Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1890, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1890, Blaðsíða 3
Nr. 22. BÚNAÐARRITIÐ, J*egar búnaðarrit hr. Hermanns Jdnas- sonar byrjaði að korna út, fögnuðu menn J>ví sem von var. enda þótti það vel samið og vanclað að öllum frágangi, og höfund- inuin til mesta sóma. En því meir brá juimnum við, er höf. auglýsti, að hannrekki gæti haldið áfram útgáfu ritsins í bráð vegna anna, og það þótt landssjóður stæði með budduna opna, til að rétta að honuni peningana. J>að er vonandi, að hr. Herrn. Jónasson bæti bráðlega úr skák, þvi að annars er hætt við, að sumir fari að efast um dugnað hans, ef ekki öi-ðugri starfi en skólastjórnin á Hólum skyldi hamla honum ár frá ári frá að gefa út nokkurra arka pésa. B ó n d i. INNFLUTNINGAR TIL CANADA. Canadastjórn hefir nú gjört þær ráí- stafanir, að vísa skuli burt félausum inn- Hytjendum, er einhverra orsaka vegna ekki álitast bærir uin að vinna fyrir sér, og enga eiga að þar vestra, er fúsir séu að sjá fyrir þeim. |>að fer að verða hættuspil fyrir sveit- arnefndirnar hér á landi, að koma af sér sveitarómögum til Amerfku, eptir þetta. Alþingismaður Jalcob Guðmundsson. Eins og áður hefir veiáð fj-á skýrt í blaði þessu andaðist séra Jakob Guðmundsson, alþm. Dalamanna, 7. maí þ. á. Um fað- erni sitt sagði séra Jakob svo sjálfur þeim, er þetta i’itar, að hann væri launsonur séra Ingjalds Jónssonar. en af auðskildum á- stæðum atvikaðist það svo, að hann bar annað föðurnafn í lífinu. Séra Jakob út- skrifaðist úr Beykjavíkurskóla 1847, og tveim árum síðar af prestaskólanum; prests- vfgslu tók hann 1851 og gegndi prestsem- bætti til dauðadags, fyrst að Kálfatjörn, þá að Ríp og síðast í Suðurdalaþingum. Séra Jakob hafði alla tíð mikinn áhuga á landsmálum, enda var líann töluvert við þau riðinn; ásamt H. Kr. Friðrikssyni gaf j hann út „Undirbúning'sblað-1 undir þjóð- fundinn, og sat á þjóðfundinum 1851 sem fulltrúi Reykvíkinga; búnaðarritið „Bónda“ gaf hanij út 1851; alþm, Dalamanna varð |>JÓÐYILJINN. hann við fráfall séra Guðm. Einarssonar I og sat á alþingi sem fulltrúi þeirra frá J 1883. Séra Jakob var gáfumaður mikill og tækifærisskáld prýðisgott, enda mun tölu- j vert af kveðskap liggja eptir hann óprent- að. Um þingmannshæfileika séra Jakobs er það að segja, að hann var maður vel máli farinn, einarður og frjálslyndur, og lagði eitthvað til flestra mála; á siðustu tveini þingum mátti þó sjá þess merki, að andansfjör hans var farið að bila, og elli- glöpum verður að eigna það, hvernig hann lét blekkjast af „miðlunai*-humbugi“ sið- asta þings. Ekkja séra Jakobs, Steinunn Guðmunds- dóttir, lifir hann ásamt nokkrum börnum. HYAÐ ER A Ð FRÉTTA? T í ð a r f a r hefir haldizt ályjósanlegt um land allt, síðan fardagahretinu sleit. og ekki hefir heyrzt, að fardagahretið liafi ncins staðar gert teljandi skaða. |>orskafli er hvei’vetna mjög lítill, nema á Skagafirði við Drangey allgóður afli í júnímánuði. H á k a r 1 s a f 1 i hefir í ár verið ómuna- lega göður á hákarla-skipastól Eyfirðinga. J>au skip, sem stunduðu hákarlaveiðar á Suðurlandi