Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1897, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1897, Blaðsíða 2
50 Þjóðviljinn umii. VI, 13. um troða lögin og réttinn að vild sinni, og í stuttu máli koma fram alls konar fúlmennsku sinni. En hin siðspillandi áhrif á þjóðfélags- lífið, sem ábyrgðarlaus stjórn slíkra pilt- unga heíir, er geigvænna böl fyrir þjóð- ina, en svo, að orð fái i\t mnlað. Trygg ábyrgðar-ákvæði, standandi á bak við gjörðir stjórnandanna, hafa því jafnan með réttu verið talin ómissandi, verið talin hyrninrjurdemnvnn í hverri frjálslegri stjórnarskipun, því að án þeirra er þjóðfrelsið í raun réttri alls ekki til, að eins bundið við geðþótta þeirra, er með völdin fara í þann eða þann svipinn. Og það er þetta, sem Islendingum má sizt af öllu gleymast í sínu stjórn- arskrár-stríði. Hið ábyrgðarlausa landshöfðingjavald, og ábyrgðarleysi ráðherrans, það er mein- ið, sem mest kreppir að, sá hrmturinn, sem fyrst þarf að greiða. Og það eru Magnúsar Stephensens mestu, — og má ske líka einustu —, verðleikar, að hann hefir þegar nokkuð opnað augu vor Islendinga í þessari grein. Sé honum sungin þökk fyrir það. ----«00^000----- Um liita solarinnar ber visindamönnunum enn eigi alls kostar saman, og hefir þetta orðið ofan k við nýjustu rannsóknirnar : Rosette telur bita sólarinnar 10,000 gr. á. Celsíus. Le Chatelier 7,600 gr. C., Wilson og Gray 6,200 gr., og nú síðast prófessor Paschen 5,160 gr. á Celsíus. Hvað unnið er í Birmingham á cinni viku. Svo telst til, að í enska verksmiðjuhænum Birm- ingham séu á viku hverri, moðal annars, húnar til: 14 milj. af stálpennum, 6 þús. járnrúm, 10 smálestir af títuprjónum, 1 milj. hnappar, 1000 reiðtýgi og 6 smálestir af ýmis konar pappa- varningi. TilN orðurlieimskautsins. Frakkneskur mað- ur, G. L. Pesce að naf'ni, hefir ný skeð lagt það til, að reynt sé, að komast til Norðurheimskauts- ins á báti, er gangi neðan sjávar. — Hefir Ame- ríkumönnum tekizt að húa til þess konar báta, er geta farið allra f'erða sinna allt að 150 fet niðri í sjónum, og ættu því slíkir bátar, að G. L. Pesce segir, auðveldlega að geta lagt leið sína undir ísinn, og brugðið sér þannig til heim- skautsins, þar sem dýpið, samkvæmt rannsókn- urn Fr. Nansen’s, er afar mikið á þeim stöðvum. Fiskar taka „segli'estu". Skipstjóri á gufu- skipi einu, sem fæst við fiskiveiðar í Norður- sjónum, þykist baf'a veitt því eptirtekt, að þegar fiskar ætli sér af' grynningum í mikið dýpi, gleypi þeir áður nokkuð af sandi, en æli svo sandinum aptur, er þeir vilja komast upp á grynningarnar. — Af þessu haf'a sumir viljað draga þá ályktun, að fiskarnir noti Sandinn, sem eins konar „seglfestu11, enda er það og all-titt, að í maga fiska finnst opt sandur, allt annarar tegundar, en sandurinn á hotninum, þar sem þeir veiðast. Eptir því sem enska hiaðinu „Daily Chron- icle“ er skrifað af f'regnritara blaðsins i New York tjáist rafmagnsfræðingurinn M. Teszla haf'a komizt að þeirri niðurstöðu, að óhætt verði vonum bráðar, að leggja niður „telegraph“-þræð- ina, með þvi að takast megi, ef rafmagnsbylgj- urnar séu réttilega notaðar, að senda frétta-skeyti, án þess nokkur málmþráður sé hafður, til hvaða bietts á jörðinni, sem er, og jafn vel til næstu stjarna, og kveðst hann vona, að hann, áður langt um tiði, geti fært mönnum sönnur á þetta, í framkvæmdinni. Bréf úr Djupinu. 