Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 22. SEPT. 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA ur félagið skemmtanir í öllum samkomuhúsum bæjarins. Ágóð- inn af þessum skemmtunum geng ur allur til barnavinafélagsins, og kemur jafnan mikið fé inn þennan dag. Síðast liðinn sumardag námu tekjur af sumardeginum fyrsta 133,000.00 krónur. En það er allra hæsta upphæðin sem inn hefir komið í þau 25 ár sem Sumar- gjöf hefir starfað. Um 1100 börn önnuðust söluna á blaðinu, tímaritinu, merkjunum og blómunum. 70 af þeim böm- um sem hæst voru, í fjársöfn- uninni hlutu bókaverðlaun. — Bækurnar gáfu ýmsir bókaútgef- endur og er slík nýjung sem þessi áreiðanlega vel til fundin og til hvatningar fyrir æskuna. Gaman og gleðlegt er að sjá börnin frá 6 til 14-15 ára, hina upprennandi æsku safnast í hópa þennan dag. Öll eru börnin vel búin og glöð, og fagnandi sumri og sól. Reykjavík er alitaf að vaxa. Hún er borg með 54 þúsund íbúa eða vel það, og hún er alltaf að vaxa árlega því má gera ráð fyr- ir að dagheimilun o'g vöggustof- um hrað fjölgi eftir íbúa tölu og knýjandi þörfum borgarbúa. Barnavinafélagið Sumargjöf hefir dálítinn opinberann fjár- styrk, en sá styrkur nægir skammt. Það sem ávantar eru frjáls framlög einstakra manna, bæði karla og kvenna sem pen- inga getu hafa, og vilja eiga til þess að veita góðu kærleiks og mannúðarmáli lið, og svo það sem safnast inn á sumardaginn fyrsta, sem er eins og sjá má af sölum þeim sem eg nefndi hér að framan, ekki lítið. Greiðslu með börnum á dag- heimilum er þannig háttað, að þeir sem geta greitt með börnum sínum gera það. En gjaldið er á- valt mjög lagt, saman borið við verðlag. Þeir sem fátækir eru — þurfa ekkert að greiða. Sumargjöf starfar nú vetur sumar og haust á 3 stöðum í borg inni og er samt ekki nækilegt. Eftirspurnin eftir plássi á dag- heimilum er svo mikill að aldrei er hægt að taka öll þau börn sem beðið er fyrir og þyrftu að kom- ast þangað. í fyrstu var svo til ætlast að þessi heimili væru ein- göngu dagheimili fyrir börn á vissu aldursskeiði. En brátt kom í ljós að sum heimilin voru þann- ig að ekki var heppilegt að hafa börnin heima á nóttunni. Og er nú svo komið að mikill hluti barnanna á dagheimilunum eru alveg til dvalar. í sumar á að hafa samskonar dagheimili á þrem öðrum stöðum í borginni. En svo er til ætlast að þau verði ein- 'göngu dagheimili og leikskólat smá barna. Vert er að minnast þess að á síðarí árum er farið að kenna stúlkum að gegna störfum á slík- um heimilum og rekur bærinn heimili í því skyni. í nokkrum fleiri kaupstöðum á landinu er farið að starfa á svip- aðan hátt og í Reykjavik, nema hvað sú starfsemi er öll í smærri stíl. Þá kemur næst að Reykjavík. Það er langt síðan að Reykvík- ingar sáu og skildu að full þörf var fyrir sumardvalar heimili utan borgarinnar. Sveitaheimil- in gátu ekki tekið á móti öllum þeim áragrúa af börnum úr borg- inni og kaupstöðum sem þurftu sumardvöl í sveit sér til heilsu- bótar og hressingar eftir langar og þreyandi innisetur á skóla- bekkjunum á vetrum. Sérstök sumardvalar heimili fyrir börn úr Reykjavík var ekki farið að hugsa um fyr en í kring- um 1930. Og voru Reykvíkingar þar á undan öllum öðrum kaup- stöðum á landinu, enda var Reykjavíkurborg fjölmennust og því mest þörf þar að koma börn- unum