Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1886, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1886, Síða 2
18 meira en það er. Hvort sem lielclnr er, dæmir liann aðra eptir sinum hugsunar- hætti, og sogir: „f'arna eru þjóðmála- skiimarnir lifandi komnir, þetta eru þeirra ær og kýr;i. En hvað eruin vér að fjölyrða um þessa flugu ? Lækningin er hin „æðri og betri þekkingil, sem séra Arnljótur einmitt leitar, og ef til vill hefir fundið. |>að er miklu nær að sniia sér að þeirri ástæðunni, sem fleiri mun liafa fylgifisknna og séra forkell má heita formaður fyrir. J>að er kostnaðar og harðærisástæðan. Hun getur eigi fælt oss. Margra ára reynsla mætti hafa fært oss lieim sanninn um það, að einmitt meðan vér eigi erum herrar í voru eigin liusi, en cigum allt að sa:kja til annara, er einatt öll von á, að vandræði verði með askinn, þar sem vér hvorki megum ráða, hvað taka skuli til skamtsins, né hvernig eigi að skamta. Eða hefir séra J>orkell fengið bréf fyrir þvi, að ráðherra vor muni jafnan staðfesta þau lagafrumvörp, er alþingi álítur bezt henta, til að bæta ,úr atvinnuvegunum ? Hefir eigi hið gagnstæða átt sér stað, t. a. m. að því er fiskiveiðar og verzlun snertir ? Og þött menn kunni að segja sem svo, að sumar af lagasynjunum ráðherrans hafi haft við nokkur rök að styðjast, og þótt vér getum fulltreyst því, að vor núverandi ráð- herra muni eigi beita synjunarvaldinu, nema samvizka hans segi honum að til þess sé full ástæða, er þetta oss næg huggun ? Yissu- lega eigi; mögulegleikinn einn, það, að ráð- herrann, þrátt fyrir hin gildandi stjórnar- lög, getur að kalla komið fram sem ein- valdur, bæði í lagasmíði og fjárveitingum, hlýtur að draga úr öllum vorum framkvæmd- um. Hyggur eigi séra |>orkell, hann, sem er á þvi, að sparlega skuli haldið á lands- fé, að vér myndum revna að koma stjórn vorri allri fyrir á kostnaðarminni luítt mcð tímanum, ef vér mættum sjálfir ráða, en værum eigi nauðbeygðir til að sníða allt stjórnarfyrirkomulag vort eptir Dönum? En á það þá við, að halda hrókaræður út af hinum litla kostnaði, sem stjórnarskrár- breytingin kann að hafa í för með sér i svipinn ? Nei, sá litli kostnaður hefði aldrei átt að koma til tals í þessn máli; þaö er of auðvirðilegt. Aðrar þjóðir leggja fram líf og stórfé til að efia sjálfstæði sitt; eigum v\r þá að inetast um nokkrar kiónur? |>að er of barnalegt. Og harðærið; það or, som betur fer, ekki svo mikið, að vt'r getum eigi séð um nokk- ur ár af þeim fáu krónum, sem aukaþing kosta; vér erum jafndauðir eptir scm áður. Yér megum heldur eigi skoða þau gjöld, er stjórnarskrárbreytingin kann að hafa í för með sér, sem óþarfagjöld, er beturværu spöruð; vér verðum að skoða þaðscunlítið skyldugjald. er hin níiverandi kynslóð legg- ur á sig; takmark vort er cigi þau eitt, að hugsa um munn og niaga, heklur er aðal- takmarkið það, að keppa sem lengst frelsis- og framfarabrautinni, sro að niðjar vorir geti átt kost á að lifa frjálsari og farsælli daga, en örlögin hafa skapað oss „þegnum þegnanna". Earáttan hlýtur og að hafa vekjandi áhrif á oss; og hvað er eigi gefandi fyrir sjálfstæði einstaklinganna, dugnað og djörfung? Hvert sem er litið, getum vér ekkort það fundið, er dragi úr þeirri þjóðarnauð- syn vorri, að fá stjórnarskránni breytt. Vér verðum þvi að álíta, að það sé lifs- nauðsvn að halda stjórnarbaráttunui ótrauðir áfram, ef vér á annað borð viljum viðreisn ættjarðar vorrar, og hver af oss óskar hennar eigi ? (Niðurlag). UH HAGr KYENNA. —o— „|>ér hafið eignazt ofurlitla dóttur“, segir ljösmóðirin. „Æ, það var leitt, að það gat eigi verið