Heimskringla - 09.04.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.04.1958, Blaðsíða 1
CENIURY HOIORSITD. 247 MAIN-Ph. WHitehall 2-3311 CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. <v------------------------^ LXXII ÁRGANGUR WTNNIPEG MIÐVIKUDAGINN 9. APRÍL 1958 NÚMER 28. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Síðustu kosningafréttir Endurtalning atkvæða tveggja þingmanna hefir nú farið fram síðan kosningum lauk. Hafa liber alar þar grætt 2 þingsæti. Standa sakir því þannig: íhaldsþingmenn ......... 208 Liberalar .............. 49 CCF........................8 Það var í Rainy River- Kenora sem liberalar unnu annað sætið en þar endursótti fslendingurinn W. M. Benedikson. Eru því tveir landar á Ottawaþinginu. Þriðja endurtalningin stendur yfir í Austur-fylkjunum. Þingið í Ottawa mun koma saman 8. apríl. Er eftir stjórninni 'haft, að atvinnuleysismál, verð- lagsmál bændavöru og fleira muni efst á starfsskrá þingsins. Smjör hækkar í verði Smjör hefir hækkað í verði um 6 cents pundið, eða úr 58 í cents. Er það lágmarksverðið. Hækkun þessi er fyrir stuðning sambandsstjórnar. Er talið að aðrar ibændavörur svo sem egg. sauða, naut og svínakjöt, ull og kornvara, muni einnig hækka hlutfallslega í verði við iðnaðar- vörur. Blaðakóngur talar Þeim er að fjölga, sem smölun- ina hafa með höndum á friðar- fund Krushchevs. Við tölu þeirra bættist einn s. I. viku. Ætti að yera munur að því mannsliðinu, því það var eng mn annar en blaðakóngur Breta, Beaverbrook lávarður, sem hófst handa. f blaði hans, Sunday Express, dagsett 23. marz, birtist grein frá 'bonum um, að Harold Macmillan forsætisráðherra Breta, ætti að íara á friðarfund Krushchevs, hvað sem Eisenhower forseti gerði. Lesendum sínum, sem eru nokkuð á f jórða milj. sagði blað- ið, að frið yrði aö semja, hvað sem það kostaði. Rússar neituðu að Þjóðverjar væru á þeim fundi fcn Eisenhower væri hlyntari þeim en hinum vestlægu þjóð-‘ unum. Við áttum ekki fyrir löngu i höggi við þjóðverja, segir gremarhöf undur, og niunum seint gleyma því. Mr. Beaverbrook er 73 ára, í-l haldssinni og vinsæll á Bret- landi. En samflokksmenn hans margir mótmæla þessari skoð- un hans á friði og segja hann ekki þess verðan, ef fyrir hannj eigi að fórna vináttu Bandaríkj-; anna. Hafa ummæli í þá átt birst í Daily Sketob. Beaverbrook er talinn hlyntur Bandaríkjunum. En hann er sagður öfundasjúkur vegna Bret lands í einu og öllu. Að hann á- líti Breta geta tekið sæti Banda ríkjanna vit5 friðarborðið, getur rétt verið, en Eisenhower hefir þar einnig virst hiutgengur, eigi síður en á vígvellinum. Ef Banda ríkin hefðu ekki komið við síðari stríðs árin í V.