úr bænum. Oddfellova reglan í Reýkjavík reið á vaðið og stofnaði barna- heimili við Silungapoll. Sá stað- ur er um 10 kílómetra frá Reykja- vík, en ekki á neinum fallegum! stað, né heppilegum. En af því að þetta var í byrjun mun hafa verið litið svo á, að heppilegt væri að heimilið væri ekki svo langt frá að gott væri til að- dráttar og eins að heimilið væri ekki mjög langt frá þjóðbraut. En það liggur örstutt frá þjóð- brautinni. Við Silungapoll létu þeir byggja barnaheimili fyrir fátæk börn. f fyrstu munu ekki hafa verið á sumardvalarheimil- inu fleiri en 20—30 börn. Og þeim var skift í hópa, tvo þrjá hópa, sem dvöldu þarna til skift- is. Og ekki þurfti að greiða neitt með þeim. Þótt tíminn væri auð- vitað alt of stuttur sem börnin nutu sólar og sumars, varð þetta þeim þó mikil hressnig. Börn sem oft áttu við lélegan kost að búa í heima húsum, fengu þarna góða aðhlynningu og gott fæði. Enda þótt tíminn væri ekki lengi bjuggu þessi börn áreiðanlega lengi að sumardvölinni, þótt á- kjósanlegast hefði verið að dvöl- in hefði getað verið lengri. Það hefði áreiðanlega orðið heilla drygsta meðalið til þess að varð- veita þau frá þeim sjúkdómum sem ásækja og þjá þá sem lifa ; við þröngan kost og búa í niður- gröfnum saggafullum kjöllur- um, við ónóga kjarnlitla fæðu og fátæklegan skjóllausan fatnað. Með þessu sumardvalar-heim- ili í sveit var fyrsta sporið stig- ið. Þetta var því heppilegra vegna þess að sumarheimili Odd- fellova við Selungaþoll var I fyrstu ætlað þeim sem mesta þörf höfðu fyrir það að komast í sveit, fátæk, veikluð börn, sem ekki var hægt að koma í sumar- dvöl á Sveitaheimili, sökum þess að þeir sem að börnunum stóðu megnuðu ekki að greiða með þeim, og ekki þá síður hitt að I þessi veikluðu börn kröfðust um hirðu og aðhjúkrunnar sem ekki var hægt að láta í sé á sveita- heimilum þar sem fátt var vinnu- lið en ærið að starfa yfir há anna tímann. Næst á eftir kom svo barna- heimilið Vorboðinn. Að því stóðu konur úr ýmsum félögum. Til dæmis kvenfélag Alþýðuflokks- inís, Verkakvennafélagið Fram- sókn og fleiri. Vorboðinn var stofnuð í sama tilgangi og Sum- arheimilið við Silungapoll. En þrátt fyrir þessi tvö sumardval- arheimili sem höfðu það ein- göngu á stefnuskrá sinni að taka eingöngu fátæk umkomulaus og veikluð börn til sumardvalar, og veita þeim ókeypis uppihald og aðhlyningu yfir sumartíman, fullnægðu þessi tvö heimili hvergi nærri þörfinni, og gátu ekki sint öllum þeim beiðnum sem bárust. En þau voru vísir að því sem koma átti. Og áreið- anlega gerðu þau mikið gott. — Mér er nær að halda að þau hafi bjargað lífi fjölda veiklaðra barna. Svo komu stríðsárin og þá varð mikil breyting á þessu eins og mörgu öðru heima. Þá varð almenningi ljóst að barnaheim- ili voru mjög nauðsynleg, ekki einungis til hressingar börnun- um, heldur og til verndar lífi þeirra, og vegna ótta við loftá- rásir á borgina, var farið að gera ráðstafanir til þess að koma sem flestum börnum í sveit. Enskt herlið og síðar Bandaríska her- liðið settist að í borginni sjálfri Það var öllum ljóst að kæmi til loftárásar var höfuðborgin og í- búum hennar fyrst og fremst hætta búin. Og menn heima ótt- uðust á tíma bili loftárásir því að fleiri þjóðir en Englendingar og Bandaríkin gátu haft styrk af landi voru í ófriði og á