Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. SEPT. 1948 Heimskringla (StotnuB 188«) Kemui út á hverjum miðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritatjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising -Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 22. SEPT. 1948 Kirkjurækni Stuttur útdráttur úr ræðu fluttri af séra Philip M. Pétursson í Fyrstu Sambandskirkju i Winnipeg . . . . í sögu frjálstrúar hreyfingarinnar bæði í þessari heims- álfu og í Evrópu, finnum vér nöfn margra háttsettra manna; það er ekki lengur neitt nýtt að frétta það, að ekki færri en fimm for- setar Bandaríkjanna hafa verið Unitarar, né heldur það, að rithöf- undar og skáld, fræðarar og umbótamenn, dómarar í hæstarétti og stjórnmálamenn, bæði frá eldri og seinni tímum, hafa tilheyrt Unitara eða frjálstrúar stefnunni. Bæklingar og rit, sem vér höfum til útbýtingar flytja söguna, og birta langa lista af nöfnum af heimsfrægu fólki, sem alt hefir fylgt sömu stefnunni. í frægðar- höll Bandaríkjanna, t. d. í New York, er einn þriðji af nöfnunum þar, nöfn Unitara manna og kvenna! Þetta getur alt ekki annað en vakið eftirtekt og virðingu fyrir þeirri stefnu sem þessir menn unnu og börðust fyrir, og sem vér vinnum nú einnig fyrir. í saman- burði við þá og yfirburði þeirra, getur oss ekki annað en fundist að vér séum nokkuð smá, að vér skipum ekki nema mjög lágar stöð- ur lífsins. En svo verðum vér að minnast einnig að fyrir hvern einn þessara manna, hafa verið þúsundir ónefndra manna, sem stefna vor hefir ekki mátt án vera, og sem hún hefir grundvallast á. Án þeirra, jafnvel þó að þessir miklu menn hefðu þar verið, hefði hin frjálsa stefna lítið á leið komist. Wm Ellery Channing t. d., einn af hinum mestu prédikurum sem Bandaríkin h^fa nokkurn tíma þekt, faðir Unitara hreyfing- arinnar í Bandaríkjunum, sem séra Matthías Jochumsson á íslandi dáðist svo mikið að, er hann las rit hans, og skrifaði oft um í bréfum sínum, hann hefði aldrei getað það sem hann gerði, án stuðnings og hjálpar safnaðar hans. Nöfn þeirra eru gleymd, en verk þeirra lifa. Emerson var einnig Unitara prestur, og Parker, og Martineau á Englandi og Lindsay, og Carpenter og ótal fleiri. Hver og einn þessara manna hafði í lið með sér söfnuð, marga einlæga menn og konur, sem gáfu af tíma og kröftum og efnum til að halda kirkjunum við, nákvæmlega eins og einlægir menn og konur gera enn í dag í öllum kirkjum vorum, og gefa þannig áþreif- anleg og opinber merki þess, að til er fólk enn, sem virðir stefnu frjálstrúar hreyfingarinnar nóg til þess að leggja það á sig að halda söfnuðum og kirkjum við. Og eins og vér vitum, er það stundum ekkert smáræði að halda kirkju við. Og hver einasta kirkja, hvar sem hún er, stendur sem tákn, tákn þeirra hugmyndastefnu sem söfnuður hennar hefir helgað sér. Og án kirknanna, ef að þær töpuðust einhverra ástæða vegna, tap- aðist líka það tákn, tákn þeirra hluta, sem frjálstrúar kirkjur fela í sér, hvar sem þær eru, — þ. e. a. s., meðal annars: tákn frelsis til að hugsa, á sviði trúar, jafnt sem á sviði stjórnmála eða vísinda, tákn umburðarlyndis gagnvart margbreyttum skoðunum, tákn trúar á mátt mannlegrar skynsemi til að uppgötva nýjan sannleika og til að efla hin heillavænlegustu sambönd á milli manna og alheimsins, og á milli þeirra sjálfra. Þetta eru þeir hlutir, sem standa efst á stefnuskrá hreyfingar vorrar, og sem hver kirkja og hver söfnuður táknar meðal þeirra, sem hann er settur. Þegar meðlimur frjálstrúar safnaðar fer í kirkju, þess vegna, þá er það opinber játning fyrir almenningi, að hann aðhyllist þá stefnu, og að hún er tákn þeirra hluta, sem hann trúir, í einlægni