Heimskringla - 09.04.1958, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.04.1958, Blaðsíða 2
2. SÍÐA KEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. APRfL 1958 íífcrmskrmrila 'StntnfL/* i/lis Kemur út á hverjum miðvikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 868 Arlirufton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 868 Arlington St„ Winnipeg 3 Ritstjóri: STEFAN EINARSSON Utaniskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 868 Arlington St., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Authorlied aa Second Class Mctll—Pogt Ofíice Dept.. Ottawa WINNIPEG, 9. APRÍL 1958 HVERJU ER SIGURINN AÐ ÞAKKA? Menn spyrja um fátt tíðara nú að kosningunum loknum, en það hverju sigur Diefenbakers (hafi verið að þakka. Það kemur að líkindum margt þar til greina. En vér erum þó á því, að eitt- hvað eitt hafi þar komið meirá en flest annað í ljós. Tap liberala, að halda ekki nema einum fjórða af þingmanna tölu flokksins sem St. Laurent tók við, er enginn smávægis ósig- ur. Og það getur heldur ekki tal- ist tlðindalaust að sópa GCF og Social Credit út úr bæði Win- nipeg og Vesturfylkjunum, eins og þeir flokkar voru hér áber- andi, sinn á hvorn hátt. Það hafa og ýmsir sagt, að Diefenbaker hafi verið það ofur- menni, sem kjósendur hafi ekki getað annað en dáð og dýrkað. En það er varla ástæðan fyrir hinni miklu breytingu, þó kná- leik hans sé ekki gleymt. Og hann hefir sjálfsagt eitthvað af honum fram yfir marga eða fjölda stjórnmálamanna. Heldur þarf ekki um neina sérstaka slysni vera að ræða, hjá andstæðingum hans, sem í valnum lágu. En hver var þá ástæðan? Aðeins ein, að vorri hyggju, sem sé sú, að þjóð þessa lands er að verða canadiskari í heiid sinni en nokkru sinni áður í hugsunar hætti sínum. Sjónarmið íbúanna eru að líkjast meira hvert öðru,l og hugur fjöldans leitar meira að því einu og sama, öllu er snert i ir oss, sem þegna þessa lands.l Hér er að vaxa upp einhugaðri: þjóð, en nokkru sinni áður úr hinum 50 þjóðabrotum, er þetta land byggja. Það er þennan þjóðlega andaj eða einingu, sem Diefenbaker skyldi betur, en andstæðinga- flokkar hans, enda þótt þeir sem hann, væru fæddir hér og aldir upp við alla þá þjóðlífsstrauma, sem hér hefir orðið varí. Hann hefir þeim öllum gleggri reynst á þetta. Og svo þurfti auðvitað ekki annað en að bregða upp myndum úr sögunni og pólitískum hugs- sunarhætti þeirra Sir John A. Macdonalds í þessu landi og Abrahams Lincoln í Bandaríkj- unum, til þess að nútíðar kynslóð þessa lands þekti sjálfa sig. — Sýna kosningarnar annað gleggra en þetta? Á V A R P ioTseta Þjóðræknisfélagsins, DR. RICHARD BECK Framhald VEIZLU OG SAMKOMU HÖLD Þjóðræknisfélagið og vestur- íslenzku kirkjufélögin efndu í, sameiningu til samsætis í heið-| urs skyni við Ásmund biskup og föruneyti hans, eins og ítarlega hefir verið skýrt frá í vikublöð-j um vorum. Var samsætið fjölsótt^ og þótti bæði virðulegt og hið; ánægjulegasta. Þjóðræknisdeildin “Frón” og Þjóðræknisfélagið stóðu einnig sameiginlega að minningarhátíð í tilefni af 150 ára afmæli Jónas- ar Hallgrímssonar skálds á síð- astliðnu hausti. Hafði forteti Fróns, Jón Jónsson, samkomu- stjórn með höndum, en ræðu- manna og upplesara er áður get- ið; ennfremur söng Miss Ingi- björg Bjarnason nokkur lög, sem sem samin hafa verið við ljóð listaskáldsins. Var samkoman vel sótt og mál manna, að hún