stríðs- tímum. Sjómennirnir sigldu skip- um sínum ljóslausum til Eng- lands með sjávaraflann. Daga, vikur og ár voru sjómennirnir ís- lenzku í stöðugri lífshættu. En sjómennirnir eru hetjur sem aldrei láta hugfallast. Þó var aftur og aftur ráðist á þá og enda þótt skipunum væri sökt og margir mistu lífið — héldu ís- lenzku sjómennirnir upþi sigl- ingum á milli — þá var höggvið stórt og tilfinnanlegt skarð í sjómannastéttina íslenzku því að þá féliu í valinn fleiri menn á þennan liátt frá þessari litlu og fámennu þjóð en hjá nokkurii styrjaldar þjóðanna samanborið við íóiksfjölda. Það var því engin furða þótt að megn geigur gripi alla þjóðina þegar ráðist var á vopnlaus kaup- för hlutlausrar þjóðar og þeim sökt án þess að nokkur tilraun væri gerð til að þyrma lífi skips- rr.anna. Menn vildu því forða æsku ís- lands frá loftárásum og nú var lagt kapp á að koma sem flestum börnum burt úr Reykjavík — og yfirleitt úr öllum þeim bæjum sem hætta var á að til loftárása kæmi. Var rauða krossi fslands falið að hafa umsjón með þessum flutningum barna úr borginni. Voru þá teknir heimavistar skól- ar víösvegar um suður, norður, vestur til afnota sem sumardval- ar heimili fyrir börnin víðsvegar af landinu. Mikið af þeim kostnaði sem þurfti til þess að bera þessi sum- arheimili uppi var greiddur af opinberu fé, bæði úr ríkissjóði og úr bæjarsjóði og gekk svo öll stríðsárin. Eftir striðið hafa svo sömu félögin og áður tekið við þessu aftur og njóta þau nú styrks á opinberu fé. Fara nú börnin í hópum á vorin á þessi sumardvalar heimili undir umsjá kennara og starfsstúlkna, sem þjóna eiga börnunum og mat- reiða og hirða eiga húsið. En í þessum skólahúsum hafa börnin heimavist. Börnin eru venjulega á aldrinum 7-12 ára. Verður þá að hafa eftirlit með yngri börn- um og jafnvel hinum eldri líka. Hin eldri eru látin þvo upp eftir máltíðir, bursta skó og vinna, sumstaðar dálítið við garðrækt þar sem því verður við komið. Úti við gæta svo eldri börnin hinna yngri barna. En sameigin- lega eru börnin undir stjórn og umsjá kennara, sem dvelur með þeim alt sumarið og verður varla á betra kosið. Þegar fer að líða á veturinn fara börnin að hlakka til og þrá það að komast í sveit. Er gaman að sjá fögnuðnin sem skín úr andliti barnanna er þau leggja af stað til sumardvalarheimil- anna — og þá er ekki síður gam- an að sjá börnin er þau koma aftur frísk, feit og fjörleg, mó- brún og bökuð af geislum sólar- innar og endurnærð af hinni löngu dvöl í faðmi náttúrunnar. Fyrir nokkrum árum eða nokkru fyrir stríðið gengust prestar fyrir samskotum í barna- heimilissjóð og stofnuðu barna- heimili. Það barnaheimili var rekið í nokkur ár á Sólheimum í Grímsnesi í Árnessýslu. Hin upp- haflega hugmynd með þessu barnaheimili var sú að þarna væru tekin til dvalar vetur og sumar börn gegn meðgjöf eða meðgjafarlítið ef fátækir áttu hlut að máli. Var þetta barna- heimili rekið með þessu fyrir- komulagi í nokkur ár, undir eft- irliti þjóðkirkjunnar. En sam- hliða þessu barnaheimili rak for- stöðukonan fávitahæli og var það að allra dómi mjög óheppilegt að hafa þessi heimili bæði á ein- um og sama stað. Þetta átti enga samstöðu og hefir því nú um mörg ár þetta barnaheimili á Sól- heimum verið rekið sem favita- hæli — eða eingöngu ætlað þeim börnum sem ekki eiga samstöðu með heilbrigðum