Heimskringla


Heimskringla - 15.09.1948, Qupperneq 3

Heimskringla - 15.09.1948, Qupperneq 3
WINNIPEG, 15. SEPT. 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA arstofu A. S. Bardal. Séra Philip M. Petursson jarðsöng. Áður um daginn fór fram kveðjuathöfn að Oak Point, er séra Halldór E. Johnson stjórnaði. Er hún sögð ein hin f jölmennasta útför, er þar hefir farið fram. Líkmenn voru á Oak Point og í Winnipeg hinir sömu: Guðm. Brekkman, Helgi Thorvaldson, Kári Johnson, Björn Byron, Steini Skagfeld og Louis Cowin. Æfiatriði þessa mikla manns, er um skeið var bæði búhöldur, kaupmaður og sveitar höfðingi, verður eflaust minst síðar. * * * Gifting Giftirigarathöfn fór fram í Fyrstu Sambandskirkjunni í Wpg. föstudaginn, 10. sept., er séra Philip M. Pétursson gaf samna í hjónaband Lorne Allen Johnson og Winnie Vilborg Ola- son. Brúðguminn er sonur Ein- ars Johnsonar og Sigurbjargar Einarson Johnson konu hans, frá Oak Point, en brúðurin er dóttir William Olasonar og Christine Christianson Olason konu hans, frá Piney, Man. Einar Johnson, bróðir brúðgumans og Sally Olaf- son systir brúðarinnar aðstoðuðu. Gunnar Erlendson spilaði á org- elið og Miss Smythe söng ein- söng “Because”. Brúðkaupsveizla fór fram í Oak Point. * * * íslenzk guðsþjónusta í lút- ersku kirkjunni í Langruth, kl. 2 e. h. sunnudaginn 19. sept. — Fjölmennið. R. Marteinsson DÁN ARFREGN Miðvikudaginn, 1. sept., andað- ist Wilfred Ernest Johnson, að Silver Bay, Mna. Hann var fædd- ur í Winnipeg, 7. jan., 1912. For- eldrar hans eru þau hjónin Árni og Jónína Margrét Johnson, bæði á lífi, Árið 1915 fluttu þau frá Winnipeg til Langruth og þrem- ur árum síðar til Silver Bay, við Manitoba vatn þar sem heimili þeirra hefir verið síðan. Fjöl- skyldan var stór, 7 synir og 4 dætur. Wilfred var elzti sonur- inn. Reyndist hann heimilinu drengur hin bezti, vann því, með ósérhlífni og árvekni alt það gagn, sem honum var unt. Hann var góðum gáfum gæddur, sæmi- lega mentaður, ágætismaður í hvívetna. Hann ávann sér traust og virðingu samferðamannanna. Sterkur kærleikur tegndi hann ástvinunum foreldrum, tengda- flóki. Hann unni þeim og þau honum hugástum. Við burtför hans fyllir djúp sorg huga allra hinna nánustu og mikill söknuð- . ur meðal aljra þeirra sem þektu hann. Undir umsjón M. T. Clemens, útfararstjóra í Ashern, Man., fór útförin fram í kirkju Betel-safn- aðar í Silver Bay og í grafreitn- um sem er áfastur við kirkjulóð- ina. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti kveðjumálin; Mr. Herman Helgason var organisti. Líkmenn voru: Gústi Davíðson, B jörn Björnson, Gísli Gíslason og Thomas Barnes. Kirkjan var alskipuð fólki og all stór hópur stóð úti. Flest alt venzlafólk hins látna var viðstatt. Faðir hans kom í flugvél frá norður-hluta Winnipeg-vatns, þar sem hann var við starf. Moðir hans, sem var vestur í Vancouver, kom á- samt dóttir sinni, Mrs. S. G. Sveinson, og syni sínum, Tómasi sem bæði eiga heima í Vancouv- er. Djúp sorg þrengdi sér inn að hverju hjarta. Systkin hins látna, auk þeirra sem nefnd voru, eru: Rúna og Clare í Winnipeg; Skúli í Van- couver; Kenneth í Fort McNeil, B. C.; Ella, Barney, Gordon og Arthur í Silver Bay. Alúðarþakkir flytja aðstand- endur nágrönnunum fyrir dásam- lega hluttekningu