Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.01.1897, Blaðsíða 1
^erð árgangsins (minnst
40 arka) 3kr.; i Ameriku
4 doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
|)J|||)\ ll.JINN ONGl.
-- SjÖTTI ÁE0AN0DR. =| --
__RITSTJÓRI: SKÚLI THOIIODDSEN. ==|^®S-i--
Æ 11.
ÍSAFTRÐI, 25. JAN.
Uppsögn skriíieg ógild
nema komin sé til útgeí-
anda fyrir 30. dag júni-
mánaðar.
Moldnnin.
Nafnið, lög eða þingsályktun, eða
livað þær annars kallast, þessar ályktanir,
sem alþingi lætur frá sér fara, það er
ekki það, sem ináli skiptir í stjórnarinn-
ar augum.
Aðal-atriðið er hitt, að Islendingar fái
sem ljósasta meðvitund þess, hvar vald-
ið er.
Og hvort þeim er innprentað þetta
með því, að stjórnin synjar lögum, eða
neitar að taka einhverja cályktun alþingis
til greina, getur í raun og v.eru gert
sama gagnið.
Það skal í þá, inn í þá með öllu
mögulegu móti, það er mergurinn málsins.
Að stjórnin liefir ný skeð neitað, að
taka þrjár af þingsályktunum síðasta al-
þingis til greiria., kemur því væntanlega
engum á óvænt.
Meira að segja, liin blöðin virðast
ekki álita þetta meiri tiðindi, en svo,
að þau geta þeirra að engu.
Dauðadómur þessara þingsályktana
var auðvitað löngu ákveðinn, — lá í
loptinu, áður en þær urðu til.
Og þannig er þá í raun og veru ekkert
annað nýtt í þessu en dagurinn, — dagur-
inn, er dauðadóminum var fullnægt.
En dagurinn, er ineistari Rump mold-
aði, sést í Stj.tiðindunuin að liafa verið
4. nóv. síðastl., og meðhjálparinn var
Magnús vor að vanda.
Um nr. 1 af þingsályktunum þessum,
að „innleidd verði í alþýðu —■, gagnfræða-
og barna-skólum, er njóta styrks tir lands-
sjóði, fræðsla um áfengi og áhrif þess á
mannlegan líkama“, segir meðhjálparinn
blátt áfram, að þetta „eigi virðist eiga
að vera skyldunámsgrein i skólum þeim,
er ályktanirnar ræða um“.
Um aðra ályktanina, að „fækkað sé
)>ð inun námsstyrkum ísl. stúdenta við
háskólann, en að sama skapi veittur
styrkur af fé háskólans til kandídata frá
embættaskólunum á íslandi“, segir sami
meðhjálpari, að hann verði „fastlega að
ráða fra, að stígið sé nokkuð spor í þá átt“.
Og um þriðju þingsályktunina, að
„skipuð sé nefnd manna, til þess að gl’öra
tillögur um, hverri réttritun skuli fylgja
við kennslu í isl. tungu“, og um ýmislegt
fleira, er að kennslu móðurmóls vors
lýtur, segir loks sami meðhjálparinn, að
þetta hafi „all-mikinn kostnað í för með
sér fyrir landssjóðinn“, og vill því láta
molda hana líka. (Sbr. annars fjárgæzlu
hans fyrir landið í Fensmarksmálinu,
Magnúsarmálinu o. fl.)
Meistari Bump undirskrifar auðvitað
allt saman, og moldunin fer fram. — —
En hvað virðist Islendingum?
Hann er dyggur þjónn, þinginu og
þjóðinni hlynntur, þessi hæðst launaði
verkamaður þeirra, meðhjálpari Dana í
moldunarverkunum ?
----—oOO§§OOo---
Um vanskil í viðskiptum.
Eptir
Sigurð búfræðing Sigurðsson.
Það hefir opt verið rætt og ritað um
verzlunarskuldir, en þrátt fjuir það, eiga
þær sér þó ávallt stað, meira og minna,
og í sumuin héruðum eru þær orðnar
næstuin óviðráðanlegar.
En þótt jeg ininnist á þessar alræmdu
skuldir hér, er það ekki tilgangur minn,
að rita sérstalilega um þær, uppriina þeirra,
eða orsakir; en það hygg jeg sannast. að
þær séu yfir höfuð meir, eða rnest part,
kaupmönnum sjálfum að kenna, þvi að
ef þeir ekki lánuðu, og hefðu aldrei gert
það, myndu þær ekki eiga sér stað, og
væri þá þjóðinni ólíkt betur farið.
Að öllu vel atliuguðu, er það ljóst,
að þessi verzlunar-lán eru hættuleg og
skaðleg, bæði í verzlunarlegu tilliti, og
þá eigi síður fyrir efnahag og velvnegun
almennings; og þess utan hafa þau afar
íll áhrif á hugsunarhátt og siðferði þjóð-
arinnar, og leiða af sér margháttaða bölv-
un; þau eru undirrót alls konar pretta,
svika og vanskila í viðskipta-lifi þjóðJ
arinnar.
Það er kunnugt um suma menn, að
þeir skulda ætíð í verzlunum, hvernig
sem árar; liafa það blátt áfram fyrir fasta
reglu, enda þótt efnahagurinn sé góður
og engin neyð þrýsti þeim til þess.
Alíta sumir það jafn vel búmanns hnikk,
og hreint og beint gróða bragð, því
af slíkum lánurn þurfa þeir engum vöxt-
um að svara. En eigi verður það varið,
að þessi aðferð er liálf óviðfelldin, og
virðist bera vott um ógöfugan hugsunar-
hátt, ef ekki annað verra.
Yerzlunarlánin og verzlunarskuldirnar
hafa vanið mern á það, að vera sknld-
seigir og óorðheldnir í viðskiptum; þetta
er orðið svo almennt, að það gengur sein
rauður þráður gegnum allt viðskipta-líf
þjóðarinnar, og kemur fram, svo að segja
í liverri einni og einustu viðskiptagrein.
Margir hafa það fyrir venju, bæði að
þörfu og óþörfu, að taka smá-lán, segjurn
4—10 krónur og meir, án þess að setja
nokkra tryggiugu fyrir endurborgun
skuldarinnar; sumir kunna nú að segja,
að litlu skipti um svona smáar upphæðir,
en það er þó eigi svo; og bitt er enn
lakara, að þessi skilyrða-lausu smá-lán
venja inarga á drátt og undanfærzlu í
þvi að borga það, er þeim ber, hvort
heldur eru skuldir eða annað.
Eigi svo fáir hafa það einnig fyrir
vana, að panta blað eða bók hjá útgef-
endum eða útsölumönnum, án þess að
minnast með einu orði á borgunina. Ef
svo bókin eða blaðio er látið af hendi
við þessa menn, þykjast þeir góðu bætt-
ir, og draga að borga í lengstu lög, eða
þar til að þeim er gengið.
Þannig eru þessi siná-lán verstu lán-
in, því þau eru tíðast veitt uin óákveð-
inn tíma, og án allrar ábyrgðar; notaþví
flestir sér þetta, og þykir þá vel, ef
skuldin gleymist á endanum; og undir-
rótin að þessurn drætti og óskilvísi eru
verzlunarlánin.
Jeg segi reyndar ekki, að verzlunar-
lánin séu ætíð tekin með það fyrir aug-
um, að borga þau aldrei aptur, en hitt
er jafn satt, sem það, að dagurinn kem-
ur á eptir nóttunni, að slík lán eru opt
tekin i þeim tilgangi, að borga þau ekki