Heimskringla - 24.12.1952, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.12.1952, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. DES. 1952 Beztu Jóla- og Nýársóskir til allra vorra viðskiftavina Canadian Fish Producers LIMITED CHAMBERS & HENRY J. H. PAGE, framkvæmdarstjóri Phone 74—The Lumber Number SELKIRR — MANITOBA TIL VINA OG VIÐSKIFTAMANNA R. C. A. STORE Owned and Operated by Spencer W. Kennedy SELKIRK — MANITOBA mínum íslenzku skiftavinum til handa WINNIPEG, MAN 575 MAGEE ST. COMPLIMENTS OF THE SEASON MOTOR SALES LIMITED INNILEGAR JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR til allra okkar vina og viðskiftamanna SELKIRK GARAGE STUDEBAKER & AUSTIN DEALER Prop. George S. Sigurdson SELKIRK, MAN. Phone 2 INNILEGAR JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR til vina og viðskiftamanna MUNDY’S BARBER SHOP Fínasta og vinsælasta hárskurðar og snyrtistofa í bænum 643 PORTAGE AVE WINNIPEG, MAN HÁTÍÐ SKIR Megi jóla hátíðin gefa yður mikinn fögnuð, og nýárið færa öllum frið, hamingju og alsnægtir, Dr. S. MALKIN Phys. & Surg. Dr. CHAS. MALKIN Dentist 857 SARGENT AVE PHONE 74-4391 VERÐA EKKI VIÐ KRYNINGUNA Frá París berast fréttir um að hertoginn af Windsor og frú hans muni ekki verða við krýn- ingu Elizabetar drotningar á komandi sumri. \ ‘ Hafa fregnritar þetta eftir her toganum sjálfum, er telur óvið- eigandi, að fyrrverandi konung- ur, sæki krýningu eftirkomenda sinna. HNEPTURf VARÐ- HALD f Suður-Afríku átti það sér stað nýlega að Manilal Gandhi, sonur Mahatma Gandhi, var hneptur í varðhald af Malan- stjórninni. Ástæður fyrir hand- töku hans var sú, að hann telur kynþátta lögin ófær, sem nýlega hafa verið samlþykt. Gæti nú far- ið svo, að 'þarna væri að draga til tíðinda og þeirra ekki ósögu- legra. Það var í Suður-Afríku, sem Gandhi eldri snerist gegn Bretum. Hann var þar á ferð, hafði keypt farseðil á fyrsta far- rými frá Durham til Pretoria. En járnbrautastjóri vildi ekki láta blökkumann vera þar. Lauk þessu með því, að Gandhi var rekin af lestinni. Þarna sá hinn ungi lögfræðingur verkefni að vinna að og barðist frá því með- an hann lifði fyrir að blökku- menn hefðu jafnrétti við hvíta menn. Gæti nú nokkuð slíkt leitt af handtöku hins yngra Gandhi? Hver veit! ÓREGLA í REKSTRI HERBÚÐA Félag í Montreal sem yfir- skoðar reikninga og kent er við George S. Currie, hefir í sjö mánuði verið að rannsaka rekst- ur herbúða í Canada. Það hefir rannsakað einar 11 herbæki- stöðvar. Setur það í skýrslu sinni ■til sambandsstjórnar, og sem nú er deilt mikið um á Sambands- þinginu, að eyðsla og óreiða eigi sér stað í herbúðunum, en það geti þó ekki heitið stöðugt, nema hjá einni búð af þessari nefndu tölu í Camp Petawawa. Út af þessari skýrslu Curries, hefir orðið mikill úlfaþytur á Ottawa þinginu. Segja íhalds- menn þar, að skýrslan samþykki það, sem þeir hafi löngum á stjórnina borið, og sé nú farsælla, að athugað sé. Mr. Knowles í Winnipeg, seg- ir skýrslu þessa sem fyrir þing hafi verið lögð, ekki þá sömu og flokki hans hafi verið send, og! vill fá að vita hver hafi breytt' henni eða falsað. Þó skýrsla þessa (Xtrrie, gefi í skjm óreiðu, sem lagíæra verði, er hún aðeins aðfinsla til stjórnarinnar, en ekki til hersins En það mun nú einmitt það, sem andstæðinga- flokkarnir hafa lengi leitað að og hafa nú fundið til að gera sér mat úr á kosningatímum e'ins og nú fara í hönd. Með því er þó ekki verið hér að gera minna úr óreiðunni en ástæða er til. DROTNING CANADA Það kvað nú hafa verið afráð- ið, að bæta nafni Canada við titil Elizabetu drotningu. Nafn Canada hefir til þessa verið inni- falið í orðunum “the British Dominions Beyond the Sea”. Það voru orðin í titli George VI. j í Canada hljóðar hinn nýji form' legi drotningartitill á þessa leið: Elizabeth the Second, by the Grace of God of the United Kingdom, Canada and her