Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1895, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1895, Síða 4
148 ÞjÓSVILJINN unot 5. að aukapósturinn milli Bæjar í Króks- firði og Bíldudals verði látinn ganga að Selárdal, og þar stofnuð bréfhirð- ing, G. að aukapóstur verði látinn ganga frá ísafirði að Tröð í Álptafirði, eptir komu vestanpóstsins, og þar sé stofnuð bréf- hirðing, 7. að ahkapóstur verði látinn ganga á sumrum frá ísafirði að Hóli i Bolung- arvík, eptir komu vestanpóstsins, og þar stofnuð bréfhirðing, 8. að aukapóstur gangi frá Arngerðar- eyri að Ármúla, eptir komu vestan- póstsins að sunnan, og þar sett bréf- hirðing, 9. að bréfhirðing verði stofnuð á Skarði í Bjarnarfirði í Strandasýslu, 10. að bréfhirðingin á Kálfanesi í Stein- grímsfirði sé færð að Hrófbergi, 11. að bréfhirðing sé stofnuð á Kirkju- bóli i Tungusveit í Strandasýslu, 12. að aukapósturinn, sem nú gengur milli Bæjar í Króksfirði og Kálfaness, verði látinn ganga frá Bæ, eptir komu aðal-póstsins frá Isafirði, um Trölla- tungu að Kirkjubóli í Tungusveit, og þaðan aptur um Stóra-Fjarðarhorn og Kleifar í Gilsfirði að Bæ, 13. að bréfhirðing sé stofnuð á Kirkju- bóli i Tungusveit. -----000^00«------ Lög' frá alþingi. Auk þeirra 17 lsiga, er getið var um i síðasta nr. blaðs vors, aígreiddi þingið þessi lög: 18. Lög um nýbýli. 19. Lög um viðauka við og breyting k lög- um 14. jan. 1876 um tilsjón með flutningum á þeim inönnum, er flytja sig úr landi í aðrar heimsalfur. 20. Lög um hagfræðisskj'rslur. 21. Lög um lækkun á fjárgreiðslum þeim, sem hvíla á Hólmaprestakalli í Suður-Múlasýslu (að eptirlaun uppgjafaprestsins greiðist úr lands- sjóði). 22. Lög um undirbúning verðlagsskráa (að prestur, formaður skattanefndar og þriðji mað- ur, er hreppsnefnd eða bæjarstjórn kýs, skuli semja vcrðlagsskýrsluna i sveitarfélagi hverju i samvinnu). 23. Lög um viðauka við lög 9. jan. 1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á ís- landi 4. maí 1872. (Lög þessi mæla svo fyrir, að leggja megi aukaútsvar á pöntunar-og kaup- félög, ef þau hafa leyst borgarabréf, bafa sölu- búð, og vörur til sölu, svo sem hæfa þykir eptir árlegri veltu og arði í söludeild félagsins.) 24. Lög um kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. (Á þinginu varð niður- staðan sú, að „leigja eða kaupa“, og má verja til útgerðarinnar allt að 170 þús. krónum á ári, en tekjur allar af ferðum skipsins renna að sjálfsögðu í landssjóð.) 25. Lög um stofnun lagaskóla. 26. Lög um nýja frímerkjagjörð (sbr. 36. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á.). 27. Lög um löggildingu Skálavíkur við Beru- fjörð. 28. Lög um breyting á 2. gr. laga nr. 13 frá 3. okt. 1884. (Lög þessi mæla svo fyrir, að eptirlaun prestsekkju skuli greiða úr landssjóði, ef tekjur prestsins yrðu ella minni en 1200 kr.) 29. Lög um breyting á lögum 13. april 1894 um útflutningsgjald. (Af 100 pd. heilagfiskis sé útflutningsgjaldið 5 aurar, og 3 aur. af 100 pd. af kola.) 30. Lög um rétt þeirra manna, er hafa þjóð- kirkjutrú, til að ganga í borgaralegt hjónaband. 31. Lög um afnám dómsvalds hæztaréttar í ísl. málum. 32. Lög um að stjórninni veitist heimild til að kaupa bændahlutann í Brjámslæk til handa Brjámslækjarprestukalli i Barðastrandarprófasts- dæmi. 33. Lög um breyting á lögum 10. sept. 1893 um sórstaka beimild til að afmá veðskuldbind- ingar úr veðmálabókunum. 34. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir. 35. Lög um aðgreining holdsveikra frá öðr- um mönnum. („Holdsveikum mönnum, er njóta sveitarstyrks, skal fengið sérstakt fbúðarhús eða herbergi, eða þeim komið fyrir á þann hátt, er hlutaðeigandi lækni þykir nægileg trygging í“ o. s. frv.) 36. Lög um ráðstafanir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma. 37. Lög um ábyrgð fyrir eldsvoða í Reykja- víkurkaupstað. 33. Lög um skrásotning skipa. 3J.—42. Fjárlög fyrir árin 1896—’97, fjár- aukalög fyrir árin 1892—’93 og fyrir árin 1894— ’95, og lög um samþykkt á landsreikningnum fyrir 1892—’93. 43. Lög um breyting á 1. gr. laga 13. jan. 1882 um borgun til hreppstjóra og annara. sem gjöra réttarverk. (Laun hreppstjóra skulu vera 50 aur. fyrir livern innanhreppsmann, er býr á 5 hundr. úr jörðu, eða meiru, og 50 aur. fyrir hvern innanhreppsmann, er á haustþingi telur til tíundar eigi minna. en i/2 lausatjárhundrað; þó mega launin aldrei minni vera, en 24 kr. Auk þess eru og hækkuð laun lireppstjóra fyrir nokkur aukaverk ffjárnám og uppboö] og laun virðingarmanna ákveðin nokkru hærri, en áður.) 44. Lög um breyting á 1. gr. laga 27. febr. 1880 um skipun prestakalla (að jörðin Hrafna- gil leggist til Grundarþingaprestakalls, en Akur- eyrarprestakall fái í þess stað 150 kr. uppbót úr landssjóði, sem þó fellur niður við næstu prestaskipti f prestakallinu). ------w -------- ísafirði, 11. sept. ’95. TÍÐARFAR. Mesta öndvegis-tíð liefir verið hér vestan lands í sumar, og sömu ágætis-tíð er einnig að frétta úr öðrum fjórðungum landsins. HEY-FENGUR hefir hvervetna orðið í mjög góðu lagi hér vestra, og nýting á lieyjum að því skapi. SMOKK-AFLI. Um undan farinn hálfs- IV, 37. mánaðartíma hefir aflazt nokkuð af smokk- fiski hér í Djúpinu, og smokk-reki orðið nokkur á stöku jörðum, en þó livergi til muna, að því er spurzt hefir. LESENDURNIR eru beðnir að af- saka drátt þann, sem orðið hefiráútgáfu blaðsins um hríð, og stafað hefir af fjar- veru ritstjórans, sem nú er heim kominn. DRUKKNUN. Að kveldi 5. þ. m. vildi það slys til hér á firðinum, að bát- kænu livolfdi, skammt frá landi, undir þrem mönnum hér úr kaupstaðnum, er voru að smokkveiðum; varð tveim þeirra (Helga Sigurgeirssyni gullsinið, og Ólafi snikkara Halldórssyni) bjargað, en hinn þriðji: verzlunarmaður Gnðjön Harahlar- son, sem einnig náðist, var öreridur, er í land koin. Yeður var liið inndælasta, en bát- kænan lítil, og mun hafa hvolft af því, að einhver þeirra þriggja hefir fært sig of mikið út í annað horðið. Með því að skáldsngan ,PILTUR OCf STULKA1 er nú fyrir nokkru full-prentuð, eru þeir, sein boðsbréiin liafa fengið, beðnir að endurscnda þau sem fyrst. ISSF Aukafund heldur „kaupfélag ísfirðingau á ísafirði laugardaginn 12. okt. næstk., til þess að rseða um nokkur fé- lags-málefni, og er óskandi, að sem flest- is fulltrúar félagsins mæti á fundi þess- um. —— flinlddairi blaðsins var i síðastl. Jviiiíinsinuði. Kína-lifs-elixir Jeg undirrituð hefi í mörg ár þjáðst af reiklun í taugakaifinu, og hefir bæði sálin og líkaminn liðið við það. — Eptir margar, en árangurslausar, lækrunga-til- raunir, reyndi jeg fyrir 2 árum síðan „Kina-lífs-elixír“ frá hr. Valdemar Peter- sen í Frederikshavn, og eptir að jeg hafði brúkað úr 4 flöskuin, var jeg þegar orð- in rnikið hressari; en þá hafði jeg ekki efni á því, að kaupa mér meira. Nú er sjúkdómurinn aptur farinn að ágerast, og er það vottur þess, að batinn, sem jeg fékk, var hinuin ágæta bitter að þakka. Litlu-Háeyri, 16. janúar 1895. Guðrún S'mon ardóttir. PIIBXTSMIÐJA ÞJÓaVlUJAMá UNUA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.