Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 22. SEPT. 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Minning merkra hjóna “Sá er munur á sönnu og lýgi, að sannleiks barn, fær líf úr hjarni.” Við fáa menn, eða minningar- fárra manna, eiga þessi orð Matt- híasar betur, en minninguna um Níels læknir Lambertsen, hinn einkennilega og gáfað hjarns mann, sem kom hingað vestur til Winnipeg á hinum tilfinnanleg- ustu hjarns árum íslendinga í þessari álfu 1885. Hann útskrif- aðist með sóma úr latinu skólan- um í Reykjavík 1879, silgdi það sama ár til háskólans í Kaup- mannahöfn og las þar lög í eitt ár, en varð að hætta því námi sökum fjárskorts að því loknu, og hvarf þá aftur heim til f slands og las læknisfræði í þrjú ár í Reykjavík, en tók ekki fullnaðar próf í þeirri fræðigrein. En 26 ára gömlum, skapar örlaganornin manni þessum þau kjör, að hann verður að snúa baki við ættlandi sínu sem hann þó unni, og halda Það var ekki laust við að ýmsir yrðu skömmustulegir á svip, þeg ar Maron kom á vettvang litlu síðar, og lýsti því yfir að hann væri Naromij — það væri eftir- nafnið sitt stafað afturábak, með “Ji” í endann. Dómararnir héldu því fram að það gæti ekki verið, að hann hefði málað það — Nei, Maron viðurkenndi, að hann hefði ekki beinlínis málað það, heldur hefði hann notað rautt naglalakk og pappírssnepla, sem hann hefði klippt út úr auglýs- ingum dagblaðanna. Blöðin birtu viðtöl við alla hlutaðeigendur. Aldrei höfðu eins margir gestir heimsótt lista- safnið. Og einn gestanna, sem vissi hvað hann vildi og hafði peninga til þess að uppfylla ósk- ir sínar, keypti myndina fyrir 500 dollara. Jim dró sig virðu- lega í hlé úr heimi listarinnar. í vor, þegar eg var aftur kom- inn til Washington, hringdi Moran til mín. Hann sagðist aldrei hafa skemt sér eins vel í járnbrautarlest eins og um dag- inn. Hann dvaldi allan daginn í reykingavagninum og las við- stöðulaust í bók — sem ekkert var prentað í. “Eg lét búa hana til handa mér”, sagði Jim. “Eg sat þarna og las auðar blaðsíðurnar og sneri þeim hægt og virðulega. Eg tvílas sumar. Fólkið í vagnin- um ætlaði vitlaust að verða. Eft- ir fyrstu 100 mílurnar seldist ekki eitt einasta vínglas í vagn- inum”. Jim kom og borðaði hjá okkur kvöldverð. Um leið og hann kvaddi, teygði hann sig upp í dyrastafinn og náði þar í 25 senta pening og stakk honum þegjandi í vasa sinn. Konan mín horfði undrandi á hann og spurði því næst hvernig í ósköpunum hann hefði vitað, að þarna væri 25 cent —Jú sagði Jim, Eg setti hann þarna í fyrra — og ætlaði að geyma hann þangað til eg þyrfti á honum að halda — Svo hélt hann af stað vestur á bóginn. Eg hefi ekki heyrt frá honum síðan, en eg geri ráð fyrir að frétta bráðlega af honum — gegnum forsíður dagblaðanna. út í heim, hrýggur í huga og sár í sinni. Útlegðar árin urðu ekki mörg, aðeins sex, en þau eru þrungin af söguríkum viðburðum, og sól- ríkum endurminningum um þennan merkilega mann. Það er á það bent hér að fram- an, að Lambertsen læknir hafi ekki lokið fullnaðar prófi við lækna-skólann í Reykjavík þvi ekki náð því lærdómsstigi sem krafist er af slíkum mönnum áð- ur en þeir takast hina ábyrgðar- miklu stöðu á hendur og undir vanalegum og eðlilegum ástæð- um var ekki nema um tvent að ræða fyrir Lambertsen er hingað kom — að ljúka fullnaðar próf- inu hér, eða hætta við að verða læknir. En hann gerði hvorugt — hann ruddi sér veg með þekking sinni, gáfum og skapgerð fram í fremstu röð lækna þeirra sem þá voru hér í Winnipeg og naut virðingar þeirra og tiltrú á svo háu stigi, að þegar um mestu vanda mál þeirra var að ræða, var álit hans tíðum leitað, og dómgreind hans, þekkingu og skarpskyggni treyst. Hann kendi og læknum hér um slóðir að þekkja sullaveikina, sem að hinn mikilhæfi og nafnkunni læknir Ferguson, varð þjóðkunnur fyrir að útbreiða þekkingu á. En þó að Níels