-Evrópu, gæti nú svo staðið á, að friðarsóknir væri ekki vonlegri en hún er og svipaði meira til þess, sem hún er í peðríkjum Austur-Evrópu, eins og ungverjalandi, sem Krushchev hélt fram í ræðu s.l. viku, að ef Ungverjar ekki temdu sér frið, skyldi han eins og á s.l. ári senda meiri her þangað frá Rússlandi en hann hefði þá gert og þeir ættu að vita hvað það meinti. Líhlegast gera Ungverj- ar það, en skilja vestlægu þjóð- irnar og blöð Beaverbrooks það eins og skyldi ? Kreppan í Bandaríkjunum Það hefir verið minna talað um kreppuna í Bandaríkjunum, en í Canada. Veldur því eflaust, að þar voru ekki kosningar, sem hér. Ritið U.S. NEWS, hefir athug að þetta, gerir þessa grein fyrir kreppunni syóra. Viðskiftahöldar hafa vörur á Lendi, sem þeir þurfa að selja, áour en þeir kaupa nýjar vörur, í staðinn. —Þessar óseldu birgð- ir nema á öllu landinu um 5 biij ón dölum. Iðnaðurinn heldur einnig kyrru fyrir með að færa út stakkinn eða -bæía byggingum við sig. Á þessu stendur. Kyrr- staðan í þessu efni nemur öðrum 5 biljón dölum. Auk þess cru bíla kaup þrem biljón dölum minni en árið áður. Kreppan nemur því alls um 13 biljón dölum. Það er mikið. En óviðráðanlegt er það ekki. En á hvað er svo hægt að benda, sem vegur upp á móti þessu og bætir úr skák. Fyrst og fremst er þess að minnast, að stjórnin leggur til 4 biljón dali til ýmislegs starfs. Annað sem í þessa átt kemur til greina er fólksf jölgunin. Með henni eykst notkun þjóðarinnar á vörum um 6 biljón dali á ári—i nauðsynjum eins og fæði, fatn- aði og öðru. En þessu mun einnig íylgja útþensla í byggingum er nema mun 5 biljón dölum. Þetta gerir 15 biljón dali í nýjum at- böfnum. Við þessu er búist, er kemur fram á síðari helming yfirstand andi árs. Og auðvitað á það, að lækna kreppuna, sem nú þegar er sögð stöðvuð, eða óðum í rén- un. Við þessu er búist áður en kemur fram á árið 1959. Er ekkert sky'lt með krepp- unni hér og suður fr? Það mun flestum þykja líklegt að svo sé og hún dvíni hér samfara henni. Nýr forsætisráðherra S.l. viku var rússneska þjóðin frædd á þ.ví, í stjórnarblaðinu Pravda, að henni hefði hlotnast spá nýr forsætisráðherra. Bul- ganin hefði verið rekinn frá völd um en í hásæti var Nikita S. Khrushchev seztur. Ekkert vissi þjóðin um þetta. Hún er ekki nema 200 miljónir einstaklingar, og tók því ekki að spyrja'lhana um þetta. Hefir Khrushchev nú tvær hæstu stÖður landsins, stjórnar- iformenskuna og forsetastöðu í Mið-stjórnarráðinu. Er hann því æðsta ráð nú í sama stíl og Stalin var, algerlega einráður. Ef að Stalin hefði ekki tekið sér þetta vald í hendur og drep- ið miljónir manna í þágu þeirrar hugsjónar, hefðu peðríki Austur Evrópu nú verið frjáls og rúss- neskir íbúar haft atkvæðisrétt. Hvað vakir fyrir Khrushchev nú? Landarán og yfirgangur? — Bergmálið af því, sem Rússar eru nú þegar að gera í Asíu, hef- ir borist nægilega lengi til vor, Lil þess, að flestir renna grun áform þeirra. Og þetta er maðurinn, sem vest lægu þjóðirnar eru óðar að leita samninga við um frið, og jafn- v’el eftir að Ihann er búínn að segja vestlægu þjóðunum, að hann “moli þær mélinu smærra” ef þær sýni nokkra andúð í að skrifa undir þá samninga sem hann sjálfur ákveður. Slettist upp á vinskapinn Chou En-lai, stjórnarformaður í Kína lét það nýlega í ljós við stjórnara Norður-Koreu, að hann væri mjög vonsvikinn á Rússum er lofað hefðu vorubrigðum ti1 viðreisnar Koreu, en nú líti út,| sem þeir ætluðu að leggja það áj hilluna. í Líst ekki á