og alvöru. Hann er að viðurkenna hollustu sína við þá stefnu, sem kirkjan fylgir, og áhuga sinn fyrir henni. Hann viðurkennir, með kirkjusókn sinni, að hann vill gera eitthvað, henni til eflingar, og skeytir ekki hvað aðrir hugsa, í sambandi við trú hans, eða kirkju- legan félagsskap. Eða, í öðrum orðum, eins og Rev. Stephen H. Fritchman, sem var ritstjóri Christian Register, og er nú prestur í Unitara kirl^ju í Californíu, komst að orði í ágætri bók, sem kom út í fyrra, um fram- farir Untiara stefnunnar, þar sem hann segir: “Þegar maður setur upp hattinn, á sunnudegi, og leggur af stað í Unitara kirkju, gerir hann orðlausa sjálfstæðis yfirlýsingu. Meðal annars er hann að sanna, fyrir öllum heiminum það, að vera Unitari þýðir meira en aðeins að vera frjálstrúar með vissar skoðanir. Hann er að vinna fyrir trúarsannfæringu sinni, nákvæmlega eins og kaþólskur maður vinnur fyrir trú sína er hann gengur til messu!” Þessi orð geta átt við hvaða mann og hvaða kirkjudeild sem er. Kirkjusókn hefir meiri þýðingu en flestum sýnist koma til hugar, meira, en aðeins að syngja sálma og hlusta á prestinn. Hún þýðir það, að menn virða trúarstefnu sína nóg, til þess að leggja það á sig að fara að heiman og koma í krikju, á tilteknum kirkjutíma, og sameinast þar, í huga, við aðra menn, sem líkt hugsa, og líkri stefnu fylgja, til að styrkja hver annan, og að auglýsa íyrir ölíum heim- inum, hve þeir meta trú sína mikils, og að þeir eru ákveðnir í því, að hún fái að standa á föstum grundvelli, og fái útbreiðslu, — að hún þroskist og dafni....... ENGIN VON fyrir mannkynið nema það breyti hegðun sinni Dr. Brock Chisholm, formaður íeilbrigðismála deildar Þjóða- randalagsins, flutti ræðu 14. sept. í vísindamannafundi, þar sem ;innig voru staddir útvarpsfræð- ingar. Á þeim fundi hélt hann því fram að mannkynið eigi sér enga varanlega framtíðarvon ef það haldi áfram að haga sér hér eftir eins og það hafi gert hingað til. Dr. Chisholm, sem er ættaður frá Oakeville í Ontario, var æðsti maður heilbrigðisráðsins í sambandi við herinn í síðasta stríði. Hann hélt því fram að engin vörn væri til gegn sprengj- um eða sóttkveikjum ef þær yrðu notaðar sem drápsvopn í stríði. Ekki kvaðst hann heldur geta séð þess nokkura von, að nokkur slík vörn yrði til, eins langt og séð yrði fram í tímann. Eina ráðið, sem nokkurt vit væri í kvað hann það að leggja niður með öllu samkepnisstefn- una, því hún leiði óhjákvæmilega til stríðs. í stað samkepninnar yrði að hverfa til samvinnustefn- unnar. Hún hefir að nokkru leyti ver- ið reynd, sagði hann, með tals- verðum árangri í brezka ríkinu, í Bandaríkjunum og á Rússlandi. Það er afstaða þjóðanna, hverr- ar til annarar og einstaklinganna hvers til annars, sem annaðhvort leiðir til algerðrar glötunar eða fullkominnar endurreisnar. Þetta atriði kvað Dr. Chisholm hafa verið og vera sorglega vanrækt. Þeir sem eru sérfróðir í þessari grein: geðveikislæknir, sálar- fræðingar, þjóðfélagsfræðingar og mannfélagsfræðingar eru ekki þannig settir að þeir geti ráðið stefnum eða athöfnum stjórna í þessum atriðum. í samtali í útvarpinu (ABC’s America’s Town Meeting Over the Air) var það óglæsileg mynd, sem Dr. Chisholm og þrír aðrir vísindamenn máluðu af framtíð- arhorfum mannkynsins. Takmörkun á mannfjölgun kváðu þeir verða að eiga sér stað fyr eða síðar, um það væru svo að segja allir sammála. Á tveimur blaðamannafundum, sem áður voru haldnir, sagði Dr. Chisholm að þessi mannfjölgunar takmörk- un yrði ef til vill byrjuð eftir eitt ár, ef til vill eftir tíu ár og, ef til vill, ekki fyr en eftir 55 ár; en hún hlyti að koma fyr eða síðar. Þrátt fyrir allar tilraunir og uppfyndingar til þess