Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1895, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1895, Blaðsíða 3
ÍVTÓBVILJINN UNGI. 3 V, 1. fer jórinn trés á rás; í sama hvíta höklinurn þú hlærð enn, Snæfellsás. Hve títt á kyrru kvöldunum mig kætti fögur sól, er upp úr svölu öldunum hún óf þór gullin kjól. Þið standið rótt á rótunum, ó römmu liamra tröll! en skjótt af feigu fótunum er fallin mannsins höll; þið anzið minna árunum, og alda storkið þraut; en við erum burt á bárunum, sem brotna Hlés í skaut. En bezt þið geymið byggðina, og bjóðið vinum heim; um elsku, trú og tryggðina þið talið fyrir þeim. I þessum háu höllunum sú Hulda lengi bjó, er farmanninn að fjöllunum og fósturknjánum dró. Matth. Jochumsson. ---COO^OOO- 3L.ífsál>yrsö. Enn sem komið er munu þeir vera tiltölulega sára-fáir hór á landi, sem tryggt hafalíf sitt; vér Islendingar stönd- um talsvert að baki öðrum þjóðum í því, seui fleiru. En þetta þarf að breytast, því að oviða er reyndar meiri þörf á því, en emmitt hér á landi, að menn geri sér það almennt að reglu, að tryggja afkom- endum sinum og vandamönnum einhverja fjár-upphæð að sér látnum. I?að er kunnugra, en frá þurfi að segja, að efnahagur margra vor á meðal er svo vaxinn, að eigur þeirra gera ekki betur, en að hrökkva fyrir skuldunum, og stundum naumlega það, svo að ofan á þá sorgina,, sem ástvina-missirinn eðli- lega bakar konu og börnum, bætast opt og einatt þær áhyggjurnar, sem af því leiða fyrir ekkjuna, að sjá sig standa nppi, hafandi lítið eða ekkert fyrir sig að leggja, og má ske með stóran barna- kóp a ómaga-aldri. ^T1 fæstir munu vera svo tilfinninga- daufir, að þejr vilji ekki gjarnan vita astmermum sínura sem be.zt borgið, þeg- ar þeirra fyrirvinna þrýtur. Og þó að kringumstæðurnar rneini inörgum, að leggja upp fé, en gott þyki að berjast í bökkum, eða hafa til linífs og skeiðar, sem kallað er, þá eru þeir þó fleiri, sem vel gætu klofið það, — ef viljann og hugsunarseinina vantaði ekki—, að leggja fram nokkrar krónur á ári, til þess að kaupa sér lífsábyrgð fyrir. Það er líka sá stóri munur á lifs- ábyrgð, og annari ijársöfnun, að þar sem það tekur flesta langan tíma, að safna sér fjárupphæð, sem nokkru nemur, þá fæst lífsábyrgðar-upphæðin öll út borguð, þó að maður deyi á fyrsta árinu, eða rétt á eptir, að fyrsta iðgjaldið er greitt. En þó að öllum sé þarft að tryggja lif sitt, þá er þó hvötin til þess einna mest fyrir þá, sem svo að segja daglega verða að stofna lífi sínu í hættu, eins og þeir, sem sjóinn stunda. Það væri annar hagur almennings hér við Djúpið, ef menn liefðu um nokk- urn tíma almennt keypt sór lifsábyrgðir; þau væru þá færri börnin alin upp á sveitinni, og efnahagur sveitanna og ein- stakra manna mun betri, en nú er. Og hjá mörgum hér við Djúpið eru óþarfa-útgjöldin og brennivíns-kaupin svo mikil, að ekki sæi á neinum, þó að úr þeim væri dregið, svo sem lífsábyrgð- ar-iðgjöldunum svarar. Nú vill líka svo vel til, að enska lífsábyrgðarfélagið „Star“, eitthvert áreið- anlegasta og auðugasta lífsábyrgðarfólag- ið, sem til er, liefir tekið til starfa liér á landi, og fengið sér umboðsmenn í flestum héruðum iandsins, til þess að gera mönnurn viðskiptin sem greiðust. Félag