blikuna Nýlega var hér á ferð vaskur brakun R. B. Dodwell að nafni fiá Toronto. Þykir fregnritum það hvalreki að ná í slíka og forvitnast af þeim um efnalegar framtíðarhorfur. Spá brakúns þessa var sú, að um það leyti, sem þeir, er nú leystu af hendi starf þjóðarinnar, létu af vinnu, mundi pakki af sígarettum kosta $1.15, ibíll af ódýrara tæi $10,000, ilaska af viskí $20.00. Vanalegt fjölskyldu hús um $50,000, karl- manna fataður í búðum $200.00. Hér mun þykja of í lagt, en gáum að því, að fyrir fyrsta al- heimsstríðið var hægt að fá karl- manns fatnað fyrir $10.00. Árið !923, kostaði Model A Ford MINNINGARORti BJARNIVALTÝR JOHNSON og gekk þar á alþýðuskólann, þar til hann fór að vinna. Þegar hnnn var tólf ára, fór hann i sina fyrstu vist og farnaðist vel. En Ijórtán ára keyrði hann póstinn frá Mountain til Cavalier fyrir fyrir sex bændur á einum stað, hver með sín,a stakka. En árið eftir, 1915, var eitt af mestu upp- skeruárum, sem komið hafa í Norðvesturlandinu og voru ó- sjaldan 60 bushel af hveiti og 100 Myndin hér að ofan sýnir Hvaða möguleikar eru með skóg- rækt á Islandi. — Hún er Rf Hallormsstaðaskógi, en aðeins lítið horn af honum þar sem Blue Spruce voru sett. Þau eru nú orð in mjög há og sóma sér vel. Möguleikar á því að gróður- setja tré á mörgum öðrum stöð- um eru eins góðir og ‘hér. Gaman er að hugsa til þess að sjá fsland þakið grænum skógi. Bjarni Valtýr Johnson F. 28. júlí 1891—D. 5. jan. 1958 Þann 5. janúar síðasliðinn and- aðist að heimili sínu í Sacra- mento, Calif., bróðir minn, Bjarni Valtýr Johnson, or^ lang- ar mi,g að rita nokkur kveðju- orð og geta nokkurra atriða í aefiferli hans, sem var að mörgu leyti merkilegur. Bjarni var fæddur þ. 28. júlí 1891 í byggð íslendinga í Dakota. Foreldrar okkar voru Guðmund- ur smiður Johnson og Sigríður Bjarnadóttir, sem flestir könn- uóust við í Dakota. Ólst hann upp á Mountain í foreldrahúsum $690.00. Ennfremur keyptu hús- freyjur þá góða steik fyrir 12 cents. Mr. Dodwell kvað útreikning sinn styðjast við 3 per cent kaup- og verðhækkun á ári í nokkur ár, en sú hækkun gæti eigi síður numið 5 til 10 per cent. Er þetta kommúnismi? Fimm þúsund Bretar, menn, konur og prófessorar tóku þátt í kröfugöngu í London, er efnt var til 4. apríl í mótmæla- skyni við sprengju framleiðslu og reynslu sprenginga með þeim. Fyrir þessu stóðu prófessorar prestar og biskupar, en konur með börn á handleggjum eða í vöggum mjökuðust áfram i kalsa og snjókomu til áfangastaðarins en hann var Aldermaston, rann- sóknastöð flugsprengja um 50 mílur út úr borginni. Þar var ávarp flut Bretum, Rússum og Bandaríkjamönnum um að hætta sprengju framleiðslu og sprengju hernaði nú þegar. I N. York voru um 250 menn konur og börn í svipaðri kröfu- göngu til bústaðar Samein- uðu þjóðanna. Og nokkur hópur manna i Japan lét á sér bera í þessu efni. Ef þetta sveigir Rússan, má um það segja, að honum sé vissu lega gengið. Hjört Hjaltalín i nokkra mán-j"* höfrum af ekrunni. En svo uói. Var hringferðin þrjátíu og!komu Þurr ár þar til 1919, að fjórar mílur og gekk aaglega. j