hefði tekist að sama skapi. Loks vil eg opinberlega þakka hjartanlega hið fallega samsæti, sem stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins hélt mér, í tilefni af sextuugsafmæli mínu, sér í lagi hlýyrtar ræður fyrrv. forseta, dr. Valdímars J. Eylands, núver- andi vara^forseta, er stýrði hóf- inu, ritara og féhirðis, og hina fögru minjagjöf, ritfangasam- stæðuna vönduðu, sem mér var af hend frá félaginu við það tæki- færi. Er sú gjöf mér ævarandi áminning um góðhug ykkar allra í minn garð og jafnframt hvatn- ing til framhaldandi trúnaðar við málstað vorn og eggjan til dáða í þágu hans. ÚTGAFUMÁL Tímarit félagsins kemur út með sama hætti og áður, nema hvað það hefir dálítið verið minnkað að stærð í samræmi við samþykkt síðasta þings. Gísli Jónsson varð við tilmælum stjórnarnefndarinnar um að taka cð sér ritstjórnina enn eitt árið, og megum vér vera honum þakk- lát fyrir það, því að vitað er, að ritið er í ágætum höndum meðan hans ýtur við í því starfi. Páll S. Pálsson tók að sér söfnun auglýsinga, og munu auglýsing- ar í ár vera í góðu meðállagi eft- ir því, sem um er að gera íþeim efnum. Bera honum þakkir fyrir þann árangur viðleitni sinnar í félagsins þágu.. Ekki er því að neita, að ritið er mjög dýrt í rekstri, því að allur prentkostnaður hefir stór- hækkað á síðari árum, en Ihins er jafnframt að minnast, hve lengi ritið var “bæði lífæð og fjársjóður félagsins”, eins og réttilega var komist að orði um það á sínum tíma af einum for- seta þess. Og enn mun ritið eiga sinn fulla þátt í því, að margir eru í félaginu, einkum f jarri höf- uðstöðvunum í byggðum vorum, sem eigi myndu annars vera á félagaskránni. Loks er það að muna, að þó Þjóðræknisfélagið hafi margt gott og merkilegt unnið, og átt hefir og á enn meir en stundargildi, þá er eg ekki í neinum vafa um það, að útgáfa Tímaritsins er það verk þess, sem varanlegast reynist og lengst heldur nafni þess á lofti. Skáldið mikla hafði laukrétt að mæla, er hann sagði: “Mynda- smíðar andans skulu standa”. — Allt hið ofanskráða skulum vér hafa í huga, er vér ræðum um framtíðarútgáfu ársrits félags vors. Þá hefir félagið í ár, eins og að undanförnu, styrkt útgáfu vest- ur-íslenzku vikublaðanna með nokkru fjárframlagi, og er því fé vissulega vel varið. Eins og kunnugt er, átti Lögberg 70 ára afmæli núna um áramotin, en stuttu áður steig Heimskringla inn yfir þröskuld 72 árs sins. f tilefni þessara merkistímamóta í sögu blaðanna sendir stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins þeim kveðjur og velfarnaðaróskir með þökkum fyrir margháttaðan stuðning við þjóðræknismálin, þar sem jafnframt var lögð á- herzla á það, Ihvert sameiningar- afl blöðin eru oss fslendingum innbyrðis hér í álfu og yfir haf- ið. Er óþarft að endurtaka það á þessum stað, en eg vík að þessu grundvallaratriði í félagsmálum vorum með það fyrir augum, að minna félagsfólk vort og íslend- inga almennt í landi hér á það, að sýna í verki verðugan stuðn- ing við vikublöð vor. Þau eru oss ómissandi, eigi félagslíf vort ekki að fara í mola. MILLIÞINGANEFNDIR Auk milliþinganefndarinnar í skógræktarmálinu, eru starfandi minjasafnsnefnd og húsbygging arnefnd; er Frú Marja Björnsson formaður hinnar fyrrnefndu en frú Björg V. Isfeld hinnar síð- arnefndu, og gera þær gr^in fyr- ir störfum nefndar sinnar síðar á þinginu. Ennfremur hefir Leifs styttu málið lengi verið í