og hjálpsemi í sambandi við þessa sorg. Guð blessi ljúfar endurminn- ingar. Rúnólfur Marteinsson RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford Og þessi litli píslarvottur reyndi með brenn- j andi vörum að sanna orð sín. Ruth kysti hana á kinnina og sagði í móður- legum róm: “Þú ert skynsöm stúlka; við skul- um nú gleyma framtíðinni og gleðja okkur við það, að við erum ennþá saman hérna”. Lena átti dálítið ervitt með að geta sagt: “Já “Ágætt!” sagði Ruth, og kinkaði kolli til samþykkis, svo settust þær niður. “Færðu stólin ofurlítið til hægri og víktu höfðinu ofurlítið til vinstri; og haltu ekki vörunum svona saman— nei, en þú skalt ekki brosa, vina mín! Reyndu að hugsa um eitthvað sem þér þykir skemtilegt, viltu reyna það”. Lena leit út sem hún væri í efa um hvað hún ætti að hugsa, eiris niðurbeygð og hún var. Hún hugsaði sem snöggvast, og alt í einu datt henni í hug —. “Þú talaðir um dreng í gærkvöldi, Ruth”, byrjaði hún með hægð. “Hvað hét hann?” Ruth sem var byrjuð að teikna, fanst eins og þessi spurning kæmi óþægilega, því hún brá brúnum, hló svo og sagði: “Tops!” “Undarlegt nafn”. Hanns rétta nafn var Frank Tospischill, en eg kallaði hann altaf Tops. Við þekktumst frá því við vorum lítil. Hann var ekki neinn tossi, strákurinn, þó eg kallaði hann það, en það var vegna þess, að hann vildi sýna mér herraskap”. “Svo hann útskrifaðist þá ekki?” “Nei, það gerði hann víst ekki! En góða mín, það slampast oft mestu tossarnir í gegnum prófin, það er engin óbrigðull mælikvarði. f þeirra hóp eru allir þessir hégómlegu, óráðsettu unglingar, sem standa í krókum og drykkju- knæpum, og vita ekki hvað þeir eiga að gera við hendurnar og fæturnar, og verða eldrauðir í and- liti, ef stúlkla lítur á þá. Allur lærdómur þeirra hjálpar þeim ekki svo mikið, að þeir geti haldið uppi hinni einföldustu samræðu”. “Veslings mennirnir”, ætlaði Lena að segja, en Ruth gaf henni ekki tækifæri. “Nei, Tops var ekki einn af þeim”, hélt hún áfram. “Hann var glæsilegur ásýndum, og hann var snyrtinmaður á allan hátt. Hvar sem hann kom var hann ávalt hrókur alls fagnaðar. Og þó hann hafði ekki lesið mikið, þá samt sem áður, gat hann talað um alla hluti, og hann gætti ávalt sinnar heilbrigðu skynsemi, svo hann gekk aldrei feti framar en hann var fær um. Stundum var hann fastur á meiningu sinni og óeftirgefan- legur, en undireins og hann varð þess var að hann hafði rangt fyrir sér, þá var hann æfin- lega sá fyrsti en ekki hinn síðasti, sem hló að glappaskoti sínu.” “Það er skrítið, að þú hefur aldrei sagt mér frá þessum riddara þínum”, sagði Lena. “Já”, sagði Ruth, og kinkaði kolli, “eg hefði get- að verið búin að því”. “Var hann fríður?” spurði Lena forvitis- lega. “Dökk eða Ijós hærður?” “Dökk hærður. Hann hafði svart, hrokkið hár. Fína andlitsdrætti, velvaxinn. Hann bar af öllum í leikjum og líkams4þróttum. Betri reið- maður og kríket-leikari var ekki til í allri South Wales. Og bréfin sem hann gat skrifað! Þú ættir bara að sjá þau, Lena! Þau voru ekki æfinlega málfræðislega rétt, en þau voru full af glettni og gamni!” Höfðuð þið skrifast á?” spurði Lena “Já, en sittu nú einhverntíma kyr — það gengur nú svo vel með tekninguna. Við skrifuð- umst á einu sinni. Eftir að honum misheppnað- ist við