Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1900, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.04.1900, Side 2
50 Þjóðviljinn. XIV, 13. og sameinast Örarj/e-fríríkinu, og enn fremur er talað um uppreisn gegn Bret- um í héruðunum Oriqualand, West- Victoria, Fraserburg og víðar, svo að Bretar fá þá í fleiri horn að líta. Meðal hermanna Cronje's hershöfð- ingja, er herteknir voru og fiuttir til höfuðborgarinnar í Kap nýlendunni, kvað hafa verið eigi all-fáar konur í karl- mannsbúningi, og munu Bretar ætla að verða svo eðallyndir, að gefa þeim heim- fararleyfi. En sagt er, að Bretar muni ætla að geyma Cronje á eyjunni St. Helena, þar sem þeir forðum höfðu Napoleon mikla í haldi, unz ófriðnum er lokið. Blöð Rússa, Frakka og Þjóðverja hafa sum tekið í þann strenginn, að stórveld- in ættu nú að fara að leita um sættir, og 40 þúsund konur á Rússlandi og fjöldi kvenna á Hollandi hafa sent Mac Kinley, forseta Bandaríkjanna, áskorun um, að bjóða Bretum sína milligöngu í þeim efnum, en svo er að heyra á ýmsum helztu blöðum Breta, sem Englendingar muni ekki sinna neinni slíkri málaleitun, heldur láta til skarar skríða, og fer blaðið „ Timesu ný skeð mörgum orðum um það, að aldrei hafi hatur annara þjóða til Breta, komið jafn berlega í ljós, eins og síðan ófriður þessi hófst; enda er það og sannast að segja, að allir leggja Bret- um ófriðinn út til háðungar, og telja hann sprottinn af ágirnd, eða löngun til að ná í gullnámurnar í Transvaal, og þykir lítið leggjast fyrir stjórn brezka heimsríkisins, að láta fóglæfraseggi, svo sem Cecil Rodes, formann Suður-Afríku félagsins, siga sér þannig. Af síðustu blöðunum er að sjá, sera Búum hafi vegnað nokkru betur síðustu dagana; 4. marz unnu þeir þannig sigur á Bretum við þorpið Dordrecht, og urðu Bretar að hörfa undan, eptir all-mikið mannfall. Búar sitja og enn um borgina Mafeking, sem búizt er við, að hljóti að gefast upp þá og þegar, vegna vistaskorts og ýmsra hörmunga. í Ladysmith hafði, eins og áður er getið, ástandið verið orðið hörmu- legt. Af 5500 hestum og 4500 múldýr- um, sem voru í borginni 11. jan., voru, er Bretar náðu borginni, alls eptir 1100, hitt var allt uppetið eða horfallið. Svo var dýrtíðin orðin mikil að 12 eldspitur kostuðu t. d. 28 krónur. Með skipinu „Barden“, sem getið var um í síðasta blaði, bárust enn fremur þessi tíðindi af ófriðnum: Bretar hafa náð höfuðborg Oranje-fríríkisins, Bloem- fontain, á sitt vald. Á leiðinni norður þangað, áttu þeir hvað eptir annað, í öndverðum f. m., all-harðar orustur við Búa; biðu Búar jafnan ósigur og héldu undan norður eptir, svo Bretar voru 10. í. m. komnir rétt norður að Bloemfontain. Á hæðum nokkrum, skammt fyrir sunn- an borgina, bjuggust Búar til varnar, en urðu einnig að hverfa þaðan fyri r ofur- efli liðs Breta. 13. marz náðu Bretar borginni á sitt vald, voru Búar þá horfn- ir þaðan með liði sínu lengra norður í landið. Daginn áður hafði Stein forseti flúið úr borginni, og hólt hann norður í land. Nokkrir af meðlimum stjórnarinn- ar í Bloemfontain afhentu Róberts hers- höfðingja lyklana að skrifstofunum stjórn- arinnar. Hinn brezki fáni var nú dreginn upp í borginni, og Róberts skipaði þeg- ar til landstjóra Pretgmann, brezkan herforingja, voru í stjórn hans skipaðir sumir af hinum íyrverandi stjórnarmeð- limum fríríkisins. Róberts lót gefa út þá skipun, að allir borgarar í Bloemfontain og hóraðinu þar umhverfis, skyldu tafarlaust selja fram öll vopn, ella yrðu allar eignir þeirra gjörðar upptækar, og var þessu boði taf- arlaust hlýtt; hafa Bretar komið á friði og spekt í borginni, og margir borgar- búar, sem flúið höfðu áður en borgin var tekin, hafa horfið aptur heim til sín. Eptir því, sem Bretum þokaði nær Bloemfontain, og Búar fóru fleiri ófarirn- ar, tók Krúger ekki að lítast á blikuna; tók hann það þá til ráðs, að leita lið- sinnis stórveldanna í Norðurálfunni, og ýmsra annara, svo sem Belga, Hollend- inga og Svisslendinga, sem og Banda- ríkjanna, til þess að Búar fengju frið; um sama leyti eða 5. marz sendu þeir forsetarnir, Kriiger og Stein, yfirlýsingu til ensku stjórnarinnar um að Búar fyrir sitt