hönd- um nefndar af félagsins hálfu, og er Guðmundur Grímson, hæst arréttardómari í Bismarck, N. Dak., formaður hennar. En þar sem tími virðist löngu kominn til þess að ráða því máli til lykta, leggur stjórnarnefnd fyrir þing- ið ákveðnar tillögur um ráðstöf- un Leifs styttunnar. SKÝRSLUR EMBÆTTIS- MANNA OG DEILDA Féhirðir, fjármálaritari og skjalavörður gera venju sam- kvæmt grein fyrir fjárhag félags ins og eignum þess í hinum prent uðu skýrslum sínum, en skýrslur deilda greina frá starfi þeirra á árinu. Þarf ekki að fjölyrða um það, hverjir hornsteinar deildar- ar eru starfsemi félagsins og allri tilveru þess; ber oss, eftir því, sem þörf krefur, að hlynna að starfi þeirra af fremsta megni og með hverjum þeim hætti, sem helzt má þeim að gagni koma. NÝ MÁL Auk nýmælanna varðandi sam vinnumálin við ísland, skal at- hygli dregin að einu máli, sem er algerlega nýtt af nálinni. Stjórn arnefndin leggur til, með rök- studdri greinargerð, að Þjóð- ræknisfélagið beiti sér fyrir þvi, að stofnuð verði í íslenzka bóka- safninu í Manitobaháskóla sér- stök deild, er saman standi af bókum og ritgerðum eftir dr. Vilhjálm Stefánsson og umlhann. Er dr. Vilhjálmur samþykkur þessari hugmynd og hefir heitið málinu stuðning sínum, og hið sama hafa ákomnir vinir hans gprt. Vænti eg þess einnig, að mál þetta fái góðan byr á þing- inu, en það verður skýrt nánar í fyrrnefndri greinargerö stjórn- arnefndar. FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS Félag vort á fertugsafmæli næsta ár. Verður þeirra merku tímamóta í sögu þess væntanlega minnst á verðugan og virðuleg- an hátt, og þá um annað fram stofnenda félagsins, lífs og lið- inna, en góðu heilli er nokkur hópur þeirra Birkibeina enn of- an moldar og starfandi í félag- inu og þeim ber oss sérstaklega að sýna einhvern sóma, því að sannleiksgildi eftirfarandi orða Einars Benediktssonar stendur tnn óhaggað: Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lypt upp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frum- legt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. Hér dregur skáldið íéttilega athyglina að þeim sannindum, að oss beri að læra af fortíðinni og reynslu hennar, og síðan að kyggja betur og traustar fyrir samtíð og framtíð á þeim grund- velli. Forseti íslands og heiðurs verndari félags vors, hr. Ásgeir Ásgeirsson, bafði svipað í huga, er hann komst svo að orði í út- varps ávarpi sínu til þjóðarinnar síðastliðinn nýársdag: “Hin forna frægð kemur þá fyrst að fullum notum, ef það sýnir sig, að atorkan lifir enn í kynstofn- inum, og vitsmunir og skapsmun :'r hrökkva til að mæta nýjum viðhorfum.” Með fertugsafmælið í huga skulum vér beita því viðhorfi til félagsmála vorra og strengja þess heit, hvert í sínu lagi, að afla félaginu sem flestra nýrra félaga á því afmælisári þess, sem nú fer í hönd. Jafnframt ættum vér að safna fé í myndarlegan afmælissjóð, svo að félagið hafi nokkurt f jármagn til , þess að vinna öfluglegar að þeim menn- ingarmálum, sem viðleitni þess, er sérstaklega helguð: —félags- legrar samheldni vor á meðal og varðveizlu tiginnar tungu vorrar og annarra íslenzkra menningar verðmæta. Ársþing vor eru “góðra vina fundur-” og í táknrænum skiln- ingi “sólskinsblettur í heiði”, að tekin séu að láni alkunn ofð lista skáldsins góða, sem vitnað var til í byrjun þessa máls. Og vér skulum gleðjast í góðum hópi, því að