig”. “Segðu þetta ekki, Ruth”. “ Eg tala í fullri alvöru, þú hugsar aldrei um sjálfa þig, þú ert ávalt reiðubúin til að hjálpa — Já mamma — það máttu vera viss um að eg hugsa ekki meira um það —.” “Viltu ekki hætta þessu tali”. sagði Lena. “Jú, strax.. En eg vil fyrst segja, að þegar eg kom hér geðjaðist mér ekki að þessum sak- leysisblæ þínum, mér datt strax í hug að það væri hræsnis blægja til að hylja einhverja galla. En eg skammaðist mín fyrir slíkar hugsanir. En að umskapa sig eftir þinni mynd, það var mér ómögulegt, og blátt áfram sagt — eg vildi það ekki heldur”. _ Hún hló skærum glettnis hlátri, stóð upp og kastaði sínu þykka gullna hári aftur í hnakk- að rúminu, þar sem Ruth lá með hálf lokuð augu. “Ruth”, sagði hún og virti hana fyrir sér með sínum dökku alvarlegu augum, “hvernig hugsarðu þér þetta núna — hvaðan ætti þér að koma þessi stóra lukka?” “Ha, ha, hvað hátíðlega hún tekur þetta strax! Hvaðan, vina mín? Eg vil ekki segja lukkunni að koma gegnum þessar eða aðrar dyr; eg vil taka á móti lukkunni með opnum örmum, hvaðan sem hún kemur. Fyrst-------” hún reisti sig upp við olnboga, og deplaði gletnislega hin- um hálflokuðu augum — “eit eg er hrædd um, að það séu ekki margir vegir opnir fyrir lukkuna að koma til mín Eg á engin önnur skyldmenni en þig og föðurbróðir minn, nema eina gamla frænku eða löngu dána frændur sem nú hvíla í gröfum sínum — nei — en ef hugsjónamaðurinn minn kemur, þá hefir hann trúlofunarhringinn í hendinni.” “Trúlúofunarhring!” sagði Lena og kinkaði ánægjulega kolli. “Það líkar mér að heyra. En þegar þú varst að telja upp lukkugjafirnar, gleymdir þú þeirri bestu — einlægri og heitri ást!” og gleðibros brá fyrir á andliti Lenu, er hún sagði þetta. “Ó, þú tilfinninga gruflan þín,” sagði Ruth gletnislega. “Þarf það þá endilega að vera heit ást?” “Þér hæfir ekkert annað,” sagði Lena. “Þar misreiknarðu þig, eg er ánægð með litla — já, eg er ánægð með einlæga vináttu milli mín, og míns tilkomandi.” “Ruth, það getur ekki verið alvörumál þitt!” “Jú, hreinasta alvara! Það sem eg hef lesið i skáldsögunum um þessa ofsafengnu ást, það á alls ekki við mig. Þegar hann liggur á hnján- um og grátbænir hana um hennar dýrmætu hendi, og verður svo vitlaus þegar hún vill ekki taka honum, þá finst mér slíkir menn blátt áfram hlægilegir; og hún, aftur á hina hliðina, tjáir sig og afsakar, þangað til kinnarnar verða bleik- ar og augun innsokkin, þá kalla eg hana vesældar persónu. Því á maður að gera sig að svoleiðis bjána? Nei, reiknaðu mig ekki með í þessari heitu ást þinni, Lena — eg fyrir minn part vil ekki hafa neitt með slíkt að gera.” “En ef hann skyldi nú koma til þín einhvern daginn?” “Þá skyldi eg strax segja honum mína mein- ingu. Það er þessi brennandi ást þeirra sem hertaka hið æfintýra hneigða hjarta, og byrja með að sjá alla sögu sína frá því þeir fæddust, og að þeir hefðu geymt alla ást sína þessari einu persónu, slíka játningu forsmái eg.” “Ha, ha,” sagði Lena og hló. “Ef þú segir þetta með annari eins gletni og núna, þá tekur hann ekki mikið mark á því, og með mestu ró—” “Og tekur rólega trúlofunar hringinn upp úr vasa sínum, sem hann hefir ætlað fyrir mig, er það ekki sem þú meinar? Lofum honum að gera það, en það verður honum árangurslaust. Eg auðvitað lít á hringinn og segi, hann er sann- arlega fallegur, ef eg gæti fengið hann með léttu verði — það er að segja, ef bæði hringurinn og maðurinn væru í fullu samræmi við þrá hjarta míns, við hliðina á, eða réttara sagt bak við sól- ina, stjörnurnar, eða aðra fegurð, þá mundi eg hugsa mig