fullþroska börn- um. En það er líka full þörf fyrir slík hæli engu síður en hin sem áður eru greind. Svo ætla eg aðeins að drepa á mæðraheimilin. — Mæðrastyrks- nefndin, sem er auðvitað ein- göngu skipuð konum, hefir und- anfarin ár haft sumardvalarheim- Steingrímur Matthíasson iæknir MINNINGARORÐ Sjaldan hefi eg verið eins feim inn við að setjast niður, til að skrifa nokkur minningarorð, — eins og að þessu sinni. Um Stein- grím heitinn Matthíasson lækni. Svo nátengd er mér minningin um þá feðga þjóðskáldið sr. hann þangað öllum ókunnugur, en aflaði sér þar skjótt álits og vinsælda. Hann kom hingað heim snöggva ferð sumarið 1946. Er ið flug á þessum unga glæsilega I eg hitti hann þá flaug mér í hug manm, að naumast var við því! hvort hann væri nú kominn til að buist að hann staðnæmdist til' kveðja. Hann átti svo undari lengdar heima a ættjörðinni. ! annríkt, svo aldraður maður. Gat Þegar Guðmundur Hannesson hann aldrei lært ' að taka séf sokti um embætti hér í Reykja-' hvíid? Seinna frétti eg að nokkru vík og fluttist hingað suður, sökn Matthías og læknirinn son hans, uðu hans allir, er notið höfðu að aldrei get eg hugsað til ann- framúrskarandi hæfileika hans. ars þeirra, án þess að minnast Menn óttuðust að enginn fengist hins. Svo vel fór á með þeim. Svo honum líkur í hans stað. Svo vel áttu þeim saman. vandfylt væri það skarð. En En hversu óendanlega fátæk- Steingrímur Matthíasson hafði ieg verða sundurlaus orð mín, verið þar skamma hríð er menn um þenna son skáldsins, þegar fundu að hann var jafnoki fyrir- eg minnist sr. Matthíasar Jock- rennara síns. Og þótti þá mikið umssonar, er yfir hálfa öld “svo sagt. vel söng, að sólin skein í gegnum. f 30 ár var Steingrímur heit. dauðans göng”. j iæknir á Akureyri. Framúrskar- Eg kyntist fyrst Steingrími andi afkastamaður. Sívinnandi. Matthíassyni þegar hann varð héraðs- og spítalalæknir á Akur- eyri 1906. Hafði vitaskuld oft og Entist til þess áratugum saman að skifta sólarhringnum á milli spítalastarfa, sjúkravitjana og mikið heyrt um hann talað áður.j læknisferða útum héraðið. Það Eftir að hann lauk lækninámi í var einsog maðurinn væri óþreyt Höfn hafði hann m. a. farið í langferðir, er í augum flestra á þeim árum, voru sem ótrúlegustu ævintýr. Þegar hann kom til Ak- ureyrar á þeim árum, var svo mik ili, nokkurskonar hvíldarheimili, handa þreyttum mæðrum* *— Þær hafa fengið ýmsa staði og hús til umráða í því skyni og má geta þess að hópur af konum dvöldu eitt sinn á Laugarvatni á vegum mæðrastyrks nefndarinnar. Mæð- urnar mega hafa með sér eitt eða tvö ungbörn, en aldrei stálpuð börn. Þau dvelja á barnaheimil- unum. Á þessum mæðraheimil- um dvelja oft um þrjátíu konur í einu — og upp í 50. — Varla er tíminn lengri fyrir hvern hóp en 2—3 vikur. En þegar þessi hóp- ur hefir útent sinn tíma kemur annar hópur og fer svo fram út mánuðina júní, júlí og ágúst, að hópar eru að koma og fara. Þótt tíminn sé ekki lengri en þetta er þó hressing og hvíld í þessu fyr- ir þreyttar mæður, sem ekki hefðu átt kost á því að fara úr bænum og njóta hvíldar, nema fyrir tilstyrk nefndarinnar. — Þennan tíma er áhyggjunum varpað af þeim. Þær njóta hvíld- arinnar og þurfa ekki að greiða neitt fyrir dvölina. Þessi mæðra- starfsemi er kostuð að mestu með gjafasöfnun og að nokkru með styrk frá