leyti óskuðu einkis fremur, en að friður gæti komizt á, gæti það orðið án þess, að sjálfsforræði lýðveldanna væri nokkuð skert. Búum, sögðu þeir, hefði verið einn nauðugur, að verja sig og land sitt, og meðan Bretar hefðu ekkert á- unnið, hefði mátt virða þeim til vorkunn- ar, þótt þeir héldu ófriðinum áfram, en nú er þeir hefðu fengið yfirhöndina, þá mætti svo virðast, sem heiðri brezka rík- isins væri borgið, þótt Bretar leggðu niður vopnin. Lítið lótu stórveldin til sín taka þess- ar málaleitanir Búa, Bandamenn voru þeir einu, sem buðust til að leita um sættir, en enska stjórnin neitaði öllum sáttaumleitunum, og erindi þeirra Kriiger og Steins svaraði Salisbury með því, að Transvaal hefði haft upptökin til þessa ófriðar, er kostað hefði Breta svo mikið í fjár- og manna-látum, sem Bretar að vísu gætu skoðað sem hegningu á sig fyrir það, að þeir nokkru sinni hefði leyft lýðveldum þessum að vera til, það gæti því ekki komið til neinna mála, að enska stjórnin sinnti, að svo stöddu, neinum friðarumleitunum, hvorki frá hálfu Búa nó annara. Af þessu svari stjórnarinnar, er það augljóst, að Bretar ætla að láta vopnin ein skapa Búum þann frið, er Bretum sjálfum bezt líkar, enda blása flest ensku blöðin að þeim kolunum; lofa þau mjög þetta svar stjórn- arinnar, telja friðarleitun Búa sem ósvífna móðgun við ensku þjóðina og kænsku- bragð, til að fá önnur ríki til þess enda að snúast gegn Bretum í þessu máli. Þegar Búar fengu þessi skeyti, tóku þeir að búast sem bezt þeir gátu við því, að taka á móti Bretum, og verja enn land sitt meðan auðið er; kemst KrUger svo að orði um hugi Búa, þrátt fyrir allar þessar ófarir: „Búar ætla að verjast meðan nokkur af þeim stendur uppi. Herlið vort er búið til varnar á hentug- um stöðum i voru eigin landi. Bretar ná aldrei Prœtoriu. Stein, Joubert, eg og allir Búar, erum á einu máli. Giuð hjálpi oss“. Nú þoka Bretar her sínum norður eptir Oranje ríkinu, og má búast við tíð- indum á hverjum degi. Þrátt fyrir alla hreysti Búa er fyrirsjáanlegt, að þeir muni að lokum bíða fullan ósigur, við slíkt ofurefli, sem er að etja. — Bruni. 16. marz brann mikill hluti bæjarins Sandefjord í Noregi. Skaðinn metinn 2 miljónir króna. 1000 manns húsvilltir. í Sandefjord er baðstaður mikill, en baðbyggingarnar brunnu ekki. Fiskiaflinní Noregi stöðugt tregur, og miklu minni en í meðalári, en hið háa fiskverð helzt enn þá. í Danmörku eru þeir látnir, Hartmann, einn af frægustu tónskáldum Dana, há- aldraður maður, og Saxtorph, frægur læknir, einnig mjög gainall. Pinnland. Rússar þröngva stöð- ugt meir og meir kosti Finnlendinga, og má telja algjörlega úti um sjálfsforræði þeirra. Nýlega hefur rússneska stjórnin skipað svo fyrir, að landstjóri Finnlands skyldi ekki hór eptir vinna eið að grund- vallarlögum Finnlands, það væri nóg, að hann særi rússnesku krónunni hlýðni og hollustu. — Sýslunefndarfundurinn. Hin markverðustu mál, er sýslufund- urinn hafði til meðferðar að þessu sinni, að undan teknum hinum vanalegu reikn- ingamálum, voru: I. Kosning í amtsráð. Samkvæmt skipun amtmanns, var kosinn aðal-amts- ráðsmaður íyrir sýsluna, fyrir þann tíma, er sýslum. Skúli Thoroddsen átti eptir að vera í amtsráðinu, eða til 31. maí 1901, með því að tóður amtsráðsmaður hefur misst kjörgengi við lög 4. júní 1898, þar sem ísafjarðarkaupstaður, þar sem hann er búsettur, eigi verður talinn að vera í amtinu. Kosinn var: Síra Sigurður Stefánsson í Vigur með 7 atkv. En af þvi að síra Sig- urður var vara-amtsráðsmaður, varð því næst að kjósa vara-amtsráðsmann í hans stað; kosinn var: síra PáU Stephensen á Melgraseyri með 4 atkv. II. Fiskiveiðamál. Upp á stungur til breytingar á fiskiveiðasamþykktinni komu frá Slóttuhreppi, þess efnis, að nema burtu, eða rýmkva um, takmarkanirnar á skelfisksbeitu brúkuninni; fleiri sýslu- nefndarmenn hreifðu því og, að æskilegt væri, að afnema ákvæði samþykktarinnar um skelfisksbeituna, svo að hún væri öllurn jafn fijáls, sem önnur beita. Sam- þykkt að kjósa 3 manna nefnd, til að endurskoða samþykktina, og íhuga hinar framkomnu breytingartillögur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.