um það. En eftir venjunni að dæma, þá má eg búast við að hann vanti tækifærið fyrir sig sjálfan, svo kenni eg í brjósti um mig, og af- saka, að verðið sé of hátt, jafnvel fyrir mann með svart yfirskegg. Hann verður því að láta hringinn aftur í vasa sinn, og bjóða hann annar staðar. Vertu æfinlega sæll!” “O, Ruth, Ruth,” sagði Lena hlægjandi. — “Bara að þessi fallega ræða verði ekki í gleym- sku bókinni þegar til á að taka.” “Heldurðu að maðurinn með svarta yfir- skeggið hafi haft svo mikil áhrif á mig, þó eg sæi hann sem snöggvast í draumi. Ó—nei, góða mín, það er engin hætta á því. Eg hefi séð svo marga slíka — þó vil eg ekki neita því, að þessi eini, hafi ekki haft meiri áhrif á mig en aðrir, _ __ » en---- “Nú byrjar hún að tala með lítilsvirðingu um mennina, það hefnir sín fyr eða síðar,” sagði Lena. “Lena, hvað meinarðu?” spurði Ruth. “Að eg tali með lítilsvirðingu um mennina, um hið stóra sterka kyn, sem ber svo mikið af okkur í öllu tilliti.” “Ruth, þú meinar það mótsetta.” “Þú einmitt heldur það sama, þeir virða okkur fyrir sér frá toppi til táar, og hugsa: Svona aumkunarlegar veikbygðar manneskjur, til hvers eiginlega eru þær? Já, og nú eru þær farnar að keppa við okkur um okkar sérréttinda atvinnu, svo sem kennara og skrifstofustörf, og margt fleira. Með stoltri sjálfsmeðvitund um yfirburði sína, setjast þeir við að skrifa stórar bækur til að sýna yfirburði sína, og til að sýna farm á hve óendanlega veikgeðjaðir að við erum, og hvetja okkur til að gifta okkur. Og þo að það væru tvær konur um hvern mann, þá stendur það á sama — það er alt annað fyrirkomulag á því hjá tyrkjunum!” “Þetta er ósanngjarnt bull, Ruth.” “Lena, þú, Tómas trúarlausi, heldurðu virki- lega að eg álíti göfugt hugsandi mann vera öfundsjúkan yfir því að við seilumst inn á hans atvinnu svið, en tilfellið er, að þeir gera oss það eins erfitt og þeir geta.” “Þú meinar með þessu, að þeir vilji láta okkur gifta okkur, en ekki leggja okkur eftir lærdómi?” “Lena, eg hefi lært alt það sem hægt var að læra í skólum í Sydney. Að nokkru leyti vegna þess eg var hneigð itl náms, og að nokkru leyti til að sýna montnum og heimskum strák, sem þóttist vera af náttúrunni gerður sem herra yfir mér og öðrum stúlkum, en það fór svo að hann sneyptist, og það meir en eg bjóst við, því þegar eg skrifaði mitt síðasta háskólapróf, sagði faðir minn: Þú verður að síðustu háskóla prófessor! Eg fékk bezta vitnisburð, en minn ungi vinur féll við prófið.” “Og eg heyri þetta nú fyrst í dag,” sagði Lena undrandi. “Það er nógu snemma, og á morgun skaltu fá að sjá hina fallegu þríhyrndu húfu og síðu hempu, sem eg þá vann mér rétt til að bera. Þú setur upp stór augu, Lena. En nú ferð þú að fara í rúmið, við erum búnar að vera að masa svo mikið saman.” SVo fór Ruth upp í rúmið og sagði: “Kondu nú upp í líka, Lena litla.” “Slíkt hefir maður ekki heyrt”, mumlaði Lena. “Maður heldur að maður þekki hana alt í gegn----”. Svo hló hún hátt. “En eg veit eitt alveg upp á víst,” sagði hún og sneri höfðinu að Ruth. “Nú, hvað er það?” “Hve mikið uppáhald þú hefir á karlmönn- unum.” “Lena, eg hef sannarlega uppihald á þeim,” fullvissaði Ruth hana hátíðlega, og úr augum hennar skein gletni. “Heimur án karlmanna — eg get ekki hugsað mér neitt leiðinlegra! Þeir hlusta með andagt er maður talar, þeir hlaupa svo tindilfættir til að sækja sjal eða hressingu. Þeir dansa svo indælis vel, að minsta kosti sumir þeirra — þeir kunna allir eitthvað, sem kven- fólkið kann ekki.” “Nú?” Eftir stutta stund var dimt í herberginu. Lena dró hægt og rólega