Lambertsen læknir sómdi sér vel á meðal hinna tignustu embætt- isbræðra sinna, þá er það mála sannast að spor hans flest lágu um hjarngötur hins ný innflutta ættflóksins í Winnipeg. Að létta raunir þess, að lækna mein þess, að lyfta vonum þess upp frá irumbýlis hjarninu og upp í sól ríkari lendur sumarsins. Það voru verk Níels læknis Lambert- sen og að þeim vann hann trúlega nótt og dag, sumar og vetur, án þess nokkurntíma að biðja um borgun, þó hann sjálfur liði skort. „ Níels Lambertsen var fjölhæf- ur maður. Hann var völundur í höndunum til hvers sem að hann vildi beita þeim, smiður ágætur bæði á járn og tré. Hann var söngmaður mikill. Röddin fögur og hljómrík, og hann notaði hana óspart löndum sínum til ánægju og aðdáunar.. Lambertsen læknir var ýtur- vaxinn, rösklega meðalmaður áhæð, snar í hreyfingum og fjörmikill. Augun tinnudökk og blikandi. Hárið mikið og svart. Andlitssvipurinn hreinn andlitsblærinn bjartur, sem mik- ið dökkt yfirskegg gjörði enn bjartari. Skapgerð Níels læknis var næsta éinkennileg, eins og mað- urinn sjálfur. Hún var hrein, djörf og ákveðin. Skapstór og orðhvass gat hann verið, ekki sízt þegar að honum fannst mönnum eða málefnum misboðið, en sú afstaða hans var æfinlega sprott- in frá næmri réttlætistilfinningu en aldrei af fordild, og það ein- kennilega var, að hann var alveg eins þungorður og hlífðarlaus, þegar að hann sjálfur átti í hlut, eins og þegar við óviðkomandi menn var að eiga. Um hreinskilni hans ,segir Dr. Jón Bjarnason í ræðunni sem að hann flutti yfir honum látnum, sem að þekti Níels læknir allra manna bezt:1 “Og hreinskilinn var hann, hann var svo barnslega hreinskilinn,' og þó um hans eigin galla væri | að ræða, að maður gat orðið al-, gjörlega forviða. Og hvað hann sem annars talaði, alt sem honum' datt í hug, stundum líka ógæti-| lega og kuldalega, var hann alveg laus við að vilja meiða nokkurn mann með orðum sínum”. Árið 1889 kvongaðist Níels læknir Guðríði Jóhannsdóttir, ekkju eftir Magnús Þórðarson frá Rauðhólum. Þeim hjónum varð eins sonar auðið, Níelsar Lamebrtsen, sem misti föður sinn, þegar að hann var ársgam- all —1891 — og móður sína þeg-! ar hann var sjö ára —1898, — en fór þá til móðursystir sinnarj sem gekk honum síðan í móðurj stað. Hann er nú vélameistari í Astóría í Oregon í Bandaríkjun- um, mesti myndar- og dugnaðar maður. Þau Lamebrtsen og Guðríður tóku og eitt fósturbarn. Magda- lenu Lambertsen, sem dó sama árið og fósturmóðir hennar 1898. f fimtíu og sjö ár hefir gröf þessa fjölhæfa og einkennilega fslendings verið á meðal hinna ómerktu og óþektu grafa í hinum mikla dauðra manna reit — Brookside-grafreitnum utanvert við Winnipegborg. Grasið hefir grænkað á henni á vorin og föln- að á haustin, en enginn vitað hvar hún var, þar til nú að úr þessu hefir verið bætt, og sæmi- legur steinn reistur á gröf þeirra hjóna Níelsar og Guðríðar Lam- bertsen, og hefir hinn vinsæli og vel þekti útfararstjóri, Arin- björn S. Bardal gengist fyrir því, og að sjálfsögðu lagt fram fé úr sjálf síns sjóði til þess, en þó skal þess getið, að skömmu eftir að Lambertsen dó, gekkst kona hér í bænum, sem nú er dáin, kona Vagns Eyjólfsson Lund, fyrir samkomuhaldi til minnis- varðasjóðsstofnunar á leið lækn- isins, en arðurinn af þeim sam- komum, voru tvær, varð aðeins $14.50. Einn maður hr. Þorgríms- son í Keewatin, Ont., varð til þess að bæta $5.00 við þá upp- hæð, svo sjóðurinn varð í allt $1950. Með þessari upphæð, vöxt- um af henni og því sem vantaði frá sjálfum sér, hefir Arinbjörn nú reist minnisvarðann á gröf Lambertsen læknis, sem myndin er af hér að ofan. /• /• B. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU fyirr Icelandic Canadians; mjög eðlilegt. Sú sama ástæða ætti að gilda fyrir vikublöðin — nema að því leyti að þau eru fréttablöð — fréttir sem allir eru búnir að lesa og hlusta á í útvarpinu. ís- lenzkar samkomur fara flestar fram á ensku, a. m. k. að mestu leyti. Á íslendingadaginn sjálf- an eru ræður fluttar á ensku, og í íslenzku kirkjunum er messað á ensku, svo það er auðséð að íslendingar hér hafa alla reiðu kannast við að íslenzkan hér vestra, er sama sem búin að vera, og okkar íslenzku blöð tilgangs- laus. Eg hefi keypt Heimskringlu í mörg ár; og á einum tíma bæði vikublöðin. Lögbergi sagði eg upp fyrir nokkrum árum, en Kringlu hef eg haldið áfram með og borgað til apríl ’49. Þegar sá dagur kemur, þá bið eg ykkur afsökunar á að hætta sem kaup- andi blaðsins. Ástæður mínar á uppsögn blaðsins eru upptaldar hér að framan, eg hef ekkert að blaðinu eða blöðunum hér að finna, bæði vel úr garði gerð undir kringumstæðunum, en þeirra “sól er gengin til viðar”. Virðingarfylst, A. J. Goodman —Seymour Hotel, Winnipeg, Man. today’s BiGGEST Coffee V&iue 4 Nýjar og notaðar skólabækur keyptar og seldar tyrir alla bekki fró 1—12 — með sanngjomu verði. Einnig eru til sölu flestar nýjar bœkur um frelsi og nú- tiðar málefni. Þœr bœkur eru einnig til útlána fyrir sanngjarna þóknun. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu THE BETTER OLE 548 ELLICE AVE. (bet. Furby & Langside) Ingibjörg Sbefley MRS. PJETUR FJELSTED Fædd 18. desember 1882 Dáin 17. júní 1948 ÚTFARARLJÓÐ Winnipeg, 17. sept.’48 Vikublöð hér, á hvaða tungu- máli sem er, hafa útlifað sína upphaflegu þörf, eða öllu heldur almennings þörf. Það eru aðeins fáir eftir af okkar fyrstu skips- höfn. Afkomendur þeirra hafa lært sína sjófræði og sjómensku eftir alt öðrum reglum og á öðru tungumáli. íslenzkan er orðin “Gamli Nói” riútíðarinnar í Can- ada og U.S.A. Til hvers erum við þá að stritast við það sem við vitum er ókleift verk? Þótt að íslenzku blöðin væru gefin út á ensku, sem allir eða all-flestir geta lesið, þá væru þau “vikublöð” samt, endurprent- aðar fréttir úr ensku dagblöðun- um hér, sem eru alheims fréttir. Eg þykist vita að það séu enn fáeinar sálir hér í álfu sem vilja fylgjast með íslenzkri pólitík, og því sem er að gerast daglega í þeirra fæðingar hrepp eða sveit heima á íslandi — þá ættu þeir að kaupa (og borga) íslenzk blöð gefin út á íslandi. Til hvers er að auglýsa sínar vörur og “Pro- fessional and Businesss” eins og Heimskringla kemst að orði i blaði eða blöðum sem mjög fáir lesa, og flestir af þeim sem lesa íslenzku hér eru að mestu leyti hættir að verzla, nema þeir sem kaupa gigtarmeðal, þegar þeir^, sjá eitthvað nýtt á boðstólum. “The Icelandic Canadian” magazine, gefin út á ensku máli “Sól var upp runnin” syrgjendurnir fundu eilífa lífið anda inn. Við síðsta rúmið sárast er að kveðja hvar sálin öðlast sigurinn. Nemum nú staðar systir vor hér sefur engil bros fagurt frá ásýnd skín. Krosslágðar hendur í hjúpinum dauðans til grafar ber það brúðar lín. íslenzka barnið hér í foldu falið. Flytjið nú kveðjur hennar heim. Af öllu hjarta ættlandinu unni því trygðin bjó í tengslum þeim. Marg reynda móðir mitt í þjáning þinni hugprýði sýndir í þyngstu þraut. Ljós trúarinnar lýsti fram í dauðann frá barndóms tíð þitt hjarta hlaut. Göfug var sálin hreinn var hjartans akur dygðirnar góðu gréru þar. Gleði og friður góðviljáns ávextir kærleikur guðs í verki var. Autt er nú skarðið engin upp það fyllir tómlegt er hreiðrið í haustsins tíð. Sorgir og gleði sameinuðu hópinn foreldra hlutfall fyr og síð. Ástsældir sannar » ykkar sálar eining innsigluð var af herrans hönd. Dýrasta þráðinn dauðinn aldrei slítur það vara lengst þau vina bönd. Hann sem að þessa góðu minning geymir þakkar guði sem gaf og tók. Með trúar augum lítur lífsins feril vor leið er skráð í lífsins bók. Alfaðir gef oss gjafir heilags anda þitt himneskt ljós í hjörtun inn Börn þín biðjandi upp til ljómans leita yfir þau blessi andi þinn. Ingibjörg Guðmundsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.