18. jan. 1897. Fréttalitið hjá oss Djúpkörlum um þessar mundir; mest tíðindi, þegar einhver dugnaðarmaðurinn fær 3—4 poka af kú- skeljum, frá því í dögun og þangað til á dagsetri: nú verða þeir að sitja í landi, sem ekki geta náð þessari beitu, þótt allir séu á eitt sáttir um það, að Djúpið muni fullt af fiski, ef eigi bristi beitu. Það væri synd að bregða Djúpmönnum um ódugnað í beituföngum þann og þann daginn: en það má vissulega segja um þá þar, að þeir láti hverjum degi nægja sína þjáningu. Firðirnir hér við Djúpið eru fullir af síld allt sumarið, og fram á haust; með litlum vörpustúfum má fá mörg hundruð tunnur af síld; en það er ekki til neins; það vantar tæki til að salta hana, og gjöra hana að verzlunar- vöru, enda hæpinn ágóði af þvi opt og tíðum, en hitt væri viss gróði og hagn- aður fyrir hvern einasta Djúpmann, er á sjó fer, ef sildin yrði geymd til beitu, og til þess þarf ís, sem ekki ætti að vera vandræði að ta, og hús til að geyma is- inn i. Yér kunnum nú orðið að nefna íshús, en það er heldur ekki meira; hver útvegsbóndi. sem eitthvað getur, leggur fieiri hundruð krónur í kostnað, til að fá í tvo þrjá poka af kúskeljum, einu sinni tvisvar í viku, en enginn gjörist erm til þess, að koina sér upþi íshúskofa, til þess að geta haft nóga beitu og góða árið um kring. Og þó trúa hér því eng- ir með Sunnlendinginum, að síldin eitri sjóinn, og fæli fiskinn(H); nei, við kaup- um síldartunnuna fyrir 13—40 krónur, meðan hún er ný, en köstum henni, þegar hún fer að lágna, og erum svo beitulausir mest allan veturinn. Svona fyrirhyggju- samir erum vér. En menn eru nú, held eg, farnir að sjá, að þetta má ekki leng- ur svo til ganga, og að vér hljótum að fara að manna oss upp, og koma upp ís- húsum hér við Djúpið. Fæstir bændur munu að vísu vera færir um að byggja af eigin efnurn eingöngu, en þegar til samskotanna kemur, þá er allt erfiðara viðfangs; samt hygg jeg, að allur þorri útvegsmanna, er nokkur efni hefir, myndi nú fús á, að leggja fram fó til íshúsbygg- ingar hór við Mið-Djúpið, ef góða for- göngu ekki vantaði. En bæði er það, að hér þekkja engir neitt til slíkra hluta, og svo er hér, eins og annars staðar á landi voru, að það er eins og enginn maður bafi tíma til riokkurs skapaðs hlut- ar, nema argast og asnast þetta hvern daginn, til að hafa einhvern næring út á askinn. En hvað um það, jeg vona, að ekki líði nú á lörigu, að vér Djúp- karlarnir verðum þeir menn, að eignast íshús, það sparar oss mörg hundruð króna kostnað í kúfisks verkfærum og erfiði, og vér ausum enn fleiri þúsundum úr gullkistunni okkar, Djúpinu. Hér við Mið-Djtípið er töluverð bind- indishreifing komin á ungu mennina, bæði í Skötufirði og Alptafirði hafa ungir menn þegar stofnað bindindisfélög; hve hagkvæmlega þeim er fyrir komið, er mér enn ekki kunnugt. en áhugi er víst töluverður hjá forgöngumönnum þeirra, að þau geti orðið að liði, og væri ósk- andi, að þeim tækist að útrýma nautn áfengra drykkja hjá æskulýðnum, sem því miður liefir verið meiri, en skyldi hér um pláss. Sá hugsunarháttur, að það sé hverjum manni skömm, að drekka frá sér vitið, og að ofdrykkjan só í raun og veru svívirðilegur löstur, er óðum að ryðja sér til rúms; en sá liugsunarháttur dafnar ekki eða þróast af neinum þving- unarlögum frá löggjafarvaldinu, heldur af frjálsum samtökuin, eða bindindisstarf- seminni, samfara vaxandi menntun lands- manna; og þessi hugsunarháttur kernur Bachusi gamla miklu fljótar fyrirkattar- nef, en allar vinbanns-samþykktir, og al- mennt innflutningsbann á víni, sern þeir ættjarðarvinirnir eru að berjast fyrir í ræðum og ritum, er fá viija oss til að gefa sjálfum oss þá siðferðislegu þrota- lýsingu, að vér liljótum einlægt að „liggja í fyllirii“, meðan vér getum náð í brenni- vín. — • Þú ert einlægt að gefa oss stórpoli- tiskar ádrepur „ Þjóðviljiw sæll; oss Djúp- mönnum þykir að vísu vænt um þig, og setjum strax upp gleraugun gömlu menn- irnir, þegar þú kernur, og lesum með andakt og eptirtekt þessa stórpolitík, þegar við erum búnir að lesa jarð- skjálfta-samskotin og kinalifsauglýsing- arnar á öptustu síðunni; sumir vilja hætta öllu stjórnarskrárþrefi, við verðum aldrei á eitt mál sáttir sjálfir, og þessi stjórn, sem þú ert að tala um, hlýtur að vera blind á báðum augum. Bezt, að biðja konunginn okkar, sem er góður maður, að sleppa okkur alveg, hvað sem „Dag- skráu segir: vér getum fullvel verið án þess, að ráðgjafarnir hans séu að vasast

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.