að varna því, kvað hann allar heimsins uppsprettulindir þrjóta, ef mann- kyninu héldi áfram að fjölga eins og nú á sér stað; því fjölgar nú um 2,000,000 (tvær miljónir) á und miljónir). Hann sagði að líkur bentu til þess að um lok 20. aldar yrði fólksfjöldinn orðinn 3,000,000,000 (þrjú þúsund milj- ónir). “Við höfum alt í einu gert okkur grein fyrir því,” sagði hann, “að jörðin sé að verða of þéttbygð. Mannkynið hefir með menningunni notað, bygt og ræktað hvern einasta nýtan blett á öllu yfirborði jarðarinnar. Til allrar ógæfu hafa stór svæði á hnettinum — frjó og arð- rík svæði — verið eyðilögð af mönnunum sjálfum. Sum þeirra hafa verið svo gereydd að þau eru eintómar eyðimerkur. Frelsi frá skorti hefir breyzt frá von um frið (friðardraums reykjarpípunnar); og sú blekk- ing er óefað ein aðal ástæðan fyrir þeim óróa, sem nú á sér stað um heim allan.” Hann sagði að vísmdamenn leituðu að nýjum leiðum til þess að halda við lífinu og fullkomna það. En ef mannkynið héldi á- fram hinum óhugsanlegu fram- kvæmdum sínum að því, er snert- ir notkun gróðrarmoldarinnar, skóganna og vatnsins, þá þyrfti einhverja voldugri veru en rann- sakandi efnafræðing til þess að ábyrgjast framtíðar tilveru mannanna. Dr. Edmund Sinnott, forstjóri Sheffield vísindaskólans við Yale háskólann, sá nokkra von um framhaldslíf mannkynsins með því að auka og fullkomna “falska fæðu”, sem sé nokkurs konar næringarmeðul. Hann tal- aði um möguleikana til þess að aðstoða viðhald lífsins með syk- urefna pillum eða töflum. Ýmsir þessara vísindamanna töluðu yfir útvörp. Einn þeirra var stjörnufræðingurinn Harlow Shapley frá Harvard. Hann kvað vísindamennina hafa það á valdi sínu að hjálpa mannkyninu áleið- is til betra lífs. En svo bætti hann við: “Erum við (vísinda- mennirnir) nógu einlægir í bar- áttunni fyrir heilbrigðu sálarlífi mannkynsins? En heilbrigt sál- arlíf er undanfari skynsamlegrar vonar. Nei, við erum að ekki. Það versta er að við vitum ekki hvernig við eigum að berjast, þar sem við erum blátt áfram fáráð- Hngar. Þess er einnig að gæta, að minsta kosti í þessu landi, að þessir umboðsmenn mannúðar- innar, sem í raun réttri ættu að vera mikils máttar — þessir um- boðsmenn fólksins í baráttu þess fyrir “von um sanngjarna von” — þessir margfjötruðu vísinda- menn, eru nú á dögum ofsóttir og hundbeittir og þar af leið- andi skjálfandi af ótta fyrir rógi og álygum athafnalega og félags- lega, í stöðugri hættu fyrir rann- sóknum á þeim grundvelli bygð- hverjum mánuði. Með því kvað hann alt loft, alt vatn og alla fæðu þrjóta í framtíðinni. Alt sem vísindin gera stefnir í þá áttiria að lengja Mfið, fækka dauðsföllum og gera fólkið heil- brigðara, og auka fjölgun þess. Ekkert af þessu veitir nokkura; úrlausn á aðal atriðinu, sem er of [ mikil mannfjölgun. Það miðar alt fremur í áttina til hins gagn-j stæða, nema með því móti að allar þjóðir komi sér saman um það að takmarka fólksf jölgun. j Þetta mælti með því að í engri fjölskyldu mættu vera fleiri börn en ákveðin tala. Dr. Chisholm, sem um eitt skeið var aðstoðar heilbrigðis- mála ráðherra í Canada er stadd- ur hér í landi til þess að sækja hundraðasta fund vísindamanna- félagsins í Canada. Á þeim fundi flutti Dr. Fair- field Osborn fyrirlestur; hann ?r forseti dýrafræðis félagsins í New York. í þeim fyrirlestri agði hann að innan þriggja alda — þrjú hundruð ára — hefði fólkinu fjölgað frá 400,000,000 'fjögur hundruð miljónum) upp í meira en 2,000,000,000 (tvö þús- um. Þeir eru reknir af ótta fyri; falsvitni í nafni og undir flagg frelsis og þjóðrækni — reknir ú í skúmaskot og felukróka. Þei; þora ekki að vinna að alþjóða málum, þora ekki að gangast fyr ir almennum félagshreyfingum Þeir vita að þeir eiga það á hætti að verða rógbornir opinberleg; og það getur aftur haft það í föi með sér að þeir tapi atvinnu sinn og Mfsviðurværi sakir þess a< vinnuveitendur þeirra þori ekk að hafa þá í þjónustu sinni. Er þótt þeir séu þess færir og það s« þeirra köllun að skapa vonir un framhald möguleika mannkyns ins, þá treysta þeir sér ekki tii þess að leggja alt þetta í sölurnai — þeir draga sig því í hlé.”