liafa og aflað vel. F u g 11 e k j a við Drangey sögð í ár með langbezta móti. H v a 1, ekki fertugan, rak um miðjan júní á Keldum í Sléttuhlíð í Skagafjarðar- sýslu. S k i p s t r a n d. Utlent skip, fermt kol- um, fannst 23. maí rekið á Meðallandi, mannlaust að öllu, en 4 lík fundust þar skammt frá í fjörunni. B æ r i n n a ð G r í m s s t ö ð u m í Mýrasýslu brann 30. mai til kaldi-a kola, og varð litlu sem engu af innanstokksmun- um bjargað; bær og lausafé var óvátrvggt. Bátstapar. 19. maí di-ukknuðu 8 inenn í lendingu undir Eyjafjöllum. 5. júni fóist bátur frá Mýrum syðra með 4 mönnum. U m sýslumannsembrettið í R a n g á r v a 11 a s ý s 1 u sækja þrír: sýslu- j maður Skaptfellinga SiguVður Ólafsson, j settur sýslumaður í Rangárvallasýslu Björn ; Bjarnarson, og mi ð 1 u n ar m a ð u r i nn j málaflutningsmaður Páll Briem, sem sagt j er, að verði hlutskarpastur. 1 |> i n g m a ð u r Vestmannaeyinga, 87 | héraðslæknir J>orsteinn Jónsson, hefir lagt j niður þingmennsku, svo að kosning á nýj- uin þingiúaHni fer þar væntanlega frarn á komandi hausti. L æ k n i s e m b æ 11 i ð í R a n g á r- v a 11 a s ý s 1 u er veitt Ólafi Guðmunds- syni aukalækni á Akranesi. L ö g s ó k n hefir ráðgjafinn í Khöfn fyrirskipað, að höfða skuli gegn þeimnöfn- um Stefáni Halldórssyni og Stefáni Sig- fússyni, er vikið heíir verið frá prestskap um stundarsakir fyrir drykkjuskaparóreglu; fullyrt er að austan, að e k k i muni fást þau gögn gegn séra Stefáni Halldórssyni, | að hann verði dæmdur frá prestskap. Meistarapróf í sagnfræði hefir Bogi Th. Melsted í vor leyst af hendi við Kaupmannahafnarháskóla. Fornfræðingur Sigurður Vig- f ú s s o n ferðast í sumar um Fljótsdals- hérað, til að’ safna fornmenjum og rann- saka sögustaði forna. Séra Fr. A. Walker, prestur i Lundúnum, sem ferðaðist hér á landi í fyrra, til að safna flugum og skorkvikind- um, er í ár aptur á ferð hér á landi í sömu erindagjörðum; við komu sína til Reykjavíkur afhonti séra AValker Hall- grími biskupi ávarp á latínu, árnaðaróskir um happasæla starfserai til eflingar kristni og kennidóm hér á landi. Undirbúningsfundir undir al- þingiskosningu. Sýslumaður Skúli Thoroddsen, er ásamt þingmönnum ísfirð- inga, séra Sig. Stefánssyni í Vigur og Gunn- ari Halldói’ssyni í Skálavík, för norður í Evjafjörð á hvalveiðagufuskipinu „Reykja- vik“ 8. júní, hélt undirbúningsfundi með kjósendum í Eyjafjarðarsýslu á þessum stöðum: 12. júní að Saurbæ, 14. júní að Hrafnagili, 16. júní að Staðai’tungu og 17. júní að Hjalteyri. Undirbúningsfundir þessir voru yfir höfuð mikið vel sóttir, og voru þar, auk stjórn- aiskipunarmálsins, rædd ýms önnur lands- j mál t. d. samgönguiuál, verzlunarmál, toll- mál, kvennfrelsismál og fl. J>ingmálafundur var haldinn að j Húsavik i Norður-þingeyjarsýslu 27. maí, ! og flutti Páll Jóakimsson á Arbót þar fyrirlestur; 60—70 voru á fundi; á eptir fyrirlestrinum urðu umræður, og lenti þeim þá saman alþingismönnunum B. Sveinssyni og Jóni Jónssyni á Reykjum út af með- ferð siðasta þings á stjórnarskrármálinu;

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.