háskólann, fór hann frá Sydney til Eng- lands, þar sem hann fékk stöðu. Hann skrifaði mér frá Woohouk, og eg svaraði bréfi hans. Við skrifuðumst á heilt ár, en þá vildi nokkuð skrít- ið til”. Lena hlustaði með áhuga á Ruth, en þá, allt í einu lagði hún höndurnar í kjöltu sér, vafa- laust af því hún var svo ánægð með hvað sér gengi vel með myndina. “Það vildi til á fögrum vordegi”, hélt hún áfram, “að eg skrifaði pabba, sem var á ferðalagi og til Tops á sama tíma, í einhverri fljótfærni, setti eg bréfin í röng umslög. Minn góði faðir ímyndaði sér, að orðið “Tops”, væri stytting af orðinu, Tabbi eða Tapsen, sem eg oft kallaði hann. Hann hafði gaman af bréfinu, og datt ekki í hug hvernig í þessu lægi. Hans fyrstu orð í bréfinu sem hann skrifaði mér aftur, voru: “Eg er vanur að fá heldur þur bréf frá þér, dóttir mín, en eg hef getað hleigið að síðasta bréfinu þínu, svo það hefur komið út á mér tárunum”, svo mintist hann á það sem honum þótti hlægi- legast, og þá sá eg glappaskotið sem eg hafði gert.” “Og svo?” spurði Lena “Já, svo skrifaði eg föður mínum strax og sagði honum hvernig þetta hefði viljað til, og sagði honum, að eg hefði hleigið mig máttlausa að þessu axarskafti, en sá sem ekki hló að því, var faðir minn. í næsta bréfi segir hann: “Kæra Ruth, þú ert nú 18 ára, og mér kemur ekki í hug að takmarka frelsi þitt á neinn hátt. Þú getur, dansað og riðið út, og skrifast á við hvern sem þú vilt. En ef þú vilt taka tillit til míns vilja, þá vildi eg biðja þig að hætta að skrifast á við hinn unga Topsischill, eg skyldi vera þér þakklátur fyrir það”. “Sérðu”, sagði Lena. “En, pabbi, hversvegna?” sagði eg náttúr- lega”, sagði Ruth án þess að svara Lenu. “Af því eg held að hann sé, hreinasta mann- skauð og spjátrungur!” “Þú gerir honum rangt til, sagði eg hissugt. “Heldurðu það, eg efast um það, en eg vil ekki þvinga þig, eg sagði bara-------” “Þarna hefurðu endan á sögunni” sagði Ruth, og hélt áfram að mála. “Ó^kir föður mins varð ég að virða, en mér þótti faðir minn of harð orður, og nafnið, mannskauð, er eg viss um að Tops, verðskuldar ekki”. “Og hefur þú ekki heyrt neitt af honum síð- an?” spurði Lena. ‘Nei, en nú, úr því þú hefur ekkert meira að spurja góða mín, þá skulum við þegja um stund. Manni miðar svo lítið áfram með það sem maður er að gera, ef maður er sitalandi, og það í þessu var hurðinni lokið upp, og Ruth leit óttaslegin til dyranna. Hver stóð þar í dyrun- um, eldrauð í andliti, og blés af mæði, eftir að hafa gengið upp stigana, annar en frú Sofía Hill- ern. Hún hélt á körfu í hendinni, sem var full af ullar sokkum, og fjölda pentudúka. “Nú sér maður, að þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við tíman”, byrjaði hún að segja í bítandi köldum rómi. “Önnur situr með hendurnar í kjöltunni en hin — ” “Ruth er að mála mynd af mér, mamma”, sagði Lena, sem var staðin upp og horfði bæn- araugum á hana. “Virkilega”, sagði frú Sofía, og bandaði frá sér með hendinni, er hún leit á léreftið sem myndin var máluð á. “Og á þetta að heita mynd af þér? Slík mynd! Það verð eg að segja”. “Mamma, þetta er bara fyrsta teikningin”. “Góða Lena, kærðu þig ekki um það, minna- vegna”, bað Ruth. Hún hallaði sér aftur í stólin með kross- lagða handleggina á brjósti sér, og