Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 3
Yir, 16.-17. Þjóbviljinn ungi. 63 landsfjórðungi. Útlendingi, sem lítið þekkir hór til, má telja trú um slikt, en öðrum varla, sem nokkurt skyn ber á þettá mál. — Sama er að segja um Suð- ur- og Vesturland. Sama máli er einnig að gegna um samgönguörðugleikana; sú ástæða er bégóminn einber. Skyldi t. a. m. 'piltum úr Isafjarðarsýslu, er ætla á búnaðarskólann, verða ókleyft að komast þangað, þótt þeir yrðu að fara suður að Hvanneyri, i stað þess að fara ekki nema í Ólafsdal? það munar rúmum tveim dag- leiðum, það er allt og sumt. Það er ekki rétt, sem br. Feilberg segir, að gufuskips- ferðir sóu bér ekki innanlands, nema 2 mánuði ársins. Ef lándið þarfnaðist nauðsynlega milli 20 og 30 nýrra búfræðinga árlega, þá gæti verið ástæða til, að landssjóður styrkti 4 búnaðarskóla; en um það munu ærið skiptar skoðanir. Nú munu töluvert á þriðja bundrað búí'ræðingar dreifðir um land allt frá b i’m a ð a rákólun uin, svo að varla er sá breppur, að þar sé ekki einn eða fleiri búfræðingar. Það munu nú margir ætla, að landbimaðurinn geti tekið all-skjótum og eðlilegum framförum, þótt bin árlega búfræðinga viðkoma væri tölu- vert minni. En þá mætti lika að skað- lausu i'ækka búnaðarskólunum. Búfræð- ingaþörfinni myndi, eins og nú er komið, að flestra rómi, vel fullnægt af landssjóðs bálfu, með þvi að útvega landinu árlega 12—14 búfræðinga, og til þess nægðu 2 búnaðarskólar. En þessir tveir skólar ættu að vera svo ríflega úr garði gerðir með fjárstyrk, að kennslan í þeim þyrfti íjárskorts vegna ekki að vera kák og tildur. Þeir ættu þá, fremur en binir niiver- andi búnaðarskólar, að gota gefið sig mest við því, sem Feilberg segir að vera eigi aðalatriðið, sem só verklega búfræð- in. Þessir tveir skólar gætu með sama, eða enda minni fjárstyrk, en allir binir núverandi skólar, fullnægt miklu betur ætlunarverki sínu, og þótt fjársparnaður- inn væri enginn, þá væri á þann bátt mikið unnið. Það er landinu bollara og betra, að fá fáa, vel menntaða búfræðinga, eæ marga, laklega að sér. Hór er því ekki um beinan fjársparnað að ræða, heldur um það, að tryggja landinu sem mest gagn af búnaðarskólunum. Lólegir skólar eru niðurdrep fyrir bvert land, og mestu þvi fé ílla varið, sem til þeirra gengur; og þar sem vór íslendingar erum svo langt á eptir binum menntaða beimi i því, að gjöra oss jörðina undirgefna, þá ættum vér sannarlega að varast, sem auð- ið er, að misstíga oss á framfarabrautinni; vór erum nógu hægfara samt. & St . ■--- Nógu ríkur reiðarinn. Þetta orðtæki heyrist opt hér við Djúp, og líklega í fleirum sjóplássum hér á landi. Drengirnir læra það enda áður en þeir læra árarlagið. Þegar ár brotnar, austurfæri týnist, lóðir tapast, og enda sjálfsr báturinn brotnar, þá er það mjög títt, að einhver af skipsböfninni hefir ekki annað við það að athuga, en þetta gamla: „Nógu ríkur reiðarinn“, og binir taka undir í einu hljóði. Þótt svo óheppilega standi nú á, að reiðarinn só bláfátækur maður, skuldum blaðinn, þá gerir það ekkert til, spak- mælið er gott og gilt fyrir það. Svo er geilgið rakleiðis til útgerðar- mannsins, og