andann og var sofnuð undir eins og hún lagði höfuðið á koddann. Ruth svaf ekki, glaðværð hennar var nú horfin fyrir minnnigum þess sem skeð hafði. Hún hugsaði um þessa viðbjóðslegu konu, sína hræðilegu ó- vissu framtíð, sem beið hennar sem húskennari og barnafóstra; hún velti sér í rúminu á eina hlið og aðra, og gat ekki sofnað. Myrkrið varð henni óbærilegt, hún dró glugga- tjaldið eins mikið og hægt var til hliðar. Tunglið skein nú inn og kastaði björtum geislum á vegg- inn, og undarlegu afturskini frá ofninum, sem var í einu horninu á herberginu. Það tók ímynd- unarflug til að sjá mannsmynd þar út í horninu í tunglsljósinu, en ímyndunar afl Ruth var í sér- stakri æsingu eftir það sem skeð hafði. Hún hafði varla fest augu á ofninum fyr, en hún vildi ekki vekja Lenu, þá var hún samt sem áður vökn- uð, við snögga hreyfingu sem Ruth gerði. “Ó, sérðu!” sagði hun; þarna manninn við ofninn. Það er ekki hægt að villast á því!” “Hver? hver?” stamaði Lena, með stýr- urnar í augunum og færði sig hærra upp á kodd- ann. “En Lena, hvernig geturðu spurt! Hann, stendur þarna, eins áreiðanlega og við erum hér — herra Jansen frá skrifstofu föður þíns. Sjáðu bara, hvernig hann vingsar handleggjunum. — Maður getur hlegið sig af að horfa á hann, ha—ha”. Lena gat ekki staðist þetta og fór að hlægja, hvort heldur hún vildi það eða ekki, en svo þagnaði hún alt í einu. “Það er reglulega ljótt, eins fínn maður og hann er.” “Fínn! Hann horfir altaf á mig, eins og hann ætli að éta mig með sínum grænu fiskaug- um!” “Ó, Ruth, það stafar af því hann hatar kven fólk—hann hefir nefnilega lent í ólukkulegt ásta æfintýri.” “Ólukkulegt — ha-ha! Hvernig þá?” “Hún var honum ótrú.” “Ha—ha! Því trúi eg ekki.” 5. KAFLI “Svo ungarnir fara ánægðir í skólann!” sagði Ruth, er hún gekk út úr hefnhererginu inn í herbergi, sem var dagstofa fyrir hana og Lenu. Málrómurinn var fagur, og svo var hún sjálf, og sólin sem elskar alla glaðværð, fór að skína í gegnum gluggan inn í herbergið eins og til að heilsa henni. Sólargeislarnir léku sér í hennar gullna hári og fylgdu henni hvert sem húrv hreyfði sig í herberginu. Svo skinu þeir á bláa sirskjólinn hennar, á hennar nettu snjóhvítu hendur, þar til þeir skinu í hennar brúnu augu, sem geisluðu eins og demantur. Þannig var um- horfs hjá þeim, þangað til Lena, sem sat við skrifborðið, misti pennann úr hendi sér og sagði; “Ruth, þú barn sólarinnar! Segðu mér því þú raðaðir öllum veifipálmunum okkar svona?” “Af því að þeir eiga að vera bakgrunnur á bak við þig, gimsteinninn mnin. Þú skalt setjast á stólinn þarna, og láta mig mála mynd af þér.” “En góða Ruth!” “Lena, eg bið þig að lofa mér að gera það, það er auðvelt að gera.” “Mömmu líkar það ekki og segir-----------” “Látum hana segja hvað sem hún vill, komdu og seztu hérna.” Lena kom, þó hikandi, og settist undir pálm- ana, og sagði, og hristi höfuðið: “Hvað þér getur dottið í hug, Ruth!” “Eg hef góða ástæðu til þess. Eg slæ tvær flugur í einu höggi er eg mála mynd af þér. Eg er í góðum félagsskap, er eg er hér hjá þér, og það léttir mér fyrir hjartanu. Hvenær sem nem- endur mínir sýna mótþróa og óþægð, sýni eg þeim myndina af þér og segi: Sjáið þið Lenu, hún sem aldrei á æfi sinni móðgaði kenslukon- una sína. Ef það hjálpar ekki þá veit eg ekki hvað hjálpar.” Það var kominn sorgarblær á andlit Lenu. “Þú tekur þér þetta svo létt í dag,” sgaði Lena. “Ó, Ruth, þegar eg sé þig ganga hér inn svo káta og glaða, hélt eg fyrir víst, að þú hefðir hætt við þína heimskulegu fyrirætlun.” Ruth sagði gletnislega, er hún veik höfðinu