slíkar samvistir verma hugann og styrkja bræðraband- ið. En gleymum því eigi, að vér erum einnig Ihingað komin til þess að vinna að félagsmálum \orum og vér skulum horfast hreiskilningslega í augu við vandamál vor og taka þau sem föstustum tökum. Um leið og eg, að málslokum, býð yður öll hjartanlega velkom in á þetta 39. ársþing Þjóðrækn- isfélagsins, kveð eg yður til dáða með eggjandi Ijóðlínum Einars P. Jónssonar úr kvæðinu, sem hann orti til félags vois á 25. ára afmaeli þess: Glímt þó sé við oftrefli aldrei siglir neinn í strand, sem með hetjutápi treystir trúna á guð og föðurland. í þeim anda skulum vér ganga til þingstarfa, og eg trúi því, að blessun fylgi heilhuga við- leitni vorri að góðum málum. — ENDIR — INGIBJÖRG HóSEAS- DóTTlR 24. nóv. 1867—25. febr. 1958 Miðvikudag 26. febrúar barst mér skeyti þetta: “Gamla frænka kvaddi 'heiminn í gærmorgun— 25. febr.—og verður grafin ái föstudag.” Skeytið var sent afj Snorra Hóseassyni bróðursyni, Ingibjargar en hún dó á heimili; Björgvins Hóseasonar, sem er; annar bróðursonur hennar að Mozart, Sask. f nóvember í haust varð þessij gamla kona níræð, því hún varj fædd 24. nóvember árið 1867 íi Jórvík í Breiðdal, Suður-Múla-j sýslu. Foreldrar hennar voru' Hóseas Björnsson frá Meiðavöll um í Kelduhverfi og Guðbjörg, Gísladóttir bónda á Höskulds- j stöðum Þorvarðarsonar. Þau hjónin voru bæði fædd 1842 ogj giftu sig rúmlega tvítug. Hóseas hafði komið austur á land með fóstra sínum, séra Hóseasi Árna- syni og konu ihans Þorbjörgu Guðmundsdóttur, en hann varð prestur í Berufirði 1858. Hann dó þrem árum síðar, 1861. Þá fluttist prestsekkjan með Hóseas fóstra sinn, pilt um tvítugt aust- ur yfir Berufjarðarskarð að Jór- vík í Breiðdal. Jórvík var kirkju jörð frá Berufirði og tíu mín- útna bæjarleið fyrir utan Hösk- uldsstaði. Höskuldsstaðir munu um langan aldur hafa verið höfuð ból og bezta jörð í Innsveit í Breiðdal. Tún var þar slétt af náttúrunnar hendi og stærra en víðast hvar annarsstaðar. Stað- Ingibjörg Hóseasdóttir urinn lá og í þjóðbraut milli Berufjarðar og Héraðs og þar var viðkomustaður pósta á leið milli Eskifjarðar og Hornaf jarð- ar. í Jórvík var tún minna og þýfðara og Jórvík lá ekki í þjóð- braut, en þar var skógur í land- inu beztur í Suðurdal í Breiðdal og yndislegt land, einkum á vor- in. Prestsekkjan í Jórvík andaðist eftir hálfs annars árs búskap og tók þá við búinu Hóseas fóstri hennar og kvæntist 1863 heima-j sætunni Guðbjörgu Gísladóttur frá Höskuldsstöðum, en hún var systir Einars bónda Gíslasonar á Höskuldsstöðum, sem var mestí ur höfðingi í Breiðdal á sinni! tíð af bændum enda þingmaður Sunnmýlinga. Afi hans Þorvarð- ur Gíslason (Halldórsson prests Gíslasonar á Desjarmýri í Borg-' arfirði) hafði fluttst að Hösk- uldsstöðum fyrstur sinna frænda á fyrsta fjórðungi 19. aldar úr Njarðvík í Borgarfirði. f Breið- dælu (bls. 255) segir, að systir Þorvarðar, Sigríður Gísladóttir hafi átt Halldór Gíslason prest í Eydölum og hafi þau búið á Höskuldsstöðum (svo 1816), seg ir Halldór Stefánsson mér). Þeir mágarnir hafi síðan skiptst á jörðum, hafi Halldór farið að Krossgerði á Berufjarðarströnd og búið þar síðan, en hér segir ekki hvernig Þorvarður eignað- ist Krossgerði. En eg man að eg heyrði föður minn og Krossgerð inga tala um þessi jarðaskifti, þótt eigi muni eg hvernig á þeim stóð. iSennilega hefur Ingibjörg inunað það. Hún mundi