Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Síða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1898, Síða 6
66 Þjóðviljinn ungi. YII, 16,—17. Hascakirkja fokin. í ofsarokinu 20. nóv. síðastl. fœrðist kirkjan í ’Haga á Barðaströnd liér um bil 10 faðma af grunni, skelltist á hliðina, og varð fyrir þeim skemmdum, að tal- ið er vist, að byggja verði kirkjuna að nýju. ísafirði 12. jan. ’98 Tíðarfar. Stillviðrin héldust fram yfir nýár- ið, unz kafaldsblota gerði að kvöldi 5. þ. m., og siðan norðan snjóhret 7.-9. þ. m. með vægu frosti, 2 stig á Reaumur. — 10.—11. stillt og frostlint veður, ög suðvestan jeljagangur í dag. Ailabrögð. 2—3 fyrstu virkudaga nýbyrj- aða ársins var all-góður afli hér við Út-Djúpið, J—2 hundruð í Hnifsdal og Seljadal, og end.i 3—4 hundruð í Arnardal og Höfnum, eptir því sem spurzt hefir; en síðan hefir verið fremur tregt um afla. Blysförln, sem haldin var hér í bænum á þrettándanum, gat þvi miður, vegna hvassviðr- is og krapa- veðráttu, eigi orðið svo skemmtileg, sem orðið myndi í góðu veðri, og er því á orðii að efnt verði aptur til blysfarar hér í bænumi og sætt þá betra veðri. lík Asgeirs heitins Jenssonar, sem drukkn- aði 27. f. m., var slætt upp hér á firðinum fám dögum síðar. Opinberar dansskemmtanir voru haldnar á 2 stöðum hér i bænum á þrettándanum, og heyrist ekki annars getið, en að unga fólkið hafi skemmt sér þar þolanlega. Síldveiðafélag Hnifsdælinga o. fl. liélt fund i Hnífsdal 8. þ. m., og kvað þar meðal annars hafa verið ályktað, að fresta í ár öllum fram- kvæmdum, að því or íshúsbyggingu snertir, en að halda félaginu að öðru leyti áfram. Málaferli. Meiðyrðamál það, sem ritstjóri blaðs þessa höfðaði í haust gegn Jóni Laxdal verzlunarstjóra, og gagnsök hans á hendur rit- stjóranum, var lagt í dóm 22. f. m. Skuldamál kvað nú P. M. Bjamarson, verzl- unarmaður hér í bænum, ætla að höfða gegn Guðm. hreppstjóra Eirikssyni á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, Kr. bónda Guðlaugssyni á Núpi og Kristjáni skipstjóra Andréssyni í Meðaldal, út af því, að þeir, sem fulltrúar, eða forstjórar, hins svo nefnda „kaupfélags Vestfirðinga11 kvað hafa færzt undan að greiða að svo stöddu vörur þær, er nefnt félag fékk hjá Pétri síðastl. sumar, með þvi að þeim kvað þykja varan hafa orðið dýr. —- Er mælt, að sýslumaður fari vest- ur í fjörðu einhvern þessara daganna, og að málunum verði stefnt fyrir gestarétt. Arfleiðsluskrá vefengd. Einn af bræðrum Asgrxms heitins Jónatanssonar á Sandeyri, hús- maður Guðmundur Víborg á ísafirði, hefir nú krafizt opinberra skipta í dánarbúi bróður síns, og vill fá riptað arfleiðsluskrá þt irri, er þau hjónin, Ásgrímur og kona hans, höfðu gjört sín á milli, og átti eptir því tostamenti ekkjan ein að ganga til arfs. — Þykir liklegt, að það mál sé byrjað, en ekki búið. Nú fást til kaups sexrœðings- og óáía-róðrarárar kjá Olafi Halldórssyni á Isafirði. Augl^sing. Hér með gjöri jeg undirritaður vitan- legt, að frá þessum degi geng jeg í al- gjört bindindi, og bið eg því alla mína kunningja, vini og vandamenn, að bjóða mér ekki neina áfenga drykki. — p. t. Isafirði 1. janúar 1898 Sigurvin B. Hansson, frá Flatey. Bindindismannadrykkurinn „CHils er ljáflongur og fínn svaladrykkur. „Chika“ er okki meðal þeirra drykkja, sem meðlimum af stén; óku L anmerkur af N. I. O. G. T. er bannað rð divkka. Maiún Jensen Kjobenhavn. Uii)'j'V,]ithÐur ivrir ÍsM: f. Hjorth & co. í frek 8 ár heíir kona mín þjáðst mjög aí bi jóstveiki, taugaveiklun, og slærnri meK ingu, og hafði hún þess vegna reynt ýinis konar meðul, en allt að á- rangurslausu. Jeg byrjaði þá að reyna hinn iieimairæga Kína-lívs-elexir frá 22 Móðir Júlíönu hafði látið það berazt út meðal nábúa sinna, að hún væri fárveik, en farið siðan í kyrrþey, með dóttur sinni, til borgarinnar, og hitt þar mennina á tiltekn- um stað, og var það einmitt þá, að jeg sá þeim bregða fyrir. Innbrotið lánaðist, og allt gekk, sem ráðið var. En „enginn má sköpum rennau, og ógæfan er opt fljót í fórum. Og í þetta skipti tókst nú svo til, þegar þettafall- ega félag var á bakaleiðinni yfir um garðinn okkar — Júlíana hafði fyrir löngu iitvegað sér lykil bæði að garðs- hliðinu og götudyrunum —, að þá missté unnusti Júliönu sig svo hraparlega á þrepi einu í garðinum, að hann meiddist svo í fæti, að hann komst við illan leik heim til sín. Af þessú leiddi nú, að um Ameríkuferðina gat ekki verið að tala að svo stöddu, enda var Júlíana ekkert óróleg yfir því, þar sem hún alls ekki kveið þvi, að óverknað- urinn kæmist upp. Hjá justitsráðinu hafði henni með framferði sínu tekizt að geta sér svo góðan orðstý, að óhugsandi var, að grunurinn gæti fallið á hana, ekki sízt þar sem það var einmitt hún, sem jafnan fann það, sem glataðist þar öðru hvoru í húsinu. Ekki var það nú samt ætlun Júlíönu, að hverfa svo til Vesturheims, að hún tæki ekki eitthvað með sér til 23 minningar um justitsráðið, og frú hans. — Siður en svo, þvi að hún hafði þegar látið mág sinn smíða sér lykil að skrifborði justitsráðsins, og ætlaði svo nóttina áður; en hún færi, að rannsaka það nákvæmlega, því að hún vissi, að hann átti þar bæði peninga og ríkisskul dabréf goymd. Júlíana var dæmd í margra ára hegningarhúss- vinnu, með því að kyrkingartilraunir hennar við gömlu frú W e 11 n e r hertu að mun á hegningunni; en ekki sást henni bregða, er dómurinn var upp kveðinn. Að líkindum hefir Jixlíana enn í dag enga hug- mynd um það, að það var mér, eða þó öllu heldur þessum kynlega draum mínum, að kenna, að upp komst um hana, — já, þessum draumi, sem jeg enn, eptir mörg ár, okki get hugsað til, nema með ónota-tilfinningu. En var hann annars ekki greinilegur fyrirboði, eða bending frá forsjóninni, til þess að vernda oss frávoða? Mér, og frændsystrum mínum, getur að minnsta kosti ekki skilizt hann öðru visi. Drengurinn Jfrá Urbínó. Það var einhverju sinni vorið 1490, þegar Lúíbaldo var hertogi í Urbíno, að drenghnokki nokkur stóð þar í

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.