ofurlítið til hliðar: horfðu bara á vangan á mér. Það ber ekki eins mikið á hökunni, er það ekki? Nú sérðu, Lena, sá sem hefir svona höku, getur ekki auðvledlega gefið upp áform sín — nei, jafnvel þó hann gjarnan vildi.” Svo lét hún sína fallegu og einbeittnislegu höku hverfa bak við pentigrindina og sagði: “Eg hef látið föðurbróðir minn vita, að eg vil tala við hann í dag. Á leiðinni mætti eg frúnni og sagði henni að eg væri reiðubúínn að sauma eitt- hvað fyrir hana. Hún virti mig ekki svars. Svo úr því hún vill ekki þiggja að eg geri neitt fyrir hana, svo verð eg að líta eftir einhverju betra. Hreyfðu ekki höfuðið Lena.” “Ruth, Ruth, eg skil þig ekki! í gær sagð- irðu hafa mesta viðbjóð á að annast börn---” “Það var hugsunarlaust af mér að segja það. í morgun þegar eg vaknaði sá eg það og fann til þess hve fávíslegt það var af mér að segja slíkt. Sólin skein svo fögur inn í gegnum gluggan, úti var himininn myrkblár og snjóhvítar dúfur flögruðu yfir húsabustanum. Heimurinn er fagur, sagði eg við mig sjálfa, og hann sem hefir gert heiminn svo fallegan, vill vissulega ekki að líf okkar skuli vera ljótt. Hve oft hef eg ekki kviðið fyrir einhverju, sem svo hefir ekki komið fyrir. Alt fór vel og það heldur áfram að ganga vel. Hversu mörg gull- falleg börn koma ekki í heiminn, með blíð blá augu, sæta spékoppa í kinnunum. Hver veit nema einhverjir slíkir smáenglar bíði eftir mér? Það gætu og verið stálpaðar stúlkur, lífsglaðar og hneigðar fyrir lærdóm, eins og eg hef verið. Mér væri alveg sama um, að fara til Englands — eg hef altaf viljað fara þangað — kanske fengi stöðu sem húskennari, á heimili einhvers ríks lávarðar til að kenna dætrum hans. Þá væri það ekki síður lokkandi ef lávarðurinn ætti son og erfingja, ungan göfugan mann, með yfirskegg, eins-----ha — ha! Gettu til þess sem eftir er, Lena?” Lena var alls ekki ánægð með galsa frænku sinnar. “Já, eg get getið þess alls,” sagði hún biturt, “þú hlakkar bara til að komast burt frá okkur — frá mér.” Ruth, sem hafði í hendinni lítinn kolamola, til að gera með hina svörtu drætti á léreftið, varð alveg mállaus af undrun. Eftir stutta þögn, sagði hún, og hleypti brúnum: “Lena hvað gengur aö þér? Þetta er þér ekki líkt. Þú segir ávalt að eg skuli vera skynsöm í því sem eg tek mér fyrir hendur, og er eg vissra orsaka vegna hlýfi þér við ómaki og geri það sjálf, þá þakkar þú mér ekki fyrir það, heldur reynirðu að gera mig reykula í ráði”. “Ó, Ruth”, sagði Lena hálf kjökrandi, “þú veist ekki hve tómt og leiðinlegt líf mitt var áð- ur en þú komst hér”. “Já, mín kæra Lena, en maður má ekki altaí hugsa bara um sjálfan sig”, sagði Ruth, með þeim bernsku blæ er einkennir manneskjur, herra eigið, eg, er ávalt miðpúnturinn í öllum þeirra áhugamálum, “þú mátt ekki krefjast þess af mér, að eg láti stjúpu þína kúga mig þín vegna”. Hún beið við svo sem tvo augnablik, er hún sá án allrar skynsamlegrar ástæðu, hvernig tár- in runnu ofan kinnar frænku sinnar, og sagði af- sakandi: “Eg sé að það er ekki til neins að halda áfram með að mála myndina í dag”. Hún lagði kolamolan frá sér og ætlaði að standa upp, en þá hljóp Lena upp og lagði hand leggina um háls henni. “Ruth, kæra góða Ruth,” sagði hún kjök- randi. “Vertu ekki reið við mig, sittu kjur, og þarna — —”, hún strauk sér um andlitið með hendinni og tók kolamola til að fá Ruth í hend-, ina — “hérna, taktu þetta og byrjaðu aftur. Eg skal sitja graf kjur.” “Virkilega?” spurði Ruth efablandin. “Já, alveg áreiðanlegt. Sjáðu eg get hlegið.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.