eftir einni mikilli veizlu á Höskulds- stöðum sem í var 'boðið 300 manns. Það kynni að hafa verið önnurhvor brúðkaupsveizla afa hennar Glsla, en hann var tvígift ur. Nema það hafi verið veizlan þegar Einar bróðir hennar gifti sig. Á þeim árum eins og nú foru virðingar manna meðal annars. eftir því hve stórar veiziur þeir gátu haldið og margir fátækling ar komust aldrei úr veizluskuld- inni sinni. Þorvarður bóndi átti fimm böm með konu sinni Vilborgu Eiríksdóttur frá Njarvík: Gísla bónda á Höskuldsstöðum, Brynj- ólf, Ragnheiði, Ingibjörgu og Helgu. Helga átti Gunnlaug Bjarnason í Flögu afa minn, föð ur Einars er síðast bjó á Hösk- uldsstöðum af þessum frændum (1888-1925). Gisli Þorvarðarson á Höskulds stöðum var tví giftur og átti tvær systur braeðrungur sínar, íyrst Helgu Einarsdóttur og með henni dóttur sem Guðlaug hét, síðan Ingibjörgu Einarsd., og með henni Einar bónda á Höskuldsstöðum, alþingismann, og Guðbjörgu konu Hóseasar. Guðlaug Gísladóttir átti Gísla Benediktsso á Hofsströnd í Borg r.rfirði. En þau systkinin Einar og Guðbjörg urðu eftir í Breið dal á Höskuldsstöðum og áttu þá jörðina til helminga. Þorvarðar og barna hans er get ið í sveitabrag, sem ortur var um Breiðdælinga 1831 (f Breið- dælu): Á Höskuldsstöðum þekkjum þann Þorvarð f jarri styggðum vildi eg feginn vera sem hann vafinn beztu dyggðum. Vilborg konan allt eins er ekkert ljótt má saka; sannast á þeim sýnist mér að sótt hafi Kraki maka. Gunnlaugur með gripafans grasnyt þiggur fjáður, nefd er kona Helga hans henni vel samráður. Helga er dóttir Þorvarðar, þau búa þá enn heima á Höskuldsstöð um. Gísli að Seli fór með fé og fagran mannorðshróður. Það er von af vænu tré vaxi kvistur góður. Nefnd er konan Helga hún hefir mannorðsgóðum, löndungssala listug rún lærð á verk með fróðum. Héðan burstu heiðarleg hófust sorgargnóttir halda náði himins veg Helga Einarsdóttir. Er því .fyrir skildi skarð skeð hjá Gísla í Seli, hans ið kæra vífið varð vafið beisku heli, Hún er vígðri hulin mold horfin samleið manna eftir lifir fín á fold fremd og dyggÖin sanr&a. Hún er frí við harmakvein hæsta guðs í skjóli. Sigri hrósar sálin hrein sæl fyrir lambsins stóli. Á þessum árum hefur Gísli Þorvarðsson búið í Höskulds- staðaseli, næsta bæ og hálftíma- gang fyrir innan Höskuldsstaði. Hefur hann þá verið ‘búinn að rnissa fyrri konu sína Helgu. Einar á Höskuldsstöðum Gísla son átti Guðrúnu Jónsdóttur frá Gílsá Einarssonar prests á Desj- armýri. Þeirra börn voru Magnús síðar dýralæknir, er átti Ástu Lárusdóttir Sveinbjörnssonar há yfirdómara í Reykjavík; Ragn- fheiður, átti Björgvin Vigfússon sýslumann í Rangárvallasýslu; Sigurður, bjó með móður sinni á Mýrum í Skriðdal og Mjóa- nesi í Skógum og Vigfús, er átti Salveigu hjúkrunarkonu og bjó á Keldhólum á Völlum. Um Ein ar segir sveitabragur 1884: Höskuldsstaða húsbóndinn heiður að sér tryggir. Einar glaður gestrisinn gætinn maður vel hygginn. Fyrr var alþings á fundum og hrepps valinn stjóri. Hér Breiðdalinn hann er um Helstu talinn með bændum. Þau Hóseas og Guðbjörg bjuggu í Jórvík í full tuttugu ár 1863-83. Á þeim árum áttu þau French Style Shorts 396 Passa ágætlega, eru svöl, pægilcg . . . Ágæílega prjónuð—úr / vel kembdri bómull — flatur saumur — teyjuband um mittið «g yfirlögð opning. Liggja vel að líkamanum. Jersey sem við á. W3-8 V: m

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.