alger uppskerubrestur varð. Þá Sagði hann mér fyrir nokkru, að iannst Bjarna vera slæmt útlit. nafn hans væri skrásett hjá N.jNæsti járnbrautarbær, Shaun- D. Historical Society sem yngsti avon, var 35 mílur í burtu, eng- póstþjónn ríkisins, sem hefði inn skóli fyrir börnin og engin keyrt póst fyrir meira en 50 árum uppskera, svo að þau fluttu al- siðan. j farin um haustið aftur til Moun- Árið 1910 lagði Bjarni út í tain' Þetta reyndist þeim heilla- landaleit í Norðvesturlandinu og ráð' Næsta ár vann hann hjá ferðaðist víða, og tók heimilis- ý™sum bændum, byggði svo réttarland 70 mílur suður af Gull hllaverkstæði á Mountain og Lake, Sask., sem var næsti járn- Vdnn v|ð Það um tíma, en flutti brautarbær. Næsti bær fyrir sunn sihan 111 Walhalla og vann í átta an var líka um 70 mílur í burtu, ar h^a P°rter Supply Co. Árið en það var Harlem, Montana.j1934 keyPtí hann land nálægt Næstu tvö ár vann hann við smíð Hangdon, N. D., og fór aftur að ar og jarðvinnslu í Gull Lake búa’ Voru Þe«a tvö hundruð ekr- byggðinni. Hann var góður smið-1 ur’ sem voru 1 miki111 órækt og ur og gefinn fyrir að vinna með b7ggmgarnar í niðurníðslu, svo vélum. Haustið 1912 íók hann að dagsverkið varð mikið. En l>eimilisréttarlönd fyrir föður •^Jarni var mikill vinnumaður og sinn og mig. Varð Það til þess, var MáUriður hans hægri hönd að vorið eftir fluttust foreldrarj1 ollu °S sömuleiðis börnin á okkar og við systkinin á þessi meðan Þau vnru í heimahúsum, heimilisréttarlönd. Þarna mynd- svo að eiSÍ leið a löngu þar til aðist tíálítil fslendingabyggð. Þau höfðu eitt af beztu bænda- Voru um þrjátíu landar, sem -ieimilum í byggðinni. Hafði þarna námu lönd. Nú er þessi ^Jarni keypt aðrar 240 ekrur af bvggð kennd við Climax, og eru^311^1’ komið sér upp stórii hjörð fáir þar eftir af íslendingum. jaf kynbótagripum, Aberdeen- Þetta vor (1913) kvæntist Bjarni Angus> og átti á annað hundrað Karakul- kinda, fyrirtaks hesta og var öll búslóðin af beztu teg- und. Ekkert stendur í stað. — Börn- in leita út—vilja freista gæfunn- og gekk að eiga Málfríði, dóttur þeirra heiðurshjónanna Kristjáns Halldórssonar, Þorgilssonar og konu hans Maríu Rögnvaldsdótt- ur Hillman, en þau bjuggu allan sinn búskap í Mountain-byggð-!sr og afla sér menntunar og sjá inni. Kristján er dáinn fyririnýja heima—erfitt var að fá r.okkrum árum, en Marja er enn vinnuhjálp, svo að þau Bjarni og Málfríður afréðu að minnka við sig þúsakpinn. Haustið 1945 á gamla heimilinu hjá syni sín- um og er nú við háan aldur. Þeim Bjarna og Mákfríði fæddust sjö I seldu þau alt nema löndin og börn, sem ásamt móður sinn|i I fluttu til Sacramento, Calif. Orð málsmetandi manna John Foster Dulles, ríkisritari sagði við þingnefnd er hann átti starf með nýlega. Ef það er aðeins um frið, sem er að ræða, og friður er alt sem þið fáist um, er ávalt hægt að verða hans aðnjótandi, með því að gefast upp! • Hrós úr óvæntri átt frá Nikita Khrushchev—-Rússagoði, bárust Bandaríkjunum nýlega. Hann sagði kommúnistum sem hann var að ihalda ræðu yfir: “Vér álít um það ætti að vera keppikefli allra