Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Blaðsíða 5
16.—17. ÞjÓÐVrLJINN UNGI. 65 esku málmynda-lýsingar, með samkenn- urum 6Ínum Gísla Magnússyni og dr. Jóni Þorkélssyni. — Hann var og ræðuskör- ungur all-mikill, onda liggur eptir liann á prenti safn af kveldbugvekjum. Árið 1865 gekk síra Jónas að eiga Elinborgu, dóttur böfðingshjónanna Kristj- áns sýslumanns Magnússens á Skarði og Ingibjargar EbenezersdMtur, sýslumanns i Hjarðardal. — Börn þeirra bjóna, sem upp komust, eru: þrjár dætur: Ingibjörg, gipt síra Sveini Guðmundssyni á Ríp, Margrét, gipt síra Guðlaugi Guðmundssyni, Skarðsþingapresti, og Kristín, gipt móð- urbróður sinum Boga Magnussen á Skarði, og þrir synir: Einur, sem nú er í latínu- skólanum, Kristján og Gueftnundur. -----ooOjgooo—r-- Staðfest lög, 6. nóv. síðastl. hefir lconungur staðfest eptirfylgjandi lög, er samþykkt voru á síðasta alþingi. I. Fjárlög fyrir árin 1898 og 189.9. II. Lög um samþykkt á Jandsreikn- ingnum fyrir árin 1894 og 1895. III. Fjáraukalög fyrir árinl894—1895. IV. Fjáraukalög fyrir árin 1896—1897. V. Lög um act stofna byggingarnefnd í Seyðisfjarðarkaivpstað. VI. Lög um nybyli. (Með lögum þessum er tilskipun 15. april 1776 um fríheit fyrir þá, er vilja taka upp eyði- jarðir, eða óbyggð pláss, á Islandi, numin úr lögum, og gefnar nákvæmar reglur um það, hvernig að skuli fara, er menn vilja stofna nýbýli á eyðijörðum, og i öðrum óbyggðum löndum, er enginn get- ur sannað sína eign, eður og i afréttum og almenningum, er sveitarfólög oiga, ef sveitarstjórn og sýslunefnd veitir til þess samþykki sitt.) VII. Lög um að stjórninni veitist lieimild til að liafa skipti á 7 liundruðum, er landssjóður á í jörðinni Nesi í Norð- firði og kirkjujörðinni Grœnanesi sama staðar. VIII. Lög um lœkkun á fjárgreiðslton þeim, er hvita á Holtsprestakalli í Rangár- vallaprófastsdœmi. (100 kr. árgjald, er greiðast átti frá brauðinu samkvæmt 1. gr. laga 27. febr. 1880, fellur niður, og prestakallið fær eptirgjöf á 1300 kr. landssjóðsláni, er stafar af byggingu Ás- ólfsskálakirkju.) IX. Lög um heimild til að ferma og afferma skip á helgidögum þjóðkirkjunnar. (Heimila að ferma og afferma skip á helgidögum þjóðkirkjunnar, en þó eigi á kirkjustöðum, meðan á messugjörð stend- ur, nema brýn nauðsyn só til.) X. Lög um sérstaka heimild til að af- má veðskuldbindingár úr .veðmálabókum. XI. Lög um uppreist á æru án kon- ungsúrskurðar. XII. Lög um frestan á framkvæmd laga 25. okt. 1895 um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. XIII. Lög um þóknun handa forstjór- um og syslunarmönnum Söfnunarsjóðs Is- lands. XIV. Lög um breyting á 6. gr. tilsk. 4. maí 1872 um sveitarstjórn á Islandi, og urn viðauka við Jög nr. 1, 9. jan. 1880. (Heimilt er sýslunefnd að leyfa, að kosn- ingar -í hreppsnefnd fari fram á haust- hreppaskilaþingum í þeim hreppum, þar sem svo sórstaklega bagar til, að það er nauðsynlegt. — Varasýslunefndarmenn skulu kosnir í öllum breppum landsins, er mæti í forföllum aðal-sýslunefndar- mannsins, og bafi sömu skyldur og rétt- indi, sem sýslunefndarmenn, nema eru eigi undanþegnir að vera í hreppsnefnd.) XV. Lóg um undirbúning verðJags- skráa. (Sbr. 29.—30. nr. VI. árg. „Þjóðv. unga“.) 24 borginni, og starði upp á fjöllin, fógur og tignarleg, sem risu þar í grenndinni. Hann var laglegur piltur, drengurinn þessi, allra fallegasta barn, með stór, mórauð augu, og mjög þykkt liár, sem stýft bafði verið neðan af, rótt fýrir ofan augna- brýrnar. — Hann var i bláleitri treyju, með útsaumi kringum hálsinn, og í hendinni bélt bann á samlitri húfu. Morgun þann, er hór um ræðir, var bann í daprara bragði, en venja lians var, og var orsökin sú, að kvöld- inu áður bafði einn af vinurn lians, sem reyndar var fullum tiu árum eldri, farið af stað yfir fjöllin, til þess að koma sór í kennslu hjá meistaranum Francesco í Bologna. Og það var lika ekki að furða, þó að bann sæi eptir vini sínum, því aðTímoteo della Víta bafði ein- att verið honum góður, gefið bonum margt barnaglingrið, og leikíð sór opt við bann. Eb eitt var það þó, öðru fremur, sem læzt liafði sig i huga sveinsins, og það voru orðin, sem Tímoteo sagði að skilnaði: „Jeg fer til allra bezta manns, og á að verða málari“, þvi að málara-íþróttin var í augum sveinsins hið háleitasta í þpiminum, enda bót drengur þessi Rafael, sonur hr. Gíovanní Sanzio’s, og var þá rúmra tíu ára að aldri, er saga þessi gerðist. Ættingjar Rafaels þöfðu flúið undan spjótsoddum 21 En lautenant P o b 1 var nú samt of reyndur lög- reglumaður til þess, að láta þar við sitja, þvi bann lót þegar taka allt upp úr kistunni, barði hana alla að utan, og athugaði bana vandlega, unz bann á kistubotninum fanns tórt leyni-bólf, sem fullt var af gripum og gersemum. Við þetta brá Júlíönu svo, að bún bliknaði upp, en var þó mjög róleg, þegar farið var í burtu með hana. Seinna, þegar fyrir réttinn kom, þverneitaði Júlíana öllu i fyrstu, unz hún var yfirheyrð í sameiningu við móður sína, og þessa þokkalegu frændur, þá meðgekk bún loks allt. Um innbrotsþjófnaðinn hjá frú Wellner bafði Júlíana fyrir löngu tekið ákvörðun, og var það meining hennar, að nota þýfið til þess, að komast undan til Ame- ríku, með móður sinni, bróður og unnusta, giptast þar, og lifa þar i dýrðlegum fagnaði, án þess að þurfa að vinna. Af hendingu liafði hún komizt eptir, hvernig til- bagaði í húsinu, og fannst benni þá vegurinn yfir garð- inn okkar tiltækilegastur, og því var það, að hún, með fölskum meðmælingabrófum, lagði svo mikið kapp á, að kornast í vist til okkar. En þegar mér tókst að hindra þá fyrirætlun hennar, heppnaðist henni, að ráðast til vistar bjá justitsráðsfrúnni. Og þaðan rannsakaði hún svo húsakynnin, unz henni fannst tíminn kominn, til þess að fremja glæpinn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.