Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1893, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.05.1893, Síða 1
Verð árgangsins (minnst 30 arka) 3 kr.; í Ameriku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. DJOÐVILJIM UNGI. — |= Aknae ábgangur. =|- =— -f—Bitstjóri SKÚLI THOEODDSEN cand. jur. =^|s«!§-—i- Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar. M lö. ÍSAFIRÐI, 20. MAÍ. 18ÍKÍ. Fréttir útlendar. Vorkuldar all-miklir genguíEvrópu fram yfir miðjan aprílmán., og kvað svo rammt að, að snjór og frost var á Italiu sunnanverðri, og er það fátitt um þann tíma árs. Kóleran stingur sér enn niður hér og livar á Rússlandi og í Erakklandi, og þykir við biiið, að hiin breiðist út, þeg- ar hlýna fer í veðri. Englendingar ræðaiákafa frv. Glade- stone’s um sjálfstjórn íra; stóð önnurum- ræða yíir á þingi, en út um land eru fundahöldin dags daglega, þvi að báðir flokkar reyna að tryggja sér fylgi kjós- anda sem bezt; einkum þykir Chamber- lain, flokksforingi „Unionista“ ganga ber- serksgang gegn frumvarpinu, og „prote- stantara í Ulster hóta öllu hörðu, ef frv. verði að lógum; hafa þeir boðið Salis- bury lávarði til fundar i Belfast 23. mai, og verður þar þá margt um manninn, og ályktanir gjörðar, er mótmæla heima- stjórn íra. Verkfall var nýskeð í Hull; höfðu margar þiisundir verkmanna, er starfa að uppskipun og hleðslu skipa, neitað vinnu; en samningar milli verkmanna og vinnu- veitanda voru þó i þann svipinn að kom- ast á, er siðast fréttist. Mundella þingmaður hefir borið upp frv. á enska þiuginu, er fer í þá átt, að deilur milli verkmanna og atvinnuveit- anda skuli lagðar í gjórð. Þing Belga hafði á prjónunum frum- varp um almennan kosningarrétt, en það var fellt með miklum atkvæðafjölda (115 atkv. gegn 26), með því að klerkar og apturhaldsmenn hafa afl atkvæða á þingi; urðu þá verkmenn óðir og uppvægir, og ályktuðu, að hætta allri vinnu; urðu þá verkföll nálega um land allt, og gjörðust víða róstur af, svo að til stór-vandræða horfði; komst þá loks sú miðlun á á þingi, að kosningarréttur var stórum rýmkaður, og létu þá verkmenn sefast, svo að kyrrt var að kalla. Frá Noregi eru þær fréttir hermdar, að Steen rektor og félagar hans hafi sagt af sér ráðherra störfum, með því að Oscar konungur vildi eigi samþykkja, að con- súla-málinu væri til lykta ráðið af norsku rikisvaldi eingöngu, svo sem ráðaneytið, og meiri hluti stórþingsins, fer fram á; en ekki hefir enn frétzt, livort konung- ur hefir þá tekið sér ráðaneyti af flokki hægrimanna, eða hvernig fram úr þessu verður ráðið; en með því að fylgismenn Steens hafa atkvæðamagnið á þingi, þá mun stjórn, sem skipuð er hægrimönn- um, naumast lengi til setu boðið. A Frakklandi er Dnpuy orðinn ráða- neytis forstjóri. — Samningar eru komn- ir á á milli Frakka og Columbíumanna þess efnis, að Frakkar megi fullgera Panama-skurðinn, ef hlutafélag verði stofn- að í þeim tilgangi innan 31. okt. 1894, og skal skurðurinn siðan full-gjör á 10 árum. --— Sprettur á ís. Skarpur var spretturinn Skjóni, þig skortir ei fjör eða afl, stykki úr stokklögðu fróni með stálvörðum hlutar þii skafl. Eg finn hve af funheitu skjálfa fjörinu vöðvar i þér. 0, þú ert yndið mitt hálfa enginn mig svona vel ber. Hreykjandi hnarr-reistum makka hleypur þú ísrennda grund; ógnmarga á eg að þakka þér inndæla skemmtunarstund. Mér fögnuður finnst það hinn mesti — og fremsta þá skemmtun eg kýs —, fjörugum, hjólvökrum, hesti að hleypa í tunglsljósi’ á ís. Fram þegar blakkurinn brunar sem bálknúin skeið yfir sjá, og isþakið ógnandi dunar ó! — hve eg skemmti mér þá. Og „Mánia á himninum heiða hálf-fullur glottir við tönn, og skemmtir sér við að sjá skeiða hann Skjóna á íslagðri hrönn. H. S. B. --frCCttSfgHr' •••Vý.sív - Konungkj örnu þinginenni rnir. Ákvæðin í 14. og 16. gr. stjórnarskrá- arinnar, að konungur, eða stjórn hans, skipi helming þingsætanna í efri deild alþingis, hafa þegar fyrir löngu orðið mörgum manni hneykslunarhella. í orði kveðnu er tilgangurinn með konungskosningum þessum all-glæsilegur. Þær eiga að tryggja þinginu nýta og fjölhæfa starfsmenn, segja menn. Ef kjósendum landsins kann að yfir- sjást í kosningahitanum, svo að þeir meta eigi þekkingu og hæfileika, sem verðugt er, þá eiga stjórnarkosningarnar að bæta það upp, þvi að stjórninni er ætlað, að standa ofar öllu stríði, og hafa landsins sanna gagn fyrir augum, en ekkert annað. Svona er það í orði; en opt og einatt hefir þó annað þótt vilja verða efst á borði. Reyndin hefir þótt verða sú, að stjórn- in hafi notað sér kosningar þessar, til að afla sér flokks fylgis á þingi, og er skemmst á að minnast síðasta kjörtíma- bilið, er konungkjörnir þingmenn stóðu allir sem einn maður, öndverðir ýmsum þeim þjóðmálum vorum, sem stjórninni era minnst að skapi. Mörgum nýtilegum nýmælum var þannig skapaður aldur, en vegur kon- ungkjórinna þingmanna minnkaði auðvit- að að því skapi i augum þjóðarinnar, sem stjórnfylgi þeirra þótti berlegar koma í ljós. Það mátti þvi með sanni segja, að ár frá ári yrði ríkari sú ósk hjá óllum þorra hugsandi manna, að hnekkja valdi konungkjörinna þingmanna, sem mest mætti verða. En tilraunir þær, sem i þá átt voru

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.