þetta var stofnað í Lundúnum árið 1843, og stendur undir eptirliti enska verzlunar-ráðaneytisins, og er vara- sjóður þess nú orðinn um b5 milj. króna. Iíefir það einkum aukið vinsældir og út- breiðslu félags þessa i öðrum löndum, að fiinmta hvert ár út býtir það 90 °/„ af ágóðanum, sem „bónus“, meðal þeirra, sem ábj^rgðir eiga hjá félaginu, og hefir sú uppbót farið vaxandi ár frá ári. Það væri þvi fyrir margra hluta sakir æskilegt, að fólagi þessu tækist einnig vel að út breiða liina heillaríku starfsemi sína hér á landi. Mannfjoldi og; trúiirbrög'ð lieimsins. í þýzka kivkjuritinu „Deutsche lcirchénzeitung11, sem gefið er út í Berlín, var nýlega birt lauslegt yfirlit yfir mannfjöldann og trúarbrögðin á jörð- irmi, og er þar talið, að á jörðinni lifi alls um 1500 milj. manna, er skiptast á heimsálfurnar, sem hér segir: í Evrópu............... 381,200,000 - Afríku............... 127,000,000 - Asíu................. 854,000,000 - Ástralíu............... 4,730,000 - Ameriku.............. 133,670,000 Alls 1,500,600,000 En aðal-trúarbrögðin skiptast á mannfjölda þennan, sem hér segir: Kristnir (mótmælendur) .... 200,000,000 ■---(rómversk-kaþólskir) . . 195,000,000 ----(grísk-kaþólskir) .... 105,000,000 Gyðingar.............................. 8,000,000 Múhameðstrúarmenn................... 180,000,000 Heiðingjar (þ. e. öll önnur trúarbr.) 812,600,000 Alls 1,500,600,000 Þeir, sem kristna trú .játa, eru því enn tæp- lega þriðjungur mannkynsins, svo að það á enn að líkindum nokkuð langt í land, að hérájörðu verði „eitt sauðahús og einn hirðir“. Sjálfsmorð. Svo telst til, að af hverri miljón manna fyrir-fari sér árlega: í Saxlandi 311, i Danmörku 250, í Frakklandi 240, í Prússlandi 133, í Bæjaralandi 90, á Englandi 66, og í Rúss- landi 30. Sumir þykjast hafa veitt því eptirtekt, að faraldur só að sjálf'smorðum, og telja óhyggilegt, að þeirra sé getið í blöðum, með því að sjálfs- morðs-fregnin hafi næm áhrif á ýrnsa. Stærsta kirkju-klukka í heimi er í kirkju einni í Moskva á Bússlandi; hún var steypt árið 1668, og vegur 348 þús. pund. Hvað selirnir jeta. Það hefir verið ætlazt á um, að selir þeir, sem hafast við á svæði einu umhverfis Alaska strendur, muni árlegajetaum 6—12 milj. „tons“ af fiski, og er það 10—20 sinnum meira, en Englendingar liöfðu sér til matar af fiski árið 1892. -------------— Norðmenn eru um þessar mund- ir að koma á laggirnar ábyrgðarfélagi fyrir báta, er til fiskjar ganga í norðan- verðum Noregi, og er gert ráð fyrir, að norska stór-þingið muni leggja 10 þús. krónur til stofnsjóðsins fyrsta árið. Fyrir nokkrum árum komu Danir liku ábyrgðarfélagi á fót, og veitti ríkis- þingið þá 20 þús. krónur til stofnsjóðsins fyrsta árið, og síðan 10 þús. krónur ár- lega í 10 ár. Hvað gerir alþingi Islendinga? Skipströnd. 22. f. m. strandaði norskt kaupfar á Miðnesi í Gullbringu- sýslu, fermt ýmis konar útlendum varn- ingi, sem átti að fara til bænda þar syðra, og var hvorttveggja, skipskrokkurinn og vörurnar, selt við stranduppboð. 21. s. m. strandaði Faxaflóa-gufubát- urinn „Elín“ á Straumfirði á Mýrum; hann rakst á sker þar á firðinum í út- sunnan-veðri, svo að gat kom á hann,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.