beið þess er nú mundi koma, með óskamfeilnu og stoltu lát- bragði. “Guð varðveiti mig” sagði frúin, og hristi höfuðið. “Línurnar eins og kústasköft! Pening- ana sem þú hefir borgað fyrir að læra að mála, máttu eins vel láta kennaran þínn borga til baka”. “Mamma!” byrjaði Lena að segja, en Ruth gaf henni merki um að þegja. “Já”, þvílíkt málverk!” sagði frúin. Svo setti hún körfuna á borðið, og lagði pentudúk- ana á stól. “Hér fáið þið þarfara verk að gera. Þú —” og leit til Ruth — “ert svo flink að sauma stafi og þvíumlíkt, saumaðu, G. H. í eitt hornið á hverjum pentudúk. Lena getur á meðan stoppað í sokka bræðra sinna.” Lena stóð upp og ætlaði að byrja á vinnu sinni. Án þess að standa upp af stólnum, spurði Ruth kuldalega, hvar væri blek og penni. “Til hvers þarftu þess?” spurði frúin. “Til að merkja borðdúka þarf maður að hafa gæsarfjöður og India blek, sem þolir þvott — er ekki svo?” spurði Ruth. Sem snöggvast vissi frú Sofía ekki hvað hún átti að hugsa um stúlkuna. Var það hóflaus frekja, eða takmarkalaus heimska, sem hún sagði. Svipurinn á andlitinu sýndist henni þó bera meira vott um frekju en heimsku. Hvers- lags dæmalaust uppeldi! Kanske bara hún sé svona heimsk. “Þú treystir þér kanske ekki til þess?” sagði hún hast. “Eða heldurðu kanske, að eg hafi fund- ið mína fínustu pentudúka út á götunni? Gæsa- fjöður og sterkasta blek? Það hefur víst verið fyrirmyndar heimili þarna í Australíu hjá ykk- ur. Blekstafir í borðdúka — slíka vitleysu hef eg aldrei heyrt.” í þessu kom stofustúlkan inn, til að tjá gestakomu. “Hvernig? Hver? Frú Senator Schmidt?” sagði frúin og strauk um ennið með báðum hönd- um. Og eg er ekki búin að snyrta mig, hvernig getur fólki dottið í hug að koma svona snemma” “Beiddu hana að afsaka, að þú getur ekki tekið á móti henni”, sagði Lena hálf hrædd. “Með hverju á eg að afsaka mig? segja eð eg eigi dóttir, sem snýst í kringum sig sjálfa allan morgunin og lætur gera öll verkin, og frænku hennar, sem er ekki til neins skapaðs- hlutar. Maður gæti gjarnan sagt, og það vildi eg heldur —” setningin dó út er frúin fór út og skelti hurðinni á eftir sér. Dálitla stund var dauða þögn í herberginu. Með sársauka i huga og tár í augunum, fór Lena að stoppa í sokkana. Professional and Business " Directory —------ Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. S..J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsími 87 493 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studioe Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. Frá vmi PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. * Office 97 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smdth St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK TELEPHONE 94 981 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL selur likkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann n11«lr„r./rr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Mcm. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1158 Dorchester Ave. Sími 404 945 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipe PHONE 93 942 DR. CHARLES R OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 }jöá?nson's LESIÐ HEIMSKRINGLU ráÖKSTÖREI %bUM 1 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.