Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1895, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1895, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 40 arka) 'á kr.; i Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- manaðarlok. DJÓDVILJIM UNGI. =1= FlMMTI ÁBGANUUB. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag jfiní- mánaðar. -^»e|E^; RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|e<xsí- M 1. ÍSAFIRÐI, 12. OKT. 1SÍ>S. Endurlit og hörfur. Þessi 3 ár, sem liðin eru í haust, síð- an vér gjörðumst eigandi og ábyrgðar- maður blaðs þessa, höfum vér orðið að eiga í 17 málum, — auk mála þeirra, út af „ísfirzku kærunum" o. fl., sem vér að meira eða minna leyti höfum verið við riðnir fyrir aðra —, og gefur því að skilja, að allt þetta þras hefir tekið bæði tima og umhugsun, svo að blað vort hefir ekki ætíð getað snúizt svo við poli- tiskuin málefnum, sem þurft hefði, og átt hefði að vera. En þrátt fyrir þetta. vonum vér þó, að enginn geti annað borið, en að blaðið hafi reynt að halda í horfinu, enda hefir bæði þjóðin og stjórnin viðurkennt að nokkru þá viðleitni vora, en reyndar hvort upp á sinn máta, þjóðin með vax- andi kaupenda-fjölgun, og stjórnin með „lausninni" góðu, sem vonandi verður blaði voru betri meðmæling, en margar alin-langar auglýsingar gætu orðið. En þegar vér nú litum á politisku horfurnar, eins og þær nú eru, þá sýnast oss þær svartar. btjornin, 0g þó landshöfðinginn eink- anlega, hefir nú sýnt á sér ýmsa kanta, sem geta orðið þjóðfrelsi voru og lands- réttindum enn þá hættulegri, en orðið er, ef ek'ki eru notaðar hæfilegar hefil- tannir í tíma. Og það höfum vér einnig séð hvað bezt í sumar, að stjórnin á sér þann fylgi-^.*, sem hefir á sér fingraförin hans Kölska, og aldrei virðist þreytast á því, að hafa úti alla ugga, til þess að reyna að drepa hverja frjálsmannlega hugsun, sem fæðist. En þegar svo er kornið hjá einhverri þjóð, að stjórnarblöðin svífast ekki að vinna sér það til matar og meðmælahjá stjórninni, að hæðast að hverri alvarlegri og vel meintri sjálfstæðis-viðleitni þjóð- ar sinnar, reyna á allar lundir að æsa hinar verstu og lúalegustu girndir vald- sjúkra valdamanna, og spana þá til gjör- ræðis og lcgbrota, rægjandi auðvitað allt og alla, sem stjórninni er ílla við, þá má segja, að það ástandið geti naumast ógeðslegra orðið. Og þá er það auðsæ skylda hverjum góðurn dreng, að reyna að útrýma slík- um ófögnuði sem fyrst, reyna að varna því, að eitur-ólyfjanin læsi sig inn í þjóð- líkamann. En sérstaklega hlýtur það að vera hlutverk hinna frjálslyndu blaða, að gera þjóðinni aðvart, þegar eitthvert stjórnar- blaðið gengur á slíka glapstigu, og benda henni á, að jafn óheiðarlcg málgögn eiga sér engan tilverurétt, og að það borga sig ílla þau brjóstgæðin, að ala slíkar nöðrur sér í barmi. Og með þessar almennu hugleiðingar í huga, inun þá blað vort telja sór skylt, að fylgja öllu atferli stjórnar-blaðsins víkverska með ólikt meiri athygli fram- vegis, en að undan förnu. í óþverragrein einni með fyrirsögn- inni: „Enn þá svart á hvitu", sem prent- uð er í 78. nr. „Isafuldar" 21. sept. þ. á., er því meðal annars slegið fram, að „Þjóðv. ungi" vilji skapa hór á landi eins konar verzlunar-einokun, eða sé þvi fylgiandi, a,ð „þeir Zöllner & Co. nái undir sig alki verzlun landsins"; en ineð því að því fer fjarri, að blað vort hafi nokkru sinni svo mikið sein innt eitt einasta orð í þá áttina, að vilja gera Zöllner & Co., eða nokkurn annan, einráðan um íslenzka verzlun, þá mótmælum vér hér með gagn- gjört þessum ófgrirleiínu ósannindum, sem „ísafold" hefir verið nógu frökk að gleypa við, líklega treystandi því, að ekki væri hvítt að velkja, að þvi er rétthermi og áreiðanlegleik sjálfrar hennar snertir. Frjáls samkeppni í verzlunar-sökun- um, og að landsmenn eigi sjálfir sem mestan þátt í verzlun sinni, það er, og liefir jafnan verið, „program" blaðs vors í þeim efnum. Þar sem sami greinar-höfundurinn, „einn úr Sandvíkurdeildinni", leyfir sér r að bera þenna sama áburð á alþm. Jón Jónsson frá Múla, þá fer hann einnig með ósannindi, með því að Jón í Múla hefir vitanlega livergi farið því fram, sem höf. ber honum á brýn; hann hefir að eiiis vakið máls á því, hvort heppi- legt nryndi, að margir hefðu íslenzkt fé á boðstólum á Englandi í senn, og færðu þannig verðið niður hver fyrir öðrum. Er þetta ekki nokkuð annað, en að vilja selja þeim „Zöllner & Co alla verzl- un landsins" i hendur? En má ske fylgir greinar-höfundurinn reglunni: „Ljúgðu röggsamlega, ætið mun eitthvað við loða"? Creinin hans er yfir höfuð ærið „ísa- foldarleg". „Fargæzluinennirm'r", sem ásamt far- stjóranum eiga að hafa yfir-umsjón með útgerð landsgufuskipsins tilvonandi, eiga ekki upp á pallborðið hjá landshöfðingja- ritstjóranum, þar sem hann í 77. nr. ver fullum fjórum dálkum, til þess að íllskast út af þeim, og finnur þeim það einkum til foráttu, að þar með sé „fjölgað em- bættum þeim, er liggja undir veitingu þingsins". Já, skaði sannarlega, að sýslanir þess- ar skyldu ekki heldur liggja undir veit- ingu landshöfðingjans, því að þá hefði Björn Jónsson staðið næstur! En þó að Björn Jónsson vilji afauð- skildum ástæðum halda bitlingum öllum og embættaveitingum til landshöfðingj- ans, þá má hann vita, að þeir eru fleiri meðal þjóðarinnar, sem svo eru skynsara- ir, og óháðir í skoðunum sínum, að þeir kysu heldur, að þeim færi fækkandi, en fjölgandi, bitlingunum, sem landshöfðing- inn á yfir að segja. Vitaskuld getur þinginu yfir sézt í kosningum sinum; það er mannlegt að villast; en þó mun þjóðin una betur af- skiptum þess i þessu sem öðru, heldur en að eiga allt í hendur landshöfðingja og stjórnar að sækja. Það er nefnilega sá mikli munur, að á, þinginu eiga þeir sæti, sem meiri hluti þjóðarinnar hefir sýnt, að hann ber traust

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.