Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1900, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1900, Side 3
XIV, 23. Þjóðviljxkn. 91 ur og ílest var mér til miska gert, en sjálfsögð greiðvikni látin ógerð*. Gjöld voru látin ógreidd til mín, og lögboðn- um skýrslum haldið fyrir mér, og — þo ekki sé fagurt til frásagna — fékk eg ekki liðsinni hjá Páli amtm. Briem gegn þessum óleyfilega mótþróa og lögleysum. þó eg bæðist þess. Heldur ekki fékkst Páll, til að taka fyrir falskar réttarskýrsl- ur gegn mér, fyr en landshöfðingi skip- aði honum að gegna. En þetta lagaðist allt saman með hæztaréttardóminum, nema amtmanninum hefur ekki batnað stirðleikinn við hann. Mennirnir urðu þá aptur almennilegri smátt og smátt, nema Þórarinn á Efrihólum**, sem auð- fundið var á því, að þeir tóku aptur til að sýna af sér vanalega greiðvikni, létu af öllum þjósti, svo sem heilsa mér á mannamótum og samkomum, þigg;ja að koma inn, og láta yfir höfuð eins og ekkert hefði í skorizt, og upp úr því fór eg að fá það að heyra utan að mér, þá eptir þessum og þá hinurn af þessum mönnum, að þá iðraði þess, sem þeir hefðu lent i, og skildu ekki i sér, að þeir hefðu látið rægjast. Þegar þetta er nú svona, og á vitorði allra, sem til þekkja, hvernig getur þá landshöfðinginn skrifað, nað samkomulagið fari versnandiu o. s# frv. Hver hefúr tjáð það? Og hvar vill sá finna orðum sínum stað? Blaðið með þessari grein er af mér sent skrifstofu landshöfðingja, biskups og sannleiksvitn- <inu á Grrenjaðarstað. Sigurðarst. 17. júní 1900. Halldör Bjarnarson. —3--------- Amtsráðsfundagj örðir °g kansellístýll. Mór var ný skeð litið í Stjórnartið- indin, i fundargjörðir amtsráðanna í Suð- ur- og Vesturamtinu, frá embættistíð Júlíusar amtmanns. En það hrognamál! En þær langlokusetningar! Það er ekki islenzka, og danska ekki heldur. En hví skrifar maðurinn svona, amt- maðurinn, eða lxver það nú er, sem stýl- setur fundargjörðir amtsráðanna? Og jeg vil enn freinur spyrja, hvi leyfir landshöfðinginn, að annað eins og þetta só prentað í blaði hans, Stjórnar- tíðindunum? Það veitti ekkert af, að fenginn væri maður, til að snara fundargjörðum amts- ráðanna á íslenzku, og vona jeg, að það verði gert framvegis, ef amtsráðin sjálf *) Eitt dæmi bins síðasta er þetta: Einn af vottorðsbændum fann á með mínu marki af- velta. Ekki reisti hann ána við né sagði til hennar. Siðan fannst hún dauð, og reyndist þú, að eg átti ekki ána, heldur hjú mitt; varð það til þess, að bónda iðraði þess, að hafa ekki bjarg- að ánni, og hafði orð á því. H. B. **) Hann sagði Jausurn Efrihólum í vetur í ólund yfir hundinum sínum og vanmætti og vanmegni amtmannsius, grunandi ekkert, hvað til stæði; en nú kvað hann sjá sárt eptir Efri- hólum. Þykir hún hafa orðið endaslepp við hann hugulssemi amtmannsins. H. B. gera ekki ráðstafanir til þess, að gjörðir þeirra verði bókaðar á þolanlegri íslenzku. Það er ósköp leiðinlegt, að sjá ann- an eins frágang, eins og þetta. Grerið svo vel, hr. ritstjóri, að ljá línum þessum rúm í vðar heiðraða blaði. Yðar Islandicus * * * Það er hverju orði sannara, sem „Is- landicusu kvartar um, að hún er ærið blendin íslenzkan hjá amtmanninum vor- um, og því engin vanþörf' á, að vandað sé um slíkt. Amtsráðin eru, nú orðið, orðin svo þjóðlegar stofnanir, þar sem þar situr kjörinn maður úr sýsiufélagi hverju, að „kansellistýlnum“ gamla ætti að vera út rýmt þaðan, enda gerir sveitarstjórnar- tilskipunin 4. maí 1872, 50. gr. alls ekki ráð fyrir því, að amtmaður þurfi endi- lega sjálfur að stýlsetja ályktanir amts- ráðsins, heldur er það hlutverk skrifara þess, er „ráðiðu sjálft kýs. Júlíus amtmaður kann ekki íslenzku, það er margsýnt, og því ættu amtsráðin að hlífa honum við því, að vera svona árlega að sýna sína kunnáttu í Stjórnar- tiðindunum. — Ritstj. -oOO^OOo------ Nýtt „bakdyramakk“. Á Hjalteyrarfundinum, sem getið var um í 19. nr. blaðs þessa, skýrði Klemenz sýslumaður Jbnsson frá því, að hann, og nokkrir þingmenn aðrir („Yíðdælingar“), hefðu í vetur gert mann á fund hr. Hörrings, er þá veitti hinu svo nefnda íslenzka ráðaneyti forstöðu. Erindið var, að leita hófanna um samkomulag í stjórnarskrármálinu, og er svo að sjá, sem maður þessi hafi, fyrir hönd þeirra félaga, átt að bjóða hr. Hörring fylgi þeirra, ef hann vildi gera litla frekari tilslökun, en stjórnin hefur boðið, svo að þeir fólagar gætu notað þá tilslökun, sem brú, og hoppað svo yfir í