-- Sig. Júl Jóhannesson þýddi —Úr Ottawa Citizen. Silver Tea Jón Sigurdson félagið heldur kaffi sölu í T. Eaton Assembly Hall, laugardaginn 2. okt., kl. 2.30 e. h. Þetta er hin árlega sala félagsins, og alMr vinir þess eru (ieðnir að muna eftir stað og tíma. Nánar auglýst í næsta blaði. Sumarheimili barna á Islandi Erindi flutt á þingi Sambandskvenna að Hnausum í júnímánuði af Elinborgu Lárusdóttur Þau mál sem konur láta einna mest til sín taka eru mánnúðar- máHn. f því sambandi ætla eg að gera að umtalsefni eitt sMkt mannúðar og kærleiksmál, sem konur heima á íslandi hafa látið sig miklu varða. En það eru Barnaheimilin eða barnahæMn. BarnaheimiM eða barnahæM þekktust ekki fyrr en á síðasta mannsaldri eða eftir síðustu aldamót, er borgir og kauptún fóru að stækka til mikilla muna, og þó aðaHega eftir 1920. Áður fyrr var sá siður að koma munaðarlausum börnum fyrir á góðum sveitarheimilum. Ef barn- ið eða börnin áttu ættingja sem vildu og gátu annast uppeldi þeirra sáu ættingjarnir þeim fyr- ir verustað. En væri barnið mun- aðarlaust bar oddvita og hrepp- stjóra hvers hrepps að annast um uppeldi barnsins, velja því dvalarstað og greiða með því af fé hreppsins. í þá daga þótti það mikil niðurlæging að hafa aHst upp á hreppnum. Og áttu þeir sem urðu að sæta þeim kjörum oft ekki margs úr kosta og litla framtíð í vændum. Bæri hreppn- um skylda til að annast uppeldi barnsins, var ekki alltaf leitað bestu og hentugustu heimilanna heldur farið meir eftir því hver lægst bauð. Þetta var síður en svo heppi- legt, og leiddi til þess að sumir báru menjar uppeldisins alla æfi, og í ofan á lag vanvirðuna sem fylgdi því að vera aHn upp á hreppnum. Þegar menning og manngæði náðu hærra þroska- stigi, breyttist þetta. Menn foru smám saman að meta meira Mf og velferð hvers einstakMngs. Menn fóru að skilja að ógæfa hvers og eins er ógæfa heildarinnar. En óefað má telja að skilningur og fórnarlund konunnar hafi verið ríkust á þessum málum. Hér áður fyrr var börnum kom- ið fyrir úr kauptúnum og þorp- um til sumardvalar í sveit, bæði til þess að læra að vinna og svo og ekki síður til þess að njóta hins hressandi og heilnæma sveitalofts. Féll börnunum lífið í sveitinni svo vel að sömu brön- in eitt eða fleiri dvöldu oft á sama heimiHnu sumar eftir sum- ar, og þarna tóku þau rniklum og góðum framförum, þarnav lærðu þau að vinna, lærðu að unna starfinu, útivistin hressti þau. í sveit fengu þau betra og hollara viðurværi en í sjávarþorpunum og þarna lifðu þau heilbrigðasta Mfinu sem hægt er að lifa, lifðu í samfélagi við dýrin og náttúr- una. Thorvaldsen félagið er einkum Mknarfélag, og eitthvert elsta fé- lagið sem stofnað hefir verið af samtökum kvenna. Það félag stofnaði barnaheimiHssjóð fyrir rúmum 50 árum og að félaginu standa eingöngu konur. Sjóður félagsins hefir aukist stórum. Thorvaldsen félagið hef- ir opinn basar árið í kring í lítilli búð við Austur stræti. Þar selja þær ýmsa þjóðlega muni ís- lenzka gamla og nýja, og kaupa erlendir ferðamenn einkum mik- ið af þessum munum. Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað í Reykjavík fyrir 25 árum. Markmið sumargjafar var að koma upp vöggustofum fyrir kornung börn, þessi hugmynd varð strax mjög vinsæl, og þörf var hún áreiðanlega. Mæðurnar sem ef til vill voru einstæðings stúlkur sem ekki áttu heimili og enga að, sem veitt gátu þeim heimili með börn sín gátu með þessum móti annast að nokkru uppeldi barna sinna og séð um leið sér og börnunum farborða. Þær gátu komið með börnin á morgnana á vöggustofuna og svo gengið öruggar til vinnu sinnar á daginn. Eftir vinnutíma á kvöldin gátu þær svo sótt börn- sín og haft þau hjá sér yfir nótt- ina. Þetta kom í veg fyrir það, að þær þyrftu ekki að sjá af börn- um sínum í fóstur eða gefa þau, eins og stundum á sér stað að gert er og oft út úr neyð af því að það er oft ekki nema um tvent að velja, gefa barnið eða varpa uppeldi þess á bæinn. Það er ekki heldur svo óal- gengt, að ung nýgift hjón vinni bæði úti kaupa fæði eða að minnsta kosti miðdag og ef fjöl- skyldan stækkar eitt barn bætist í hópinn eru mörg dæmi þess að konan tekur aftur við starfi sínu eftir hæfilega langan tíma, en barnið er á vöggustofu á daginn. Svo mikið er vist að vöggustof- urnar eru allt af fuMar og full- nægja hvergi nærri þörfinni. Þá hefir Sumargjöf líka stofn- að dagheimili fyrir börn á aldr- inum 2-7 ára. Á þessu dagheim- ili fá börnin góða aðhlynningu. Þau hafa stóran útileikvöM, og þarna er þeim kennt að leika sér. kennt að umgangast félaga sína og fullorðið fólk, og kennt að lesa skrifa og reikna. Þarna eru þau undir umsjá kennara og stúlkna sem gengið hafa á skóla til þess eins að kynna sér uppeldi smábarna. Það er með dagheimil- in eins og vöggustofurnar að þau njóta óskiftra vinsælda og eru mjög þörf, enda er aðsókn að þeim svo mikil að þau fullnægja heldur ekki þörfinni. Fyrst var aðeins eitt dagheimili en nú starfa þrjú og stundum fjögur dagheimili árið um í kring í Reykjavík og er þó ekki hægt að fullnægja eftirspurninni. Félagið Sumargjöf hefir starf- að mikið og sýnt feikna dugnað, enda nýtur það óskiftra vinsæld bæjarbúa, sem best sjá og vita hve þörfin er mikil fyrir sMk heimili í bænum sjálfum. í stað þess að alast upp á bænum og verða sjáandi og heyrandi að ýmsu sem haft getur langvarandi áhrif á óþroskaða og ómótaða barnssálir, eru börnin á barna- heimilunum undir stöðugri gæslu og hollum áhrifum kenn- ara sem veit og skilur hvers þau þarfnast og hvað þeim er hoMast. Barnavinafélagið Sumargjölf — hefir stofnað 3 sHk dagheimili : Reykjavík og eru öll heimilin eins og drepið var á áðan, full- skipuð. Félagið hefir verið ákaf- lega duglegt til fjáröflunnar. Byrjaði það strax því að hugsa sér sumardaginn fyrsta, sem fjársöfnunardag, og hefir haldið því áfram allt til þessa og mun halda því áfram, svo lengi sem barnah’eimilin í Reykjavík verða rekin með því fyrirkomulagi sem nú er. Þann dag ganga börn og unglingar í skrúðgöngu um bæ- inn, og þann dag selja þau blað það sem tileinkað er börnunum og kemur út á Sumardaginn fyrsta. Þetta blað heitir “Barna- blaðið” og er það sérlega vel skrifað og flytur oft ýmislegt eftir börnin sjálf, en efni blaðs- ins fjallar um uppéldismál fyrr og nú og áhrif þau sem með góðu uppeldi má hafa á börnin svo að þeim sé betur borgið í Mfs barátt- unni. Á sumardaginn fyrsta kem- ur og tímaritið “Sólskin” út en það er tímarit barnanna og hefir inni að halda fróðleik og sögur sem eru við hæfi bæði eldri og ýngri barnanna. Það er selt þann dag ásamt Barnablaðinu til á- góða fyrir dagheimilin. Þá selja börnin Mka blóm og merki sem eru búin til í tilefni dagsins. — Þann dag berst Barnavinafélag- inu ætíð ýmsar gjafir frá félög- um og einstaklingum, sem fúsir eru til að styrkja félagið. Og er skerfur sumra mjög ríflegur. Að kvöldi sumardagsins fyrsta held-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.