ríki og bæ. Hjá margri konunni er þessi tími eini hvíldartíminn og eru konurnar mjög þakklátar. Starfi konunnar er þannig háttað að hún á að hafa veg og vanda af öllu innanhúss — hirða húsið, matbúa og prjóna öllu heimilis- fólkinu, hvort sem það er margt eða fátt. Það er heldur ekki eins dæmi að auk heimilisstarfanna vinni konan eitthvað út á við, ekki sízt ef fyrirvinnan er léleg eða maðurinn heilsulítill, konan ekkja með börn í ómegð. Slíkar konur þarfnast hvíldar og því verður margri konunni þessi sumardvalatími bæði lík- amleg og andleg hressing. ★ Það sem eg hefi sagt hér að framan um vöggustofur — dag- heimili og sumardvala heimili barna á íslandi, bæði úr Reykja- vík og víðar af landinu, er líkt og það er nú. En þessum heim- ilum er altaf að fjölga og þeim mun fjölga enn meir í komandi framtíð. Fólkinu f jölgar árlega á landinu og þörfin eykst — þótt ekki sé stríð nú og við vonum að friður haldist munu samt barna- hælin, barna og sumardvalaheim- ilin halda áfram að starfa. Þau munu verða fullkomnari og fleiri eftir því sem árin líða — því að menning íselndinga stendur ekki að baki menningu stórþjóð- anna og íslendingar munu kapp- kosta að veita æskunni arftökun- um íslenzku það uppeldi sem hæfir menningarþjóð. andi. Ofaná hin daglegu skyldu- störf, og með sívakandi um- hyggju fyrir fjölda sjúklinga las hann feiknin öll af fræðibókum og ritum, viðvíkjandi starfi sínu skrifaði í blöð, fræðandi og vekj- áður en hann lagði upp í þá heim- sókn, kendi hann þeirrar mein- semdar er varð hans bani. Hafði hann gengið undir uppskurð, sem kunni að verða lækning hans. Enn fór hann svipför hingað sumarið 1947, og hafði þá mjög hraðan á. Enn sinnti hann lækn- isstörfum um hríð er til Borg- undarhólms kom, uns sjúkdóm- urinn yfirbugaði hann, og öll lækning var útilokuð. Þá hafði hann látið þá ósk í ljós, að fá að koma heim. Systir hans Þóra Skaftason og Bragi sonur hans fóru til Borgundarhólms til að sækja hann. Er hingað kom átti hann lítið annað eftir en að deyja. Steingrímur heitinn var kjark maður og þrekmaður mikill. Svo vel kunni hann að stilia skap sitt að erfitt gat verið að sjá hvort honum líkaði betur eða verr, er andi greinar, þýddi og samdi bækur til leiðbeiningar fyrir al- !I UÞ _V ™ menning í heilsufræði. En þegar hann hafði starfað á við tvo til þrjá í nokkur ár í einu, fór hann útí heim, til að sjá nýj- ungar í grein sinni og kynnast öndvegislæknum ýmsra þjóða. í öllu starfi hans og umgengni við samferðafólk og sjúklinga gætti mjög bjartsýni hans á mátt lífsins á sigur góðra málefna. Og er þá ótalinn sá eiginleiki hans, sem mörgum sjúklingum hans mun hafa reynst ómetanlegur. Glaðlyndi hans, samfara hlýrri hjartagæsku. í hvert sinn sem þessi læknir nálgaðist sjúkrabeð var sem legði birtu yfir alt um- hverfi hans. Enda var hann ekki aðeins margfróður um líkamann. Hann þekti líka sálarfylgsni manna ekki síður en skáldið fað- ir hans. Þegar læknirinn kom í sjúkravitjun, kom mönnum í hug sá sem orti sumarsálminn dýrð- lega “Kom heitur til míns hjarta blærinn blíði.” Nokkru eftir að sr. Matthías dó, tók Steingrímur til að safna ritverkum föður síns, kvæðum hans og bréfum, svo sem mest af því yrði aðgengilegt fyrir síðari kynslóðir. Naut hann við það að- stoðar Magnúsar bróður síns. — annara skyldmenna og fleiri