other realms and territories. Queen, head of the Commonwealth,! Defender of the Faith.” Á Bretlandi er • formið hiðj sama, nema hvað inn í er bætt orðunum, Northern Ireland. Þegar Canada feldi orðið “Dominion” úr nafni sínu, mun hafa orðið að gera þessa breyt- ingu á titlinum. HEIMSKRINGLA þakkar þeim er til lesmáls þessa jólablaðsj hennar hafa lagt, og eins mynd-| arlega og raun er á. Hún þakkar og þeim, er styrkt hafa hana með auglýsingum og vonar að lesendiir láti þá vini njóta þess í viðskiftum þeirra. Áskrlfend- um sínum er hún einnig þakk- lát fyrir staðfasta vináttu ogj kaup a blaðinu um fleiri ar—oft j kynslóö eftir kynslóð. Það sann- ar afstöðu þeirra frá þjóðrækn- islegu sjónarmiði. Fyrir alt þetta er Heimskringla yfrið þakklát og óskar þessum vinum sínum innilega gleðilegra jóla. Það þýðir ekki að þylja nöfn- in tóm, er vanalega sagt, þegar um fjöida manna er að ræða, er þakka ber eitt og annað. Þó get- um vér ekki leitt hjá oss að nefna hér eitt nafn: það er nafn Mrs. Margrétar J. Benediktsson, konu nú á niræðisaldri, til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mrs. og Mrs. G. Dalstead, Ana- costes, Wash. Eg á von á að skeytið hennar til Heimskringlu yli þjóðernistilfinningu hvers góðs íslendings, eins og svo margt hefir áður gert, sem hún hefir skrifað. Með fyrir- fram vissu um þetta, árnar Heimskringla henni innilega alls góðs og skemtilegra hátíða fyrir bæði sína hönd og lesenda, fyrir hugulsemi hennar að senda blaðinu árnaðaróskir. Þá ber Útvarpi íslands sérstök þökk frá Heimskringlu fyrir að senda henni vikulega nýjustu fréttir að heiman, á sinn eigin kostnað. Slíkt er lesendum hér mikils virði. Þá þakkar Heimskringla þeim próf. Watson Kirkconnell og Gunnari Björnssyni skattstjóra fyrir sérleg^a vandaðar jólaóskir sendar henni nú sem mörg und- an farinn ár. EKKI MEÐ ORÐUM EINUM í ræðu sem Eisenhower for- setaefni hélt nýlega og mintist á Koreu stríðið, fór hann þeim oröum um lúkninga þess, að henni mundi ekki verða í verk komið með “orðunum einum”. Þessu hefir nú áður verið hreyft af ýmsum, að friðar sé þarna ekki að vænta nema með sigri Sameinuðu þjóðanna. En þá er spurnsmálið hvort her Mark Clarks sé nægilega öflug- ur til þess að geta brotist gegn- um her Norður-Koreu, sem tal- inn er um 700,000. En ef fyrir liggur að efla hann, hvaðan feng- ist þá lið? Að líkindum segja sumir frá Suður-Koreu og For- mósu. Lengra að er ekki haldið að sækja þurfi það. Hugheilar hátíðaróskir FJÆR OG NÆR Tvær eða fleiri langar greinar sendar til birtingar í þessu blaði verða að bíða næsta stórs blaðs. Heimskringla þakkar hugulsemi þeirra, að senda henni skrif sín. Skal henni ekkert kærara, en að verða sem fyrst við ósk þeirra. * * « Þjóðræknisdeildin “Frón” þakkar hérmeð mjög innilega fyrir mikið úrval af bókum nú nýverið gefið til bókasafns deildarinnar frá dánarbúi J. J. Swanson, ánefndar í erfðaskrá hans. Eru það allar hans ísl. bækur. Þetta er mjög höfðinleg gjöf, því að bækurnar eru allar í ágætu ásigkomulagi. Einnig hafa herra og frú H. F. Daniel- son gefið safninu bækur í ágætu ástandi. Fyrir þessar góðu gjafir og allar bókagjafir bæði fyr og síðar, sendir deildin sínar inni- legustu þakkir. Gleðileg jól og farsælt ár 1953 til íslendinga. Fyrir hönd þjóðræknisd. Frón J. Johnson, bókav. ★ Steve Indriðason frá Mountain, N. Dak., er eins og áður hefir verið getið umboðsmaður Hkr. og annast innheimtu og sölu blaðs- ins í þessum bygðum: Mountain, Garðar, Edinburg, Hensel, Park River, Grafton og nágrenni nefndra staða. Allir í nefndum bygðum, bæði núverandi kaup- endur og þeir, sem nýir áskrif- endur hyggja að gerast, eru beðn- ir að snúa sér til umboðsmanns- ins S. Indriðason, Mountain, N. Dak., með greiðslur sínar. . PHONE 93-3461 DONALD and YORK D. W. ANDERSON, Sales Manager

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.