stjórnbótaflokkinn. En þar sem þingmenn þessir voru úr þeim flokkinum, sem með atkvæðagreiðslu sinni á síðasta þingi lýsti því yfir, að hann vildi enga samninga um stjórnar- skrármálið, þá fann ráðherrann, sem von- legt var, enga ástæðu til þess, að fara nú að sinna þessari málaleitan þeirra, sem hann naumast mun hafa álitið al- varlega meinta, enda gat hann þá og ekkert um það vitað, þar sem nýjar þingkosningar eru fyrir hendi, hvort þeir yrðu á næsta þingi. Makk þetta sannar því ekkert um það, hvort eigi kynni að mega takast, að vinna stjórnina til frekari tilslakana, en Rump hafði í boði, enda er nú Hörring eigi lengur í ráðlierrasæti. En merkilegt er það, að þeir menn, sem mest. hafa úthúðað dr. Valty, út af „bakdyramakki“ hans við stjórnina, sem þeir svo nefndu, skuli nú hafa tekið upp alveg sömu aðferðina. Það hefði því að líkindum verið rétt- ara, að spara ögn meira uppnefnin, og „landráðamanns“ nafnið, fyrir 2—3 ár- um, þar sem þeir félagar feta núísömu sporin. Ófagrar aðfarir. Hér með leyfi jeg mér, berra ritstjóri, að biðja yður að ljá eptirfylgjandi línum rúm í yðar heiðraða blaði, til þess að almenningi gef- ist kostur á að lesa og beyra, bversu traðka má rétti þess, er minni máttar er. Þann 10. júní 1898 bélt sprautulið kaup- staðarins æfingu, og kom við það tækifæri að húsi mínu, og sprautaði á það, og skemmdi fyrir mér, bæði búsið sjálft, sem og vörur, bæk- ur og innbú, fyrir mörg hundruð krónur. Þegar er jeg sá, að sprauta átti á búsið, bannaði jeg það, og bað samstundis bæjarfógeta, er þar var viðstaddur i einkennisbúningi, sem yfirliði lögregluliðsins, að afstvra því, að spraut- að yrði á húsið, þar það eigi væri vatnshelt; en bann neitaði, og kvaðst ekki bafa vald til þessj að banna slíkt. Yar svo sprautað á búsið, og inn um brotna glugga, þrátt fyrir forboð mitt. Að aflokinni æfingu fór jeg til bæjarfógeta, og beiddi bann að útnefna menn, til þess að skoða húsið, og meta skaða þann, er á því hafði orðið, og ýmsum innanstokksmunum; en hann brást reiður við, og neitaði að útnefna menn- ina, sem og að liðsinna mér á nokkurn máta, enda væri málið sér óviðkomandi með öllu. Jeg sá nú, að mér var engin liðsinnis von úr þeirri átt, og virti jeg honum það til vor- kunnar, þar sem jeg áleit, að hann væri, ef ekki beinlínis, þá þó óbeinlínis, valdur að skaða þeim, er bjá mér hafði orðið; og þegar jeg eigi gat fengið bæjarfógeta til þess, að útnefna mennina, til þess að skoða og meta skemmd- irnar, beiddi jeg tvo borgara bæjarins að skoða vegsummerkin, og gáfu þeir mér vottorð um það, undir eiðstilboð, að bús og innbú væri meira og minna skemmt af völdum sprautu- æfinganna. Nokkru síðar skrita jeg amtmanni bréf, og sendi honum vottorð þeirra, er skoðað höfðu skemmdirnar bjá mér, og kvarta undan mót- vilja og afskiptaleysi bæjarfógeta í máli þessu, og bið hann ásjár; en 28. september birti bæj- arfógeti mér bréf frá amtmanni, dags. 2. s. m., þar sem amtið kveðst ekki sjá sér fært að sinna kæru minni, og er þessi úrskurður amtsins eingöngu byggður á umsögn bæjarfógeta sjálfs, sem auðvitað fann ekkert við sjálfs sins gjörðir að athuga, án þess að taka nokkuð tillit til vottorða þeirra, er jeg sendi; — en ekki þókn- aðist amtmanni að fyrirskipa nokkra opinbera rannsókn á oíbeldisverki því. er hið opinbera hafði framið á eigum mínum. Hvað það sé, er valdið hafi varkárni amts- ins í þessu máli, þó fyrir þvi hafi legið rök- studd kæra, er mér ókunnugt; en gizka tná á, að hið hlægilega málavafstur þess gegn consul S. H. Bjarnarson muni hér eiga hlut að máli. Með þvi að jeg nú eigi gat látið mér lynda þessi málaiok, skrifa jeg ráðgjafa, og tjái hon- um vandræði mín, og gjörði jeg það i þeirri góðu von og trú, að hann mundi fyrirskipa óhlutdræga rannsókn málsins; en frá honum het' jeg allt til þessa dags engin skeyti fengið: en þann 31. janúar þessa árs, á meðan jeg var erlendis, nafði réttarbaldsnefna í máli þessu verið haldin hér, undir forsæti bæjarfógeta H. Hafsteins, sjálfs þess rnanns, er kœrðnr hafði verið(J), og er mér ókunnugt um, hvað þar hef- ur gjörzt, því bæjarfógetinn hefur þráfaldlega, þrátt fyrir skriflega beiðni mína, neitað mér um eptirrit af réttarhaldi þessu; en nærri má geta, hvaða traust eg geti borið til slíkrar rann- sóknar, eptir þvi sem á undan var gengið, enda ganga hér um hana ýmsar sögur, sem fróðlegar myndu þykja, ef á prenti birtust.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.