góðra manna. En það var greini- legt, að honum þótti, sem þar hefði hann skylduverk að vinna vegna minningar þjóðskáldsins og fyrir ókomnar kynslóðir. Sam tíma mönnunum gat fundist, að sumt, sem hin samviskusami son- ur hélt til haga af því, sem skáld- ið hafði skrifað og orkt fyrir augnablik á ævi sinni, hefði mátt verpast í sand. En SteingrimurI """“j ~ mun hafa verið sömu skoðunar j og Benedikt Gröndal, að þá væri! fyrst fullkomin mynd leidd í ljós! . af ljoðskaldi, þegar alt væn gef-1 ^__£ A1______________. ið út, sem komið hafði frá penna hans. Svo væri það seinni tíma aður var hann í orði að aldrei heyrðist hann hallmæla nokkrum manni, og vildi jafnan, er um misfellur einhvers var rætt, leggja alt útá betri veg. Það kom fyrir, í þessu landi flokkastreitunnar, að Steingrím- ur var, af þröngsýnum mönnum talið til hnjóðs hve lítt honum var um það gefið að skipa ser í ákveðinn flokk á sviði lands- mála. En því skeytti hann lítt, og kom til víðsýni hans, og heims- borgarabragur, sem var honum frá öndverðu eðlilegur. Þó hann væri mikill ættjarðarvinnu gat hann hugsað sér verksvið sitt, hvar sem var í heiminum. Hann hugsaði um mannkyn sem eitt félag, og var fyrst og fremst mannvinur, er hafði yndi af því að koma til að “fjörga, gleðja, fæða og frelsa, leysa, hugsa, sefa græða”, eins og faðir hans komst að orði. Er eg hugsa til þess hvað þessi ágætismaður vann fyrir mig og mína í læknisstarfi sínu finn eg ekki betri orð en þessi: “Haf þökk míns hjarta”. Steingrímur var fæddur hér í Reykjavík þ. 13. marz 1876. Þá var faðir hans ritstjóri Þjóðólfs. Fluttist hann með foreldrum sínum austur að Odda er sr. Matthías fékk það brauð árið 1880 og til Akureyrar með þeim þegar hann var 11 ára gamall. Lýsing sr. Matthíasar á Stein- grími syni sínum í hinu langa og erfiða ferðalagi norður harðinda- vorið 1887, er táknræn um líf og ævistarf hans. Ótrauður, dugleg- ur áhugasamur reyndist hann i hinn ungi drengur í þeim erfið- Hann varð stúdent vorið 1896. Tók læknispróf 1902. Um sama manna, að velja þar og hafna. Eftir 30 ára læknisstarf á Ak- ureyri sókti hann um lausn frá embætti sínu. Eigi eru mér kunn- ugar ástæðurnar fyrir þeirri ráða breytni. Kannski var það útþráin sem fylgdi honum alla ævi er hefir örfað hann til þess enn að sitja ekki á sama stað. Hún hafi jafnvel orðið ennþá sterkari, þeg- ar hann fann, að degi tók að halla. Þegar Steingrímur flutti frá Akureyri árið 1936, fór hann til Danmerkur. Næstu ár tók hann að sér læknisstörf fyrir ýmsa lækna þar í landi sem voru fjar- verandi um stundarsakir. En flutti síðan til Nexö á Borgund- arhólmi, og settist þar að. Kom embættinu á Akureyri giftist hann Kristínu Þórðardóttur Thoroddsen. Þau skildu eftir 30 ára sambúð. Börn þeirra eru þessi: Baldur verkfræðingur; Bragi dýralæknir; Anna, gift Árna Kristjánssyni píanóleikara, Jón stýrimaður og Elín Herdís gift Sigurði Óla héraðslækni. Útför Steingríms heitins fór fram á þriðjudaginn var að við- stöddu fjölmenni. V. St. —Mbl. 7. ágúst Það er gott útvarp að hlusta á frá CKRC stöðinni á hverjum sunnudegi, kl. 10.45 til 11 f.h. Einnig eru fræðandi og skemti- legir fyrirlestrar haldnir í Odeon leikhúsinu á hverjum sunnudegi kl. 2.30 og kl. 7.30 e.h. Ágætur söngur og allir velkomnir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.