beimtað í skarðið; hvort það, sem farizt befir, befir farizt fyrir ókærni, hirðuleysi eða bandvömm for- manns eða háseta, um það er ekkert feng- ist. Útgerðarmaður verður að bafa það alveg bótalaust. Hann er nógu rikur. Það lætur nú að bkindum, bvort út- gerðarmenn sóu almennt svo rikir, að þá muni ekkert um, hve mikið sem þeir missa af útgerð sinni. En bve ríkir sem þeir eru, þá er skaðinn samur, þótt þeir, sem efiiaðir eru, kunni fljótar að geta bætt úr, en fátæklingarn- ir. Það kostar þá báða útlát og fyrir- böfn. A hinn bóginn mun heldur enginu, ekki einu sinni þeir, sem tamast er þetta orðtæki, vilja balda þvi fram, að nokkur útgerðarmaður sé svo ríkur, að formenn bans og hásetar hafi þar af leiðandi nokkurt leyíi til að spilla eigum bans, hvort að er með hirðuleysi, ókærni eða handvömm. Spekin í þessu sjómanna-spakmæli er því næsta litil, ög réttlætið því minna. A bak við það liggur í raun og veru gjörspilltur bugsunarháttur. , Sá hugsunarháttur, að láta sig það engu skipta, hvernig fer um annara eig- ur, og kæra sig ekkert, bve ílla það fer úr hendi, sem manni er trúað fyrir. Hvað formennina snertir, þá væri auðvitað ekki rétt, að láta þá alla eiga óskilið mál; en þeir eru því miður of margir, sem í formennskunni virðast fylgja þeirri lífsreglunni, að reiðarinn só nógu ríkur. Þessi bugsunarháttur er lika alinn upp i fólkinu nleð þvi, að láta formenn- ina ekki sæta neinni ábyrgð, bve hirðu- lauslega sem þeir fara með skip, veiðar- færi og afla. Eins og það er sjálfsögð skylda út- gerðarmanns, að láta allt vera í góðu og gildu standi, er að útgerðinni lýtur, eins er það auðvitað skylda formannsins, að sjá um, að ekkert af því, sem bonum er í hendur fengið, farist eða spillist fyrir bandvömm eða hirðuleysi. Formaður tekur að sór stjórn á mönn- um og skipi, og umsjón á veiðarfærum og afla, og fyrir þetta fær bann umsamið kaup og formanushlutinn; ekkert getur því verið eðlilegra, en að bann bæti út- gerðarmanni þann skaða, er hann kann að bíða af hirðuleysi, handvömm eða ógætni hans. En hvernig fer nú um þessa sjálfsögðu og eðlilegu skyldu formannsins gagnvart reiðaranum? Formaðurinn getur að ósekju týnt veiðarfærum og skipsáböldum, brotið bát- inn, spillt aflanum með illri verkun, allt fyrir slóðaskap og birðuleysi, en bann gengur frá borði með sinn formannshlut, alveg eins og formaðurinn, sem að öllu leyti stendur vel i stöðu sinni. En aumingja útgerðarmaðurinn, hann hefir ekkert fyrir snúð sinn og snældu, nema ef hann kann að heyra undir væng þessa buggunargrein: „Nógu ríkur reiðarinnu. Yæri ekki leyfilegt að setja í fiski- veiðasamþykktir ákvæði um réttindi og skyldur útgerðarmanna og formanna? Hvað segið þór um það, ritstjóri góð- ur? Hávarður karl. Hvernig verður hagfelldust verzlun með fó, á milli kaupfólags ísfirð- ingaog verzlunarfólags Dalamanna. I. í „Þjóðv. unga“, 8. nr. þ. á., or jreinarkorn frá Málfunáarfólaginu „Visir“ á Isafirði, er hreyfir uppástungu um að koma á fót innanlands verzlun á milli kaupfélags ísfirðinga og verzl- unarfélags Dalamanna, á þann hátt, að héruðin

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.