Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 48 arka) 3 kr.; erlendis 4 lcr., og í Ameríku doU.: 1,30. Borgistfyrirjúní- mánaðarlok. M 16.—17. ÞJOÐVILJINN UNGL -1 , ■■—[=: SjöUNDI ÁB&ANÖUE. =|::'"..'v:=-- --R'ITST JÓEI: SKÚLI THOEODDSEN. =\b*x$-{—— ísAFIBÐI, 12. JAN. Uppsögn skrifieg, ó- gild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar. 18 9 8. Áramót. —— j Arið 1897, sem nú hefir nýlega kvatt oss, mátti hér á landi að öllu saman lögðu teljast til mögru áranna. Hvað veSurfar snerti var árið yfir höfuð mjög rosa- og storma-samt, byrj- aði með rosum, eptir nýárið i fyrra, og þegar vora tók urðu rosarnir og stormarnir enn tíðari og ákafari, einkum hér vestanlands, og mátti heita, að sumarið allt væru hér sifelldir rosar, eða þá kulda nepjur, enda lá hafísinn þá jafnan skammt undan Hornbjargi, og öllum vestur-kjálka landsins, þótt eigi yrði hann siglingum að baga. — Við sama rosa- og óveður-tóninn kvað svo haustið, og framan af vetrinum, unz stillur og hagstæða tíð gerði rétt fyrir jólin, og héldust þau stillviðri til árs- loka, rétt eins og gamla árið vildi þó kveðja menn vel, og draga þannig ögn úr þeim óþægilegu endurminningum, sem óblíða veðurfarsins hefði fest i hugum manna. Vegna ótíðarinnar, og hins afar- óþurrka- og rigninga-sama sumars, nytt- ust hey manna víSa mjög ílla, og reynast þvi mjög léttgjöful, og ónit tii mjólkur, í vetur Hvað fiskiveiðar á opnum hátum snert- ir hélzt enn sama aflaleysið við Faxaflóa, svo að viða horfir þar til bjargarskorts meðal almennings, ef ekki réttist þvi betur og fljótar úr, þvi að þó að fiskur kæmi þar nokkur inn á flóann um sum- armánuðina, júli og ágúst, hafði almenn- ingur þess eigi not, með því að fjöídi verkfærra karlmanna var þá farinn ann- að, að leita sér atvinnu, eður og átti öðru að sinna. — Hér við ísafjarðardjúp var aflatregða frá nýári til vorvertíðar- loka, og þó að synd væri að vanþakka björgina, sem fengizt hefir hér úr sjón- um, síðan í haust, þá eru þau aflabrögð- in þó yfir höfuð mjög smávægileg í samauhurði við aflabrögðin undanfarnar haustvertíðir. •— Á Eyjafirði urðu all-góð aflabrögð á opna báta, og nokkur einnig á Austfjörðum, og i öðrum helztu ver- stöðum landsins, en þó hvergi stórvægileg. Við Faxaflóa lánaðist þilskipaútvegur all-vel, en miður á Vestfjörðum, og þó einkum hraparlega hjá þilskipum frá ísafirði, enda eru þau þilskip og flest of smá, og verða þvi eigi að notum i storma- og óveðra-tið. — Þau fáu skip, er til hákarlaveiða gengu héðan að vest- an, öfluðu þó í góðu lagi, en Norðlend- ingum varð sá útvegur nú yfir höfuð óarðsamari, en að undanförnu, vegna ó- tiðarinnar, er gerði þar mikinn hnekki. Hvalaveiðar gengu mjög tregt í fyrra vetur, en réttist þó úr, er á leið sumar- ið, svo að veiði sú varð í viðunanlegu lagi, og þó yfirleitt lakari, en nokkur undan farin ár. I verdunarlegu tilliti varð liðna árið landsmönnum mjög örðugt, vegna afar- lágs verðs i útlöndum á íslenzkum af- urðum, einkum fiski og lifandi fó. Mannskaðar á árinu urðu mjög mikl- ir, einbum i mannskaðaveðrinu 1. mai, er þilskip ýms fórust, svo sem frá hefir verið skýrt í blaði þessu, og í áhlaupinu 1. nóv. síðastl., er bátstaparnir 5 urðu hór i Djúpinu. — Auk þess urðu og á liðna árinu ýmsar fleiri drukknanir, og slysfarir, svo að mjög margir eiga um sárt að binda. Engar skæðar landfarsóttir gengu hér á landi árið, sem leið, og var heilsufar almennings yfir höfuð all-gott, nema hvað kvefvesöld stakk sér viða niður, fyrir ára- mótin, og var þó hvergi skæð, að þvi er til liefir spurzt. í poUtisku tilliti var liðna árið einnig nokkuð óveðra- og storma-samt, og bar einkum til, að nú var komið til valda i Danmörku sátt- og samninga-fúsara ráða- neyti, en þar hafði um langa hrið verið, og tjáði stjórn þessi, fyrir drengilega meðalgöngu alþm. dr. Valtys Guðmunds- sonar, sig fúsa til að ganga að ýmsum ' eigi óverulegum breytingum á stjórnar- . skránni; en áður liafði Danastjórn, sem kunnugt er, sett þvert og, eindregið nei gegn öllum stjórnbótakröfum íslendinga. — AUt alþingið varð nú og ásátt um það, að ekki hœri að halda fram gamla endur- skoðúnarfrumvarpínu að svo stöddu; en lengra náði samkomulagið eigi. — Þótti 17 alþingismönnum, eða þvi sem næst helmingi alls alþingis, sem breytingar þessar væru gott spor í áttina til frekari sjálfstjórnar, som ekki bæri að hafna, einkum þar sem skoðanir þings og þjóð- ar væru orðnar svo tvístraðar, að full- kominni endurskoðun yrði eigi fram hald- ið með festu og krapti. — En með því að landshöfðingja Magnúsi Stephensen þótti, sem stjórnin hefði farið bak við sig i samningunum við dr. Valty, og mun hafa óttast skerðing hins ábyrgðar- lausa valds síns, og eigi talið sér ráð- herra-sessinn visan, reis hann öndverður gegn breytingum þessum, og urðu svo þær lyktir á, sem kunnugt er, að málið féll á þingi, með því að fijarstœðurnar, — landshöfðingja- og Ben. SveinsSonar- liðar — tókust í liendur, til þess að aptra því, að breytingarnar fengju fram að ganga, og til þess að núverandi stjórnar- óstand héldist óbreytt. Út af þessu hafa nú blöð þeirra sam- bands-, eða íhalds-liða, gert hávaða mik- inn, síðan þingi lauk, og reynt að slá út meðal almennings æsinga- og tortryggnis- fræum; en vonandi kveður þó stillileg og skynsamleg yfirvegun almennings alla slíka ^ æsinga- og tortryggnis-drisla niður á nýbyrjaða árinu. Auk stjómarskrármálsins hafði alþingi ýms þýðingarmikil mál með höndum, svo sem fjárveitingar til fróttaþráðarlagningar, samgöngubóta o. fl. — Það samþykkti og þýðingarmikinn lagabálk um lækna- skipunina, um aðgreining holdsveikra frá öðrum mönnum, og um útbúnað holds- veikisspítala, sem „oddfélagaru í Dan- mörku hafa heitið að gefa landinu, og reistur verðurj að fullu á þessu ný- byrjaða ári. — Í botnvörpumálinu skorti þingið þrek til þess, að láta rannsaka aðgjörðir landshöfðingja, út af botnvörpu- samninginum sæla, og í fleiru kenndi þar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.