strákur11, segir þá faðirinn opt og einatt. Og hvers vegna það ? Ekki af því, að föðurhjartað slái ekki eins heitt fyrir dóttur og syni. J>að mun enda opt, að faðirinn heldur mest upp á stelpurnar, en strákarnir hafa helzt hæli hjá móðurinni. |>að er annað, sem liggur til grundvallar. Föðurnum verður ósjálfrátt að hugsa til framtíðarinnar. Hann þarf að koma börn- unum til manns. Hvað get eg gert úr börnunum minum, hugsar bann. Efþað er strákur, þá er vandinn minni; sé hann efnilegur, og liafi faðirinn föng :i að ala hann upp, eru honum allir vegir færir. Hann getur margvíslsga unnið sér brauð, orðið „húsfaðir" og lifað sómasam- logu lífi. Sé hann hneigður fyrir bókina, þá má láta hann stíuléra, og smíða úr honum embættismann með tímanum. Ella getur liann hangið við kotið, gefið sig við verzlun, siglingum, iðnaði eða einhverjum öðrum atvinnuveg, sem eitthvað gefur í aðra hönd. Ef einhver dugur er í stráknum, þá er ekkert að öttast; liann getur að minnsta kosti lifað af handavinnu sinni, og með sparneytni enda lagt eitthvað upp, svo að hann verði eigi öðrum til þyngsla í cllinni; því að vinna hans er borguð, af því að hann er strákur. Hann getur lika orðið mikils metinn maður; hann frer atkvæði um öll hin helztu landsmál; liann getur orðið alþingismaður, og enda ráðhen'a, þegar stjórnarbótin nýja kemst á. Og hvers vegna? Af því að hann er strákur. Só faðirinn fáfengilegur, hugsar hann líka ef til vill: Sonur minn getur með timan- um orðið medalíumaður, riddari, danne- brogsmaður, kammeráð eða eitthvað þess liáttar. Og hvers vegna allt þctta? Af því að hann er strákur. En hvað á eg að gera við stelpuna, sem guð hefir gefið mér? hugsar faðirinn. Eg get að vísu menntað liana til munns og handa, kennt henni að skrifa og reikna, tala erlendar tungur, leika á hljóðfæri o. s. frv.; móðir hennar getur einnig kennt henni matartilbúning, að sauma, spinna, prjóna, hekla, filera, skattera, bródera, baldýra og fl., einnig aðra algenga innan- og utanbæjarvinnu. En hvað verður um framtíð hennar ? Hvernig á lnin að vinna sér brauð ? Hún verður að lifa, en vinna hennar er lítils metin; hún situr við og saumar eða spinnur allan daginn, frá morgni til kvölds, en hefir tæplega málungi matar; sé hún i vist, gangi á eyrinni, fari í kaupavinnu, cða hvaða helzt vinnu hiin gerir, hvað verður þá um kaupið? Hún fær allt að helmingi minna, en karlmennirnir, og livers vegna það ? Af því að hún er stelpa. Hún getur sjaldnast lagt upp af vinnu sinni, en verður ef til vill sveitarmatur eða gustukaskepna í ellinni, og hvers vegna? Af því að hún er stelpa. Láti eg hana læra einhvern atvinnuveg, sem gefur eitthvað í aðra hönd, verð eg að athlægi, hugsar faðirinn, og hvers vegna það ? Af því að hun er stelpa. Hún roá ekkert embætti liafa á hendi, ekki lækna sjúka, ekki prédika guðs orð, ekki dæma dóma, og hvers vegna? Af því að hún er stelpa. Hún fær ekkert atkvæði um almenn mál, er ættjörðu hennar snerta, og leggur ekk- ert til laga þeirra, sem hún á að hlýða, og hvers vegna ? Af því að hún er stelpa. Eg verð að haga uppeldinu svo, að eg geti með tímanum fengið henni „forsorg- ara“ og „vergja“, hugsar faðiriun. Hún getur orðið góð húsmóðir, gegnt innanhúss- störfum, og gætt bús og barna. Reyndar verður hún þá ómyndug, þött hún sé kom- in yfir myndugsaldur; him má ekki snerta við efnum búsins, ekki víkja fátækum bita eða sopa án bóndans leyfis, þótt hún eigi helming búsins sem hann, og bvers vegna? Af því að hún er kona. Hún ú að hlýða bónda sínum, og haga öllu að hans vilja; hún jná t. a. m. eklti

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.