manna í heimi, að ná eins háu marki í lifnaðarháttum og er í Bandaríkjunum!” syrgja hann. Þau eru: Marja Þuríður (Mrs. L. Buck- enham), Sacramento, Cal. Kristján Halldór, Langdon, N. Dakota. Jens Sigurður, Bismarck, N., Dakota. Anna Stefanía (Mrs. Major R. W. Lewis), Washington, D.C. Bjarni Þórður, Sacramento, Oscar Victor, Wichita, Falls, Texas. Hann er flugmaður í her Eandaríkjanna £jet Pilot). Einn ig eru þrettán barnabörn. Óll eru þessi börn mannvænleg og vel gefin. Þau eru öll gift fólki af erlendum ættum. Einnig syrgja hann sex syst- kini: Kristrún, Mrs. J. O. Dalsted, Bismarck, N .D. Oscar, sá er þetta ritar, Sask- atoon, Sask. Guðrún, Mrs. V. N. Crowston, Auburn, Was;h. Aldís, Mrs. Vic Sturlaugson, Langdon, N. Dakota. Thorbjörg, Mrs. A. Nagel, í Sacramento, California. Jón, hálfbróðir, gullsmiður, Puyallup, Wash. Jón var albróð- ir Stefaníu sálugu leikkonu hálf- systur okkar. Hann er maður há- aldraður og farinn að kröftum. í þessari nýju byggð, Climax, er góður og frjósamur jarðvegur, en oft fremur þurr. Um vorið 1914 keypti Bjarni dráttarvél og plóga, og um sumarið brutum við 500 ekrur af nýju landi. En sumarið var þurrt og heldur rýr uppskera, svo að þresking byrj- aði snemma eða 12. ágúst, að mig minnir, og var ekki lokið fyrr en 4. desember, en þá höfðum við þreskt í þréttán mismunandi “townships”. Var samvinna svo góð meðal þessara frumbyggja, að oft var hægt að þreskja fyrir marga bændur í senn. Man eg eftir að eitt ainn þresktum við þar sem þrjár dætur þeirra voru giftar og búsettar. Ekki undi Bjarni hag sínum iðjulaus, svo að hann fékk sér vinnu hjá Montgomery Ward. Var hann svo vinsæll hjá félag- inu, að hann fékk þriggja mán- aða frí á hverju ári til að líta eft- ir bújörðum sínum í Dakota og beið vinnan þegar til baka kom. Þannig haíði hann ferðast fjór- tán sinnum á milli gömlu góðu byggðariimar í Dakota og Calif., bar sem veðurblíða og gróður sæld ráða ríkjum. Bjarni var einstaklega vinsæll og vinmargur ,enda var ihann hið mesta ljúfmenni í allri fram- komu. Hjá öllum, sem hann hafði unnið, bæði sem unglingur og og seinna á ævinni, var hann ætíð kærkominn gestur. Hann var virt ur af öllum í sinni byggð sem hinn bezti félagsbróðir og ágæt- ur nefndarmaður í byggðarmál- um. Bjarni var mjög skyldurækinn við ættmenn sína og var því mjög hlynntur að sem flestir þeirra kæmu til Sacramento, þar sem tíu ættingjar eiga heimiii nú þeg ar. Einkum langaði hann til að systkini sín gætu flutzt til Cal- ifornia og notið nokkurra ára samfylgdar, því að á unga aldri höfðum við tvístrast, svo að fund um okkar bar sjaidan saman. En forlögin voru því ekki samþykk. Ekkjan og börnin kveðja þig með klökku hjarta og þakka þér samfylgdina, góðviljann og vel unnið lífsstarf. Vinirnir mörgu minnast þín með söknuði og þakka góða viðkynningu. Hann var jarðsunginn frá kirkju lúterska safnaðarins með aðstoð Frímúrara bærðra félags- ins í grafreit Frímúrara 1 Sacra- mento, þann 9. janúar s.l. Blessuð si minning þín, bróðir. Oscar G. Johnson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.